Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 25 Jón Óttar Ragnarsson, formaður landssamtakanna Lífs og lands, Gylfi Gíslason, dr. Sturla Friðriksson og Bjarni Reynarsson. Líf og land Eáðstefna um manninn og umhverfið að Kjarvals- stöðum um helgina LANDSSAMTÖKIN Líf og land gangast fyrir ráðstefnu að Kjarvalsstöðum dagana 24. og 25. febrúar og fjallar hún um manninn og umhverfið. Jón Óttar Ragnarsson formaður félagsins, setur ráðstefnuna, sem hefst kl. 9.00 báða dagana og stendur til kl. 17.00 á laugardag cn lýkur á sunnudag ki. 14.00 F'ram kom á fundi hjá samtökunum, að félagið, sem stofnaö var 30. nóvembcr síðastliðinn, er óvenjulegt að því leyti, að ekki er aðeins um verndun lands að ræða heldur og nýsköpun umhverfis og áhrif í þá átt að stuðla að nýjum viðhorfum í umhverfismótun og nauðsyn þess að taka tillit til allra þátta sem að manninum lúta, svo sem lista- og menningarsögu, gróðurs og orkumála, svo eitthvað sé nefnt, eða yfirleitt til þeirra hvata. sem áhrif hafa á mannlífið í heild. Félagið, sem starfar óháð opinberum aðilum, er eins og nafnið bendir til ekki bundið við höfuðstaðinn, en landsbyggðina alla. Félagar geta þeir einstakl- ingar gerzt, sem aðhyllast markmið félagsins og vilja starfa í samræmi við lög þess. Einnig geta félög og fyrirtæki verið styrktarfélagar. Markmið félagsins er að stuðla að því að gera umhverfi í þéttbýli og dreifbýli aðlaðandi fyrir fólk í landinu. Ennfremur að halda hlífiskildi yfir bygging- arlist fyrri tíma og öðrum menningarverðmætum og nátt- úru landsins. Að hvetja til þess að vel verði vandað til nútíma mannvirkjagerðar og skipulags og skapa vettvang til skoðana- skipta fyrir alla, sem hafa áhuga á menningu, listum og náttúruvernd. Innan félagsins starfa þrjár nefndir: Fræðslunefnd, sem mun annst samskipti við erlend félög, standa að ráðstefnu og fyrirlestrum um fræðileg efni og kynna niðurstöður þeirra innan félagsins og utan. Skipulags- nefnd mun fjaHa um mannvirki og annað umhverfi og beita sér fyrir varðveislu þess, viðhaldi eða endurnýjun eftir ástæðum. Jafnframt að stuðla að aðlað- andi umhverfi, vandaðri bygg- ingarlist og skipulagi. Loks fjár- málanefnd, en hennar hlutverk er fyrst og fremst að afla fjár og fylgjast með fjárreiðum félags- ins. Nefndirnar munu starfa sjálfstætt en með innbyrðis tengslum. Tilgangurinn með ráðstefn- unni er að kynna stefnumál félagsins og fá lærða sem leika til að tjá sig og svara þeirri gagnrýni, sem fram hefur komið á skipulag umhverfis. Hvernig nú er komið málum, m.a. hvers vegna sumir landshlutar og hverfi eru í niðurníðslu en önn- ur blómstra, hvort það sé óum- flýjanlegt eða stafi af öðrum orsökum. Margir íslendingar, sem lært hafa erlendis á ýmsum sviðum, koma heim með hugmyndir, sem ef til vill er verið að byggja upp hér, en rífa niður annars staðar, sem bendir til, að nauðsynlegt sé, að sameiginleg stefna í þess- um málum komi fram. Ráðstefna þessi er þríþætt. Fyrri daginn verður fjallað um fortíðina eða aðdragandann. Meðal þeirra málefna sem þar verða tekin fyrir eru: Að búa á eldfjalli, erindi Sigurðar Þórar- inssonar jarðfræðings, Þá mun Hörður Agústsson tala um „íslenzka húsagerð". Síðdegis verður fjallað um mann í nútíma. Þar munu meðal ann- arra hreyfa málum Magnea J. Mathíasdóttir og nefnist erindi hennar „Grænt malbik eða gul- rófnagarðar". Einnig mun Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur ræða um Fjölmiðla og áhrif þeirra. Þá er fyrirlestur sem nefnist „Ahrif skipulags á sálarlíf", og fjallar Brynjólfur Ingvarsson um það málefni. Hvert skal haldið? nefnist þáttur ráðstefnunnar síðari daginn. Þar munu tala auk annarra Hrafn Gunnlaugsson og nefnist erindi hans „Skrattinn úr skipuleggnum". Þá eru „Valkostir í skipulagi", sem Gestur Ólafsson ræðir um, „Orkuþurrð eða allsnægtir", sem Sveinbjörn Björnsson flytur og erindi dr. Sturlu Friðrikssonar, „Líf í landi". Þátttökugjald að ráðstefnunni er 4.000.- kr. og 50% afsláttur fyrir skólanemendur. Olíuhækkanirnar: Flotinn þarf 16.600 milljóna tekjuauka — miðað við óbreyttar skiptareglur NÝJUSTU olíuhækkanirn- ar á markaðnum í Rotter- dam haía í för með sér 10.780 milljóna útgjalda- auka á ári fyrir fiskiskipa- flotann ef þær koma að fullu inn í verðlagið. Að óbreyttum skiptareglum þarf tekjuauki flotans hins vegar að verða 16.600 milljónir á ári vegna þess- ara hækkana. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Ágústi Einarssyni hagfræðingi LÍÚ. Sagði Ágúst að þetta væru hrika- legar tölur og vandamálin sem við blöstu geigvænleg. „Við verðum að vona að þetta ástand á olíu- markaðnum lagist hið fyrsta og eðlilegt ástand komizt aftur á. Við gerum frekar ráð fyrir því að markaðurinn jafni sig.“ Hann sagði ennfremur að það væri alveg óeðlilegt að sjómenn högnuðust stórlega á olíuhækkunum erlendis, sem legðust með geysiþunga á útgerðina enda hefðu tals- menn sjómanna sýnt mál- inu skilning. Ágúst sagði að ef fyrr- nefnd hækkun yrði og hún færi framhjá skiptum, þyrfti fiskverð að hækka um 16% en að óbreyttum skiptareglum um 25%. Hann nefndi sem dæmi að meðalskuttogari notaði 1263 þúsund lítra af gasolíu á ári og væri olíukostnaður hans 72,6 milljónir á ári. Miðað við nýjustu skráningar í Rotterdam færi kostnaður- inn upp í 152 milljónir á ári hjá þessum sama togara, eða í 460 þúsund krónur á hvern úthaldsdag. Hvað segja þeir um stefnu- yfirlýsingu Sjálfstœðisflokksins? Davíð Scheving Thorsteinsson: GrundvöUurinn hef- ur verið lagður að efnahagsstefnu „ÉG fagna því, að Sjálfstæðis- flokknum hef- ur nú tekizt að koma sér sam- an um heil- steypta efna- r hagsstefnu og^^j. ég vona að^h^i'x Mí þegar hún verði fullmótuð, muni hann standa á henni eða falla." sagði Davíð Scheving Thorstcinsson. formaður Félags íslenzkra iðnrekenda í samtali við Morgunblaðið í gær. „Eg tel stefnuna eins og hún birtist nú ekki fullmótaða," sagði Davíð, „en þegar hún verður fullmótuð, verður hún að sjálfsögðu að vera í sífelldri endurskoðun. Þetta er hins vegar grundvöllurinn, sem flokkurinn verður að standa fast við.“ Hjalti Geir Kristjánsson: Stefna Verzlun- arráðsins virðist njóta vaxandi fylgis stjórnmálaflokka „FRJÁLS verðmyndun, frjáls gjald- eyrisviðskipti, frjáls fjár- fjár-magns- mark og sam- dráttur í skatt- heimtu ogl opinberum útgjöldum í tengsl- um við nýtt skattkerfi er stefna Verzlunarráðsins,“ sagði Hjalti Geir Kristjánsson, formaður Verzlunarráðs íslands. er Mbl. leitaði umsagnar hans í gær. „Við hljótum því að fagna því, að Sjálfstæðisflokkurinn taki þessi mál á sfna stefnuskrá.“ Þá sagði Hjalti Geir: „Jafn- framt er það okkar ánægjuefni, að þessi stefnumál ráðsins virðast njóta vaxandi fylgis meðal annarra stjórnmála- flokka." Sighvatur Björgvinsson: Margt athyglis- vert, annað gamalt, sumt tíkar okkur ekki „ÉG er nú ekki búinn þeim hæfileikum. sem sumir hafa, að geta gcfið umsögn að loknum 5 mínútna lestri,“ sagði I Sighvatur Björgvinsson. al- þingismaður og formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, er Morgunblaðið spurði hann um viðbrögð hans við efnahags- málayfirlýsingu Sjálfstæðis- flokksins. Sighvatur sagðist hafa séð plaggið fyrst í gær og vera enn að skoða það. „Það er ýmislegt þar, sem er kunnuglegt eins og eðlilegt má telja, því að þetta eru yfirleitt sömu málin, sem eru að vefjast fyrir mönnum. Sem almenn stefnuyfirlýsing, sýnist mér margt af þessu vera nokkuð skynsamlegt, annað ekki út frá mínu sjónarmiði, sem eðlilegt er, því að það er ágreiningur milli flokka og manna. En þetta er almenn stefnuyfirlýsing, sem er mjög almennt orðuð og tekur t.d. ekki á beinan hátt á því vandamáli, hvernig við eigum t.d. að koma verðbólgu niður ákveðið tiltekið mark á næstu tveimur árum, án þess að stefna atvinnuöryggi í hættu. Með þessu er ég ekki að segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki slíka stefnu, heldur kemur það atriði ekki fram í þessu plaggi. Hún gæti hins vegar mæta vel rúmast innan þessa heldur víða ramma, sem stefnumótun Sjálf- stæðisflokksins er.“ Þá sagði Sighvaturað formað ur Sjálfstæðisflokksin^ hefði sagt við sig í gær, að búast mætti við því að á næstu dögum flytti Sjálfstæðisflokkurinn þingmál, fleira en eitt og fleiri en tvö, til þess „að negla betur niður ýmis stefnuatriði og hvernig framkvæma bæri þau á tilsettum tíma.“ Þá fyrst getur maður meira sagt um þetta, Hins vegar er ýmislegt athyglis vert í þessu, annað, sem eru gamlir kunningjar og svo sumt sem við gætum ekki fellt okkur við,“ sagði Sighvatur Björnsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.