Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ' FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Matthías Bjarnason, fv. sjávarútvegsráðherra: Framleiðslan, eftirlitið og sölustofn- unin heyri undir sama ráðuneyti Hér á eftir verða lauslega raktar þingræður í fyrradag um sölusamninga við Sovétríkin og skemmdir í gaffalbitaframleiðslu. sem verið hafa í fréttum undanfarið. Finnur Torfi Stefánsson (A) hóf umræðuna, utan dagskrár. og beindi fyrirspurnum til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Matthías Bjarnason. fv. sjávarútvegsráðherra. Skemmd vara og sölusamníngar Finnur Torfi Stefánsson (A) sagði gaffalbitaframleiðslu liðins árs hafa numið um 1600 tonnum. Þar af hefðu 1000 tonn eða 69,4% farið á Sovétmarkað, sem væri því mikiivægur þessari framleiðslu. Eðlilegt væri því að menn væru úggandi yfir því, að nýir sölu- samningar við Sovétmenn hefðu dregizt á langinn. Gerði þingmaðurinn því skóna að þessi dráttur tengdist hugsan- lega ítrekuðum körtunum Rússa vegna skemmdrar framleiðslu, sem komið hefði frá K. Jónsson á Akureyri. Framleiðsla Siglósíldar hefði hins vegar reynzt með ágæt- um. Sölustofnun lagmetis hefði reynt að semja um bætur og ná nýjum sölusamningum við Sovét- ríkin, en slíkir samningar hefðu ekki enn séð dagsins ljós. FTS sagði að þrjár opinberar stofnanir tengdust þessu máli, Framleiðslueftirlit sjávarafurða, sem kanna ætti gæði hráefnis, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem rannsaka ætti fullunna vöru og Sölustofnun lagmetis, er annað- ist söluhliðina, hefði einkarétt á útflutningi lagmetis til A-Evrópu- ríkja. FTS bar fram þær spurningar til iðnaðarráðherra og viðskipta- ráðherra: hvaða skýring væri á þessum framleiðslumistökum, hver bæri ábyrgð á mistökunum, hve háar bótakröfur Sovétmanna væru, hverjar fyrirbyggjandi ráð- í fyrirspurnatíma á sameinuðu þingi á þriðjudaginn bar Friðjón Þórðarson (S) fram fc'rirspurn til forsætisráðherra um hvað liði gerð áætlunar á vegum fram- kvæmdastofnunar ríkisins um svo- nefnda Dalabyggð. Drög að áætluninni kvað Friðjón hafa ver- ið kynnta þingmönnum þegar í mars 1978. Friðjón kvað mikinn áhuga vera á því heima í héraði að gerð áætlunarinnar yrði hraðað, og jafn- framt að ekki yrði þar látið við sitja, heldur kæmu raunverulegar framkvæmdir í kjölfarið. Ólafur Jóhannesson (F) forsaétisráðherra svaraði fyrir- spurn Friðjóns, og kvað hann svar sitt grundvallast á upplýsingum er hann hefði beðið Framkvæmda- stofnunina að taka saman. Forsætisráðherra kvað áætlun um uppbyggingu Dalabyggðar hafa verið einn hluta Vesturlands- áætlunar, sem verið hefði á döfinni frá því árið 1974. Ákveðið hefði verið að takmarka áætlunina við eina byggð hverju sinni, og hefði verið ákveðið að byrja á Dalabyggð. Nú væri verið að lesa handrit skýrslunnar, en ákvörðunar væri að vænta í næsta mánuði um hvað gert verði í sambandi við áfram- hald og framkvæmdir. Alexander Stefánsson (F) tók einnig til máls í þessu máli, og kvaðst hann fagna því að heyra að nú væri verið að vinna að málinu af fullum krafti. Hér væri mikilvægt mál á ferðinni sem full ástæða væri til að hraða. stafanir yrðu til að koma í veg fyrir endurtekningu af þessu tagi, hvaða áhrif skaðinn hefði á Sovét- markað og sölusamninga og hvort þetta mál myndi flýta ráðgerðri rannsókn stjórnvalda á útflutn- ingsverzlun okkar í heild? Hráefnið, sem unnið var úr, skemmt Hjörlcifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði að fyrri sölusamningur við Sovétmenn hefði numið 1,2 milljörðum króna. Þar af hefði K. Jónsson unnið 70% vörunnar en Siglósíld 30%. Það magn gaffalbita, sem Sovétmenn hefðu talið skemmt, hefði numið 8714 kössum (1000 dósir í kassa), að verðmæti 122 m. kr., eða 10,1% viðskiptanna við Sovétmenn. Rannsókn á óunnum lager saltsíld- ar frá 1977 hjá K. Jónsson hefði ieitt í ljós að 4/5 hefðu reynzt óvinnsluhæfir. Slá mætti föstu að skemmdirnar ættu rætur í hráefn- inu. Ráðherra sagði Sölustofnun lag- metis í sambandi við viðskiptafull- trúa sovézka sendiráðsins hér og líkur væru á bótasamningum þess efnis, að söluaðilinn skilaði sama magni óskemmdrar vöru og reynzt hefði gölluð í fyrri sendingum. Siglósíld ætti nægilegt magn í fyrstu sendingu, ef um semdist. Að tjóninu bættu væru Sovétmenn fúsir til nýrra samninga. Ráðherra sagði ennfremur að framkvæmd reglugerðar um framleiðslueftirlit hefði reynzt erfið, m.a. vegna Friðjón Þórðarson (S) tók aftur til máls og þakkaði forsætisráð- herra svör hans. Minnti hann á að hér væri á ferðinni brýnt hags- munamál viðkomandi héraðs, sem meðal annars væri enn brýnna en virtist við fyrstu sýn vegna lágra meðaltekna fólksins þar. Guðmundur Karlsson, þing- maður Sunnlendinga. beindi þeirri fyrirspurn til setts sjávar- útvegsráðherra í gær, hvort veið- ar á loðnu yrðu takmarkaðar á þessari vertíð, og hvort veiði- stjórn yrði hagað þann veg, að hægt yrði að standa við gerða sölusamninga á frystri loðnu og loðnuhrognum. S.H. hefði gert sölusamning f Japan fyrir 4’/z milljarð og SÍS og fleiri aðilar væru og með söluaðstöðu. Verk- smiðjur hefðu selt töluvert fyrir- fram af loðnumjöli, og nauðsyn- legt væri að geta gert kaupendum grein fyrir því, með góðum fyrir- vara, ef ekki yrði hægt að standa við sölusamninga. Guðmundur ónógra fjárveitinga. Það væri stundum dýrt að spara. Betur þyrfti að standa að þessum málum framvegis með nánara samstarfi iðnaðar- og sjávarútvegsráðu- neyta. Bíð eftir sjávar- útvegsráðuneyti Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra sagði ráðuneyti sitt hafa áhuga á að búa þannig um hnúta, að slíkt sem þetta endurtæki sig ekki, og vinna að nýjum sölusamn- ingi við Sovétríkin. Fyrirspurn FTS um rannsókn á útflutningsverzlun landsmanna væri fljótsvarað. Ráðuneyti sitt væri tilbúið til slíkrar rannsóknar. Hana þyrfti hins vegar að vinna í samráði við sjávarútvegsráðuneyt- ið. Með rannsóknina yrði ekki beðið degi lengur er sjávarútvegs- ráðherra væri tilbúinn til hennar að sínu leyti. Gamalgróið fyrirtæki lamað Ingvar Gíslason (F) sagði gaffalbitamarkað Sovétríkjanna mikilvægan og fyrirbyggja þyrfti að mistök af þessu tagi kæmu fyrir að nýju. Ráðherra hefði nú upplýst að gallarnir í framleiðslu K. Jóns- sonar stöfuðu af hráefni, sem hefði verið aðkeypt frá Hornafirði. I þessu sambandi væri illt til þess að vita að reglugerð um eftirlit frá vakti athygli á því að fjöldi fólks hér á suðvesturhorni landsins, sem hefði framfæri af fisk- vinnslu, ætti rétt á að vita um viðbrögð stjórnvalda í þessu máli og dróg í efa, að forsendur frek- ari veiðitakmarkana á loðnu væru nægilega traustar. Magnús H. Magnússon, settur sjávarútvegsráðherra, sagði fiski- fræðinga hafa gert tillögu um einnar milljónar lesta hámarks- afla loðnu á tímabilinu 1. júlí 1978 til 30. júní 1979. Ný mæling loðnu- stofns, með bergmálsaðferð, hefði leitt í ljós, að þetta aflamagn væri hrygningarstofni ársins 1979 ekki ofviða. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski 'ræðingur, teldi ekki ráðlegt 1976 hefði í framkvæmd reynst ófær um að sinna hlutverki sínu. Hér væri um opinbert eftirlit að ræða og spurning væri, hvort ríkisvaldið væri ekki bótaskylt. Hér væri um að ræða gamalgróið fyrirtæki, sem lengst af hefði skilað góðri vöru og fjöldi manna á Akureyri hefði atvinnu og fram- færi af tilvist þess. Nú væri þetta gamalgróna fyrirtæki lamað. Samningar fyrr tafist Lárus Jónsson (S) sagði samn- inga við Sovétmenn hafa fyrr tafist. Á si. ári hefði ekki komið skriður á þá fyrr en þáv. sjávarút- vegsráðherra, Matthías Bjarna- son, hefði persónulega rætt við ráðherra utanríkisviðskipta í Moskvu. LJ sagði eftirlitsaðila með þess- ari framleiðslu tvo: 1) Framleiðslueftirlit sjávarafurða, sem skoða ætti hráefni og sýna- töku af fullunninni vöru. 2) að veiða meira en 350.000 lestir úr þeirri hrygningargöngu, sem var fyrir 10 dögum á hefðbundinni slóð út af Austfjörðum. Hann hefði þá talið rétt að beina bræðsluveiðum að Vestfjarðaloðn- unni, þar sem óvíst væri, hvort hún myndi hrygna á svæði, þar sem skilyrði væru til að klak heppnaðist. Síðari rannsóknir hefðu hinsvegar leitt í ljós, að þessi loðna væri á suðurleið, var í gær (þ.e. fyrradag) við Víkurál, og vonir stæðu nú til, að hún veldi sér stað góðra skilyrða til hrygningar. Ráðherra sagði brælu hafa verið á miðum við s/a-land sl. fimm daga. Loðnan hefði verið friðuð þá daga. Loðnuskipstjórar teldu að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem annast ætti sýnaskoðun hvers framleiðsludags og gefa út- flutningsvottorð. Þá las LJ upp bréf Sölustofnunar til þessara stofnana frá sl. sumri, þar sem þeim var gerð grein fyrir athuga- semdum varðandi framleiðsluna, og þær beðnar að sækja heim báða framleiðendur, til að kanna hráefni og vinnslu alla. LJ taldi framkvæmd reglu- gerðar um eftirlit ábótavant í meira lagi. Fjárveitinganefnd hefði hins vegar talið, að þessar stofnanir gætu sinnt eftirlitsstarfi án viðbótarstarfsliðs. Hér væri um stjórnunarlegt atriði að ræða, ekki fjármálalegt. Pólitísk sendinefnd vegna bragðskyns Stefán Jónsson (Abl) varaði við þeim afleiðingum fyrir atvinnu- öryggi á Akureyri, sem þetta slys hefði í för með sér, ef ekki yrði rétt við brugðizt. K. Jónsson hefðu nú sagt upp starfsliði, þar eð hráefni væri ekki fyrir hendi. Hann taldi það rétt, sem fram hefði komið hjá Lárusi varðandi eftirlitið, að hér væri um stjórnunaratriði að ræða fremur en fjárskort. Hann minnti á hliðstæðu, er hundruð tonna af freðfiski á Ameríkumarkaði hefðu reynzt gölluð á sl. ári. Þá rifjaði hann upp, að fram- leiðsla frá Siglósíld, sem hefði verið hráefnislega og framleiðslu- lega príma vara, hefði sætt gagn- rýni í Sovét, þar eð aðilar þar vildu hafa annað bragð af vörunni en Sigló-menn. Þurft hefði að senda út sérstaka sendinefnd, gott ef ekki pólitíska, til að fá Rússana til að sætta sig við bragðið. Vakti fleiri spurn- ingar en svarað var Hannes Baldvinsson (Abl) sagði sögu Stefáns Jónssonar um Sigló- bæzt hefði í þá göngu, er á þessum miðum væri, en seiðþol hennar yrði kannað á næstu dögum. Úr þessari göngu væri þegar búið að taka 256.000 lestir. Rannsóknir næstu daga hafa úrslitaáhrif á ákvarðanatöku og þá einnig, hvort veitt verður og hve mikið úr Vestfjarðagöngunni, sagði ráð- herra. Til greina kæmi að beina flotanum með stjórnunaraðgerð- um af s/a-svæðinu á Vestfjarða- svæðið, tímabundið, en ekki hafi þótt þörf slíkra aðgerða enn sem komið væri. Ráðherra sagði að veiða þyrfti 100.000 lestir til að fullnægja sölusamningum á frystri loðnu og loðnuhrognum. Búast mætti við að FriðjónÞórðarson: Hvað líður gerð áætl- unar um Dalabyggð? Alþingi ræðir veiðitakmarkanir: Sjávarútvegsráðherra kraf- inn ákvörðunar um loðnuveiði Verður hægt að standa við sölusamninga á loðnuafurðum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.