Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 33 þar hafa haft forystu, hafa — því miður orðið fyrir sárum vonbrigð- um yfir því, hve fáir hafa orðið til að leggja þeim lið. Má það furðu gegna, þar sem ekki virðist skorta áhuga og forvitni hjá okkur Islendingum á hinum ólíkustu sviðum. Og allir vita, að þau skötuhjúin eru aðal aflgjafinn til allra framkvæmda. Eins og nú er ástatt með rjúpna- stofninn virðist mér vænlegast að fylgjast með honum á þann hátt, er nú skal greina: Þar sem enginn skortur virðist vera á pappír á Islandi, ætti að vera auðvelt með litlum fyrirvara að láta prenta spurningalista og senda nokkur eintök af þeim til allra póststöðva á landinu. Betri greiða væri ekki hægt að gera fyrir þá, er gjarnan vildu hjálpa til við að fylgjast með rjúpunni. Þar væri hægast um vik fyrir þá að vitja, þeirra. Þær spurningar, sem þar yrðu settar fram, snérust eðlilega fyrst og fremst um atferli og ásigkomulag rjúpunnar hverju sinni frá ársbyrjun til ársloka. í því sambandi eru mér efst í huga eftirfarandi atriði, sem ég beini — í bróðerni — til þeirra, er ákveða spurningarnar síðar. Fyrstu mánuði ársins, eins og þeir síðustu, reynast oft rjúpunum talsvert erfiðir vegna tíðarfarsins, einkum þó hér á Norðurlandi. Þá verða þær oft að leita frá hærri stöðum vegna snjóþyngsla og áfrera niður í lágsveitir, þar sem þær hafa þá nóg úr að moða, þar til aftur hlánar, svo að holt og rindar auðnast á hálendinu. A þeim tíma eru þær því oft að færa sig á milli staða, þó því ferðalagi sé ekki samanlikjandi við það feigðarflan, sem stundum grípur þær. Þá er því mikils virði að fylgjast með þeim ferðalögum hvar þær halda til hverju sinni, og miða þá við örnefni til glöggvunar innan hreppamarka, ef kostur er. Hvenæ'r þær fara að spara sig og hvenær varptíminn byrjar, en það fer talsvert eftir tíðarfari og hæð yfir sjó. í hörðum vorum verpa þær venjulega mest í lágsveitum, allt að 100 m. yfir sjó. I góðum vorum er aftur á móti mest um varpstaði þeirra frá 100 til 250 m. yfir sjó, og er þá miðað við sveitir hér í Þingeyjarsýslum. Þá væri líka fróðlegt að vita, hvort vart yrði við alhvítar rjúpur, og þá venjul. kvenfugla í lágsveitum, á sama tíma og þar, sem þar hafa haldið til, eru langt komnar í sumarbúninginn. Um afkomu unga og áfelli á fyrstu vikum þeirra yrði auðvitað spurt og hvaða dauða þau valda, og á hvaða svæðum hann virðist mestur. Af fyrrnefndum ástæðum eru varp- staðir rjúpunnar býsna breytileg- ir, frá ári til árs. Þar ræður mestu tíðarfar og snjóalög, seint í apríl og fram um mánaðamót maí — júní. Þá er einnig mikils um vert að vita hvenær þær hverfa mest af uppeldisstöðvunum til hærri staða, og þá einnig að láta fylgja heiti á þeim fjöllum eða fjallgörð- um, er þær leita mest til. Þá væri það einnig- mikils um vert að fá upplýst, hvort þær velja sér varp- staði svo áberandi sé á þeim stöðum, sem mest bar á þeim fyrir og um hátíðar árið á undan, eða í nágrenni þeirra. Þannig mætti lengi telja. Það vita líka bezt þeir, sem leita að slíkum upplýsingum, en þar tel ég Náttúruverndarráð og fuglafriðunarnefnd sjálfkjörin að annast allar framkvæmdir við þessa eftirleit. Þá væri það einnig mikils um vert að gefnar væru upp tölur um skotnar rjúpur, og miða þá við hreppamörk. Þó varla væri um annað að ræða en ágiskun, þá eru þó meiri líkur til þess, þegar tveir eða fleiri kunnugir gefa upp þær tölur, að millivegurinn sé ekki langt frá hinu rétta. Eftir áratuga reynzlu hef ég oft látið skína í það, að þeir, sem liggja á grenjum á vorin og fara þá oft einnig í fjárleitir um byggðir og óbyggðir þessa lands, hafi gefið mér öruggustu heimildir um ýmis fyrirbæri, sem þeir hafa verið sjónarvottar að, og þar á meðal um rjúpuna. Enginn íslendingur þekkir þessa sömu menn eins vel og veiðistjór- inn okkar, Sveinn Einarsson, og hittir þá eins oft. Ég veit að hann mun — af fúsum vilja — hvetja þá til að leggja þessu máli lið, ef til þeirra verður leitað. Af ásettu ráði hef ég orðið óvenju fáorður í þetta sinn, og er sannarlega mál til komið, enda oft farið orðum um það fyrirbæri, þegar rjúpur hafa horfið alveg sporlaust á þessari öld. Og þó ég hafi orðið fyrir miklum vonbrigð- um, að þeim skuli ekki hafa verið neinn gaumur gefinn, fremur en þau hafi aldrei átt sér stað, er þó ekki rétt að örvæntá, því ef nógu margir vilja sýna þann þegnskap að stuðta að því að sú gáta verði ráðin, þá mun það takast. Svo margir leggja nú leið sína um landið, hornanna á milli, að rjúpur geta hvergi leynst athugul- um augum. Og það er vissulega kominn tími til þess að taka höndum saman um að vera á verði, svo útilokað sé að slík fyrirbæri gerist, án þess að við fylgjumst með þeim, þótt nú verði það langtum erfiðara en á meðan þær voru margfalt fleiri. Það ætti lika að hvetja okkur ekkert smáræði að minnast þess, hve oft við höfum sofið á verðinum og ekki rumskað, fyrr en hið gullna tækifæri var gengið hjá. Ytri — Hlíð — 604 Húsavík 1. febr. 1979. Theodór Gunnlaugsson frá Bjarnmalandi. orðnir menn skuli láta þvílíkt rugl út úr sér, má vera að allt sé þetta sjónarspil, gert vegna þess að einhverjir úr ellefumanna hópnum ætla að vekja athygli á sjálfum sér. Einhverjir þeirra muna kannski að bóndi hefur komist á þing með því að ferðast um og standa fyrir skeleggum mótmæla- fundum meðal bænda. En í stéttarsamtökum bænda hefur verið rætt um í fullri alvöru að endurgreiða kjarnfóðurgjald á til- tölulega lága kílóatölu á mjólkur- kú, t.d. 300—400 kg, til að jafna milli mjólkurframleiðslu og ann- arra greina. En sá hængur er á því, að þá munu fleiri vilja endur- greiðslur og mun því ekki verða farið út í slíkt, nema tryggt sé að þetta verði aðeins í mjólkurfram- leiðslu. Þá er nú komið að því fyndnasta í samþykktum postulanna 11. Þeir vilja beina samninga við ríkisvald- ið um kjör bænda. Skyldi þetta nú ekki vera alveg splunkuný tillaga. Ég hef stundum undrast það síðustu ár, þegar nýir fulltrúar á Stéttarsambandsfundum byrja í ræðum að tala fyrir þessu sem nýmæli. Meira segja Kristófer kunningi minn í Köldukinn kom með þetta í sjónvarpsviðtali eins og alveg nýja tillögu. Skyldi það vera almennt með bændur, að þeir lesi ekki tillögur frá fundum Stéttarsambands síns, í eigin fag- tímariti. í Frey birtast allar til- lögur, bæði þær sem samþykktar eru og felldar. Ef hinir elleftu skammsýnu hefðu lesið þessar tillögur, þó ekki væri nema eitt ár, mundu þeir hafa séð að allt frá 1968 hefur áskorun til alþingis um að breyta lögum í þessu augnamiði verið samþykkt. Síðustu árin ein- róma. í lagafrumvarpi, er Stéttar- sambandsfundur 1972 samþykkti með 40 atkv. gegn 6, var ákvæði um þetta ásamt heimild til kjarn- fóðurgjalds og fl., sem ef af- greiðslu hefði hlotið hefði komið í veg fyrir vandræði okkar í fram- leiðslu í dag. Þetta frumvarp var í samræmi við loforð í stjórnarsáttmála 1971. Það var svikið. Síðan hefur ósk um lagabreytingu til að koma á bein- um samningum við ríkisvaldið verið hundsuð á hverju ári. A síðastliðnu sumri var mynduð ríkisstjórn. Hún segist vera ríkis- stjórn vinnandi stétta, einnig segist hún vilja stjórna með sam- ráði við stéttasamtök. Hvaða and- lit ætlar hún að sýna bændum og samtökum þeirra? Ætlar hún að halda áfram að sýna bændum og samtökum þeirra lítilsvirðingu? Mynduð þið þingmenn stjórnar hinna vinnandi stétta ekki telja stórn Verkamannasambandsins eða A.S.I. og fulltrúa fundi þessara samtaka rétta málsvara vinnandi fólks? Eru bændur ekki meðal hinna vinnandi stétta? Þarf ekki að hafa samráð við samtök bænda? Eru bændur að biðja um lagasetningu sem kostar ríkissjóð fé? Nei, þvert á móti, sem mun spara ríkinu fé er fram í sækir. En á meðan þingmenn sitja á frumvarpinu eykst vandinn hrika- skrefum. Samkvæmt síðustu út- flutningsáætlun vantar um 5 milljarða á að útflutningsbætur hrökkvi, verðlagsárið 1978—79. Seðlabankinn, hægri hönd ríkis- stjórnarinnar, hótar að hætta að veita afurðalán út á smjör. Hvað verður þá um greiðslugetu vinnslustöðvanna? Hvað verður um útborgunargetu Mjólkursam- lags K.E.A., Eyfirðingar? Markaður fyrir osta í Banda- ríkjunum fer versnandi og óvissa um sölu. Eru þingmenn tilbúnir að greiða þessa 5 milljarða? Nú er verðlagsárið hálfnað og þar af leiðandi ber þingi og ríkisstjórn sem situr á tillögu bænda sið- ferðisleg skylda til að greiða þennan mismun, þar til lagasetn- ing um þessi mál er komin í framkvæmd. Kannski mætti spyrja Pálma á Akri hvort það var álit ellefumenninganna skamm- sýnu, sem hann vildi að þingmenn biðu eftir? Ekki var það álit réttkjörinna fulltrúa bænda eða stjórnar Stéttarsambandsins. Mætti líka spyrja þá Lúðvík og Pálma hvort vandi í sauðfjárfram- leiðslu sé frekar „léttvægur" ef sauðfjárbændur þurfa að greiða 200 kr. á kíló innlagðs kjöts og mjólkurframleiðendur 16—17 kr. á kíló. Nei, góðir þingmenn, sýnið nú manndóm. Ég skora á Stefán Valgeirsson, sem hefur nú frum- varpið undir höndum sem for- maður landbúnaðarnefndar neðri deildar, að snara því í gegn sam- sturtdis. Jafnframt skora ég á alla bændur á alþingi að sjá til þess að bændur og samtök þeirra verði ekki hundsuð lengur í þessu máli. Á þingmenn Austurlands skora ég alla sem einn að taka myndarlega á og koma þessu frumvarpi í lög á næstu tveim vikum. Á ríkisstjórnina skora ég að sýna samráðsvilja sinn við stétta- samtök í þessu máli og beita sér fyrir afgreiðslu frumvarpsins. Látið ekki lengur skammsýna bændur, sem sumir hverjir hafa hætt sér heldur langt út á verð- bólguísinn í framkvæmdum, villa ykkur sýn. Refsstað 2. feb. 1979 bórður Pálsson. Aðalbjörn Benediktsson: Misrétti þegnanna eftir búsetu Þéttbýlið hefur haft forgang að hag- kvæmustu virkjunum Rafveitukerfi þessa lands eru að mestu byggð þannig upp að ríkið er stærsti aðilinn. Beztu virkjunarstaðirnir hafa orkuþörf og orkusölu, og þess vegna óhag- stæðara að virkja það, sem eftir er. Virkjanir og dreifing orku hefur notið forgangs á þéttbýlustu svæðunum með tilliti til hag- kvæmari reksturs. Þetta verður að hafa í huga, þegar röðin kemur að þeim, sem á eftir eru hvað orkuöfl- un snertir og uppbyggingu dreifi- lína, en um slíkt er að ræða, einkum hjá viðskiptaaðilum Raf- magnsveitna ríkisins. (Rarik). Rafmagn 88% dýrara til heimilisnota hjá Rarik en hjá RR Mikill ójöfnuður er uppi hafður eftir landshlutum og byggðarlög- um í raforkuverði og veldur mikilli óánægju. Hafa víðtæk samtök svo sem Fjórðungssamband Norðlend- inga og sýslunefnd Rangárvalla- sýslu gagnrýnt þetta og farið fram á úrbætur. Rangæingar hafa meira að segja fylgt sinni greinar- gerð inn úr dyrum iðnaðarráðu- neytisins. Fyrrnefndum aðilum finnst með öllu óviðunandi að gjaldskrá Rarik sé sífellt hækkuð til fjármögnunar framkvæmda þannig að hinn al- menni heimilistaxti er orðinn allt að 90% hærri en sambærilegt gjald hjá Rafmagnsveitum Reykjavikur (RR). Áðgerðir þeirra Rangæinga og rökstuðningur fyrir máli þeirra virðast hafa fengið lítinn hljóm- grunn hjá RR. Til dæmis kemst forsvarsmaður hennar að þeirri niðurstöðu í greinarkorni í Morgunblaðinu þ. 20. des. s.l. að tölur Rangæinga um rafmagns- verð „séu fáránlegar, ef forsendur þeirra eru skoðaðar". Grein þessi var birt daginn áður en atkvæðagreiðsla fór fram í neðri deild Alþingis um hækkun jöfnunarverðs á raforku úr 13% í 18%. Vera má að einhverjir alþingismenn hafi álitið grein þessa trúverðuga og greitt atkvæði í samræmi við það. Hins vegar kom leiðrétting við grein RR frá Rarik í Morgunblaðinu 22. des. s.l., þar sem Rarik „getur ekki látið hjá líða að leiðrétta ýmsar villur og rangfærslur, sem koma fram í • grein RR.“ í greinargerð Rarik er síðan staðfesting á því m.a. að hinn almenni heimilistaxti er í nóv. 1978 kr. 19,82 pr/kwh hjá RR, en milli 37 og 38 kr. pr/kwh hjá Rarik. Talsmönnum óbreytts ástands í orkusölumálum er tíðrætt um meðalverð á þessum og þessum stað. Það breytir ekki því, sem sagt hefur verið um heimilistaxt- ann, og ekki veit ég hvort það myndi skýra málið mikið, ef orku- sala til Álverksmiðjunnar yrði tekin inn í meðalverð orkunnar í sínu nágrenni. Að þessu athuguðu verða skrif RR um þessi mál að teljast vafa- söm. Þar eru staðreyndir vefengd- ar og sést m.a. á þesu hvernig hið margslungna embættismanna- kerfi getur beitt áhrifum sínum. Er ekki tímabært að leiðrétta mismunun þegnanna? Aðalbjörn Benediktsson. ODYR BAMBUSGLUGGATJÖLD Staerö 180x120 sm Kr. 3.306.— Stærö 180x160 sm Kr. 4.405.— Stærö 180x200 sm Kr. 5.526.— Attiugið aö mjög auðvelt er að mjókka Þessi gluggatjöld. Byggingavörur Sambandsins Suðurlandsbraut 32 • Simar 82033 82180

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.