Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 35 Jens í Kaldalóni: Opið bréf til Sighvats Biörgvinssonar alþm. hafnarframkvæmdir í Ölafsvík eöa Grundarfirði. Landshöfnin í Njarðvíkum hefur heldur ekki staðið í vegi fyrir hafnarbótum í Vogum, Keflavík, eða Sandgerði. En sjálf drottningin Þorlákshöfn, „er sveina seiðir og senatora gamla veiðir", hún virðist engum lögum þurfa að lúta. I nálægð hennar skal allt lagt í dróma henni til dýrðar. Þorlákshöfn verður að standa á eigin fótum. Geti hún það ekki án þess að undir hana verði lögð þorpin á Eyrum og tveggja miljarða brú, þá er hún of dýru verði keypt. Hér verður afskiptar- reglan að koma til en engin óhappaverk. Hafnarígur er slæm- ur kvilli. Blandist hann hreppa- pólitík þá gengur flest úr skorðum. Blandan sú hefur víða tafið byggðaþróun lengri eða skemmri Steindór Arnason tíma þegar smáu sjávarþorpunum reið mest á að standa sameinuð að stórum verkefnum. Sjávarþorpin að Eyrum hafa orðið harðast úti allra þorpa á Islandi um sjálfstæð- ar hafnarframkvæmdir. Orsaka- valdurinn er hinn sjúklegi hafnar- rígur samvinnumanna Arnesinga. Það sem vel er gert ber að þakka Suðurgarður Eyrarbakkahafnar er eitt þeirra verka. Hann verður að telja nýung, steyptan á útskerj- um til varnar áhlaðanda. Ég býst ekki við að þungi áhlaðandans hafi verið þekktur áður en verkið var unnið. Þetta sannar að oft getur vel tekist um stór verkefni þótt nákvæmar, oft langtímarannsókn- ir, hafi ekki verið nærtækar. Byrjað var að steypa garðinn 1963 og verkinu lauk 1966. Nú lögðust ráðamenn á garðinn eins og ormur á gull í tug ára. Þá hlóðu þeir grjótgarð ágætan út á Suðurgarð og lokuðu austurenda hafnarinnar. Nú er vestrið búið að vera opið upp á gátt í 12 ár án þess að héraðs- höfðingjar og háttvirt þinglið kunngeri áform sín um að ganga frá vestrinu á viðeigandi hátt, með sterkum samskeytum við Suður- garð. Síðan háum steyptum garði að innsiglingu með tilheyrandi hafnarhaus og vita. Garðurinn frá hinum hafnarhausnum til lands mætti sennilega vera hlaðinn úr stórgrýti að hluta en um fram allt nægilega hár og þykkur. Samvinnustefnan með kaup- félögin í fararbroddi hefur lyft Grettistökum til örvunar útgerð um landið þvert og endilangt. Alls staðar þar, sem fólk settist að, var komið kaupfélag eða útibú til að fjármagna útgerð, kaupa fisk og þjóna fólkinu, þótt hagnaðarvon væri næsta lítil. Það var angi vísinda en ekki kaupfélögin, sem voru að telja eftir hafnarbætur í Bolungavík, Súðavík og víðar. Þeir þraukuðu vestra og njóta nú ávaxta seiglunnar með stórbætt- um höfnum. Það hefði þótt saga til næsta bæjar hefðu kaupfélag Eyfirðinga skipað Dalvíkingum og Hríseyingum að færa útgerð sína innfyrir Hörgárgrunn, vegna þess að þar væri mun kyrrara. Arið 1920 söfnuðu Skagstrendingar 150 gjafadagsverkum til að smíða bryggju á varakambinum innan við Hólsnefið. Kaupfélag sam- vinnumanna og Carl Berndsen póstmeistari gáfu timbrið í búkk- ana og sennilega sitthvað fleira. Þessi smíði var vísirinn að síðari hafnarframkvæmdum. Samvinnustefnan verður að hlynna að héraðinu sem heild. Nú er sveitin grösuga og þorpin svipuð að mannfjölda. Öll sjávar- þorp eiga sama rétt til hafnarbóta. Viðundur vísindanna hugðust fækka þorpum og smala mann- fólkinu til landshafnanna. Búend- ur þorpanna tóku málin í sínar hendur og hudsuðu vísindin eftir- minnilega. Samvinnustefnan hefur um allt land staðið fast með fólkinu um að mega ráða búset- unni. Ég trúi því trauðla að sam- vinnumenn Árnesinga skerist úr leik. Það er engin samvinnustefna að mismuna sínu fólki eftir hrepp- um. Það er ekkert einkamál fárra hafnarmál sjávarþorpanna. Þeir sem sækja sjó og vinna að sjávar- afla geta kinnroðalaust krafist fyllst öryggis og hagræðingar við sjósókn og vinnslu aflans. Eyrar- bakkabugur er mikið fiskimið. Hann er ykkar sjór vegna nálægð- ar og fornar hefðar. Hlutur Eyra úr honum er orðinn hættulega smár, vegna lélegra hafna. Síldar- verkun er eins sjálfsagður at- vinnuvegur að Eyrum eins og í Þorlákshöfn eða Grindavík. Vonandi verður nýja ríkis- stjórnin áhugasamari um hafnar- mál Eyrbekkinga og Stokkseyr- inga en sú stjórn sem yfirgaf þjóðarskútuna. Bestu óskir um auknar hafnar- bætur á næstu árum, heimaland- anir og góð aflabrögð. Kærar kveðjur. Steindór Árnason. Ég má til með að senda þér fáeinar línur Sighvatur minn, útaf hinni ágætu grein þinni í Dagblað- inu 11. janúar s.l. Ekki þarf að því að spyrja, að vel ertu skýr og greindur strákur, svo sem þú átt enda kyn til, og ekki síður því til að dreifa, að tápmennska er í ykkur flokksbræðrunum Vilmundi Gylfasyni og þér, og það hefur heldur aldrei verið, að ekki væri eitthvað hnjóðað í þá pilta, sem eitthvað vilja fæti sínum framar stíga því fastbundna spori, sem almennt sér duga lætur meðal- hennskuna í framvindu ferðar um hinn pólitíska ólgusjó. Ég skil satt að segja ekkert í þessum meðstjórnarsveinum ykk- ar kratanna, að vera með þessar ýfingar útí þessar efnahagstillög- ur ykkar, mér sýnast þær þó einna líklegastar til að bera uppi til árangurs eitthvað af því synda- flóði, sem líklega er að drekkja öllu okkar mannlífi hér í þessu landi9 En líklega hef ég þó fundið lausnina á þessum fjanda, en hún er sú, að þessar tillögur ykkar eru taldar alltof raunhæfar, og skera sig svo úr öllu því drullukökumalli, sem undanfarna áratugi þróast hefur og innlifað eru orðið í allra huga — sem sé: að lofa ómöguleg- um hlutum — að ljúga fyrst og svíkja svo, og þora aldrei að kannast við yfirsjónir sínar eða misgerðir. En það var nú raunar, að með þessari ágætu grein þinnl fylgdi þessi skínandi mynd af dilk- skrokkum og kartöflupokum, með þeim einstaklega kærkomnu vís- indum um það sen þú kallar „ábatasaman atvinnurekstur", hvernig hægt væri að höndla þessa ágætu vöru sér til ábata og bættra lífskjara, sem sé að kaupa þessa vöru á niðurgreiddu útsöluverði og selja hana svo sama aðilanum aftur á því verði, sem bændur eiga að fá. Væri þá hagnaðurinn af hverju kjöttonni hvorki meira né minna en kr. 446.750.00. Nú, ég flaug þarna á stað með hagnaðar- vonina í bak og sölumennskuna í fyrir þar til ég allt í einu snar- stoppaði við þá spurningu, hvar ég fyndi svo vitlausan mann, sem keypti af mér hornfreðið dilkakjöt orða- og umtalslaust, á því verði um hávetur í tonnatali, sem bænd- ur eiga að fá fyrir það. Nú sorg- mæddur af vonbrigðum sýndist mér sem þú hefðir verið að draga mig á tálar, og fór ég þá að snúa huga mínum að mjólkurbransan- um, en ekki hafði ég þar um lengi þenkt, þá í ljós kom, að einnig þar fylgdi nokkur böglull skammrifi — það semsagt kostaði okkur nokk- urt fé og fyrirhöfn að ná í þessa mjólkurpakka, svo ég eiginlega gafst upp á þessu. En sem það rann upp í vitund minni, að þetta væri ekki eins auðvelt og þú virtist vera láta, þá eins og rann upp fyrir mér annað ljós, sem sé það, að óttalega fábjána hafði nú þessi blessuð þjóð okkar kosið til þess að ráða málum sínum á alþingi í síðustu kosningum. Ekki held ég nú að nokkur maður hafi látið sér detta í hug, að þessir nýkjörnu fulltrúar sameinuðu krafta sína í jafn augljósri vitfirringu og þessu niðurgreiðslukerfi á vöruverði, og því síður að þið mýnduð hafa geð í ykkur til að spila svona með aumingja fólkið, sem tyllti ykkur til valda uppí glóðvolga þingstól- ana, og ég lái þér það ekki, Sighvatur minn, þó þér blöskri nú hvað mikla glópsku þú hefur gert og flokkur þinn allur, eða var bara nokkuð verra þetta húllum hæ, sem þeir voru að dúlla með þarna í fyrravetur, þarna í íhaldsstjórn- inni, og sem þið svo gjörsamlega ætluðuð að springa útaf, allir okkar vinstri menn, eða hvernig hefur þú hugsað þér að minnka þessar niðurgreiðslur aftur, þó ekki væri nema í það að útsölu- verðið yrði ekki miklu lægra en það sem bændurnir eiga að fá. Nei, Sighvatur minn, það var nefnilega ekki frestur á öllu bestur í haust þegar þið tókuð þessa vitlausustu skattheimtu- og niðurgreiðslu- ákvörðun, hún á eftir að verða þröskuldur á stjórnarfarsveginum, ef ekki ykkar — þá annarra. Þetta er n.l. ekki það rétta ráð til að lækna verðbólguna. Að afsaka ykkur, þessa stóru sigurvegara í kosningunum s.l. vor, eftir að hafa sóað öllum bjargræðistíma ársins, sumrinu, í kjaftagang og óráðsíu, þegar allir aðrir landsmenn stóðu kófsveittir í sinu brauðstriti, eins og vera ber, komið haust og enga tuggu heyjað, að nú væru komnar svo gott sem hinar pólitísku veturnætur og engin tugga af viðreisnarathöfn- um ykkar komin í hlöðu, að hlaupa þá í fljótræðislegar bráðabirgða- aðgerðir, og hafa enga hugmynd um nokkra minnstu framtíðar- lausn á neinum þeim vanda, sem þið þó marghátíðlega lofuðuð að leysa framúr, bara ef þið fengjuð völdin. Auðvitað lýst öllum vel á þá draumsýn Lúðvíks vinar okkar að auka framleiðni og nýtingu alls afla til bættrar afkomu, en ég held að það geti aldrei orðið nema eðlileg og sjálfsögð þróun, það er ekki nein skyndilausn á fyrirliggj- andi vanda, og eitthvað af því hlýtur að þurfa upp í þá 3 millj- arða, sem það á að kosta, með vöxtum og vaxtavöxtum o.s.frv. Það er því vel sagt hjá flokks- -41 bróður þínum í beinni línu dögunum, að sú kaka þyrfti að bakast áður en skipt væri. Nú er ekki svo að skilja, að ég meti ekki Lúðvík mikils síðan hann sérstak- lega svo giftusamlega túlkaði vandamál okkar bænda fyrir kosn- ingarnar í vor sém leið, því þar var virkilega kominn sá foringi, sem okkur vantaði bændurna, og mér kemur það á óvart, ef hann stend- ur ekki við þau stóru orðin gamli maðurinn, og þá veit ég ekki síður, að þú verður ekki sístur til að ljá honum lið, enda sem þegar byrjað- ur ert að benda okkur á leiðina með kjötskrokkana góðu sem eina úrlausn okkar mála, þótt bölvans þyki mér vera þröngar dyrnar til að afsetja þá til mikils ábata, — enda sem manni sýnist þetta í hnotskurn hin dæmigerðasta hringavitleysa þeirra manna, sem sjálfum sér og öðrum telja trú um, að einir séu af guði best gerðir til að endurreisa margrotið og snar- vitlaust hagkerfi okkar úr öskustó þeirra hlóða, sem allir okkar angurgapar hafa kynt í, landi og þjóð til hinnar mestu óraunhyggju og vansæmdar. Því ef enginn hefði '*■ skapað þennan vanda, þyrfti held- ur ekki að leysa hann. Nú, en vel eru þeir gerðir blessaðir, enginn efast um það, en hitt vita allir, að þið getið aldrei staðið við stóru orðin, án þess að það komi við kaunin á einhverjum, einfaldlega af því að það getur því miður enginn, en að þið búið til marg- faldan vanda, fram yfir það sem fyrir var, hefði, tel ég, fæstir trúað. Jæja, vinurinn, — ég nenni nú ekki að skrifa þér meira núna, þótí margt fleira mætti um við þig spjalla, en vona þú fáir þér gadda- skó góða á stjórnsýsluhálkunni, svo þú rennir ekki afvega á þeirri farsælu braut, sem Guð og gæfan hefur búið þér til allra góðra verka, og þá ekki síst okkur smá- bændunum til handa. Margblessaður alltaf. Jens í Kaldalóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.