Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 39 Sýningaskápar íslenskra gull- og silfurframleiðenda í Bella Uenter. Bella Center: Alþjóðleg verzlunar- miðstöð í alfaraleið Allflcstir viðskiptamenn hér á landi kannast við nafnið Bella Center. En hvað er eiginlega Bella Center í raun og veru? Til að leita svara við þeirri spurn- ingu ræddi Viðskiptasíðan við þá hr. Christian R. Hunderup for- stjóra Bella Center og J. Finne- mann Bruun aðstoðarforstjóra. Þeir sögðu að Bella Center hefði verið stofnað 1964 af nokkrum atvinnugreinasamtökum í þeim tilgangi að safna saman á einn stað þeim fjölmörgu vörusýning- um sem árlega eru haldnar í Kaupmannahöfn. Árið eftir hófust vörusýningarnar og var þá athafnasvæðið samtals 22000 mz en er í dag 85000 mz. Bella Center er eina sýningarhöllin í Evrópu í dag þar sem boðið er upp á jafn víðtæka þjónustu og fyrirtækið býður upp á. Árlega eru haldnar milli 25 og 30 tímabundnar vöru- sýningar en auk þeirra eru í Bella Center stöðugar vörusýningar svo- kallaðar Scandinavían Trade Mart en þar er m.a. að finna tízkufatn- að, húsgögn, ljósaútbúnað, gull- og silfurmuni, rafeindatæki og nú er í undirbúningi sýning um bygg- ingarefni og tæki. Sérstakur hluti byggingarinnar nefnist International House og hafa þar fulltrúar ýmissa þjóða og fyrir- tækja aðstöðu og má geta þess að þar hefur fulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga skrifstofu sína. Mjög fullkomin fundaraðstaða er í BC, bæði til stærri og smærri funda og eru allir salir mjög vel tæknilega útbúnir. Fimmti hlekk- ur þjónustukeðjunnar eru svo- kallaðar þjónustudeildir fyrir- tækisins. Þær veita t.d. aðstoð við uppsetningu ' sýningarsvæða, út- gáfu kynningarbæklinga, mynda- tökur og undirbúa blaðamanna- fundi svo eitthvað sé nefnt. Sögðu viðmælendur okkar að þessi þjón- ustustarfsemi hefði reynst ákaf- lega vel ekki sízt millistórum og litlum fyrirtækjum við kynningu á nýjum afurðum. Fyrir utan þá þjónustu sem Bella Center sjálft veitir má geta þess að í húsinu hafa all mörg þjónustufyrirtæki s.s. bankar og flutningafyrirtæki skrifstofur sínar. í ár er gert ráð fyrir að um ein milljón manna komi í Bella Center og það sem er öllu mikilvægara er það að um 400 þús. þeirra eru innkaupastjórar frá öllum heims- álfum. Sem dæmi um áhrif þessar- ar starfsemi á ferðamannaiðnað- inn í Danmörku má geta þess að hún skapar hótelunum í Kaup- mannahöfn um 250 þús. gistinætur í ár, sem í sjálfu sér er ekki svo ýkja mikið en þegar haft er í huga aö um 90% þeirra eru fyrir utan aðalferðamannatímabilið er hér um mikilvægan þátt að ræða. Er við spurðum hr. J. Finnemann Bruun um þýðingu þessarar vöru- sýningarstarfsemi út frá víðara samhengi sagði hann að hún væri mikil og þá sérstaklega fyrir atvinnulíf á Norðurlöndunum. Benda má á sagði hann að meðal núverandi eigenda Bella Centers eru atvinnugreinasambönd bæði í Danmörku og á öðrum Norður- löndum og af þeirra hálfu hefði ávallt verið lögð rík áherzla á að hafa sem bezt samstarf við þessi samtök þannig að Bella Center gæti þjónað bæði innflytjendum og útflytjendum á þessu markaðs- svæði eins og bezt verður á kosið. Á vörusýningum þeim sem stöðugt eru í gangi sýna fyrirtæki frá öllum Norðurlöndunum t.d. íslenzk fyrirtæki í gull- og silfursmíði. Var okkur t.d. sýnt hvernig grein sem birst hafði í Berlingske Tidende um muni Jens Guðjóns- sonar í Berlingske Tidende fyrir tilstuðlan Bella Center hefði einn- ig verið birt í japönskum, enskum og frönskum blöðum fyrir þeirra tilstuðlan. Er við spurðum hr. Hunderup um reynsluna af sam- starfinu við íslensk fyrirtæki sagði hann að það hefði verið mjög gott. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt í sýningum hjá okkur en auk þess hefur Samband ísl. sam- vinnufélaga skrifstofu í International House. Ég sakna þess fyrir mitt leyti að ekki skuli vera hér starfandi sérstakur verzlunarfulltrúi fyrir íslands hönd er annaðist útflutningsmál ykkar hér í Skandinavíu eða jafn- vel í Evrópu allri ef það þætti henta. Sú starfsaðstaða sem við getum boðið upp á ásamt þeim mikla fjölda manna sem okkur heimsækir árlega ætti að gera Bella Center að raunhæfum starfsvettvangi fyrir íslenskan verzlunarfulltrúa að mínu mati. Að lokum vil ég nota þetta tæki- færi og biðja fyrir beztu kveðjur til viðskiptavina okkar á íslandi með ósk um áframhaldandi gott samstarf sagði hr. Hunderup. væru heildarútlán stofnunarinnar sagði hann að þau hefðu numið um 600 milljónum D.kr. á síðasta ári eða um 36 milljörðum ísl. kr. Meðalupphæð lánanna er um ein milljón D.kr. en hins vegar þekkj- ast lán allt frá 200.000 - upp í 10 milljónir D.kr. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að útlánin verði milli 700-900 millj. D.kr. Til að meta lánshæfni fyrirtækja fá starfsmenn stofnunarinnar send rekstraryfirlit frá umsækjendum á árs eða ‘k árs fresti og einnig er fylgst með fyrirtækjunum eftir að lánin hafa verið veitt. Niðurstöður þessara kannana gefur stofnunin síðan út þ.e.a.s. meðaltalstölur og geta þá fyrirtæki í hinum ýmsu greinum séð hvar þau standa. Á síðastliðnu ári samþykkti danska þingið að veita útflutn- ingsfyrirtækjum sérstaka lánafyr- irgreiðslu til að styrkja samkeppn- Finn Sörensen, fulltrúi. isaðstöðu þeirra. Var samþykkt að til ráðstöfunar yrðu 440 millj. D.kr. á þessu ári og jafn há upphæð á því næsta. I samþykkt þingsins var gert ráð fyrir því að Fjármálastofnun iðnaðarins sæi um að ráðstafa þessu fé fyrir hönd hins opinbera. Hr. Sörensen sagði að vissulega væri það ánægjuleg viðurkenning sem í þessu fælist en hvað sjálfum lánakjörunum við- víkur þá er lánstími sá sami og almennt þekkist hjá stofnuninni en til að tryggja samkeppnishæfn- ina hefði verið ákveðið að vextirnir yrðu 10%. Af framansögðu er ljóst að Fjármálastofnunin hefur aðallega þjónað fyrirtækjum með nokkurs konar stórlán og jafn augljóst er starfsaðferðir hennar njóta almennrar viðurkenningar því ella hefði henni varla verið falið að ráðstafa opinberu fjármagni. Þjófn- adur eda hvad? Nýlega kom frétt í dag- blaði þess efnis að fjar- vistarkostnaður tveggja fyrirtækja á Akureyri á síð- astliðnu ári hafði numið 85 milljónum kr. Eitthvsð hafa þessi mál verið könnuð víðar því Viðskiptasíðan hefur rekist á klausu í bresku blaði þar sem segir að starfsmenn í verksmiðjum og á skrifstof- um þar snuði þjóðfélagið um meir en £ 5000 millj. á ári. í könnun sem framkvæmd var í Bretlandi kom fram að hver starfsmaður stal um 3 klst.. og 20 mín, á viku og var það i formi lengri matar- og kaffi- tíma, persónulegra samtala o.s.frv. Til að leysa þetta mál leggja þeir til, sem þátt tóku í könnuninni, að stjórnendur fylgist betur með starfsfólki sínu en einnig ættu þeir að ganga á undan og sýna gott fordæmi. Fundur um vexti og verðtrygg- ingu í verðbólgu- þjóðfélagi Næstkomandi laugardag 24.2 mun Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efna til fundar í Norræna húsinu um efnið Vcxtir og verðtrygging í verð- bólguþjóðfélagi. Inngangserindi munu flytja þeir Jónas H. Haralz bankastjóri og Guðmundur Magnússon prófessor. Að loknum erindum þeirra munu verða frjálsar um- ræður. Fundarstaður: Norræna húsið, laugardaginn 24.2 kl. 14.00. Námskeið um vexti og peningamál Námskeið um vexti og peningamál á vegum Viðskipta- deildar Háskóia Islands verður haidið dagana 26. íebr. —2. mars 1979 í aðalbyggingu Háskólans kl. 17.15-19. Námskeiðið er einkum ætlað viðskiptafræðingum til endur- menntunar en einnig öðrum áhugamönnum til fróðleiks og umræðna um vaxtamái, sem eru ofarlega á baugi um þessar mundir. 1. Mánud. 26. febr. og þriðjud. 27. febr. í stofu B (efstu hæð) Vaxtakenningar: Guðmundnr Magnússon, prófessor. 2. Miðvikud. 28. febr. í stofu A (efstu hæð) íslenskur peninga- markaður: Bjarni Bragi Jóns- son, hagfræðingur. 3. Fimmtud. 1. mars í stofu A (efstu hæð). Starfsemi innláns- stofnana og vaxtakjör: Tryggvi Pálsson, hagfræðingur. 4. Föstud. 2. mars í stofu A (efstu hæð). Umræður um vexti og peningamál: Stjórnandi: Þráinn Eggertsson dósent. Þátttaka tilkynnist til Háskóla íslands í síma 25088. MARITA LINDQVIST, 15 ára gömul sænsk stúlka óskar eftir pennavinum á aldrinum 14—17 ára. Áhugamál hennar eru tónlist, hestamennska og skíðaíþróttir, einkum og sér í lagi svig. Hún skrifar á sænsku og ensku en tekur það sérstaklega fram að hún óski eftir bréfum á ensku. Heimilisfang hennar er: Marita Lindqvist — Pl. 3411 Jámteböle — S-91100 Vánnás — Sweden. ÞRETTÁN ÁRA GÖMUL bandarísk stúlka, Darby Claire Raiser, óskar eftir bréfasambandi við stúlkur á sama aldri. Claire hefur mikinn áhuga á fimleikum og leikfimi alls konar, leiklist og einnig gaman af því að reyna að skrifa sögur. Hana langar sérstak- lega til að eignast íslenzka penna- vinstúlku, en heimilisfang hennar er: Darby Claire Raiser — 359 Plaza Avenue — Atlantic Beach, Florida - 32233 U.S.A. PER JANNET, sem er 15 ára gamall Svíi, óskar eftir pennavin- um á aldrinum 12—17 ára, drengjum og stúlkum, en áhuga- mál hans eru frímerkjasöfnun, myntir gamlar og nýjar Einnig safnar hann eldspýtnastokkum en les auk þess mikið, og stundar skíðaíþróttir. Vinsamlega skrifið til: Per Jannet — Lyckeba 52100 Falköping — Sverige. Per skrifar á ensku. MARÍA JOHANSON, 12 ára gömul sænsk stúlka langar að eignast pennavini á svipuðum aldri. Hún hefur sérstaklega áhuga á dýrum, einkum hestum og reiðmennsku. Hún hefur einnig gaman af tónlist og spilar á píanó. Hun skrifar á ensku. Heimilis- fangið er: Maria Johanson — Gáddviksv. 34 — 95010 Gammel- stad — Sweden. SEXTÁN ÁRA STÚLKA Carol Durant, frá Ástralíu vill gjarnan eignast pennavini á Islandi. Carol hefur áhuga á íþróttum, tónlist og mikinn áhuga á að safna hlutum af ýmsu tagi. Vinsamlega skrifið til: Carol Durant — 816 Lydiard St. Nth.— Ballart 3350 — Victoria __ Atistr&li& MAGNUS BARD, 18 ára gamall sænskur piltur, óskar eftir bréfa- samskiptum við íslenzka pilta og stúlkur 18—26 ára með svipuð áhugamál, en hann hefur gaman af íþróttum og ferðalögum og einnig trúmálum og langar sér- staklega til að kynnast íslandi. Hann skrifar á sænsku, norsku, ensku og þýzku. Heimilisfang hans er: Magnus Bard — Medeni — S-59100 Motala — Sweden. KALYAN CHATTERJEE, tæpra 18 ára gamall Indverji óskar eftir pennavinum á svipuðum aldri bæði piltum og stúlkum. Hann hefur sérstakan áhuga á íþróttum, sér í lagi knattspyrnu, kriket og badminton, auk þess sem hann safnar frímerkjum og myntum. Vinsamlega skrifið til: Kalyan Chatterjee — lx/4602 Ajit Nagar — Gandhi Nagar — Delhi 110031 — India. TVÆR DANSKAR VINIvONUR, 14 ára gamlar langar til að eignast pennavini. Vinsamlega skrifið til: Eva Wrist Larsen — Hvedemarksvej 4 — 8462 Harlev J. — Danmark. Og til: Anette Mortensen — Rugmarksvej 4 — 8462 Harlev J. — Danmark. ÁSA ARVIDSSON, sænsk stúlka 14 ára gömul, óskar eftir penna- vinum, piltum og stúlkum á aldrinum 13—15 ára. Hún safnar eldspýtnastokkum auk frimerkja og póstkorta og hefur áhuga á tónlist. Heimilisfang hennar er: Ása Arvidsson — Visborgsgatan 34 — 62100 Visby — Sweden.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.