Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 VtEÓ MORöJKí- 1 KAFr/NU (öcxpl^ Ef ég má ekki nota þetta dömuhjól, þá hvað? bú færð bflinn til reynslu í vikutíma og þegar þú kemur, færðu Göt í eyrun fyrir hrinKÍna. konuna þina? Ekkert mál, vina mín. Stjómmálakennslan r BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Bridge eins ok spilið er nú spilað mun hafa orðið til á far- þegaskipi á leið frá Evrópu til Néw York árið 1926. Síðan fór það eins og eldur í sinu um vesturálfur og átti rússneski bandarikjamaðurinn Ely Culbertson hvað mestan þátt í útbreiðslu þess. Var sannkallaður spilakóngur síns tíma cins og spilið í dag ber með sér. Norður S. 53 H.1094 T. ÁG1072 L. 1052 Vestur S. 972 H. D863 T. D93 L. K93 Austur S. DG1084 H. G52 T. K4 L.G84 Suður S. ÁK6 HÁK7 T. 865 L. ÁD76 Sagnir og hættur eru gleymdar en Culbertson var með spil vestur og spilaði út spaðaníu gegn þrem gröndum. Lesendur ættu nú að staldra við og reyna að gera sér ljósa möguleika varnarinnar. Munu sjá, að þeir eru næsta litlir og i rauninni engir sé beitt hefð- bundnum aðferðum. Áfram með spilið, austur lét tíuna og suður gaf. Sagnhafi tók spaðadrottninguna og spilaði tígulfimmi. Culbertson lét þá drottninguna og hvað átti sagn- hafi að halda? Innkoma í borðið var ekki fyrir hendi og ástæða til að halda, að Culbertson ætti einn- ig kónginn? Sagnhafi var á þeirri skoðun og lét lágt frá borði. Enn kom spaði, sem tók með sér ásinn og aftur spilaði sagnhafi tíglinum, lágt og gosinn og þá hentaði vörninni, að austur fengi slaginn og ekki þarf að hafa fleiri orð um gagn spilsins. Einn niður. Jafnvel nú á dögum sést svona lagað ekki oft. Kemur þó fyrir í góðum hópi en Culbertson lét sig ekki muna um þetta fyrir um 45 árum síðan. Lesendur sjá hvað skeður sé drottningin ekki látin við fyrsta tækifæri. Sagnhafi læt- ur tíuna frá borðinu, austur fær slaginn en seinna getur sagnhafi svínað aftur og fengið fullt af slögum. COSPER Þú mátt ekki gefa hænsnunum teygjutyggjó, væni minn. Nú er svo komið kennslumálum okkar að kennararnir virðast hafa svo langan tíma til að kenna hin lögboðnu fræði að síðasti vetur grunnskóla á að vera einskonar tómstundaskóli fyrir unglingana og eiga þeir að velja kennsluefnið og þá ef til vill pólitík. Þá kemur upp sú mikla spurning hvernig eigi að kenna stjórnmál og hverjir eigi að kenna þau fræði. Afi minn sálugi kenndi mér sínar skoðanir, ríkinu að kostnaðarlausu og ég hef síðan lesið meira um þau fræði og standa hans hugmyndir enn í dag. Afi minn trúði því að frelsið væri það dýrmætasta sem mannkynið ætti og engin blessun fylgdi því að afsala sér öllum réttindum og þurfa að hlýða einhverju æðsta- ráði sem hlyti að enda í algjöru alræði eins manns. Gamli maður- inn lifði ekki þegar helgigrímunni var svipt af Stalín. Hvort hefði ekki mátt byggja margan verka- mannabústaðinn fyrir allar stytt- urnar sem gerðar voru af honum? Kannski hefur Rússland grætt á öllum myndunum af honum. Öskuhaugarnir í Reykjavíl flutu út í myndum af Stalín á þessum tíma en stássstofur kommúnist- anna hafa fríkkað að sama skapi. Heimurinn fékk nefnilega 2 út- gáfur af sósíalismanum sem aldrei má gleyma, aðra rauða, hina brúna. Sú brúna er fyrir bí en gyðingaofsóknir halda enn áfram í Rússlandi. Afa þótti það grunsamlegt að landinu var lokað á meðan verið var að koma sósíalismanum á. Enginn mátti augum líta fyrir- bærið nema fáir útvaldir, heila- þvegnir af áróðri. Þetta tókst og skáldin sveittust við að lofa Stalín og dýrðina á meðan hann var að gera besta landbúnaðarland heimsins að iðnveldi. Það kostaði 30 milljónir mannslífa en lof- söngurinn hélt áfram. Þetta ættu allir að vita núna því sósíalistarnir á Vesturlöndum fóru í stórum stíl til þess að taka þátt í uppbygging- unni. Þeir fáu sem sluppu skrifuðu um þetta eins og t.d., Freda Utley, George Orwell, sem fór til þess að frelsa Spán og Steinn Steinarr sá þetta og dó ekki sem frelsaður sósíalisti. Þetta allt ætti að duga, en því er nú öðru nær: því ægilegri sem vitnisburðurinn um sósíalismann verður, því æstari eru sósíalistarn- ir í dag að útbreiða hann. Rúss- iand er nú nákvæmlega eins og það var á dögum Stalíns nema að núna reka þeir geðveikrahæli fyrir andófsmennina. Skorturinn er á öllum sviðum og launamisréttið er í mörgum verksmiðjum svo mikið að verkstjórinn hefur 30 sinnum meira kaup en verkamaðurinn. Ef á að fara að kenna pólitík í skólum með sem minnstum kostnaði þá á að kenna bókina „valdið og þjóðin“ eftir Arnór Hannibalsson, snúa ætti ræðu Krjúsjeffs á íslensku og um leið lesa minningargreinina um Stalín sem birtist í Þjóðviljan- um. Það ætti og að koma með leikrit Solsjenitsyns í útvarpið því það gerist í fangabúðum þá kemur sannleikurinn í ljós. Þjóðinni hef- ur kerfisbundið verið haldið í slíkri fáfræði um þetta fyrirbæri að það er til skammar fyrir hlut- leysi þeirra. Ekkert getur bjargað heiminum nema frelsi til orðs og æðis því frelsið stendur fyrir öllum framförum. Húsmóðir. • Gagnrýnin á rökum reist „Svar til Einars Jónssonar, Selbraut 86. Hvað getur þú borið um hvort gagnrýnin er á rökum reist eða ekki. Ekki varst þú í vagninum í „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 66 fullyrti að hún hefði verið slegin niður. bað var hún sem sagði frá þessum hnykk á dyrnar hjá sér nóttina sem Lydia dó og það var hún og aðeins hún sem hafði farið að tala um peninga og dularfullar fórnarkrukkur. Hann kinkaði stuttlega kolli til hcnnar til merkis um að hún gæti farið fram. Svo kafaði hann á ný niður í skýrslurnar sinar og f þetta skipti til að reyna að finna eitthvað sem gæti stutt kenningar hans án þess hann þyrfti samtímis að taka mið af yfirlýsingum Susannc. í klukkutíma sat hann og skrifaði f ákafa. Uann gat ekki komizt hjá því að veita því eftirtekt að bæði Lydia og Gitte höfðu veitzt að Susanne, en hann gcrði sér og grein fyrir því að framburð beggja og þó sérflagi frökenar á borð við Gitte varð að taka með nokk- urri varúð. Bernild reis á fætur til að rétta úr sér og gekk hugsandi fram og aftur. Það var eitthvað sjúklegt við hatur Gitte á Susanne. Það gat verið sprottið af því að hún væri sjálf ást- fangin af Martin Kelvin, en gat það ekki einnig stafað af þvf að hún vildi koma grunsemdum af sér? Tæknilega séð var auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að Gitte gæti verið morðinginn en hvers vegna skyldi hún vera það. Það átti ekki að skipta hana neinu máli hvort Mosa- hæð var seld Pétri eða Páli... Samningar Martins sem ekki fengust endurnýjaðir... gat það hafa vakið svona ofsalcgt hatur hjá Gitte í garð Einars Einarsen? Kannski og kannski ekki. Það myndi vera óeðiilegt ef það fór nú að verða fullerfitt að skera úr um það hver var eðlilegur og hver ekki. Það var án efa einhver öfgahneiging í karakter Gitte. ósk hennar um að fólk lýsti sjálfi sínu með því að búa til einhvern hlut f keramikvinnustofunni... Bernild hafði skoðað vinnustof- una, hann hafði satt að segja skoðað hana í krók og kring og Gitte hafði skýrt það út fyrir honum sem hann vildi vita, cn hann hafði vitanlcga ekki séð þessa umtöluðu fórnarkrukku sem hafði þá horfið á braut og hann hafði ekki séð skip Her- mans frænda... Hann hrukk- aði ennið hugsandi. Skip Her- mans frænda. Skútunni hans hafði vcrið stolið fyrir tíu árum. Hafði skútan verið tryggð og... Hann blaðaði í pappfrunum. Já, þarna stóð það. A þeim árum var Einar Einarsen sölumaður hjá tcygg- ingafyrirtæki. Það var Susanne sem hafði sagt honum frá því. Gátu verið einhver tengsl á milli Einarsens og Hermans Kelvins sem honum hafði sézt yfir? Hafði verið eitthvert svindl í sambandi við skútu- stuldinn — einhver trygginga- svindl sem Einar Einarsen þekkti til. Var þcgar allt kom til alls um að ræða fjár- kúgunarmál og var það jíess Bernild gaf lögreglu- manninum í sfmanum stutt- orðar fyrirskipanir. Kannski var hann á villigötum, en það var væntanlega þess virði að athuga þetta. Ef hann bara gæti fundið þessa fórnarkrukku. Hér var þó um áþreifanlegan hlut að ræða. þar sem hann hafði ekki aöeins við orð Susanne að styðj- ast, heidur einnig Lydiu. Lydia sem hafði ekki einu sinni þorað að fjalla um málið við Holm gamla lækni en engu að síður hafði hún tekið undir þau orð Susanne að það hefði eitthvað verið bogið við þessa krukku. Bernild sló pfpunni illskulega í öskúbakkann. Lydia hafði vitað eitthvað og hún hafði Játið alla skilja að hún vissi eitthvað. Og daginn eftir var hún liðið lík. Dyrunum á bóka- herberginu var lokið upp og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.