Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 47 Vita varía hvað handbolti er Frá Áfíústi Inita Jónssyni, blaðamanni Morn;unblaðsins á Spáni. „ÞAÐ cr lítill sem enginn áhugi á handbolta hér í Malaga, blöðin skrifa ekkert og þegar við tökum heimamenn tali hér og þar. kemur í ljós, að þeir vita ekki einu sinni hvað handbolti er. Blak, körfubolta og fótbolta er hægt að tala um við þetta fólk, en ekki handbolta. nema þá til að Útskýra í hverju hann er fólginn. Samt heldur þessi stóra þjóð þcssa miklu keppni. Ilandbolti virðist vera hér aðeins stundaður á litlum svæðum, einkum í Madrid og Barcelona. Sumir viðmælenda okkar gera sér ekki einu sinni grein fyrir því að keppni þessi sé í þann mund að hefjast hér á Spáni, í þeirra eigin landi, þeir horfa bara á mann undrandi þegar reynt er að út- skýra fyrir þeim. — Sjónvarpið sagði þó aðeins frá keppninni í fyrrakvöld og var þar að sjálfsögðu mest fjallað um spánska liðið og möguleika þess. Þar var talað um, að Tékkar væru heppilegri mótherjar í milliriðli en Islendingar, sem alltaf væru svo grófir og erfiðir viðureignar. Tékkar á hinn bóginn spiluðu handbolta eins og vera bæri, nettan og fágaðan, því væru þeir heppilegri og auðveldari mót- herjar. Sjónvarpið bar eingöngu saman íslenska liðið og það tékkneska, ísraelska liðið kom ekki einu sinni til umræðu. Spánverjar virðast ganga ákveðið út frá því, að það geri engar rósir í keppn- inni. — Skipulag Spánverjanna virðist ekkUyera til fyrirmyndar, ekki ennþá a.m.k. Við blaðamenn- irnir erum í Malaga og okkur hefur enn ekki tekist að hafa uppi á landsliðinu. Enginn veit neitt og við erum sambandslitlir við um- heiminn, verðum meira að segja að treysta á að ísland hringi í okkur, því að við getum ekki hringt heim. Þetta lagast vonandi þegar við komum til Barcelona (ef við komumst svo langt). Það er því frekar lítið í fréttum. Á morgun (í dag) leika Israelar og Tékkar og verða þar forystumenn lands- liðsins og e.t.v. einhverjir leik- mannanna meðal áhorfenda. En heyrst hefur, að Israelar ætli sér að hafa hægt um sig í þeim leik til þess að geta komið okkur enn meira á óvart þegar Island og ísrael mætast á laugardaginn. I þessu sambandi má geta þess, að þetta verður í fyrsta skipti sem Islendingar og ísraelsmenn leika landsleik í handbolta. Tékkar eru aftur á móti gamlir kunningjar. Óskar Jakobsson á íþróttavelli háskólans í Austin, Texas. LUsm-: Friðrik Þ- Oskarsson. Óskar kastar kringlunni reglulega yfir 61 metra „ÞÚ MÁTT skýra íslenzku þjóðinni frá því í Morgunblaðinu að Óskar stendur sig mjög vel hér og er hann hrókur alls fagnaðar. Ilann kann vel við sig í náminu og honum gengur framúrskarandi vel á æfingum.“ Þannig mælti James Blackwood þjálfari við Texasháskóla í Austin, Texas, þegar við slógum á þráðinn til hans í gær, en sem kunnugt er hlaut Óskar Jakobsson, frjálsíþróttamaðurinn kunni úr ÍR, náms- styrk við þann háskóla nú um áramót. Blackwood sagði að Óskar hefði því í vetur háir honum. En ég tel keppt í kúluvarpi innanhúss Baton Rouge fyrir skömmu og orðið í öðru sæti með 17,68 metra. „Óskar á erfitt með að beita sér í kúluvarpinu, því uppskurður frá að hann muni engu að síður kasta kúlunni vel yfir 19 metra í sumar,“ sagði Blackwood. Þjálfari Óskars sagði ennfremur að Öskar einbeitti sér um þessar Létt hjá Stjörnunni ST.IARNAN vann stórsigur á Leikni, eins og við var að búast, í 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik í gærkvöldi. Leikið var í Ásgarði að viðstöddum 200 áhorfendum (geri 1. deildin bet- ur). Vill undirritaður halda því fram, að hér hafi farið fram einhver lélegasti leikur sem um getur í handknattleik. Stjarnan var þó mörgum þrepum ofar Leikni. sem dró lcikinn niður á lægstu hugsanlegu plön. Lokatöl- urnar urðu 28—15, staðan í hálf- leik var þó aðeins 13—10. Stjarnan vann þennan leik eink- um með tveimur mjög góðum sprettum, annar kom í fyrri hálf- leik og skoraði Stjarnan þá 7 mörk í röð, komst í 8—3 og í síðari hálfleik keyrði um þverbak þegar Stjarnan skoraði 13 mörk í röð án svars. Einni mínútu fyrir leikslok skoraði Leiknir loks og brast þá skriða í sóknarleik liðsins og þeir bættu öðru rakleiðis við. Á milli þessara spretta var hnoðið hjá báðum liðum slíkt, að bestu hjartahnoðarar hefðu ekki haft við þeim. Flest mörk Stjörnunnar skoruðu Hörður 6, Magnús Andrésson 5, Eyjólfur 4 og Eggert 3. Alls skoruðu 9 manns mörk Stjörnunn- ar. Viðar Jónsson var drýgstur hjá Leikni, með 4 mörk. mundir að æfingum í kringlukasti og kastar hann utanhúss dag hvern, enda á suðrænum slóðum þar ytra. „Ég er mjög ánægður með hvernig Óskari gengur um þessar mundir. Hann kastar kringlunni reglulega yfir 61 metra á æfingum, en það bendir til þess að hann kasti nokkrum metrum lengra þegar keppnistímabilið stendur sem hæst í sumar.“ Það var augljóst af samtalinu að Blackwood og yfirmenn íþrótta- mála skólans í Texas eru ánægðir með að hafa fengið Óskar Jakobs- son í sínar raðir. Var nánast að skilja að þeir teldu hann hvalreka á sínar fjörur. Sagðist Blackwood áh'ta að Óskar yrði í röð allra fremstu kringlukastara þar ytra strax í vor. Hann hefði alla eigin- leika til að ná mjög langt í kringlukastinu, spurningin væri að bæta tæknina héðan í frá, því langa handleggi hefði hann og krafta í kögglum. Því má hér við bæta að Friðrik Þór óskarsson, langstökkvarinn og þrístökkvarinn góðkunni, hélt til Texas ásamt Óskari um síðustu áramót. Lét Friðrik mjög vel af öllum aðstæðum þar ytra, en þess má m.a. geta að íþróttavöllur skólans rúmar 80.000 manns í sæti. Líkur eru á því að Friðrik fari til Texas til náms í haust. — ágás. Gleði og sorg á \ fótboltavellinum \ ÞAÐ er skammt öfganna á milli á knattspyrnuvöllum um víða veröld. Myndirnar tvær sem hér birtast tók blaðamaður Mbl. Hann tók þær úr enska vikuritinu Shoot. Önnur þeirra er tekin í vestur-þýska smábænum Uerding- en. Heimaliðið fékk Búndeslígu- stórveldið Schalke 04 í heimsókn sem mótherja í þýsku bikarkeppn- inni. Og eins og oft vill verða, kom litla liðið á óvart og vann góðan sigur. Maðurinn til hægri á mynd- inni er knattspyrnuáhugamaður og áhangandi heimaliðsins. Varð hann svo ærður af gleði við sigur sinna manna, að hann svipti sig hverri spjör, að undanskildum sokkum og skóm. Trítlaði hann síðan þannig á sig kominn heilan hring um völlinn við mikinn fögn- uð áhorfenda, en að sama skapi lítinn fögnuð lögreglu. Velsæmis- ins vegna bættu hinir ensku blaða- menn svartri stjörnu við fátæk- legan klæðaburð mannsins. Gaman væri að vita hvað ljós- myndarinn er að hugsa! Hin myndin er komin frá Brasilíu og er af sorglegu atviki. Leikmaðurinn sem liggur á vellin- um er aðeins fáeinum andartökum frá dauða sínum þegar myndinni er smellt af. Sá í röndóttu skyrtunni sem er í loftköstum fyrir ofan hann lenti nefnilega harkalega ofan á hálsi hans og fóru hálsliðir þar í sundur. Hinn ólánsami leikmaður var meðal fremstu leikmanna Brasilíu á sjöunda áratugnum, en hann hét Valtencir, 36 ára, og lék með félaginu Botafogo við hliðina á köppum eins og Gerson og Jairzhino. Liverpool í ham MARGIR leikir íóru fram í ensku knattspyrnunni í gærkvöldi. Liverpool náði þá 3 stiga forystu í deildinni með algerum yfirburða- sigri, 6—0, gegn Norwich. Staðan í hálfleik var 1—0. Kenny Dalglish og Dave Johnson skor- uðu tvö hvor fyrir Liverpool. nafnarnir Kennedy sitt hvort. Þá komst eitt af efstu liðunum í 2. deild. Brighton. í fréttirnar með því að fá til liðs við sig tvo landsliðsmenn frá Perú. Percy Rojas og Juan Carlos Oblits. Leikirnir í gærkvöldi: BIKARKEPPNIN: Burnley-Sunderland Wrexham Tottenham 1. DEILD: Chelsea-Coventry Liverpool-Norwich 3. DEILD: Chester-Cillinííham 4. DEILD: Northampton-Bournmouth Reading-Hereford Stockport-Doncaster Blóðið flaut BLÓÐIÐ flaut. 1 leikmenn urðu að yfirgefa laugina eftir meiðsli og það madti segja mér, að menn væru enn að rífast um dómgæsl- una sem ríkti þegar Ármann vann góðan sigur á KR í sund- knattleiknum í gærkvöldi. Það gekk ekkert lítið á og stemmning- in meðal áhorfenda var slík. að á hverju augnahliki beið maður eftir því að einhver stingi sér til sunds, eða hreinlega dytti óvilj- andi út í, slíkur var hamagangur- inn. Það eru ávallt leikmenn þriðja liðsins í mótinu sem dæma og er því kannski ekki von á góðu. þegar svo mikið er í húfi. Ármann vann eins og fyrr sagði 5—3. Hrinurnar fóru 0—0, 2—0 (KR talan gefin á undan) 2—4 og loks 3—5. Ólafur skoraði öll mörk KR, 3 talsins, en Kristinn 2, Stefán Ágúst og Ragnar skoruðu eitt hver. Ragnar vakti athygli í leikn- um, mjög sterkur varnarmaður, eins og hrærivél þegar mótherjinr var í boltanum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.