Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 48
Tillitssemi kostar ekkert Verzlið í sérverzlun með lítasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 BUDIN sími ----v 29800 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1979 Portúgalar geta ekkí af- greitt olíu áréttumtíma „Getur valdið vandræðum í vor, segir forstjóri Olíufélagsins PORTÚGALAR hafa til- kynnt að þeir geti ekki afgreitt 25.000 tonn af gas- olíu dagana 1. —15. marz n.k. eins og um hafði verið samið. Segja þeir í skeyti til íslenzkra yfirvalda, að vonir standi til að hægt verði að afgreiða olíuna í marzlok en alis er óvíst að það takist. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíu- félagsins hf sagði í samtali við Mbl. í gær, að mikil vandræði myndu skapast hér innanlands ef af- greiðsla olíunnar frá Portúgal drægist eitthvað að ráði því ógjörningur væri að fá gasolíu með stuttum fyrirvara vegna ástandsins á olíumörkuð- unum. 25 þúsund tonn af gasolíu eru tæplega mánaðarnotkun lands- manna um þessar mundir, en gasolíunotkun er í hámarki núna og á næstu vikum vegna vertíðar- innar. I lok febrúar verður lestað- ur í Sovétríkjunum gasolíufarmur hingað en næsti farmur frá Sovét- ríkjunum verður ekki lestaður fyrr aprílmánuði. Ef afgreiðsla Portúgalsolíunnar dregst fram yfir miðjan marz mun það valdi miklum vandræðum hér innan- lands að sögn Vilhjálms Jónsson- ar. Hann kvaðst þó reikna með að komast mætti hjá olíuskorti með ýmsum tilfærslum hér innanlands. Ástæða þess, að Portúgalir geta ekki afgreitt olíuna á réttum tíma, eru skemmdir, sem orðið hafa á olíuhöfninni í Sinis í ofsaveðri, sem þar gerði. Takmörkun á þorskveiðum: 80 þúsund tonn þýða 17 milljarða og 30 þúsund tonn um 7 milljarða „BEINN munur á út- flutningstekjum vegna 50 þúsund tonna þorsk- afla, ef ekkert annað breytist, leggur sig á 10 til 11 milljarða króna,“ sagði Jón Sigurðsson for- stjóri Þjóðhagsstofunn- ar, er Mbl. spurði hann í gær, hvaða áhrif tak- mörkun á þorskveiðum hefði á þjóðarframleiðsl- una. Sóknin, eins og hún er nú, stefnir að 330 þúsund tonna þorskafla á þessu ári, en Hafrannsókna- stofnunin hefur lagt til að aflinn verði takmarkaður við 250 þúsund tonn. Tak- mörkun upp á 80 þúsund tonn þýðir þá um 17 millj- arða beinan mun í út- flutningstekjum og sú takmörkun sem Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra hefur lýst hæfilega; 30 þúsund tonn, þýðir um 7 milljarða króna beinan mun í útflutningstekjum. Kaffi hækkar VERÐLAGSNEFND hefur samþykkt 5,7% hækkun á kaffi. Algengasta tegundin hækkar í 2200 krónur í heildsölu hvert kg. Þá hefur ennfremur verið samþykkt 25% hækkun á vöruafgreiðslugjöldum skipafélaganna. Beiðni þeirra hljóðaði upp á 78% hækkun. Ljósm. Kristján. Grease slœr öll met KVIKMYNDIN Grease ætlar að slá öll sýningarmet hér á landi. Myndin helur verið sýnd í Háskólabíói í fimm vikur og hefur verið uppselt á nær allar sýningar. í gærkvöldi kom 50.000. gesturinn á myndina, Sigríður Hallgrfmsdóttir, og fékk hún í verðlaun blómvönd og koss frá Friðfinni ólafssyni forstjóra. Við segjum nánar frá Grease-æðinu í máli og myndum á bls. 3 Vestanloðna verð- ur til mikilla bóta — segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur „ÞAÐ ER til mikilla bóta að þessi hluti loðnustofns- ins, sem er fyrir vestan, og virðist verulegur hluti hans, ætlar sér að hrygna á venjulegum slóðum í Breiðafirði og Faxaflóa, þar sem seiðin hafa mun betri afkomumöguleika, en ef hrygningin færi fram Samband íslenzkra bankamanna um frumvarp forsætisráðherra: Gerir ráð fyrir verulegu afsali samningsréttar Veldur kaupmáttarskerðingu og breytir gildandi kjarasamningum SIB og bankanna SAMBAND íslrnzkra banka- manna hefur sent forsætisráð- herra athugasemdir stjórnar SÍB við frumvarp Ólafs Jóhannes- sonar og gerir stjórnin athuga- semdir við tvo kafla frumvarps- ins. um samráð við samtök laun- þega o.fl. ob um verðbætur á laun. Stjórn SÍB hafnar kaflan- um um verðbætur á laun. þar sem Ijóst sé að hann geri ráð fyrir verulejjri kjaraskerðinKU og breytingu á giidandi kjara- samningum SÍB og bankanna. Hins vegar fagnar stjórn SÍB því að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir afnámi hins „rangláta og van- hugsaða „vísitöluþaks“ sem í gildi hefur verið frá 1. september síðastliðinn.“ í athugasemdum stjórnar SIB við frumvarpið í heild, segir m.a.: „Það er ljóst, að sá samdráttur, sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu, gæti leitt til atvinnu- leysis, og fer það ekki sízt eftir því, hvernig á fjárfestingamálum verður haidið." Þá segja banka- menn að áhrif frumvarpsins, ef að lögum verður, séu um margt óljós. Benda þeir í því sambandi m.a. á hugmyndir um lækkun ríkisút- gjalda, heildartekjur og útgjöld á fjárlögum, fjárfestingamálin o.fl. Um verkefni kjaramálaráðs í 2. kafla frumvarpsins, segja banka- menn, að gert sé ráð fyrir að ráðið fjalli um kjaramál, þjóðhags-, fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir m.a. til viðmiðunar við gerð kjara- samninga. Með því segja þeir að gengið sé í þá átt að lögfesta afskipti ríkisvaldsins af kjara- málum, sem til þessa hafi verið í höndum aðila sjálfra. „I reynd virðist þetta þýða, að launþega- samtökin eigi fyrirfram að sam- þykkja það svigrúm, sem fyrir hendi er til kjarabóta af hálfu atvinnurekstrarins og með það vegarnesti sé gengið til samninga. Slíkt gæti ekki gerzt nema með stórfelldu afsali samningsréttar.“ íyrir vestan og norðan,“ sagði Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræðingur, er Mbl. ræddi við hann um borð í Bjarna Sæmundssyni í gær. I fyrrakvöld fann Bjarni Sæmundsson loðnugönguna aftur á miðju Látragrunni utanverðu og hafði hún þá gengið af Barða- grunni með um 10 mílna meðal- hraða á sólarhring. Fjögur skip voru á Látragrunni í fyrrinótt. Gígja fékk 550 lestir, sem hún fór með til Keflavíkur. Óli Óskars fékk 100 lestir og varð að fara í land vegna bilunar. Harpa og Hafrún fengu báðar einhvern afla, og í gærkvöldi var Harpa á leið í land með 280 lestir. Hjálmar sagði, að þessi loðna væri miklu meiri en hann hefði átt von á að finna á þessum slóðum. Einu sinni áður hefur verið legið yfir loðnugöngunni fyrir vestan. Það var 1977, en þá vildi svo til að lítil loðna var á ferðinni og endaði með því að hrygna á Vestfjarða- svæðinu. Næstu viku verður Bjarni Sæ- mundsson við sjávarrannsóknir fyrir Norður- og Norðausturlandi, en að þeim loknum sagði Hjálmar að ætlunin væri að kanna loðnuna við Suðurland, en sögur færu af miklu meira magni þar en fiski- fræðingar hefðu átt von á sam- kvæmt fyrri mælingum. Ný sáttatillaga: Neikvæð við- brögð flugmanna FÉLAG íslenzkra atvinnuflug- manna og Flugleiðir munu kiukkan 11 í dag tilkynna Guð- laugi Þorvaldssyni sáttanefndar- manni f flugmannadeilunni af- stöðu sína til sáttatillögunnar, sem hann kynnti þeim í gær. Atkvæðagreiðsla fór fram að loknum fundi FÍA í gærkvöldi og eftir þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk var afstaða fundarmanna til tillögunnar frekar neikvæð. Orn Johnson forstjóri Flugleiða sagði Mbl. að stjórn fyrirtækisins myndi taka endanlega afstöðu til tillögunnar á fundi klukkan 10 í dag. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. gat aflað sér í gær, mun meginmunurinn á þessari sáttatil- lögu og þeirri fyrri, sem bæði fiug- menn og Flugleiðir höfnuðu, vera 2—3% hækkun launa flugmanna á Fokker Friendship flugvélum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.