Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Páll Pétursson alþingismaður: „Megum ekki missa Alþýðubandalagsmenn fram af bakkanum” Á FUNDI framsóknarmanna á Hótel Sögu s.l. þriðjudagskvöld fjallaði Páll Pétursson alþingis- maður m.a. um efnahagsfrum- varp það sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefur haft orð um s.I. datía. „Alþýðuflokksmenn sáu að þetta frumvarp var harla gott,“ sagði Páll, „og þeir höfðu vit á því að viðurkenna það, en Alþýðubanda- lagsmenn fitluðu hins vegar við vindgapann og því er nú brekka á leið frumvarpsins og hana verðum við að klífa, því ég held að það sé nauðsynlegt að þessi ríkisstjórn sitji.“ Páll skaut því þarna inn í umræðurnar að hann væri tilbú- inn til þess að semja um orðalags- breytingar á frumvarpinu án þess að um meiningarbreytingar væri að ræða, en síðan hélt þingmaður- inn áfram: „Við framsóknarmenn verðum að leiðbeina Alþýðubanda- laginu við áralagið, leiða þá frá villu síns vegar og formanns há- karlalegunnar sem er Ólafur Jóhannesson. En um þetta mál má segja eins og bóndinn orti forðum: „Illa gerði andskotinn er hann hljóp í svínstötrin, öllu saman stakk hann ofan fyrir bakkann, helvítis hundurinn." Og við megum ekki missa Al- þýðubandalagsmennina fram af bakkanum,“ sagði framsóknar- þingmaðurinn um leið og hann lauk máli sínu og fundargestir hlógu ógurlega. Lausn á launaflokk- um í VR-samningum? Vinnuveitendur hafa nú tii athugunar gagntilhoð samninga- nefndar Verzlunarmannafélags Reykjavfkur um flokkaskipan í kjarasamningum þessara aðila. Vinnuveitendur lögðu upphaf- lega fram tilboð er fól í sér nýja útfærslu á launaflokkum V.R.-samningana sem samninga- nefnd verzlunarmanna gat í nokkrum aðalatriðum fallizt á og gerði hún síðan gagntilboð á sama grundvelli, sem felur í sér fjölgun flokka um einn frá tillögum vinnuveitenda og fyrirkomulag semverzlunarmenn geta sætt sig við. Eru flokkarnir nú 15—16 og er í hinni nýju útfærslu gengið út frá að starfsaldurshækkanir eigi sér nú stað itinan sömu flokka en ekki milli flokka, eins og áður tíðkað- ist. Magnús L. Sveinsson, skrif- stofustjóri VR, sagði að hann væri nú bjartsýnni á farsæla lausn samningamála VR, en áður en kvað hins vegar lítið vera farið að ræða um aðra þætti, svo sem launin en krafan er í meginatrið- um að verzlunar- og skrifstofufólk fái samsvarandi hækkanir og fól- ust í BSRB-samningunum . fyrir sambærileg störf. Sú krafa stend- ur óhögguð. IIÖRÐ kosning varð á aðalfundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur um formann félagsins fyrir næsta starfsár. Fundurinn var mjög fjölmennur en úrslit í formanns- kjörinu urðu þau að Bragi Jósefs- son var kosinn formaður með 98 atkvæðum en Jóhannes Guðmundsson hlaut 56 atkvæði. Emelía Samúelsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Bragi Jósefsson hefur verið í hópi þeirra manna innan Alþýðu- flokksins sem hvað gagnrýnastir hafa verið á ríkisstjórnina, og á aðalfundinum í gær var samþykkt ályktun þess efnis að hafi Ólafur Jóhannesson ekki lagt fram efna- hagsfrumvarp sitt næstu daga, skyldu þingmenn flokksins leggja það fram fyrir 1. marz n.k. Ljósmynd Baldur Sveinsson. Ný og fullkomin gerð Orion- flugvéla á Keflavíkurflugvelli KL. 10.30 í dag eiga fyrstu tvær Orion-vélarnar af nýrri og fullkominni gerð að lenda á Keflavíkur- flugvelli og leysa þar af hólmi þá gerð Orion-véla sem þar hefur verið staðsett síðan 1970. Flugsveit- in sem nú kemur er nefnd VP-44 og er fyrsta flugsveitin innan bandaríska flotans sem búin er þessari gerð Orion-véla. Tegundin er nefnd P-30, „Update II“. Hún er búin mun fullkomnara staðsetningarkerfi fyrir hljóðmerkjabaujur en eldri gerðir og auk þess sérstakri myndavél sem notar inn-rauða geisla eða (hitageisla) hitaútgeisl- un þess sem mynda á, og getur því tekið myndir jafnt í myrkri og þoku, sem um þjartan dag væri. Þessi flugsveit mun væntanlega verða hér um fimm mánaða skeið og síðan mun hún leyst af hólmi af annarri flugsveit sem verður búin sömu gerð Orion-véla. Myndin er af einni af flugvélum VP-44 sveitarinnar, sem hafði stutta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli 4. til 5. des. s.l. Kísil- iðjan: 10% minni afköst vegna skorts á gufu Alþýðuflokksfélag Reykjavikur: Þingmenn flokksins leggi fram efnahagsfrum- varpið fyrir fyrsta marz nk. Gufuþrýstingur hefur fallið svo í þeim tveimur borholum, sem Kísiliðjan hefur yfir að ráða í Bjarnarflagi, að verksmiðjan get- ur ekki starfað með fullum afköstum. Sagði Vésteinn Guðmundsson framkvæmdastjóri f samtali við Mhl. að afköst verksmiðjunnar væru 10% minni en venjulega af þessum orsökum. í umbrotunum, sem urðu í september 1977, eyðilögðust þrjár af fimm borholum verksmiðjunnar en kraftur jókst mjög í þeim tveimur holum, sem voru í lagi. Var þrýstingurinn í þeim 7—9 kg á forsentimetra. í kuldakastinu í janúar dró mjög úr þrýstingnum og er hann núna 5,5—8 kg og fæst ekki næg gufa til þurrkunar á gúrnum. Áformað e r að bora fleiri holur við Bjarnarflag til þess að auka gufuna. Kísilgúr er nú af skornum skammti í þróm verksmiðjunnar og er áfomað að hefja dælingu í næstu viku og er það óvenju snemmt. Hagur Kísiliðjunnar var góður á síðasta ári, að sögn Vésteins. Hún framleiddi 20.405 tonn að verð- mæti 1565 milljónir króna (cif). Megnið af kísilgúrnum var fluttur út. Afkoma Kísiliðjunnar var svip- uð og árið 1977 en þá var nokkur hagnaður af fyrirtækinu. Verður Stúdenta- görðunum lokað? SVO kann að fara að stúd- entaigöröunum tveimur, Gamla Garði og Nýja Garði, verði lokað einhvern næstu daga, þar sem framkvæmda- fé er þrotið og fé hefur ekki fengizt til úrbóta í öryggis- málum á Görðunum, en yfir- 55 Stjórn Nemendasambands Félagsmálaskóla alþýðu: Harmar „flokkspólitíska ráðningu fræðslufulltrúaMFA STJÓRN Nemendasambands Félagsmálaskóla alþýðu hefur gert ályktun, þar sem hörmuð eru vinnubrögð, sem meirihluti stjórnar Menningar- og fræðslusambands beitti við ráðningu starfsmanna til fra-ðslustarfa hjá MFA. Segir í ályktuninni að skólinn hafi verið vanvirtur með þessari ráðningu. Málavextir eru þeir að MFA ákvað að ráða fræðslufulltrúa. Einn slíkur hefur starfað hjá sambandinu, Tryggvi Þór Aðal- steinsson, og átti að bæta öðrum við. Tveir umsækjendur komu helst til greina, Snorri Konráðs- son, sem kennt hefur í nokkra mánuði við Félagsmálaskóla alþýðu og stundað hefur nám í skólanum og Lárus Guðjónsson blaðamaður hjá Alþýðublaðinu en hann hefur ekki stundað þar nám. Lárus hlaut starfið, studd- ur af Alþýðuflokksarminum svokallaða, Segir í ályktun Nemendasambandsins að ráðn- ing hans lykti af flokkspólitík og hrossakaupum. Ályktun Nemendasambands- ins er svohljóðandi: Stjórn Nemendasambands Félagsmálaskóla alþýðu harmar þau vinnubrögð sem meirihluti stjórnar Menningar- og Fræðslusambands alþýðu beitti við ráðningu starfsmanns til fræðslustarfa, þar sem gengið var framhjá umsækjenda sem hefur gengið í gegnum tvær annir Félagsmálaskóla alþýöu, auk þess sem hann hafði tals- verða þjálfun og reynslu í þeim störfum er ráðið var til. Stjórn Nemendasambandsins lítur svo á að með þessari ráðningu hafi Félagsmálaskóli alþýðu verið vanvirtur, og geng- ið á snið við reglugerð fyrir Menningar- og Fræðslusamband alþýðu en þar segir: „Markmið- um sínum hyggst MFA ná meðal annars, með' því að efla unga menn innan Verkalýðshreyfing- arinnar til þroska og náms þannig að þeir verði færir um að taka að sér félagsleg leiðbein- enda- og kennslustörf í þágu hreyfingarinnar." Stjórn Nemendasambandsins telur að þessi starfsmannsráðn- ing lykti af flokkspólitík og hrossakaupum, en hagsmunir Menningar- og Fræðslusam- bands alþýðu og verkalýðshreyf- ingarinnar í landinu fyrir borð bornir. Stjórn Nemendasambands Félagsmálaskóla alþýðu. Gert á stjórnarfundi 20/2.1979. Fundinn sátu: Kári Kristjánsson. form. Guðmundur Hallvarðsson, ritari. Dagbjört Sigurðardóttir, meðstj. Guðfinna H. Friðriksdóttir,— Davíð Sverrisson, varastj. völd höíðu gert athugasemd- ir við ýmislegt þar, til dæmis um ónógan brunavarnaút- búnað. Pétur Orri Þórðarson, sem sæti á í stjórn Félagsstofnunar stúd- enta, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að fjárveitingavaldið hefði ekki staðið við loforð um fjárveit- ingar til stofnunarinnar. Væri nú svo komið að framkvæmdafé væri þrotið í miðjum stórframkvæmd- um í Gamla Garði, en meðal annars hefur verið unnið að mikl- um endurbótum í kjallaranum þar. Ef ekki fengist meira fé væri verr af stað farið en heima setið þar sem kjallarinn væri alveg ónot- hæfur eins og hann væri núna, en hefði þó verið brúklegur áður en framkvæmdirnar hófust. Sagði Pétur Orri að stjórn Félagsstofnunarinnar ætti ekki annars úrkosti en loka Görðunum þar sem fjárveitingavaldið hefði ekki staðið við gefið loforð. Þess má geta að stúdentagarðarnir hafa nokkrum sinnum verið aug- lýstir á nauðungaruppboði vegna fjárskorts Félagsstofnunar, en málum hefur alltaf verið kippt í liðinn á síðustu stundu. o INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.