Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 FRIÐHELGI EINKALÍFSINS Hlutverk barnaheimilanna í lögum um byggingu og rekstur dagvistarheimila segir svo í 1. gr.: „Markmið með starfemi dagvistarheimila er að gefa börnum kost á að njóta handleiðslu sérmenntaðs fólks í uppeldismálum og búa þeim þau uppeldisleg skilyrði er efli per- sónulegan og félagslegan þroska þeirra." Svo mörg eru þau orð. Barnaheimilin eru orðin æði mörg í landinu, en þó er hvergi að finna nokkra lagagrein um hvernig þessu markmiði skuli náð. Þá er ekki til nein náms- skrá fyrir forskólaaldurinn 2ja til 6 ára. Fóstran hefur því frjálsar hendur, henni er það í sjálfvald sett hvernig hún vinnur að þessu markmiði og eftir hvaða leiðum hún vinnur. Deildarskiptingin Oftast er um tvenns konar niðurröðun barna á deildir að ræða, annars vegar aldursskipt- ing og hins vegar blandaðar aldur, svokallaður systkina- hópar eða systkinadeildir. Dæmi um aldursskiptar deildir eru vöggustofa, skriðdeild, tveggjaára deild o.s.fr. Barnið flyzt á milli deilda eftir aldri. Við hver deildaskipti kemur barnið í nýtt umhverfi, hittir fyrir ný börn og nýjar fóstrur. Barnið verður öryggislaust, því það er sífellt að skipta um umhverfi. Systkinahóparnir koma öðru vísi út. Þar eru samankomin börn frá 2ja—6 ára. Hlutfalls- lega eru fæst 2ja ára og flest 5 ára. Barnið er á sömu deild þar til dvöl þess lýkur, það er í sama umhverfi með sömu fóstrur og innan um sömu börnin. Hlutverk fóstrunnar Fóstran skapar það andrúms- loft sem ríkir á deildinni. Hún skapar öryggið, veitir hverju einstöku barni umhyggju. Fóstran leitast við að örva alhliða þroska barnanna, eflir sjálfstæði þeirra og setur umgengnisreglur og venjur í samræmi við aldur og þroska barnanna. bó er mikilvægast af þessu öllu það, að fóstran verður fyrirmynd, barnið samsamast, dregur dóm af fóstrunni. Fóstran er því óumdeildanlega áhrifaríkur, mótandi aðili í uppeldi barnsins. Foreldrasamvinna Þegar fóstran er svo sterkur mótandi aðili í uppeldi barn- anna, hvað þá með foreldrana? Af hverju gera foreldrarnir ekki þá sjálfsögðu kröfu að þeir fái að fylgjast með því sem fram fer dags daglega á barnaheimilinu eða í skólanum? Með því að gera engar kröfur til þessara upp- eldis- og fræðslustofnana þá eftirláta þeir fóstrunni eða kennaranum valdið, mótunina og ábyrgðina. En engu að síður skrifast uppeldið á reikning foreldranna, þeir eru hinu ábyrgu aðilar í uppeldinu. Barnaheimilin geta aldrei komið í stað fjölskyldunnar eða heimilislífsins. Þau veita foreldrum hins vegar mikinn stuðning í uppeldi barnanna. Helsta orsök lélegrar foreldra- samvinnu er talin vera tímaleysi fóstrunnar og foreldranna, sem kemur í veg fyrir að eðlilegar samræður eigi sér stað. En daglegt samskipti foreldra og fóstru auka kynnin og með auknum kynnum geta foreldrar gert meiri kröfur til fóstranna og barnaheimilisins. Því er það, að þegar barn byrjar á dag- vistunarstofnun, er það nauð- synlegt, öryggistilfinningar barnsins vegna, að foreldrið sé með því í fyrstu skipin, meðan á aðlögunartíma þess stendur. Þetta atriði er full ástæða að undirstrika og annað hitt, þá um leið kynnist foreldrið fóstrunni, barnahópnum og starfseminni á deildinni. Foreldrar eiga að gera þá kröfu til sjálfs sín að þeir fylgist með starfi fóstrunnar og styðji hana til allra góðra verka svo raunhæfur árangur náist. Það helzt í hendur, þegar góð samvinna er til staðar, þá næst góður árangur. Námsskráin Enn hefur engin námsskrá litið dagsins ljós og starfsemi á barnaheimilunum fer eftir áhugasemi fóstranna. Hvað þarf barn að geta, kunna, vita, þegar það byrjar sitt skólanám? Hvað eiga börn eiginlega að læra á dagvistarstofnunum? Eftir hvaða leiðum eflum við persónu- legan og félagslegan þroska barns? I Fóstruskólanum eru lögð fram verkefni sem nemar á vegum skólans vinna í verklegu námi úti á barnaheimilunum. Þeir gera ýmsar athuganir, t.d. á atferli barnanna, þroska þeirra, málfari, skapandi starfi og samskiptum barna og full- orðinna o.s.frv. Slíkar kannanir eru framkvæmdar í þeim til- gangi að finna hugsanlegar orsakir fyrir mismunandi at- ferli barnanna og ekki sízt til að finna út hvaða áhrif starfshætt- ir fóstrunnar á deildinni og vinnubrögð hafa á einstakt barn eða hópinn í heild. Önnur verk- efni eins og starfsáætlanir eru unnin á barnaheimilunum. Þá er ákveðið verkefni tekið fyrir og börnin frædd og upplýst. Sam- verustundir eru einu sinni til tvisvar á dag. Þá er spjallað saman um verkefni dagsins, lesnar sögur er tengjast verk- efninu og þá fer fræðslan fram. Reynt er að færa fræðsluna í einfalt form, því fóstran kennir ekki eins og kennari, hún not- færir sér eðlislæga forvitni barnsins og kennir í gegnum leik barnsins. Leikurinn er vinna barnsins. Viðurkenning hins opinbera á starf- semi dagvistarheimila Þegar má vera ljóst af þessum orðum að mikilvægi foreldra- samvinnu verður ekki dregið í efa. Þar sem hvergi eru til lög eða reglur um innra starfið á barnaheimilunum og engin námsskrá er fyrir hendi, þá hlýtur það að vera siðferðileg skylda foreldra að rækja foreldrasamstarfið af kost- gæfni. Það er orðin brýn nauðsyn að hið opinbera, sem tekur þátt í byggingu dagvistar- stofnana, og sveitarfélögin, sem reka þær, viðurkenni þá miklu starfsemi sem fer fram á þessum stöðum og marki henni ákveðnari stefnu með endur- bættri reglugerð og fari að vinna að námsskrá. Jóhanna Thorsteinson. Vald fóstrunnar á bamaheimilunum og mótandi áhrif hennar Jóhanna Thorsteinsson, fóstra Dæmisaga og ævintýri KÓPAVOGSLEIKHÚSIÐ: GEGNÚM HOLT OG HÆÐIR. Barnaleikrit með söngvum. Höfundur texta og tónlistar: Herdís Egilsdóttir. Lcikstjóri: Margrét Helga Jóhannsdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Margrét Ákadóttir. Lcikmyndahönnuður: Gylfi Gíslason. Búningar: Margrét Helga Jóhannsdóttir. Ljósameistari: Lárus Björns- son. Gervi og grímur: Bryndís Gunnarsdóttir. Útsetning og undirleikur: Carl Möller. Dansa æfði og samdi Hildi gerður Pétursdóttir. Gegnum holt og hæðir eftir Herdísi Egilsdóttur sækir efni í íslensk ævintýri. Álfkona launar greiða sem henni hefur verið gerður með því að venja bónda- dóttur af leti og lunta. Hún fær til þess hjálp frá tröllkonu og strákum hennar. Bóndadóttir Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON snýr heim ný og betri og menn, álfar, tröll og dýr fagna. „Ég sakna eiginlega bara eins úr hópnum, það er dverganna", skrifar Gunnvör Braga í leik- skrá. Herdísi Egilsdóttur er tamt að segja dæmisögur í leikritum sínum. Hún ætlar þeim kennslu- og uppeldishlutverk. Texti henn- ar er að þessu sinni veigalítill, með fáeinum undantekningum í flatara lagi. En hún nýtur að- stoðar leikhússfólksins, leik- stjóra, leikara, leikmyndasmiðs o.fl. Þetta er að ýmsu leyti skemmtileg sýning og má mæla með henni vegna þess að hér hefur verið vel unnið. Leikritið sjálft má skoða sem upprifjun á íslenskri þjóðtrú, hefðbundin tengsl við liðna tíð. Hér er flest á sínum stað. En á efninu eru ekki ný tök, það skrifar sig að mestu sjálft. Kolbrún Erna Pétursdóttir leikur Þóru bóndadóttur. Henni tekst vel túlkun þessarar þverlyndu stelpu. Skúli Rúnar Hilmarsson er Grímur, bróðir Þóru, og náði að sýna stríðni stráksins. Bóndann leikur Leif- ur Ivarsson og bóndakonuna Bergljót Stefánsdóttir. Þetta eru litlausar persónur frá hendi höfundar og því fá tækifæri fyrir leikarana til eftirminni- legrar túlkunar. Sigurður Jóhannesson leikur refinn af umtalsverðu fjöri, en er of háð- ur túlkun kunnra atvinnuleik- ara. Af dýrahlutverkum má nefna nautið í röggsamlegri túlkun Árna Kárasonar og seppa Eiríks Hjálmarssonar. Álfkonuna lék Helga Harðar- dóttir og gerði það af reisn og álfmeyjarnar stóðu sig vel í söng og dansi: Ásdís Sigurðar- dóttir, Júlía Jóhannesdóttir og Svala Snorradóttir. Tröllkonuna sem er hin viðkunnanlegasta lék Sigríður Guðmundsdóttir. Tröllastrákarnir eru til bragð- bætis í sýningunni, einkum Hákur í túlkun Konráðs Þóris- sonar og Þrymur Einars Guð- mundssonar. Ónefndir leikarar eru Ólafur Jóhannesson, Þór Heiðar Ásgeirsson, Valgerður Hannesdóttir, Hrund Einars- dóttir, Jóhanna Benný Hannes- dóttir, Ragnheiður Pétursdóttir, Guðbrandur Valdimarsson og Kristjana Helgadóttir. Ekki varð ég var við að leikur- inn höfðaði sérstaklega til áhorfenda, nema kannski hin fallegu atriði með álfkonu og meyjum hennar og einstaka tröllastrákaleikur. En mikill fögnuður var að sýningu lokinni sem lýsti sér í klappi, enda eru börn þakklátir áhorfendur. Það merkir ekki að bjóða megi þeim upp á hvað sem er, bara vegna þess að það gangi undir nafninu leikrit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.