Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 13 r Attræð í dag: Anna Þorkelsdóttir Hún Anna Þorkels er 80 ára í dag. Elli kerlingu hefur gengið illa að nálgast hana. Fram að þessu hefur hún gengið um glöð og hress, stöðugt tilbúin að gefa kaffi og spjalla. Og prjónarnir fá engan frið fyrir henni. Alltaf eru þeir á fleygiferð í höndum hennar. Trefl- ar, vettlingar og hekluð teppi hrannast upp nenni. Ég þakka henni meir en 50 ára kynni og ótal ánægjustundir á hennar fallega heimili, óska henni allrar farsældar á ófarinni leið og að hún megi halda gleði sinni og reisn til æviloka. Sigríður Guðjónsdóttir. Fyrir hálfum sjötta áratug átti ég því láni að fagna að kynnast mörgu góðu fólki, sem ég vissi engin deili á áður. Þó að konan mín væri einbirni, var hún ekki vinafá, og þegar leiðir okkar fóru að liggja saman var eins og allur þessi vinahópur væri færður mér á silfurfati. Meðal þeirra voru Alla, Anna og Bobba oft nefndar í sömu andrá. Á heimilum þeirra allra nutum við margra og mikilla ánægjustunda. Nú er Anna ein þeirra á meðal vor. Blessuð veri minning þeirra allra hiifiia vinanna sem við höfum þegar séð á bak. Okkur varð tíðförult frá Barónsstíg 24 suður yfir Skólavörðuholtið til Önnu og Teits á Bergstaðastræti 81. Þar var oft margt um manninn á hátíðum og tyllidögum og eitt var það sem aldrei brást. Að þar sat gleðin í öndvegi. Oft var tekið í spil og stundum stigin dansspor. Anna var alltaf svo léttlynd og gaman- söm. Hún kunni frá mörgu að segja t.d. með viðkomu á Hvanneyri eða Kaupmannahöfn, og nú síðast en ekki síst í Toronto hjá elsta syninum Þórði, sem nú er kominn þá löngu leið þaðan til þess að reka smiðshöggið á afmælisfagnaðinn hér heima. Um það leyti sem þau Anna og Teitur höfðu nýlega flutt í næsta hús við okkur, mátti oft heyra einhvern drengjanna okkar segja lausnar- orðið: Við skulum reyna að ná í Önnu Þorkels. Þá var verið að leita fyrir sér um fjórða mann í bridge. Óg ef Anna var ekki vant við látin brást hún aldrei. Hún var svo ung í anda að hún gat alveg eins Tillaga á Búnaðarþingi: 2% byggingargjald- ið á útihúsabygging- um verði afnumið BÚNAÐARÞING hefur nú fengið til meðferðar tvær tillögur frá formannafundi Búnaðarsam- bands Austur-Húnavatnssýslu, sem haldinn var 14. febrúar sl. Er í fyrri tillögunni skorað á Búnaðarþing að vinna ötullega að því að afnema 2% byggingar- gjald af útihúsabyggingum í sveitum. í seinni tillögunni mót- mælir fundurinn eindregið, að við aukaálagningu skatta sl. haust hafi verið lagður á sérstakur skattur vegna atvinnurekstrar. Skorar fundurinn á Buðnaðar- þing að taka þetta mál til meðferðar í því augnamiði að hindra. að slík ákvæði verði lög- fest í skattalöggjöfinni í framtíðinni. í greinargerð með tillögunum segir, að með tilkomu 2% byggingargjalds á útihúsabygg- ingar í sveitum sé aukið enn frekar á aðstöðumun þeirra bænda, sem enn eiga eftir að byggja upp á jörðum sínum, og þeirra, sem lokið hafa uppbyggingu jarða sinna. Þetta byggingargjald er viðbót á þau vandamál, sem nú er við að etja í landbúnaði og gerir þeim enn erfiðar fyrir, sem hvað höllustum fæti standa í dreif- býlinu og gengur þar með þvert á byggðastefnuna. V erkalýðsskóli Sjálfstæðisflokksins Á morgun, laugardaginn 24. febrúar, hcfst Verkalýðsskóli Kópavogur: Fundur um barnaárið Barnaársnefnd í Kópavogi heldur fund í dag, fimmtudaginn 22. febr., um væntanlegar fram- kvæmdir á barnaári og sérstakan bæjarstjórnarfund, sem ákveðinn hefur verið að mánuði liðnum, en þá verður fjallað um málefni barna. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir, en sérstak- lega eru boðnir á hann bæjar- fulltrúar og fulltrúar í helstu starfsnefndum bæjarins, einnig kennarar, fóstrur, dagmömmur, foreldrar barna í grunnskólum og á dagvistunarheimilum, nemendur í skólum bæjarins, svo og fulltrúum frjálsra félaga í bænum. Á fundinum verða flutt nokkur stutt ávörp og erindi, en einnig gefst tími til umræðna og fyrir- spurna. Fundurinn verður haldinn í Hamraborg 1 og hefst kl. 20.30. Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðis- húsinu að Háaleitisbraut 1. Markmiðið með Verkalýðsskól- anum er að ná saman sjálfstæðis- mönnum úr mismunandi laun- þegastéttum, miðla fræðslu um undirstöðuatriði almennra félags- mála, veita þátttakendum fræðslu um verkalýðshreyfinguna, upp- byggingu hennar, störf og stefnu. Ennfremur að þjálfa nemendur í að koma fyrir sig orði, taka þátt í almennum umræðum og ná valdi á góðum vinnubrögðum í félags- starfi. Skólinn verður helgar- og kvöld- skóli frá kl. 09.00—19.00 laugardag og sunnudag 24. og 25. febrúar með matar- og kaffihléum, og frá kl. 20.00—23.00 mánudaginn 26. febr., þriðjudaginn 27. febr. og fimmtu- daginn 1. marz. Skólanum lýkur síðan laugardaginn 3. marz. Skólinn er opinn sjálfstæðisfólki á öllum aldri, hvort sem það er flokksbundið eða ekki. Sextán leiðbeinendur verða við skólann. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setur Verka- lýðsskólann kl. 09.00 á morgun, laugardag 24. febr. Byggt og búið frá siónarhóli kvenna skemmt sér með unglingunum eins og jafnöldrum sínum. Eins og verða vill hjá flestum, hefur Anna ekki farið varhluta af sjúkdómum og áföllum, en henni hefur verið veittur sá sálarstyrkur, sem enn er óbugaður og létta lundin er enn hin sama. Megi svo verða um ólifuð ár, og kærar þakkir fyrir samfylgdina. Sigurkarl Stefánsson. Afmælisbarnið tekur á móti gestum á heimili sínu að Njálsgötu 59, eftir kl. 17 í dag. Norræn kvennaráðstefna um aukin áhrif kvenna á bygginga- og skipulagsmál verður haldin 4.-6. maí næstkomandi í Kungalv í Svíþjóð. Öllum ís- lenzkum konum er heimilt að sækja ráðstefnuna, en tilkynna ber þátttöku fyrir 10. marz nk. til Kristínar Guðmundsdóttur, Hvassaleiti 133, s. 36065. Það eru samtökin Bygginga- og skipulagsráðstefna norrænna kvenna sem efnir til ráðstefnu þessarar. Samtökin vinna að þjóðfélags-, skipulags- og hús- næðismálum og hafa þau deildir á öllum Norðurlöndum. I frétta- tilkynningu frá samtökunum segir að karlar byggi en konur búi. Þannig hafi þróun mála verið og þannig sé ástatt enn að miklu leyti. Við skipulagningu hafi reynslu kvenna verið allt of lítill gaumur gefinn og þarfir þeirra mátt víkja fyrir þrýstingi öflugri hópa. Afleiðingin hafi orðið ytri uppbygging sem valdið hafi erfiðleikum í stað þess að auðvelda mönnum lífið. Dagskrá ráðstefnunnar í Kungálv verður þríþætt. Fjallað verður um skipulag samfélags byggt út frá reynslu kvenna, hvernig beri að byggja samfélag sem hæfi konum og þá um leið öllu fólki, og loks verður fjallað um baráttuleiðir og stefnuskrá norrænna kvenna í þessum efn- um. Hámarksfjöldi þátttakenda er 110 konur frá öllum Norðurlönd- unum, en nánari upplýsingar er að fá hjá Kristínu Guðmunds- dóttur. Gamoh fólk gengurÆ hcegar 1? »í •ifójÉÉk •• Fleiri kUómetra fyrir fœrri krónur Hcekkað benzínverð að undanfömu hefur verið áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum, hefur athygli manna beinzt að minni og spameytnari bifreiðum. RENAULT 4 ber af um spameytni, en tapar ekki kostum stcerri og eyðslufrekari bifreiða fyrir vikið. RENA UL T 4 eyðir aðeins 5,5 lítrum á hverja 100 km. Það þarf aðeins að skipta um olíu við hverja 5.000 km. Vélarorkan er fullncegjandi og á langferð um slceman veg er ekki hcetta á að þessi franska listasmíð bregðist trausti yðar. Komið og leitið nánari upplýsinga. KRISTINN GUDNASON Hl. SUÐURLANDS8RAUT 20, SÍMI 86633 framhjóladrif framar öllu! RENAULT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.