Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 15 Skæruliðar Pots í stöðugri sókn Bangkok, 22. febrúar. AP. HARÐIR bardagar geisa nú milli stuðningsmanna Pol Pots fyrrverandi leiðtoga Kambódíu- manna og víetnamskra her- manna við borgina Kratie sem stendur við Mekong ána um 160 kílómetra norður af höfuðborg- inni Phnom Penh. Ekki er þó talið líklegt að Potsmönnum takist að ná borginni á næstunni segir í fréttum frá Bangkok í dag. Þá sagði „rödd Kambódíu" í dag að skæruliðar hefðu ráðist á borgina Champokpa rétt vestan við Kratie fyrir skömmu og fellt þar 15 hermenn og sært marga. Ennfremur sagði útvarpið að í vikunni hefðu sovézkar MIG-þot- ur skotið á skæruliða Pol Pots sem hefðu verið við svokallaða leið 5 sem er aðalaðflutningsæð Víetnama í vesturhluta Kambódíu en ekki hefði orðið neitt manntjón í þeim árásum. Talsmaður Pol Potsmanna sagði í Bangkok í dag að skæru- liðar hefðu fellt fjölda Víetnama í austurhluta landsins í gær og sprengt upp tvo skriðdreka og þrjá herflutningabíla. Um 2,4% söluaukning hjá norsku blöðunum Ósló, - AP IIIN eitthundrað fimmtíu og þrjú dagblöð Noregs juku útbreiðslu sína á síðasta ári um alls 50 þúsund eintök sem er um 2,4% aukning milli ára og varð því heildarsalan 2.112.190 eintök á dag að meðaltali á árinu að því er fréttir frá Ósló í dag herma. Af 50 þúsund eintaka aukn- ingu eru 28 þúsund í áskrift og 22 þúsund í lausasölu. Stærsta dagblað Noregs, Aftenposten, sem hefur rúm- lega 215 þúsund eintaka sölu, jók söluna um liðlega 700 eintök á mánuði, en aðalkeppi- nauturinn í öðru sæti, Verdens Gang, jók sölu sína um liðlega 15 þúsund eintök, úr liðlega 171 þúsund eintökum á dag. Lögreglumenn eru í verkfalli í New Orleans og verkfallið hefur leitt til átaka. Þegar þeir héldu fund við aðalstöðvar lögreglunnar í borginni var þar lögreglubfll og verkfallsmenn gerðu aðsúg að honum. Lögreglumaðurinn í bflnum henti lyklinum og kallaði á hjálp. Iláttsettur maður í lögreglunni kom á vettvang og reyndi að stilla til friðar. Þing Noróurlandaráðs: Norræn félög leita eft- ir fjárstuðningi mennta- málarádherranefndar Biðja Svisslendinga að hafna kelsaranum Teheran, 22. febrúar. AP. Reuter ÍRANSKUR ráðherra sagði í útvarpi í dag að hann hefði beðið svissnesku stjórnina að neita keisaranum um landvistarleyfi þar ef hann sækti um það að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Teheran í dag. Dómsmálaráðherrann Assa- dollah Mobasheri sem nýkominn er úr útlegð til að taka við ráðherraembætti í stjórn Bazargans sagðist hafa skrifað svissnesku stjórninni og þinginu þar sem hann bar fram þessa ósk írana. Til þessa hefur Sviss verið talið eitt líklegasta landið sem keisarinn sækti um landvistar- leyfi í eftir að hann yfirgaf íveru- stað sinn í Marocco fyrir skömmu. Hinir nýju valdhafar í íran hafa þráfaldlega lýst því yfir að þeir vilji fá keisarann framseldan til írans þar sem hann yrði dreginn fyrir rétt ákærður fyrir landráð þau 37 ár sem hann var við völd og endurnýjaði dómsmálaráðherrann enn einu sinni þessa kröfu írana í dag. EBE kærir Breta til Evrópudómstólsins Brtlssel, 22, febrúar. AP. Ráðherranefnd Efnahagsbanda- lags Evrópu EBE hefur ákveðið að ákæra Breta fyrir Evrópudómstóln- um vegna afstöðu þeirra í fiskvciði- deilu þeirri sem stendur yfir milli Breta og bandalagsríkjanna að því er segir í fréttum frá Brtissel í dag. Vegna andstöðu Breta gegn því að bandalagsríkin fái veiðiheimildir 1959 — Mannréttindadómstóll Evrópu settur í fyrsta sinn í Strassborg. 1945 — Bandaríski fáninn dreg- inn að húni á Suribachi-fjalli í orrustunni um Iwo Jima. 1942 — Japanskur kafbátur ræðst á olíuhreinsúnarstöð ná- lægt Santa Barbara, Kaiiforníu. 1933 — Hernám Japana norðan Kínamúrsins hefst. 1866 — Alexander Cuza fursta steypt og Karl prins af Hohen- zollern verður Carol I fursti í Rúmeníu. 1861 —' Lincoin kemur á laun til Washington að taka við embætti forseta eftir samsæri um að myrða hann í Baltimore, Mary- land. 1854 — Bretar samþykkja að skiia Búum Óraníu-fríríkinu. 1847 — Sigur Zachary Taylors yfir Santa Ana í orrustunni um Buena Vista, Mexíkó. 1836 — Umsátrið um Alamo innan landhelgi þeirra hefur ekki tekist að sameina stefnu bandalags- ins í fiskveiðimálum í tvö ár sem hefur jafnframt komið í veg fyrir að einstök bandalagsríki hafi getað samið við ríki utan bandalagsins um gagnkvæmar veiðiheimildir. í því sambandi má nefna að Vestur— Þjóðverjar hafa beðið mánuðum saman eftir því að géta hafið samninga við Kanadamenn. hefst í Texas. 1820 — Samsærið í Cato-stræti um morð á brezkum ráðherrum afhjúpað. 1766 — Hertogadæmið Lothringen innlimað í Frakk- land. 1660 — Karl IV Svíakonungur tekur leiðtoga stuðningsmanna Pólverja af lífi fyrir landráð. 1574 — Fimmta trúarstríðið brýzt út í Frakklandi. Afmæli: George Frederick Hándel, þýzkt tónskáld (1685-1759) - Sir George Watts, brezkur listmálari (1817—1904) — Samuel Pepys, enskur dagbókahöfundur (1633—1703) — Erich Kástner, þýzkur höfundur (1899—1974). Andlát: Jóhannes Gutenberg, prentari, 1468 — Ferdinand V., konungur Kastiiíu og Leon, 1516 — Sir Joshua Reynolds, listmál- ari, 1792 — John Keats, skáld, 1821 — Nellie Melba, söngkona, Stokkhúlmi, 22. febrúar. Frá J.T. blm. Mbl. SAMBAND norrænu félaganna á Norðurlöndum hefur verið starf- andi frá því árið 1965 og er skrifstofa félagsins hér í Stokk- hólmi. í tengslum við þing Norðurlandaráðs heldur sam- bandið fundi, auk eins til tveggja annarra funda á ári og ársfundar sambandsins. Hjálmar Ólafsson formaður Norræna félagsins og Jónas Ey- steinsson framkvæmdastjóri sátu fundinn í Stokkhólmi að þessu sinni en honum lauk í dag. Hjálm- ar sagði að leitað hefði verið eftir stuðningi menntamálaráðherra Norðurlandanna við beiðni sambandsins um fjárstuðning, en þar sem norrænu félögin ynnu svo margvísleg störf væri áríðandi að fjárhagur þeirra yrði tryggður. Var lagt til við ráðherranefndina að veittur yrði árlegur fjár- stuðningur við sambandið, sem það síðan deildi til aðildarfélaga sinna. Sem dæmi um starfsemi norrænu félaganna nefndi Hjálm- ar að í maímánuði væri ráðgerð íslandsvika í Lapplandsléni í Finnlandi og myndi hann verða þar með fyrirlestra, fengnar yrðu kvikmyndir, tónlistarfólk og sýndur íslenzkur heimilisiðnaður og listsýning. Sagði Hjálmar að norrænu félögin ynnu oft saman 1931 — Sir Edward Elgar, tón- skáld, 1934 — Paul Claudel, skáld, 1955 — Saud konungur 1969. Innlent: Veginn Holti Þor- grímsson hirðstjóri 1348 — Veg- inn Eiríkur Guðmundsson hirð- stjóri 1388 — Enskt farbann á íslandsfara 1426 — Uppskipun úr „Clarence" 1809 — d. Svein- björn Sveinbjörnsson tónskáld 1927 — f. Frú Dóra Þórhalls- dóttir 1893 — d. Theodora Thor- oddsen 1934 — Allsherjarverk- fall 1974 — d. sr. Sigurður Einarsson 1967 — f. dr. Jón Gíslason 1909. Orð dagsins: Einungis miðlungsmaður er alitaf upp á sitt bezta — W. Somerset Maugham, brezkur rithöfundur (1874-1965). að verkefnum sem þessum. í sumar er ráðgert æskulýðsmót í Reykjavík og Norræna félagið í Reykjavík nyti þó ekki nema helmings þess styrkjar frá hinu opinbera miðað við félög annars Stokkhólmi. 22. febrúar. Frá J.T. blm. Mbl. FYRIRSPURNIR og afgreiðsla mála voru aðallega á dagskrá þings norðurlandaráðs í dag og stjórnaði Eiður Guðnason fundi framan af. Ýmis mál komu til atkvæða- greiðsiu og var vísað til frekari meðferðar hjá hinum ýmsu nefnd- um. Meðal mála sem fram komu í dag var fyrirspurn frá Gils Guð- mundssyni varðandi ferjusam- göngur milli Færeyja, íslands, Skotlands og Noregs. Spurðist Gils fyrir um hvaða aðgerðir ráðherra- nefndin hefði í hyggju varðandi þetta mál. Ragnar Arnalds svaraði fyrirspurninni og kom fram í svari hans að starfshópur embættis- mannanefndar samgöngumála hefði beðið ýmsa aðila í löndunum um umsögn þeirra og hefðu í því sambandi borið 11 umsagnir frá aðilum á Islandi, sem væru já- kvæðir í heild. Ekki hefði borist svar frá færeysku landsstjórninni og meðan svo væri yrði ekki unnið frekar í þessu máli. Demmus Hentze fulltrúi færeysku lands- stjórnarinnar sagði að Færeyingar hefðu ekki gefið sér tíma til að taka málið til athugunar, m.a. vegna stjórnarmyndunarinnar, en ljóst væri að aukin þörf væri fyrir samgöngur milli þessara landa, flutningar farþega og bíla hefðu St. Lucia hlaut sjálfstæði Castries, St. Lucia, 22. febrúar AP. NÝTT land bættist í tölu sjálf- stæðra ríkja heimsins i gær þegar eyjan St. Lucia hlaut sjálfstæði sitt frá Bretum. — Það var frænka Elisabetar Bretadrottningar, Alexandra, sem flutti eyjaskeggj- um boðskap drottningar, þar sem hún meðal annars óskaði þeim gæfu og gengis í náinni framtíð. staðar á Norðurlöndum, þ.e. fengi 4,55 íslenzkar krónur á hvern íbúa meðan hin félögin fengju milli 10 og 11 krónur á íbúa. Félagsmenn Norræna félagsins í Reykjavík eru nú um 11 þúsund. stöðugt farið vaxandi. Mætti því búast við því að auka þyrfti þessar samgöngur enda þyrfti núverandi ferja einnig endurnýjunar við. Þingi norðurlandaráðs lýkur á morgun, föstudag, og verður þá m.a. á dagskrá aðild Færeyja að ráðinu. Veður víða um heim Akureyri 3 léttskýjaö Amsterdam 0 skýjað Apena B skýjaó Barcelona 13 téttskýjaó Berlín 2 heióskírt BrUssel 3 skýjaö Chicago 3 rigning Frankfurt 5 skýjaö Genf S skýjaö Helsinki -2 heiöskírt Jerúsalem vantar Jóhannosarb 25 heiðskírt Kaupmannah. -2 skýjaö Lissabon 12 rigning London 4 skýjaö Los Angeles 1* rigning Madríd 9 heiöskírt Malaga 14 alskýjaö Mallorca 14 léttskýjaö Miami 24 skýjaö Moskva -3 heiöskirt New York 5 heiöskírt Ósló -3 skýjaö París 5 skýjaö Reykjavík 2 skýjað Rio De Janeiro vantar Rómaborg 12 skýjaö Stokkhólmur 0 skýjað Tel Aviv vantar Tókýó vantar Vancouver 6 heióskirt Vínarborg 3 heiöskírt Ný bíl- og f arþega- ferja til umræðu Þingi Norðurlandaráðs lýkur í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.