Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 17 A1 hækkar á heimsmarkaði SKRÁÐ verð á áli hækkaði á heimsmarkaði í byrjun febrúar úr 1235 í 1300 dollara tonnið eða um 5,3%. Samkvæmt upplýsingum Ragnars Halldórssonar forstjóra ísal framleiðir Álverið í Straums- vík með fullum afköstum og selst framleiðslan jafnóðum. Hagkaup sækir um lóð í Mjóddinni HAGKAUP hefur sótt um byggingalóð undir verzlunar- húsnæði í Mjóddinni neðst í Breiðholti. Búið var að úthluta öllum lóðum á þessu svæði, en nú hafa nokkrir aðilar fallið frá byggingaáformum sínum m.a. vegna nýbyggingargjaldsins, sem ríkisstjórnin hefur sett á. Pálmi Jónsson í Hagkaup sagði í samtali við Mbl., að þessi byggingaáform fyrirtækisins væru svo skammt á veg komin að hann vildi ekki ræða þau opinberlega að svo stöddu. Tvær sölur í Bretlandi TVEIR togarar seldu afla í Bret- landi í gær og fengu gott verð fyrir aflann. Rán frá Hafnarfirði seldi 70,7 tonn í Fleetwood fyrir tæpar 30 milljónir króna og var meðalverðið 417 krónur kílóið. Barði frá Neskaupsstað seldi 90,4 tonn í Grimsby og fékk 38,3 milljónir fyrir aflann, meðalverð 424 krónur fyrir kílóið. Uppistaðan í afla togaranna var þorskur. Pálmi Jónsson og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram ítarlega tillögu til þingsályktunar um stefnu- mörkun í landbúnaði. í greinargerð er fjallað um þá erfiðleika, sem nú steðja að bændum og sagt, að til of mikils sé ætlazt, að bændur einir leysi þessi mál. Alþingi verði að marka stefnuna og tryggja henni framgang. Hér á eftir verða rakin helztu efnisatriði í þingsályktunartil- lögunni, en henni verða gerð frekari skil í Morgunblaðinu síðar. Tillagan skiptist í tvennt og snýst annars vegar um þau markmið, sem flutningsmenn vilja leggja til grundvallar í stefnumótun sinni.Hins vegar er gerð grein fyrir þeim leiðum, sem fara á til þess að ná þessum markmiðum. Grundvallaratriði stefnu- mörkunarinnar eru þessi: 1. Eignarrétturinn verði verndaður og sjálfeignar- ábúð bænda tryggð. 2. Hagkvæmni í rekstri og fjölbreytni í framleiðslu landbúnaðarins verði auk- in. 3. Bændum verði tryggð lífs- kjör á borð við aðra þj óðfélagsþegna. 4. Framleiðsla búvara verði a.m.k. nægileg fyrir þarfir þjóðarinnar í víðtækri merkingu. 5- Byggðakeðja sveitanna verði ekki rofin. Landið verði áfram allt í byggð. Pálmi Jónsson Ríkið semji beint við bændur — þjóðhagsleg úttekt á umfram- framleiðslunni — átak í markaðsmálum 6. Sveitafólki verði tryggð félagsleg réttindi á borð við aðra og aukið jafnræði til mennta og opinberrar þjónustu. 7. Gætt verði hófsemi í um- gengni við landið og þjóð- inni tryggður réttur til návistar við náttúru þess. Þær leiðir, sem flutn- ings'menn vilja fara til þess að ná markmiðum sínum eru: 1. Gerð verði þjóðhagsleg út- tekt á svokallaðri umframfram- leiðslu í landbúnaði og nái hún annars vegar til nautgripa- og hins vegar sauðfjárafurða. Um- fang þessarar úttektar er síðan nánar skilgreint, m.a. varðandi þýðingu aukabúgreina og auka- tekna sveitafólks og kveðið á um, að fullt tillit sé tekið til þeirra tekna, sem af „umframframleiðslunni“ spretta beint og óbeint.Jafnframt verði metinn þáttur umframframleiðslunnar til að mæta atvinnuþörfum þjóðarinnar og hvaða kostnað það hefði í för með sér, ef hún hverfur. 2. Teknir verði upp beinir samningar milli fulltrúa bænda og ríkisvaldsins, þar sem samið sé um verð á búvöru og verðtryggingu ríkisins á til- teknu heildarframleiðslumagni og sé við við það miðað, að framleiðsla tiltekins meðalbús geti skilað þeim tekjum sem keppt er að. Gerðir verði stefnu- markandi samningar um verð- tryggt framleiðslumagn til 3—5 ára í senn, sem endurskoðist árlega, en breytingar á verð- tryggingu framleiðslumagni verði hægfara, svo að tími gefist til aðlögunar. Fyrir framleiðslu, sem sé umfram umsamið heildarmagn á samningstíma, fái framleiðendur enga verð- tryggingu. 3. Ef nauðsyn ber til að við- halda eða efla byggð á afmörkuðum landssvæðum ber að gera um það byggðaáætlun, enda sé fé ætlað til þess á fjárlögum. 4. Á meðan framleiðsla á mjólk eða kjöti er meiri en verðtryggðu magni á þessum vörum nemur, skal bústofn ríkisins vera í lágmarki og athugað um, hvort hægt sé að færa hluta af kynbóta- og til- raunastarfi yfir á bú einstakra bænda. 5. Gert verði oflugt átak í markaðsmálum landbúnaðarins og fjölbreytni í vinnslustöðvum landbúnaðarins aukin. 6. Leitazt verði við að ná aukinni hagkvæmni í búrekstrinum, m.a. með því að minnka notkun á aðföngum og draga úr rekstrarkostnaði. 7. Stofnlánadeild land- búnaðarins verði tryggður öruggur fjárhagsgrundvöllur, eigendaskipti á jörðum og auð- velduð og lánveitingar sam- ræmdar settum markmiðum i framleiðslu- og byggðamálum. Rekstrarlán verði hækkuð og afurðalán miðuð við, að bændur fái 90% af umsömdu verði þegar við afhendingu afurðanna. Tollar og sölugjöld á vélum og rekstrarvörum verði ekki hærri en til annarra höfuðatvinnuvega þjóðarinnar. Stefnumörkun í landbúnaðarmálum: Tiltekið heildarfram- leiðslumagn sé verðtryggt Hróplegt misrétti ís- íslenzkum iðnaði í óhag — segir Gunnar Thoroddsen um auglýsingar sjón- varpsins og vill að útvarpsráð láti málið til sín taka — A hverjum einasta degi dynja yfir okkur auglýsingar og áróður fyrir ýmiss konar erlend- um iðnaðarvörum. Vitanlega þarf geysilegt fjármagn til þess að útbúa slíkar sýningarmyndir, auglýsingar og kvikmyndir og munu ekki aðrir ráða við það en mjög sterkir, erlendir aðilar, sem senda þær svo hingað sínum umboðsmönnum og greiða kostn- aðinn við birtingu þeirra, sagði Gunnar Thoroddsen á fundi sam- einaðs þings f gær. — Islenzk iðnfyrirtæki hafa enga möguleik^ til þess að ná hér jafnræði og leggja í svo rándýra framleiðslu á kvikmyndum og auglýsingamyndum eins og hér er við að keppa. — Hér er mikið vandamál og ég held, án þess að ég sé að leggja til, að bannaðar séu auglýsingar á erlendum iðnaðarvörum, að óhjá- kvæmilegt sé að staldra við og að réttir aðilar, t.d. útvarpsráð, kanni það, hvort ekki er hægt með einhverjum eðlilegum reglum að koma hér meira samræmi á, því að hér er hróplegt misrétti íslenzkum iðnaði í óhag. — Mér er kunnugt um, að sums staðar erlendis hefur verið gengið alllangt í því að takmarka og það verulega auglýsingar í sjónvarpi á erlendum iðnaðarvörum. Þessi ummæli Gunnars Thor- oddsens komu fram í umræðum um þingsályktunartillögu Eggerts Haukdals um að beina innkaupum opinberra aðila að innlendum iðnaðarvörum. Þeir þingmenn, sem síðar töl- uðu, tóku undir orð Gunnars Thor- oddsens. M.a. benti Stefán Jónsson á, að samkvæmt reglum ríkisút- varpsins væri erlent mál, rímað mál og söngur bannaður í auglýs- ingum. Árni Gunnarsson, sem sæti á í útvarpsráði, taldi annað ekki koma til greina en að reglur ríkisútvarpsins í þessum efnum yrðu haldnar. Háskólakórinn frum- flytur verk eftir Jón Ásgeirsson Á Háskólatónleikum n.k. sunnudag 25. febrúar kl. 17.00 mun Háskólakórinn koma fram og flytja fjöl- breytta tónlist, innlenda og erlenda. Kórinn efnir síðan til „bolludagstónleika“ að kvöldi mánudagsins 26. febrúar kl. 20.30. Báðir tónleikarnir verða í Félagsstofn- un stúdenta við Ilringbraut. Á efnisskrá beggja tónleikanna má finna frumflutning verksins „Sól er á morgun" eftir Jón Ás- geirsson, tónskáld. Einnig verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Leifs og Þorkel Sigurbjörnsson. Þá má nefna stúdentalög, sænsk og donsk þjóðlög og fleira. Utanlandsferð í marsbyrjun I byrjun marsmánaðar hyggur Háskólakórinn á söngferð til Svíþjóðar og Danmerkur. Verður farið til nokkurra borga og bæja í Svíþjóð og endað í Kaupmanna- höfn. Miklu verki verður skilað á skömmum tíma: Á 7 dögum eru tónleikar á jafnmörgum. stöðum og að auki upptökur bæði í danska og sænska ríkisútvarp- inu. Utanlandsferðin er styrkt af Norræna menningarmálasjóðn- um og Háskóla íslands, en auk þess er kostnaður greiddur með tekjum af tónleikum, eigin fram- lairi kórfplaorn ncr floini Um kórinn og stjórnandan Háskólakórinn var stofnaður haustið 1972 og hefur sungið undir stjórn Rutar Magnusson frá því í mars 1973. Ágætur árangur kórsins á þessu tímabili er fyrst og fremst að þakka miklu og góðu starfi Rutar í hans þágu, segir í frétt frá kórnum. Um þessar mundir syngja 50 manns í Háskólakórnum, stúd- entar úr öllum deildum Háskól- ans. Kórinn hefur haldið fjöl- marga tónleika á íslandi og tekið þátt í ýmsum athöfnum á vegum skólans. Einnig brá kórinn sér til Skotlands vorið 1977, flutti Skotum tónlist sína við ágætis undirtektir og söng einnig í heimabæ stjórnandans, Rutar Magnusson. Háskólakórinn hefur á stefnu- skrá sinni að frumflytja að minnsta kosti eitt íslenskt tón- verk á ári. Að þessu sinni hefur orðið fyrir valinu „Sól er á morgun“ eftir Jón Ásgeirsson, mno r\rr nÁii„ n„ A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.