Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRUAR 1979 19 Ljósmyndir í anddyri Norræna hússins SÝNING á ljósmyndum Antonio D. Corveiras verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, laugardag 24. febrúar. Myndirnar hefur Corveiras tekið í Sólheimum í Grímsnesi. Antonio D. Corveiras er Spánverji, sem búsettur hefur verið á íslandi um nokkurra ára skeið. Hann er tónlistar- maður að atvinnu, en tekur ljósmyndir í frístundum sín- um. Sýningin verður opin á venjulegum opnunartíma Nor- ræna hússins og stendur yfir til 11. marz. Myndirnar eru allar til sölu. Antonio D. Corveiras Lítið barn hef ur lítið sjónsvið A5IS fyrir ungu dömuna mánuði inni í Tónabæ, en að fenginni reynslu var álitið að þriðja l*ver heigi væri nægjanleg. í vetur höfum við orðið að flytja starfsemina í kjallarann í Bústaðakirkju, þar sem Æskulýðs- ráð hefir lagt niður starfsemi sína í Tónabæ. Þó fengum við húsið leigt um jólin því húsnæðið í Bústaðakirkju er allt of lítið þegar fjölmennt er og nú stendur til að halda grímuball í Tónabæ um helgina, laugardag 24. febrúar. Eg vil eindregið hvetja foreldra eða aðra venzlamenn til þess að sækja skemmtanir með gestum okkar. Stundum hefi ég heyrt foreldra segja, að krakkarnir vilji ekki að þau komi með inn. Ef þið gætið þess að sleppa hendinni af ykkar eigin börnum þá er fullt af öðrum, sem hafa þörf fyrir vinalegar samræður eða dansfélaga án tillits til aldurs. Á þessum samkomum eignast maður góða og einlæga vini. Foreldrar hafa gott af að hittast og rabba saman. Maður öðlast nýjan skilning á sameigin- legum vandamálum og bjartsýni á framtíðina. Undantekningalaust sætta skjólstæðingar okkar sig við nærveru okkar og meira að segja finnst þeim við alveg ómissandi, ef við aðeins munum eftir að láta þau sjálf ráða samskiptunum. Svo óska ég öllum góðrar skemmtunar á laugardaginn 24. febr. kl. 8 í Tónabæ og veit að vel verður mætt. Solveig Eggerz Pétursdóttir. Sólveig Eggerz Pétursdóttir: Grímuball í Tóna- bæ fyrir vangefna NOKKRIR aðstandcndur vangef- inna hafa nú haldið reglulega skemmtanir fyrir allt þroskaheft fólk og þá sem vilja þeim vel. Áhugafólk jafnt sem vandamenn hefur verið velkomið. Æskulýðs- ráð Reykjavíkurborgar hefur gert þetta mögulegt með því að leggja til alla aðstöðu, svo sem húsnæði, tæki og starfsfólk. Starfsfólkið hefur reynst alveg frábærlega vel og verið þessum hópi svo umhyggjusamt og nota- legt, að erfitt verður að þakka það sem skyldi. Það hefir einnig orðið sama uppi á teningnum hvar sem við höfum þurft að berja að dyrum. Eitt dæmi er það, þegar foreldrar vistmanna í Bjarkarási héldu þréttándafagn- að í húsakynnum Domus Medica. Þá gaf starfsfólk veitinga- stofunnar alla sína vinnu í sund- laugasjóð Bjarkaráss. 600 Chilemenn týndir Genf, 21. febr. Reuter. STARFSNEFND á vegum Sam- einuðu þjóðanna segir að rösklega sex hundruð Chilemenn sem lögregla eða her þar í landi hafi tekið, séu enn týndir og ekkert sé vitað um afdrif fólks- ins. Frá því 1. janúar sl. ár og fram til 31. október voru 378 menn handteknir af pólitískum ástæðum borið saman við 346 allt árið 1977. Samstarfshópurinn sagði að síð- an hann skilaði síðast skýrslu til Allsherjarþings Sameinuðu þjóð- anna í nóvember hefðu handtökur borgara í Chile aukizt mjög mikið, svo og hefði hvarvetna verið hert á tökum gagnvart verkalýðsfélögum og eftirlit með hversdagslegum athöfnum fólks hefði verið stór- lega aukið. Fyrir aðstandendur vangefinna er í flestum tilfellum nokkrum erfiðleikum háð að leyfa skjól- stæðingum sínum að sækja almennar skemmanir, en þetta fólk hefur sömu þörf fyrir að sækja mannamót og þeir, sem heilbrigðir eru til líkama og sálar. Fyrst fengum við inni í kjallara Tónabæjar, en brátt varð þar alltof þröngt, svo segja mátti að lífið léki við okkur, þegar við fengum not af salarkynum uppi. Það kom sér sérlega vel að hafa gott gólfpláss því nokkrir gestirnir þurfa að ferðast í hjólastólum, en það er vel hægt að dansa við þá sem í hjólastól sitja, svo að ánægja sé að. I upphafi var greinilegt að marga vantaði töluvert á félags- legan þroska og jafnvel spilltu ánægju fyrir öðrum. Þetta ger- breyttist strax á fyrsta og öðru ári. Að vísu koma álltaf nýir einstaklingar, sem þurfa félags- lega þjálfun, en þeir jafna sig furðufljótt og verða oft okkar bestu og þakklátustu gestir. Fyrst vorum við með opið hús tvisvar í Mussur, peysur, jakkar. pils, og buxur meó og án axlabanda. Dúnvesti, dúnjakkar, o.ffl. « VERZLUNIN i # Laugavegi 58 Utan Reykjavikur: Verzl. Asbyrgi, Akureyri Verzl. íabjörninn Borgarnesi - ,im“"f vi ■ ■>'■ ' mt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.