Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 25 + MYRTUR — Þessi maður, Hans Lenzlinger, sem heima átti í veglegri villu í Ziirich í Sviss, fannst þar um daginn og hafði hann verið myrtur. Þetta var svissneskur kaupsýslumaður, sem hafði gert það að sérgrein sinni að smygla fólki frá Austantjalds- löndunum vestur yfir. Hann var fimmtugur að aldri. Hann hafði sagt frá því sjálfur, að hann hefði ekki aðeins skipulagt flótta fyrir fólk heldur hefði hann sjálfur tekið beinan þátt í því að hafa smyglað því í gegnum Járntjaldið með því að fela flóttamennina í bílum, ýmist vörubílum eða fólks- bílum. Hann hafði tekið 10.000 dollara fyrir hvern flóttamann, sem smyglað var. + SKAÐABÆTUR. Fyrrum eigin- kona brezka rokksöngvarans Mick Jagger hefur leitað lögfræðilegrar aðstoðar til þess að fá sér dæmdar skaðabætur úr hendi söngvarans. — Þær munu alls nema kringum 20 milljónum dollara. Þau voru gift frá því árið 1971 og eignuðust eina dóttur barna. Meðgjöfin með barn- inu, sem Bianca Jagger krefst, er 4000 dollarar á mánuði. Bianca sem er frá Nicaragua er 31 árs en rokksöngvarinn 34 ára, en hann er söngvari með hljómsveitinni Rolling Stones. + ÞETTA er skíðadrottning Austurríkismanna, Anna Marie Moser Proell. Nú er stutt síðan hún var helzta fréttin á forsíðum Vínarblaðanna. Sett hefur verið í gang rannsókn á því, hvort hún geti látið skrá sig til þátttöku í landsliði Austurríkismanna á ólympíuleikunum næsta vetur. — Það, sem á að kanna, er hvort einhver auglýsingastarfsemi hennar fyrir nokkrum árum, er hún hugðist hætta að iðka skíðaíþróttina, kunni að koma í veg fyrir að hún geti tekið þátt í ólympíuleikunum, en þeir verða vestur í Bandaríkjunum, í Lake Placid. + HREINSUNARDEILDARverkamaðurinn Charlie McLynn í London er hér staddur á einu helzta torginu í London, sem nú er sagt að mestu komið undir háa sorphauga, vegna verkfalls hreinsunarmannanna. — Charlie þessi hafði giskað á, er myndin var tekin af honum fyrir nokkru, að ekki undir 100 tonn af sorpi hefðu hrúgast upp á hinu fræga torgi, sem er Leicestertorg. — Við torgið eru sum helztu kvikmyndahús borgarinnar. Vörumarkaðsveró MATVÖRUDEILD: Ritz kex 1 pk kr. 288- Franskar kartöflur 1 kg kr. 805- Sveskjur 1 kg kr. 1.010- Rúsínur 1 kg kr. 1.090,- Pillsbury's hveiti 5 Ibs kr. 351.- Kjúklingar 1 kg kr. 1.667,- Cadbury‘s kakó 400 gr kr. 1.384.- London lamb 1 kg kr. 3.168,- Síríus-Lindu- suöusúkkulaöi 100 gr kr. 324- Libby’s bak. baunir Vfe ds ...... kr. 296- Niöursoönir ávextir á Vörumarkaösveröi. HUSGAGNADEILD: Furumarkaöur Hjónarúm — sófasett — kryddhillur fatahengi — boröstofuborö og stólar o.fl. VEFNAÐARVÖRUDEILD: Vattstungnar barnaúlpur frá kr. 10.900. Barna flauelsbuxur frá kr. 4.400.- Kjólaefni í miklu úrvali SKÓ-0G LEIKFANGADEILD Stígvél. Stígvél fyrir börn og fullorðna. playmobil (JTS'iSTEM Þroskaleikföng fyrir 4—12 ára börn. HEIMILISTÆK J ADEILD: Rowenfa tilboð Þú kaupir 3 Rowenta raftæki og færð þau meö afborgunarkjörum Vi útborgun og % greiðast á 4 mánuðum, t.d_straujárn + brauðrist + vöfflujárn eöa grill + hárþurrka + djúpsteikingapottur eöa kaffivél + brauðrist + grill og vöfflujárn. Opið til kl. 8 föstudag og til hádegis laugardag Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A. Matvörud. S. 86-111 Húsgagnad. S 86-112. VefnaBarvörud. S. 86 113. Meimilistækjad. S. 86-11 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.