Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 Skíðakon- an Lena Solander Þjálfar á Akureyri SAMKVÆMT nýlegu hefti að Akureyrarblaðinu íslendingi, hefur sænska skíðakonan Lena Solander tekið til við þjálfun skiðafólks á Akureyri. Mun Lena einkum sjá um þjálf- un eldri flokkanna. Lena er fyrr- verandi landsliðsmaður og hefur verið meðal fremstu skíðakvenna Svíþjóðar síðustu árin. Vænta Akureyringar sér mikils af nær- veru Lenu Solander, kemur fram í frétt Islendings. i Hollendingar \ með hálft lið ! Italir og Hollendingar leika vináttulandsleik í knattspyrnu um helgina. Fer leikurinn fram í Torinó á ieikveili Juventus. Leikurinn á að heita vináttuleikur, en auðvitað er hann það alls ekki. Á HM í Argentínu síðasta sumar unnu nefnilega Hollendingar 2-1 sigur á ítölum, eftir að ítalir höfðu náð forystu í leiknum. Tap ítala batt enda á vonir þeirra um að komast í úrslitaleikinn í mótinu. Hollendingar fóru í þeirra stað og töpuðu þar svo sem kunnugt er. Enzo Bearzot hefur valið lið sitt. Þar eru að venju flestir frá meistaraliðinu Juventus, eða 7 talsins. Tveir nýliðar eru þó í hóp Bearzot, þeir Fullvio Collovati (AC Mílan) og Gabrielle Orielli (Inter). Liðsskipan ítala verður hugsan- lega á þessa leið: Dino Zoff, Claudio Gentili, Angonio Cabrini (allir Júventus), Gabrielle Orielli (Inter), Fullvio Collovati (ACM) Gaetano Scriea, Framco Causio, • Ruud Geels, verður ekki meö hollenska liðinu. Marco Tardelli (allir Juventus), Paolo Rossi (Lanerossi), Giancarlo Antognio (Fiorentina) og Roberto Bettega (Juventus). Varamenn verða Paolo Conti (Roma) Aldo Maldera (AC Mílanó), Framcesko Grazianni og Renato Zaccarelli (báðir Torínó), Bruno Giordano (Sazíó) og Romeo Benetti (Juventus). Hollenska liðið er án margra frægra kappa og nægir að nefna fjórmenningana fráAnderlecht, Rensenbrink, Geels, Haan og Dusbaba, og Barcelona-leikmann- inn Johan Neeskens. Reyndar er talið ólíklegt að Arie Haan leiki fleiri landsleiki, a.m.k. ekki meðan Jan Zwartkruis er þar stafnbúi. Haan og Zwartkruis þjálfari rifust nefnilega heiftarlega eigi alls fyrir löngu og þjálfarinn valdi hann ekki í landsliðshópinn fyrir þenn- an leik. Þá er fyrirliðinn ' og snillingurinn Ruud Krol fjarri góðu gamni, er heima í Hollandi meiddur. Hollenska liðið skipa líklega eftirfarandi leikmenn: Schrievers (Ajax), Wildschut (Tvente), Van Kray, Brandts, Poortvliet (allir PSV), Jansen (Feyenoord), Peters (AZ 67), Van Der Kerkhoff bræðurnir (PSV), Rep (Bastía) og Kist (AZ 67). Domararnir eru ávallt undir grun „Það var meiri heift í þessu en ég hef áður séð og þetta á eftir að verða enn verra þegar meiri sjjenna hleypur í mótið en nú er,“ sagði Guðjón Ólafsson, þjálfari sundknattleiksfélags Armanns, í stuttu spjalli í fyrra kvöld. Þá höfðu Ármenningar nýlokið við að vinna góðan sigur, 5-3, á KR á Reykjavíkurmótinu í sundknattleik. En hvers vegna þessi heift? Undirritaður minnist þess ekki að hafa nokkru sinni séð aðrar eins deilur um dómgæslu og hefur hann þó séð ýmislegt um dagana. Það var alveg sama hvað dæmt var, þegar í stað hófust deilur sem stóðu þar til löngu eftir að lciknum var lokið. Eitthvað er í ólestri ályktar nú íþróttina er óhjákvæmilegt annað, lesandinn réttilega. Það eru engar en að leikmenn þriðja liðsins dæmi almennar reglur til, sagði einn hvern leik. Undirritaður ætlar að einn viðmælandi blaðamanna í Sund- höllinni á miðvikudagskvöldið, það er leikið eftir gömlum og úreltum reglum síðan 1947. Annar var þó ekki á sama máli og taldi sig hafa þýtt sundknattleiksreglur árið 1971. Þriðji viðmælandinn sagði hins vegar, að reglurnar hverju sinni færu eftir því hver dæmdi leikinn! Annar sagði, að blaða- mennirnir vissu jafn mikið (eða lítið) um reglur sundknattleiks og dómararnir sjálfir. Þá stíga kapparnir ekki í vitið, ef það er satt. Blaðamenn fengu að líta reglukverið síðan 1947 og sjá, það var yfirborðskennt í meira lagi og flest mátti misskilja og túlka sér í hag. Þetta er ekki allt. Sundknatt- leikur er ekki vinsælasta íþrótta- grein landsins og það er mjög lítill hópur fólks sem hana stundar. Aðeins 3 lið taka t.d. þátt í þessu Reykjavíkurmóti sem nú stendur yfir. Vegna þess hve fáir stunda verða síðastur til að væna hina ágætu dómara um hlutdrægni enda hefur hann enn sem komið er takmarkað vit á hvað má og hvað má ekki í lauginni. En hvort sem dómarinn er hlutdrægur eða ekki og ef hann er það viljandi eða óviljandi, hljóta að verða sífelldar erjur milli manna vegna hinna miklu hagsmuna sem eru í veði í 3-liða deild. Það væri í allra þágu að þessu atriði væri breytt á einhvern hátt. Það er auðvitað lítill vandi að segja svona, því að þetta er ekki vandamál íþróttafréttamannsins. En meðan sundknattleikurinn er jafn smár í sniðum og hann er, virðist ekki líklegt áð þessu megi kippa í lag. Það er í rauninni ekki nóg að þýða nýjar reglur, dómararnir munu ávallt liggja undir sterkum grun um hlut- drægni, hvort sem þeir eiga það skilið eða ekki. Það þyrfti að efla íþróttina hér á landi. Undirritaður fór fyrir rælni á annan leik mótsins fyrr í vetur. Þá áttu að leika í Laugardalshöll HK og Valur. Leikurinn féll niður sem frægt varð og lensuðu þá nokkrir blaðamenn í Sundhöllina. Útkoman varð sú, að undirritaður hafði mjög gaman af og ætlar að reyna að segja frá eftir föngum í vetur. Sundknattleiksmenn gætu þá komið til móts við blöðin og iátið þau vita fyrirfram um leiki. Á þennan hátt mætti síðan smátt og smátt auka áhuga fólks á íþróttinni og þá væntanlega þeirra sem áhuga hefðu á að æfa hana. Mér er engin launung á því, að þegar ég álpaðist í Sundhöllina umrætt vetrarkvöld fyrir nokkrum vikum, var ég öruggur um að ég væri að gera mikla vitleysu, ég myndi hrökklast út fyrir leikslok, aðframkominn af leiðindum og aldrei láta sjá mig aftur. En sundknattleikurinn kom á óvart, auk þess sem það ríkir sannkölluð „Stretford End“ stemmning meðai þeirra frekar fáu sem fylgjast með að staðaldri. -gg. Sætur sigur hjá Dönum DANIR tryggðu sér sigur í Evrópuriðlinum í Thomas Cup-keppninni í badmin- ton með því að vinna Sví- þjóð 7 — 2. Fyrir keppnina var búist við jafnri og skemmtilegri keppni og margir Danir óttuðust tap þar sem Svend Pri var aðeins látinn spila þriðja einliðaleik en þeir Morten Frost Hansen og Flemming Delfs látnir spila tvo ein- liðaleiki og tvo tvfliðaleiki. En Morten Frost sýndi mikið öryggi og vann bæði Thomas Kihlström og Sture Johanson auðveldlega. Flemming Delfs vann Sture en tapaði fyrir Thomas Kihlström. Það var því gamla kempan Svend Pri sem endanlega gerði út um keppnina með því að vinna Christian Lundberg og þar með var staðan 5—2 fyrir Danmörku. Eftir að úrslitin voru ráðin hættu bæði Flemming Delfs og Thomas Kihlström við að spila tvíliðaleik, Delfs vegna tognunar í magavöðvum og Kihlstöm vegna meiðsla í hásin sem hafa háð honum í vetur og mun hann að líkindum taka sér hvíld það sem eftir er af keppnistíma- bilinu. Danir unnu tvo síð- ustu leikina og eiga næst að mæta annaðhvort Indverj- um eða Malasíumönnum í undanúrslitum. HR. í Danmörku. Vikingar á, lygnum sjo ISstúlkurístuði Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna á miðvikudaginn. Léku þá í íþróttahúsi Hagaskóla ÍS og ÍR. ÍS stúlkunum hafði ekki gengið vel í Islandsmótinu fram að þessu, en IR stúlkurnar áttu góðan möguleika á £ið sigra í mótinu. ÍS rak þó þarna hressilega af sér slyðruorðið og hreinlega kaffærðu ÍR þegar á fyrstu minútum leiksins. aðrar voru Um miðjan fyrri hálfleik var staðan orðin 19-4 IS í vil og þegar flautað var til, hálfleiks var staðan 31-17. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og var staðan t.d. orðin 56-25 um miðjan einni hálfleikinn. Lokastaðan var síðan 66-35. Óhætt er að segja að nýji þjálfari þeirra Trent Smock, IS kvenna hafi verkað sem vítamíns- sprauta á liðið. Leggur hann auðsjáanlega mikla áherslu á varnarleikinn og þungt lið ÍR hafði lítið gegn þeim að gera. Langbestar stúdínur voru þær Þórunn Rafnar og Guðný Eiríks- dóttir, en einnig var Anna Ara- dóttir góð. Reyndar verður það að segjast að allar stúlkurnar í ÍS hafi leikið mjög vel að þessu sinni. Hjá ÍR var fátt sem gladdi augað. Liðið virkaði þungt og silalegt. Skástar voru þær Guðrún Bachmann og Þorbjörg Sigurðardóttir en slakar. Stigahæstar ÍS: Þórunn 19, Guðný 14 og Anna 9. Stigahæstar ÍR, Guðrún og Þorbjörg 6 stig hvor. Staðan í mótinu er nú þannig að ef KR sigrar ÍR eru þær orðnar íslandsmeistarar, en sigurlíkur ÍS eru aðeins fræðilegar. Dómarar voru þeir Guðbrandur og Flosi Sigurðssynir. -gíg- FRAM og Víkingur léku síðari leik sinn í 2. deild íslandsmótsins í blaki í fyrrakvöld. en til þessa hefur baráttan um efsta sætið staðið milli þessara tveggja liða. Álitið var að sfðari viðureignin yrði nokkurs konar úrslitaleikur í 2. deild. Víkingur vann sigur, 3—1 og er því sem næst öruggur sigurvegari i deildinni. Liðin eiga að vísu bæði cftir að leika tvo leiki, en til þess að breyta hlutun- um úr þessu yrðu Víkingar að tapa báðum sínum á sama tíma og Fram ynni sína báða. Getu- munur liðanna f deildinni hefur í vetur verið slíkur, að möguleikar á að svo fari eru hverfandi. Viðurelgnin var sveiflukennd, svo vægt sé til orða tekið. Víkingar unnu örugglega fyrstu hrinuna 15—3. Næstu hrinu unnu Frammarar hvorki meira né minna en 21—19! Stóð þessi hrina yfir í 34 mínútur samfleytt, en til samanburðar eru venjulegar hrin- ur yfirleitt 10—20 mínútna langar. Eftir þetta var allur vindur úr Fram. Víkingur vann næstu tvær hrinurnar af öryggi, 15—1 og 15-5. Það má til gamans geta þess, að þetta er næstlengsta blakhrina sem um getur síðan farið var að keppa í þessari íþróttagrein hér á landi. Sú sem slær hrinuna í fyrrakvöld út, var líklega leikin árið 1974. Það ár varð UMFB (Biskupstungur) íslandsmeistari og eitt sinn er liðið mætti UMSE í Vogaskólanum, vann UMSE eina hrinuna 23—21. En þá eins og nú, var síðan allur vindur úr sigurlið- inu og UMFB vann næstu hrinu 15-0! — GA/-gg. Flóahlaup UNGMENNAFÉLAGIÐ Samhyggð gengst á morgun fyrir svonefndu Flóahlaupi. Hlaupið verður í námunda við Gaulverjabæ og lýkur við félagsheimilið Félagslund í Gaulverjabæ. Aðeins verður keppt í karlaflokki og verður vegalengdin um sex kílómetrar. Hlaupið hefst kl. 14 og verður aðstaða til laug- unar og fataskipta í Félags- lundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.