Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1979 31 Ísíencíingar mæta Ísraeí * Tékkar lögðu Israel létt Frá Ágústi Inga Jónssyni, blaðamanni Mbl. á Spáni. ÍSLENDINGAR leika sinn fyrsta leik í B-keppninni hér á Spáni gegn ísraelsmönnum í kvöld. ísraelska liðið lék sinn fyrsta leik í gær gegn Tékkum og sigruðu Tékkar með 23—15. Var byrjunin hjá ísraelska liðinu vægast sagt hörmuleg. Þeir skoruðu sitt fyrsta mark á 8. mínútu, en þá höfðu Tékkar sent knöttinn 6 sinnum í netið hjá þeim. Leikurinn jafnaðist síðan er á leið 9g er engin ástæða til að vanmeta ísraelsmenn. ísland ætti þó að vinna öruggan sigur í kvöld. Eftir að hafa séð þessi tvö lið leika í gærkvöldi, er svo að sjá, að íslenska liðið geti á góðum degi unnið bæði þessi lið. Ein sterkasta hlið ísraelanna eru hraðaupphlaupin og eru þau sérlega Maraþon á Selfossi Meistaraflokkur Selfyssinga mun reyna að hnckkja íslands- metinu í maraþonknattspyrnu um helgina. Reyndar hefst fót- boltinn í dag klukkan 14.00. Gildandi íslandsmet eiga Mos- fellingar ,14—15 ára gamlir piltar, sem léku í 30 klukkustundir Ætii Selfyssingar að hnekkja metinu, mun kanttspyrnuleik þeirra ekki ljúka fyrr en ein- hvern tíma aðfaranótt sunnu- dagsins. Seldur verður aðgangur 100 krónur á mann, auk þess sem áheit verða, 100 krónur á hverja klukkustund. Tveir Islend- ingar á mót- iö í Hassan 2 (slendingum heíur nú verið boðið í annað skiptið. að taka þátt í hinu svokallaða King Hassan golfmóti í Marokkó. l>að er golfmót sem sjálfur Ilassan kóngur gengst fyrir Að þessu sinni fara héðan þeir Jóhann Benediktsson og Pétur Antonsson. Síðast léku fyrir íslands hönd þeir Gísli Sigurðs- son og Eiríkur Smith. 1 1 maraþon á Selfossi Bikarglíma íslands BIKARGLÍMA Glímusam- bands íslands fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans sunnudaginn 25. febrúar nk. Keppnin hefst kl. 14.00. Keppt verður í tveim flokkum: flokki fullorðinna og flokki yngri manna á unglinga- og drcngja aldri. í flokki fullorðinna eru 11 þátttakendur skráðir til leiks. Frá Héraðssambandi Suð- ur-Þingeyinga: Bræðurnir Björn, Pétur, Ingi og Kristján Yngvasynir, Eyþór Pétursson og Hjörleifur Sigurðsson. Frá Glímufélaginu Ármanni: Guð- mundur Olafsson, Guðmundur Freyr Halldórsson og Sigurjón Leifsson. Frá ungmennafélaginu Víkverja: Hjálmur Sigurðsson og Halldór Konráðsson. í flokki unglinga og drengja eru 3 skráðir til leiks. Karl Karlsson og Geir Gunnlaugsson frá Víkverja og Helgi Bjarnason frá KR. vel útfærð hjá liðinu. Einn helsti veikleiki liðsins er hins vegar varnarleikurinn, sem er illa skipu- lagður og ættu íslendingar vonandi að geta notfært sér það. Eins og fyrr segir, komust Tékkar í 6—1 gegn Israelum, en leikurinn jafnaðist, þannig var staðan í hálf- leik 11—7. í síðari hálfleik hélst þetta 3—5 marka munur þar til í lokin, að Israelar sprungu og Tékkar tryggðu sér 8 marka sigur. Tékkneska liðið er skipað ungum leikmönnum og er leikur liðsins allur vel skipulagður, hraðaupphlaup, vörn, horna- og línuspil er allt í góðu lagi hjá liðinu. Aðalmaðurinn í ísraelska liðinu virðist vera fyrirliðinn Abennan lítill naggur sem skoraði fjögur mörk í leiknum, öll með undirhand- arskotum. Það hefur veið mikið ritað og rætt um sovétmennina tvo í liðinu, sem eiga að vera burðarásar liðsins. Aðeins annar þeirra var með á móti Tékkum, hornamaðurinn. Skyttan var ekki með og veltu menn því fyrir sér hvort verið væri að geyma hann sem leynivopn fyrir leikinn gegn Islendingum. Jóhann Ingi Gunnarsson er búinn að velja liðið sem hann mun tefla fram gegn ísraelsmönnum í kvöld. Þeir sem hvíla eru þeir Brynjar Kvaran, Erlendur Hermannsson, Stefán Gunnarsson og Þorbjörn Jensson. íslenska liðið skipa því þeir Ólafur Benediktsson, Jens G. Einars- son, Bjarni Guðmundsson, Þorbjörn Guðmundsson, Steindór Gunnars- son, Jón Pétur Jónsson, Axel Axels- son, Ólafur H. Jónsson, Ólafur Jóns- son, Árni Indriðason (fyrirliði), Páll Björgvinsson, Viggó Sigurðsson. Allir eru heilir, nema hvað Ólafur Benediktsson átti við lítilsháttar meiðsl að stríða í baki, en hann mun væntanlega hafa náð sér af þeim fyrir leikinn í kvöld. Islendingarnir voru með njósna- sveit i Malaga, á leik Tékka og ísraela. Hana skipuðu m.a. Jóhann Ingi Gunnarsson, Jóhannes Sæmundsson, Brynjar Kvaran o.fl. Þeir tóku leikinn upp á myndsegul- band og skoðaði liðið bandið í morgun. Eg spjallaði stuttlega við þá Jóhann Inga og Stefán Gunnarsson um horfurnar eftir að hafa séð til mótherjanna. Jóhann Ingi sagði m.a.: — ísraelar eru með stemnings- lið og þeir hafa áhorfendurna á bak við sig. Við verðum því að vona, að góðir dómarar séu við stjórnvölinn, því að væru þeir slæmir, væru þeir líklegir til að láta áhorfendur ráða um of. Ef við leikum yfirvegað og reynum að eyða ekki púðri í ótíma- bær skot, ættum við þannig að geta stemmt stigu við þeirra sterkasta vopini, hraðaupphlaupunum. Islenska liðið lenti í miklu basli á leið sinni til Sevilla, þar sem breytt- ar áætlanir ætluðu að gera alla gráhærða. íslensku lands- liðsmennirnir voru eigi færri en 36 klukkustundir að fljúga Reykja- vík-Kaupmannahöfn, Ósló, Madrid og loks til Malaga. Síðan beið 300 km keyrsla til Sevilla þar sem liðið býr. Sem fyrr segir, ætti íslenska liðið á góðum degi bæði að geta unnið ísraelska liðið og það tékkneska. Spurningin er bara sú hvort að sá góði dagur verði í kvöld og hvort liðið eigi aftur góðan dag á morgun. Úrslit annarra leikja í kvöldi urðu sem hér segir: A-riðill: Svíþjóð—Noregur 20:17 B-riðill: Sviss—Ungvl. 19:17 C-riðill: Spánn—Austurr. 23:11 D-riðill: Tekkóslóvakía—ísrael 23:15 Slök dómgæsla mistakanna ÞAÐ VAR orðið æði heitt í kolunum í Hafnarfirði í gærkvöldi, þegar FH og Haukar, gömlu erkifjendurnir öttu kappi saman í bikarkeppni HSÍ. Slakari leikur hefur varla sést til Haukanna í langan tíma og FH-ingar gengu af hólmi með stórsigur í vasanum þegar leiktímanum var lokið. Lokatölur 28—21 fyrir FH, staðan í hálfleik var 12—11 fyrir FH. Leiðindaatvik átti sér stað í samhandi við tímavörsluna, þar sem ekki var farið að öllu eftir settum reglum í afplánun eins leikmannanna. FH-ingar skoruðu. en þeirra var leikmaðurinn sem átti að vera utanvallar. Sem betur fer, var hér ekki um mark að ræða sem skipti sköpum í leiknum. Leiðindaatvik þó. FH-irigar náðu strax frumkvæð- inu í leiknum, 2—0 og 4—2. En Haukar jöfnuðu 5—5. Eftir það var aldrei jafntefli aftur, en það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, slepptu Haukar FH-ingum aldrei langt frá sér og munurinn í leik- hléi var aðeins 1 mark, eða 12—11 eins og fyrr getur. Fyrstu 15 mínútur síðari hálf- leiks stóð varla steinn yfir steini hjá Haukum og hver sóknarlotan af annarri rann út í sandinn af slíkum klaufaskap, að hlutlausir áhorfendur gátu vart varist brosi. Fyrir áhangendur Hauka hlýtur þessi kafli að hafa verið hin myrkasta martröð. Nema hvað FH-ingar skoruðu 10 mörk gegn 2, mörg úr hraðaupphlaupum, eftir að Haukarnir höfðu sent knöttinn rakleiðis upp í hendurnar á þeim. Staðan breyttist við þetta í 22—13 og úrslitin voru þá að sjálfsögðu ráðin. Það sem eftir var héldu Haukar í við FH, en ekki meira, og lokakaflinn var hin leiðinlegasta leikleysa. FH-ingar voru sýnilega mun sterkara liðið að þessu sinni. í fyrri hálfleik voru þeir sterkari heldur en eins marks forysta þeirra í leikhléi gefur til kynna. Þeim urðu á mun færri mistök í sókn og vörn, þar sem ýmsum leikmönnum Hauka virtist fyrir- munað að taka eitt skref með boltann án þess að gera einhverja vitleysu. Geir Hallsteinsson sýndi snilldartakta nokkrum sinnum og skoraði 8 mörk úr 11 tilraunum, sem er frábært. Valgarð og Viðar sýndu góða spretti, svo og Guðmundur Árni lokakaflann. Markvarsla Sverris síðari hluta leiksins var mjög góð, en þess ber líka að geta, að örvænting hljóp í Haukana þegar á leið og skutu þeir úr ótrúlegustu færum. Sverrir varði 13 skot í leiknum, þar af tvö vítaköst. Markvörður Hauka, Ólafur Guðjónsson, lék nokkuð vel meðan hann var inn á, en ef hann er fráskilinn, loðir það við alla leik- menn Hauka, að þeir gerðu góða hluti af og til, en mistökin þess á milli voru slík, að það sem vel var gert féll hreinlega í skuggann. Baráttukraftur Olafs Jóhannes- sonar og Harðar Harðarssonar var þó lofsverður. Dómgæsla Hannesar Sigurðs- sonar og Björns Kristjánssonar var ekki til fyrirmyndar. Höfðu þeir engin tök á leiknum og stund- um þótti manni halla á Hauka, einkum framan af síðari hálfleik. Mörk Hauka skoruðu: Hörður 8, Ólafur Jóh. 5, Þórir og Júlíus 3 hvor, Ingimar og Árni Sverrisson eitt hvor. Mörk FH skoruðu: Geir 8, Viðar 5, Guðmundur Árni og Valgarð 4 hvor, Janus og Guðmundur Magnússon 3 hvor og Sæmundur 1 mark. - gg- • Hörður Harðarson skoraði mikið af mörkum með miklum þrumuskotum. Það dugði þó Haukum ekki og þeir töpuðu stórt fyrir FH. Ljósm: Mbl. Kristján. Parkes til West Ham ^ WEST Ham borgaði l gær hæsta verð sem um getur í ensku knattspyrnunni fyrir markvörð, þegar forráða- menn liðsins snöruðu 500.000 sterlingspundum á borðið fyrir Phil Parkes, hinn 28 ára gamla markvörð QPR. Þetta er næstum helmingi hærri upphæð heldur en Nottingham Forest borgaði fyrir Peter Shilton fyrir 2 árum. Markvarslan hefur lengi verið höfuðverkur hjá West Ham, en nú ætti úr að rætast. Guðmundur fór nærri 2,07 „GUÐMUNDUR fór örugglega yfir 2,05 metra í hástökki í frjálsíþróttamóti hér í Norrköp- ing á laugardag, og átti hann mjög góðar tilraunir við 2,07 metra, nánast óheppinn að fara ekki þá hæð. Hann keppti aftur á sunnudag og stökk þá létt yfir 2,03 metra og felldi 2,06 naum- lega.“ Þannig mælti írjálsíþrótta- konan Lilja Guðmundsdóttir í viðtali við Mbl. í gær er hún sagði frá góðum árangri Guðmundar R. Guðmundssonar í hástökki á mótum þar ytra um helgina. Mbl. hefur áður skýrt frá þvíað Guð- mundur hafi stokkið 2,05 á æf- ingu fyrir skömmu. Lilja sagði að aðeins hefði vant- að herzlumuninn á að Guðmundur færi yfir 2,07 metra, en keppt var á trégólfi við samskonar aðstæður og á meistaramóti íslands í Laug- ardalshöll og sýnir árangur Guð- mundar því fram á að hann er í algjörum sérflokki meðal ís- lenzkra hástökkvara. Lilja^sagði að Guðmundur æfði vel og mætti búast við góðum árangri hjá hon- um utanhúss i sumar. Lilja og Guðmundur eru bæði búsett ytra, en- þau keppa fyrir IK Tiwaz í Norrköping. Á mótinu um helgina keppti Lilja í 800 og 1500 metrum með 20 mínútna millibili. Vann Lilja bæði hlaupin létt, hljóp 800 fyrst á 2:17 mínútum og svo 4:38 í 1500 metr- unum. „Eg er þreytt vegna mikils æfingaálags um þessar mundir. En ég er viss um að ég get hlaupið 1500 m um 15 sekúndum hraðar um þessar mundir og því ætla ég að einbeita mér að þeirri vega- lengd í sumar," sagði Lilja. Lilja sagðist búast við því að keppa meira innanhúss og að hið sama gilti um Guðmund. Yngvi Óðinn, bróðir Guðmund- ar, en piltur sá er ungur að árum, tók þátt í 800 metra hlaupi á mótinu í Norrköping og náði betri árangri en hann á utanhúss, eða 2:06 mínútum. Lilja sagði að búast mætti við því að Yngvi færi niður að tveimur mínútum í 800 m í sumar, ef hann færi ekki undir þann múr margra hlaupara. — ágás. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.