Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 46. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Kínverskar herþotur gera árás á Haiphong Enn barist á gervöllum landamærunum Bangkok, WashinKton, 23. febrúar. AP. Reuter KÍNVERSKAR herþotur gerðu mikla árás á hafnarhverfi víetnömsku hafnarborgarinnar Haiphong í morgun og er þetta það lengsta sem Kínverjar hafa farið inn í Víetnam í vikugömlu stríði rikjanna að því er segir í fréttum frá Bangkok í dag. Ennfremur segir að ástæðan fyrir þessari óvæntu árás svo langt inn í Víetnam hafi verið fyrst og fremst að eyðileggja sendingu af sovézkum radarbúnaði sem skipað var á land í gærdag. í fréttum japönsku fréttastof- unnar Kyodo í dag segir, að enn geisi mjög harðir bardagar á gervölluin landamærum ríkjanna svo og á svæðum um 20 kílómetra innan iandamæra Víetnams og Að sögn Kínverja komust allar þoturnar heilu og höldnu til búða sinna aftur og að förin hafi heppn- ast „fullkomlega". Ekki hefur verið minnst einu einasta orði á árásina í Hanoi-útvarpinu í dag. segist fréttastofan hafa þessar heimildir sínar eftir háttsettum vestrænum embættismönnum í Peking í dag. Ennfremur segir í fréttum Kyodo, að bardagarnir séu harðastir á svonefndum Cao Bang- HART BARIZT — Með þessari mynd sem víetnamska fréttastofan sendi frá sér í dag er sagt að Víetnamar hafi nú fellt alls 12 þúsund Kínverja í átökum ríkjanna og eyðilagt 140 skriðdreka, en myndin sjálf sé af víetnamska herliðinu í Hoang Lien Son-héraði rétt innan landamæra Víetnams að skjóta á kínverska árásarliðið. Símamynd AP og Lang Sons-svæðum sem eru nokkru fyrir innan landamæri Víetnams. Dimitri F. Ustinov yfirmaður alls herafla Sovétríkjanna endur- tók í dag viðvörun sína til Kín- verja um að hætta öllum hernaði gegn Víetnömum og draga lið sitt þegar í stað til baka og lét í það skína að Sovétmenn fylgdust mjög vel með framvindu mála án þess þó að hóta beinni íhlutun. A sama tíma berast fréttir þess efnis að Sovétmenn hafi þegar hafið mikla birgðaflutninga til Víetnams til stuðnings Víetnömum, er þar bæði um vopn og vistir að ræða, að því er áreiðanlegar heimildir herma. 1 síðustu fréttum segir að Bandaríkjamenn hafi mælst til þess í Öryggisráði S.Þ. að þegar yrði samið vopnahlé, Kínverjar hefðu engu meiri rétt til að ráðast inn í Víetnam, en Vietnamar inn í Kambódíu. Árásarferð gegn Nkomo Lusaka, Zambíu, 23. febrúar. AP. FLUGHER Rhódesíu gerði í dag mjög harða árás á búðir skæruliða Nkomos um 22 míl- ur vestur af I.usaka. höfuð- borg Zamhíu. og klukku- stundu síðar streymdu þangað sjúkrabílar að sögn sjónar- votta að því er fréttir frá Lusaka herma í dag. Að sögn sjónarvotta réðust fjórar herþotur Rhódesíuhers á búðirnar rétt upp úr hádeginu í dag og létu sprengjunum rigna yfir þær. Þær sneru fljótlega á braut þegar zambískar loft- varnabyssur hófu að gelta. Um tveimur klukkustundum síðar sneri ein herþota aftur og skaut nokkrum skotum að björgunar- Mikil mótmæli gegn Khomeini Teheran, 23. febrúar. AP.Reuter. ÍRANSKIR vinstrimenn og marxistar fóru tugum þúsunda saman um götur Teheran í dag og efndu til mikils mótmælafundar á háskóla- sva“ðinu. Að sögn fréttaskýrenda eru þetta langmestu mótmæli gegn Ayatollah Khomeini frá því að hann náði völdum. brátt fyrir mikinn mannfjölda kom ekki til mannska>ðra átaka að því er segir í fréttum Fahd hættir við Bandaríkjaferð frá Teheran í dag. Þá bárust fréttir af miklum WashinKton. 23. febrúar. AP FAHD krónprins frá •Saudi-Arabíu hefur hætt við för sína til Bandaríkjanna í marz til viðræðna við Carter Bandarikja- forseta, sennilega til að gefa til kynna kólnandi sambúð rfkjanna að því er haft er eftir áreiðan- legum heimildum í Washington í kvöld. í tilkynningu bandaríska utan- ríkisráðuneytisins í kvöld segir að samskiptin séu breytingum undir- orpin og misnáin eftir tímum eins og allaf gerist en samskipti Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu muni eftir sem áður verða mjög náin. Samkvæmt áætlun átti Fahd að vera í Bandaríkjunum 14.—15. marz n.k. og var búizt við því að Carter nýtti tækifærið til að reyna að fá Fahd til stuðnings við samningaviðræður Egypta og ísraelsmanna. A sama tíma og þetta gerist eru Saudi-Arabar að tryggja sér stuðning Bandaríkjanna vegna átakahættu í framhaldi af atburðunum í Iran, en það hefur vakið nokkurn ugg í Bandaríkjun- um að að undanförnu hefur sovézk sendinefnd verið í Saudi-Arabíu til að kanna möguleika á því að ríkin tvö taki aftur upp stjórnmálasam- band. í tilkynningu sem send var frá sendiráði Saudi-Arabíu í Washington í kvöld segir að ástæðan fyrir ákvörðun Fahds sé einfaldlega sú, að hann vilji fá lengri tíma til að kanna þau mál sem hann kemur til með að ræða við Carter. átökum víða um landið þar sem vinstrisinnar höfðu sig mjög í frammi, sérstaklega þó í borgun- um Saqar, Geneh og Marivan þar sem allnokkrir féllu. Til átaka kom í kvöld milli lögreglumanna Khomeinis og mót- mælenda þegar lögregluforingi var tekinn af lífi, dæmdur fyrir að hafa borið ábyrgð á kvikmynda- húsbrunanum í september s.l. í Teheran þegar 337 manns létu lífið. Það vakti nokkra athygli að það voru slökkviliðsmenn sem tóku lögregluforingjann af lífi og átti það að vera táknrænt fyrir glæpinn, að sögn Teheranútvarps- ins. I kvöld bárust fréttir þess efnis að hafnir væru flutningar Banda- ríkjamanna og Breta á sjó í fyrsta sinn síðan keisaraveldið féll. Voru þar bandarísk skip á ferðinni. Iranska stjórnin krafðist þess í dag við svissnesku stjórnina að hún legði hald á allar eigur kreisarans þar í landi þar sem ákveðið hefði verið að allar eigur hans hvar sem þær voru niður- komnar yrðu þjóðnýttar. Khmerar nálgast Phnom Penh BanRkok, 23. íebrúar. AP. LIÐSMENN Pol Pots. fyrrverandi leiötoga Kambódiumanna, segjast stööugt auka umsátur sitt um víetnömsk herfylki víös vegar í Kambódíu jafnframt sem þeir segjast nú ráða öllum vesturbakka Mekongfljóts allt að 100 kflómetrum frá höfuðborg landsins Phnom Penh að því er segir í fréttum frá Bangkok í dag. Ennfremur var haft eftir tals- manni skæruliða að mótspyrnan sem þeir hefðu mætt við Mekon-fljót væri ótrúléga lítil og myndu þeir ekki linna látum fyr en þeir væru komnir til höfuð- borgarinnar. Þá sagði útvarpsstöð skæru- liðanna í dag, að aðeins væri um tímaspursmál að ræða hvenær borgin Kratie við Mekong-fljót félli í hendur þeim en þeir hafa setið um hana síðustu daga. Haft var eftir áreiðanlegum heimildum í Bangkok í dag, að um 30 þúsund mannr víetnömsku herliði hefði verið fyrirskipað að halda aftur til Víetnams frá svæði í námunda við Kratie, og mikil vandræði væru þegar orðin hjá Víetnömum á svæðinu kringum borgirnar Nimit og Sisophon vegna þess að skæruliðar hefðu allar aðflutningsleiðir á sínu valdi, en annars hefur ekkert heyrst frá Víetnömum að öðru levti. 30 manns deyja vegna ópíumskorts Islamabad. 23. (ebrúar. AP. ÞRJÁTÍU manns hafa látist á undanförnum dögum í Pakist- an vegna ópíumskorts að því er haft er eftir lögreglu- og sjúkrahúsyfirvöldum í Islama- bad. Öll fórnarlömbin létust á miðvikudag og fimmtudag þegar skyndilega varð skortur á eitrinu en það hefur verið til sölu í búðum sem eru undir eftirliti stjórnvalda. Zia-Ul-Haq forseti landsins tilkynnti 10. febrúar s.l. algert bann við neyzlu alkóhóls og annarra vímuefna því það sam- rýmist ekki lögum múhameðs- trúarmanna. Stjórnin hefur þó samþykkt að sjúkrahús fái ópíum til lækninga undir ströngu eftirliti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.