Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 afla M.IÖG mikil loðnuveiði hefur verið á miðunum útaf Suður- landi síðustu tvo sólarhringa. Frá hádeiíi á fimmtudag þar til í Kærkvöidi tilkynntu 57 hátar afla til Loðnunefndar, samtals tæplega 34 þúsund tonn. og er þetta einhver mesta aflahrota. seni um Ret- ur í loðnuveiðum Islendinga. Allar þrær eru að fyllast allt frá Seyðisfirði vestur um að Þorlákshöfn. Eldborg GK fékk 1550 tonn og fór með 1550 tonn aflann til Seyðisfjarðar. Þetta cr nýtt met íslenzks fiski- skips, Kamla aflametið átti Sijíurður en það var rúmar 1400 lestir. Ileildaraflinn er nú kominn yfir 300 þúsund tonn á vertíðinni. Seldi í Grimsby S.-EVÍK SI seldi 50 tonn af fiski í Grimsby i gær og fékk fyrir aflann 18.2 milljónir króna eða 362 krónur fyrir kíæóið. Uppi- staðan í aflanum var þorskur. Þorsteinn Þorsteins- son fyrrverandi hag- stofustjóri er látinn ÞORSTEINN Þorsteinsson, fyrrum hagstofustjóri. andaðist í Reykja- vfk sl. fimmtudaK eftir stutta lejju. Hann var á 99! aldursári. Þorsteinn fæddist á Brú í Biskupstungum og voru foreldrar hans Þorsteinn Narfason, bóndi þar, og kona hans, Sigrún Þorsteins- dóttir. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum 1902. Hagfræðiprófi lauk hann frá Hafnarháskóla 1908. Hann var hagstofustjóri við stofnun Hag- stofunnar 1914 og gegndi því þar til hann lét af störfum 1950. Þorsteinn gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum, lét til sín taka á sviði ýmissa félagsmála og ritaði talsvert, m.a. íslenzk mannanöfn, nafngiftir þriggja áratuga, 1921—50, sem út kom 1961. Kona Þorsteins, Guðrún Geirs- dóttir (Zöega rektors), lézt fyrir allmörgum árum. Klukkan 22.30 í gærkvöldi höfðu 34 bátar tilkynnt afla s.l. sólar- hring, samtals 20.600 tonn: Freyja 380, Hákon 800, Náttfari 510, Árni Sigurður 800, Víkurberg 280, Magnús 500, Stígandi II 200, Skarðsvík 620, Bergur II 510, Albert 580, Ljósfari 350, Svanur 640, Örn 460, Keflvíkingur 500, Jón Kjartansson 1100, Rauðsey 530, Arnarnes 600, Gullberg 550, Breki 700, Jón Finnsson 600, Eldborg 1550, Fífill 580, Huginn 580, Óskar Halldórsson 400, Gunnar Jónsson 320, Bjarni Ólafsson 1050, Börkur 1050, Heimaey 100, Gígja 600, Gísli Árni 600, Hilmir 630, Víkingur 1150, Þórshamar 500 og Hafrún 180 tonn. Á fimmtudag tilkynntu 23 bátar afla, samtals 13.100 tonn: Húna- röst 530, Hrafn 630, Stapavík 520, Þórður Jónasson 450, Gísli Árni 580, Bjarnarey 150, Skírnir 420, Þórshamar 400, ísleifur 430, Helga II 530, Seley 420, Súlan 750, Guðmundur 920, Pétur Jónsson 470, Helga Guðmundsdóttir 700, Loftur Baldvinsson 760, Sigurður 1130, Kap II 600, Sæbjörg 600, Faxi 330, Gjafar 380, Ársæll 460 og Grindvíkingur 1000 tonn. Með snarræði náðist báturinn af boðanum Kvenfélagið Hringurinn hélt upp á 75 ára afmæli sitt á Hótel Borg í gærkvöldi og að vanda var margt til skemmtunar hjá Hringskonum. Sex konur voru heiðraðar sérstaklega í tilefni afmælisins og sjást fimm þeirra á þessari mynd. sem tekin var í hófinu í gærkvöldi. Þær eru talið frá vinstri: Guðrún Hvannberg. Margrét Ásgeirsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Sigþrúður Guðjónsdóttir og María Bernhöft. Á myndina vantar Ilerdísi Ásgeirsdóttur. Ljósm. Mbl. Kristján. Mesta aflahrota loðnuvertíðarinnar: Eldborg með met- ísafirði 23. feb. VÉLBÁTURINN Kristrún ÍS 251 frá ísafirði strandaði í gær- morgun á boða fyrir mynni Skötufjarðar. Engin slys urðu á mönnum, en báturinn er nokkuð skemmdur. Skipstjóranum á Erni ÍS 18 tókst með snarræði að ná bátnum af boðanum. Það var um kl. 9 í gærmorgun er mb. Kristrún, skipstjóri Hörður Bjarnason, var á leið til rækju- veiða á Skötufirði, að báturinn sigldi með fullri ferð á boða í sundinu milli Skötufjarðar og Vigur, en þarna er mjög vandrötuð siglingaleið. Festist báturinn á boðanum og kom að honum leki. Um stundarfjórðungi síðar kom mb. Örn, skipstjóri Torfi Björns- son, á strandstað. Var mb. Kristrún þá þegar byrjuð að brotna. Torfa Björnssyni tókst með miklu snarræði að bakka upp að skut strandaða bátsins, en Torfi er gjörkunnugur öllum aðstæðum þarna, koma taug á milli og draga síðan bátinn af boðanum. Tölu- verður leki var kominn að bátnum, en hann er nú kominn í fjöru á Isafirði þar sem skoða á skemmdir í dag. Mb. Kristrún er 30 lestir að stærð, smíðuð í Danmörku 1953, en endurbyggð í fyrra. Skipstjórinn, Hörður Bjarnason, er jafnframt eigandi bátsins. I viðtali við fréttaritara í morgun sagði Hörður að snarræði og dugnaður skipverja á mb. Erni hefði án efa bjargað bátnum, en nú væru erfiðleikarnir þeir að koma honum í viðgerð. Enginn nothæfur slippur er nú hér vestra og erfiðleikum háð að komast suður á land til viðgerðar. - Úlfar. Ekki lög- bann á aðal- lund NLFR SAMKVÆMT úrskurði borgar- fógeta í gær var ekki tekin til greina krafa formanns og varafor- manns Náttúrulækningafélags Reykjavíkur um lögbann á aðal- fund félagsins vegna ólöglegrar félagaskrár, sem aðrir stjórnar- menn höfðu á hinn bóginn stað- fest. Fer aðalfundurinn því fram í Háskólabíói í dag eins og boðað hafði verið til, og má gera ráð fyrir átökum á þeim fundi í 'ljósi þess ágreinings, sem uppi hefur verið innan stjórnar NLFR. Sjá „Deilur innan stjórnar NLFR“ á bls. 26. o INNLENT Frumvörp um olíugjöld og lækkun útflutningsgjalds Á ALÞINGI verða væntanlega eftir helgina lögð fram tvö frum- vörp ríkisstjórnarinnar um að- gerðir varðandi útveginn vegna olíuhækkunarinnar. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér er nær víst að annað frumvarpið miði við að lagt verði á tímabund- ið olíugjald sem fiskvinnslustöðv- arnar muni greiða til viðbótar fiskverði og er þar um 2,5% hækkun að ræða á fiskverði og mun þessi hækkun ekki koma til skiptahlutar. Hitt frumvarpið gerir ráð fyrir að fiskvinnslu- stöðvarnar greiði 5% útflutn- ingsgjald í stað 6% en þetta 1% lætur nærri að nema þeirri 2,5% hækkun sem olíugjaldið verður fyrir fiskvinnslustöðvarnar. Þessar ráðstafanir hafa verið ræddar á fundum stjórnvalda, sjómanna, útvegsmanna og fisk- verkenda. Vörukönnun Verðlagsstjóra: Flestar verzlanir inn- an álagningarrammans í KÖNNUN sem Verðlagsskrif- stofan gerði 19. og 20. feb. s.l. á vöruverði matvöruverzlana á Reykjavíkursvæðinu kom í ljós að Samningur ÍSALs og stéttarfélaganna: Hagkvæm framleidsla eyk- ur tekjur starfsfólksins UNDIRRITAÐUR hefur vcrið samningur milli íslenzka álfélagsins h.f. og 10 stéttarfélaga, sem eru umbjóðendur starfsfólksins í Straumsvík. Samningum var sagt upp hinn 30. október síðastliðinn og runnu þeir út mánuði síðar. Um miðjan desember lögðu aðilar fram tillngur sínar og 22. febrúar tókust samningar til tveggja ára án grunnkaupshækkana. en gerðar voru ýmsar lagfæringar á hvetjandi launakerfi. hónuslormúlu. sem upphaflega var gert í aprílmánuði 1978. Meðal helztu nýmæla í hinum nýja samningi má nefna stofnun sam- starfsnefnda hjá ÍSAL, sem eiga að vera vettvangur samráðs og upplýs- ingamiðlunar milli framkvæmda- stjórnar fyrirtækisins og starfs- manna, báðum aðilum til hagsbóta. Þá voru og gerðar fjölmargar breyt- ingar á einstökum greinum samn- ingsins. Endurbætur voru gerðar á bónusformúlu svokallaðri, sem bygg- ist upp á framleiðslumagni áls, orkunotkun, nýtingu ýmissi, t.d. á rafskautum, hve miluð notað er af raflausnarefni, sem blandað er í kerin, því minna sem af því er notað, þeim mun meiri verður bónusinn o.s.frv. Öllum þessum atriðum er gefið gildi, sem starfsfólkið nýtur ef framleiðslan verður hagkvæm. Fá þá allir starfsmenn hagnað, jafnt þeir, sem vinna í mötuneyti, skrifstofu eða í kerskála. Snerust viðræður að þessu sinni mjög mikið um þessi atriði og má búast við að hún gefi starfsfólkinu meiri tekjur. ” Samningurinn er til tveggja ára, en hins vegar er gert ráð fyrir að launaflokkaskipan verði tekin til endurskoðunar innan árs. Einnig er gert ráð fyrir að samningurinn sé uppsegjanlegur verði breytingar á almennum launamarkaði — verði launahækkun hjá tveimur félaganna af 10. Skilyrði er þó að þau séu hvort í sínu landssambandi. Þá eru ákvæði um uppsögn ef til gengisbreytingar kemur og ef vísitala er skert með lögum. Uppsagnarákvæðin þá þó aðeins til launaliðs samninganna. Þau stéttarfélög, sem aðilar eru að samningnum, eru: Verkamanna- félagið Hlíf, Verkakvennafélagið Framtíðin, Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Félag járn- iðnaðarmanna, Rafiðnaðarsamband Islands vegna Félags íslenzkra raf- virkja og Sveinafélags útvarpsvirkja, Verzlunarmannafélag Hafnarfjarð- ar, Félag byggingaiðnaðarmanna í Hafnarfirði og Félag matreiðslu- manna. langflestar verzlanir nota álagn- ingu sem er innan þess ramma sem verðlagsnefnd hefur sett. í fréttatilkynningu frá Verðlags- stjóra segir að markmið þessarar könnunar sé eins og áður að auka verðskyn neytenda og örva sam- keppni á milli verzlana. „Fullvíst er,“ segir í fréttatilkynningunni, „að samkeppni getur aldrei tryggt lágt vöruverð nema til komi þekk- ing og virkt aðhald hins almenna neytanda, en töluvert skortir á að það sé fyrir hendi í dag. Vegna skrifa í Vísi fyrir nokkrum dögum úm að kaupmenn færu ekki að settum álagningarreglum var jafn- framt athuguð álagning þeirra 34 verzlana sem könnunin náði til.“ Sem fyrr segir halda flestir sig innan leyfilegrar álagningar en nokkrir virtust ekki fara eftir settum reglum og eru mál þeirra í athugun. Könnunin náði til 32 vörutegunda og var unnin greinar- gerð úr 25 vörutegundum. Talsvert mikill munur kom fram á hæsta og lægsta vöruverði sömu tegundar og má t.d. nefna að Vi kg af Lyle’s Golden syrup kostaði frá 368 kr. til 638 kr. Kjúklingar kostuðu frá 1498 kr. kg. til 2200 kr. kg. Kindahakk kostaði frá 990 kr. kg í 1753 kr. og strásykur kostaði frá 270 kr. kg í 362 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.