Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 7 Rétt eöa rangt; fagurt eöa Ijótt? Afstaða íslenzkra sósíalista til atburða, hérlendra og erlendra, sem og hugverka og kenninga, er undan- tekningarlitiö byggð á blindu „bókstafstrúar- mannsins" Sósíalistinn spyr ekki, hvert er eðli verknaöarins, heldur hver stóö að honum (okkar maöur eða and- stæðingur)? Sósíalistinn spyr ekki, hvert er inni- hald hugverks eða kenningar, heldur hver er höfundurinn (okkar mað- ur eða ekki)? Þannig getur sams konar atburður, eins og innrás eins lands í annað, eða voðaverk skæruliða á saklausum, verið ýmist „góður“ eöa „vondur" atburður, eftir pví hver gjörandinn er (hvert póli- tískt vörumerki er á honum). Innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu, beiting skriödreka gegn verka- fólki í Ungverjalandí, kyn- páttafordómar gegn Gyöingum í Sovétríkjun- um, eins flokks kerfi í ríkjum kommúnismans eða miöstýring stjórn- valda á verkalýöshreyf- ingu par í löndum, er til að mynda ekki í frásögur færandi, pegar sósíalisti á í hlut, pótt sá hinn sami geti — réttilega — deilt á mannréttindaskerðingu í Chile. Voöaverk róttækra borgarskæruliöa eru rétt- lætt, en myndu hins vegar fordæmd harðlega, ef aðrir ættu hlut aö máli. Tolla í tízku marxismans Málið vandast hins vegar pegar kemur að vopnavaldí kommúnista- ríkis gegn kommúnista- ríki. Innrás Víetnama í Kambódíu og innrás Kína í Víet Nam verða illa skrifaðar á reikning „heimsvaldasinna“ og „alpjóðaauðvaldsins". En staðreyndamat sósíalista byggist enn á blindu „bókstafstrúarmanns- ins“, eins og gerst kemur fram í skrifum íslenzkra vinstri sinna: í Þjóðviljan- um, Verkalýösblaðinu og Stéttabaráttunni. Þeir tolla sum sé í tízku marxismans um skiptingu í maóista, trotskýista og rússa- dindla. Maóístar segja innrás Víetnama í Kambódíu ofbeldi af verstu tegund, en innrás Kína í Víetnam réttláta hirtingu (sbr. Verkalýðs- blaöið og sampykkt „Bar- áttuhreyfingar gegn heimsvaldastefnu, BGH). Sovétsinnar segja hins vegar innrás Víetnama í Kambódíu nokkurs konar frelsun Þjóðar, en innrés Kína í Víet-Nam yfirgang og ofbeldi „Þar með eru stríðsógnanir Kínverja ekki lengur einungis hrollvekja, heldur hrika- leg staðreynd." segja prír fyrrv. formenn Víetnam- nefndarinnar á íslandi í Þjóöviljanum í gær; nefndarinnar, sem svaf af sér hernám Kambódíul Blekkingin afhjúpuö Þau átök Sovétríkjanna milli Kína, sem m.a. hafa komið fram f nýorðnum atburðum í Suö- austur-Asíu, hafa svipt blekkingarhulunni „friðar“-áróðri kommún- ista. Mannkyni er nú Ijós- ar en áður, hver hætta heimsfriðnum stafar af herveldum, sem Þróast hafa eftir „hugsjónum" marxismans. Jafnframt liggur nú skýrar fyrir en áður, hvert gildi varnar- samvinna vestrænna Þjóða, Atlantshafsbanda- lagið, hefur; fyrir frið í Evrópu, varðveizlu vest- ræns lýðræöis og pegn- réttinda almennings, í okkar skilningi peirra oröa. Norðurlöndin prjú, sem aðilar eru að NATO, sækja Þangað styrk og varnaröryggi, um leið og Þau leggja lóð sitt á vogarskál samstööunnar um varöveizlu lýðræöis- ins í heiminum, sem, Því miöur, minnihluti pjóða og mannkyns nýtur í dag. Starfandi skátar 4500 SkátaþinR var haldið um síð- ustu helgi 16. —18. íeb. í Öldu- selsskóla í Reykjavík. Þingið sóttu um 100 skátafor- ingjar víðsvegar af landinu, en það er haldið annað hvert ár og fer með æðstu völd á málefnum Bandalags íslenskra skáta. Páll Gíslason skátahöfðingi setti þingið, en þingforseti var kjörinn Tómas Grétar Ólason. Fyrst voru gefnar skýrslur um starfsemi bandalagsins, frá því síðasta þing var haldið 1977, að Hrafnagili í Eyjafirði. Síðasta starfsar var tileinkað heitinu „Skátalíf er útilíf.", en þetta ár ber heitið „Skátalíf er þjóðlíf." Hin mismunandi aldurs- stig skáta starfa að því að kynna sér umhverfi sitt, líf þjóðarinnar, landsins gagn og nauðsynjar, náttúruvernd og fólkið í kring um okkur. Aðalmál þingsins voru fjármál og hin þrönga fjárhagsstaða bandalagsins. Voru síðan lagðar fram áætanir um starfið næstu tvö árin, og hvernig hægt er að bæta að nokkru með áhugamannastarfi, að fækka hefur þurft starfsliði bandalagsins. Umræðuhópar fjölluðu um upp- eldismarkmið skátahreyfingar- innar og ályktanir voru gerðar um skipulag skátastarfsins. Fjölþætt foringjaþjálfun fer fram á vegum bandalagsins að Úlfljótsvatni og víðar. Gefnir hafa verið út ýmsir bæklingar um hina ýmsu þætti skátastarfsins, á vegum bandalagsins. Næsta landsmót skáta mun verða haldið á Norðurlandi 1981, undir forustu skáta á Akureyri. Kosin var stjórn Bandalags íslenskra skáta. Páll Gíslason var endurkjörinn skátahöfðingi og Helgi Eiríksson fyrirliði alþjóða- starfs drengjaskáta. Nýtt fólk í stjórn voru kosin: Guðlaugur Hjörleifsson gjaldkeri, Þorsteinn Pétursson ritari og Hallfríður Helgadóttir fyrirliði alþjóða- starfs kvenskáta. Fyrir voru í stjórninni Ingibjörg Þorvalds- dóttir og Arnfinnur Jónsson vara- skátahöf ði ngj ar. Starfandi skátar á landinu eru nú um 4500, í rúmlega 40 skáta- félögum víðsvegar um landið. TVEIR GOÐIR I HÁDEGINU á laugardögum • • • Svínaskankar og súrkál á þýzka vísu og svínarif á amerískan máta 0 BERGSTAÐASTR/ETI 37 SlMI 21011 Til sölu Plymouth Volaré Premier Wagon Til sölu þessi glæsilegi station wagon, árgerð 1977, með 6 cyl. vél, sjálfskiptur með power- bremsum og powerstýri. Bifreiöin er mjög vel með farin, lítiö ekin og sem ný. Upplýsingar í síma 23532 í dag og á morgun. 500 UTMYNDIR OKEYPIS í tilefni 15 ára afmælis Ijósmynda- stofunnar bjóöum viö meö næstu 500 myndatökum ókeypis litmynd í sams konar stærö og stúlkan heldur á 28x37 cm. Þetta á við um allar okkar myndatökur, hvort sem viö myndum brúöhjón, barn, fjölskyldu, fermingarbarn, stúdent eöa ömmu og afa. Hægt er aö fá myndina hamraöa, upplímda á striga eöa á tréplatta aö viðbættum kostnaöi. Ennfremur bjóöum viö fjölbreytt úrval trémyndaramma. bar Ijosmyndir }/l AUSTURSTRíTl 6 SÍM112644

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.