Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 . I HLAÐVARPANUM Hand>;erða lundabrúðan á myndinni er gerð af Helen Tiger, sem heldur á brúðunni, en Helen vinnur á söluskrifstofu Flugleiða í New York. Lundabrúðan er nýjasta tákn fyrir Flugleiðir í kynningar- og söluherferð félagsins í Norður-Ameríku. Brúðan hefur verið til sýnis í glugga söluskrifstofunnar á Rockefeller Center á Manhattan í New York og hún hefur einnig verið notuð í auglýsingarmyndum og á kynningarfundum. Helen útbjó sniðið fyrir lundann og klippti það út í léreft, en hún fyllti léreftið með svampi og málaði síðan brúðuna Brúðan hefur orðið svo vinsæl að allir vilja eignast gripinn. Lundinn, nýjasti sendiherra landsins Lundinn hefur á undanförnum misserum áunnið sér eftirtekt í Bandaríkjunum sem virðulegur og sérkennilegur talsmaður Loftleiða. Vestan hafs hafa Flugleiðamenn látið lundann tala með kvikmyndum og litskuggamyndum og gerðar hafa verið teiknimyndir um lundann og flug Flugleiða með góðum árangri. Þannig vekur lundinn víða athygli sem sendiherra Islands í ferðamálum og þá má ekki gleyma hinni hliðinni sem við þekkjum betur, þ.e. matreiðslu lundans. íslenzkur lundi var nefnilega úrskurðaður bezti kaldi rétturinn í alþjóðlegri keppni í matreiðslulist í Bella Center s.I. sumar, en íslenzku matsveinarnir útbjuggu lunda sem kaldan rétt. Það má því með sanni segja að lundinn, prófastur íslenzkra fugla, sé að verða með þekktari sendiherrum landsins. Flugleiðafólk vestan hafs hefur á ýms- an hátt vakið athygli á hinu áætlunar- flugi Fluglciða milli Evrópu og Ame- ríku mcð viðkomu á íslandi, en á meðfylgjandi mynd er Ann Sweeney í farskrá í New York að kynna skyrtubol með lundamynd og upplýsingum um hið nýja fargjald á flugleiðinni. Myndin fylgdi fréttatilkynningum sem sendar voru til hlaða og tímarita í Bandaríkj- unum og jafnframt var skyrtan sérstak- lega kynnt ferðaskrifstofufóllki á sölu- svæði Baltimore—Washington, hinni nýju fluglcið Flugleiða. Afowfareand a stopovvr in Icdand? PutYins think that Ls a mightygood dcal. ICELANDIC TO E UROPE mwmfm== = HESTAMENNSKABBI^^BMM Mesti gœðingur í röð- um stóðhesta geltur? Á landsmóti hestamanna í Skógarhólum á síðastliðnu sumri stóð Náttfari efstur stóðhesta 6 vetra og eldri. Meðaleinkunn hrossins, sem þarna hreinlega stal senunni, var 8.54. Náttfari fékk 10 fyrir skeið, 9.5 fyrir vilja, 9 fyrir brokk, geðslag og fegurð í reið, 9,08 fyrir hæfileika, en „aðeins" 8 fyrir byggingu, sem dró hina annars einstöku „dúaeinkunn" nokkuð niður. Umsögn þriggja manna dóm- nefndar um Náttfara var síðan á þessa leið: „Fríður og heldur vel byggður hestur, viljamikill, þjáll í lund og fágætir ganghæfileikar að rými og fjölhæfni. Mesti gæðingur í röðum stóðhesta." Hér er ekki af dregið né töluð tæpitunga og mun þó fáum þótt of mælt, segir í nýútkomnu tölublaði Eiðfaxa. Ekki hefði verið ástæða til að ur afkvæmaprófana 1978. Niður- stöður þeirra rannsókna munu hafa komið ýmsum á óvart enda á hesturinn ætt sína að rekja til margviðurkenndra gæðinga og sjálfur á hann samfelldan frægðarferil að baki. Framantöld atriði virðast þó ekki tryggja að hestur sé álitlegur til undaneldis og í Eiðfaxa veltir Árni Þórðarson eftirfarandi fyrir sér: Dómsniðurstaða afkvæmarann- sóknar Náttfara kom áreiðanlega óvænt og olli mörgum furðu. Úr- skurðurinn virðist ekki nógu sann- færandi eftir þeim upplýsingum sem fyrig liggja. Hugsanlegt er að nánari skýringar og fyllri rök sannfæri menn um að réttlætan- legt hafi verið að leggja til að Náttfari 776, 8v. verði vanaður hið bráðasta, ekki getur verið verjandi að nota til ræktunar óálitlegan Náttfari frá Ytra-Dals- gcrdi í Skógarhóiuin í sumar. rifja upp niðurstöður dómnefndar- innar ef sami. hestur hefði ekki með afkvæmarannsóknum verið úrskurðaður „ekki álitlegur stóð- hestur". í desember hefti af „Hest- inum okkar" eru birtar niðurstöð- stóðhest; eða kynni svo að fara að menn vöknuðu við vondan draum færi eigandi hestsins eftir skil- merkilegri ábendingu og gelti skjótlega „mesta gæðing í röðum stóðhesta?" „Það heitir FLESTIR Reykvíkingar og ekki sízt þeir sem starfa í nánd við höfnina þekkja Kaffivagninn á Grandanum allvel, ef ekki af eigin reynslu þá a.m.k. af afspurn. Fyrir 2—3 árum var hann endurnýjaður og stækkað- ur og geta menn nú setzt niður við borð og sötrað kaffið yfir dagblöðun- um eða horft út á höfnina. Svein- björg Steingrímsdóttir var á vakt þegar Morgunblaðsmenn bar að garði einn daginn og hafði hún sér til fulltingis nöfnurnar Margréti Björg- úlfsdóttur og Jóhannesdóttur. — Hingað kemur fólk alls staðar að úr bænum, sagði Sveinbjörg er hún gat gefið sér tíma frá kaffi- þyrstum viðskiptavinum til að spjalla við blm. og straumurinn er nokkuð jafn yfir daginn, en þó er mest að gera milli 9 og 10 á morgn- ana og svo aftur í kaffitímanum síðdegis. Hróp og köll frá spilakössunum urðu til þess að talið beindist að þeim og var Sveinbjörg spurð um vinsældir þeirra: — Þeir eru mikið notaðir og menn eru fljótir að fara með nokkur þúsund krónur í þá. Oft eru þeir heppnir og vinna kannski nokkur hundruð krónur til baka, en samt heitir það allt gróði, segir Sveinbjörg og finnst víst 'ekki mjög mikið til þessarar spilamennsku koma þótt hún sé engan vegin mótfallin henni. KAFFIVAGNINN Á GRANDAI Þrjár á vaktinni í Kaffivagninum: Margrét Björgólfsdóttir, Svein- hjörg Steingrímsdóttir og Margrét Jóhannesdóttir. Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.