Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 13 í leiðinni Hús Fjalla- skáldsins aó falli komið Hús Stephans G. Stephanssonar skálds í Markerville í Alberta var fridlýst af menntamólaráðherra fylkisins í ágúst 1975, en sérstök nefnd hafði pá unnið aö pví að fá fríðlýsinguna með paö fyrir augum að gera endurbœtur á húsinu. Nefnd par að lútandi var skipuð til pess að vera ráögefandi um endurbætur og í henni er m.a. Rósa Benediktsson dóttir Fjallaskáldsins og man hún vel hvernig umhorfs var í húsinu. En framkvæmdavaldiö við endurbætur hússins er í höndum fylkisstjórnarinnar og ekkert hefur verið gert ennpá til bóta fyrir húsið pótt nægilegt fé sé fyrir hendi, m.a. 10 púsund dollara gjöf frá Búnaðarfélagi Islands árið 1975. Húsið er nú í mestu niðurníðslu, að falli komið og innanhúss mikið um spýtnabrak og ópverra. Vonandi kveikir kerfið á perunni áöur en pað er um seinan og hví skyldu peir sem hafa gefið stórfé til endurbóta á húsinu ekki spyrjast fyrir um framvindu mála? Korn Vestur- íslenzkra bœnda til íslands Samningaumleitanir íslendinga við Kanadamenn um myntsláttu á nýju íslenzku myntinni fóru út um púfur og verður myntin slegin sem fyrr í Bretlandi, en hins vegar gerði Samband íslenzkra samvinnufélaga fyrir skömmu samning við kanadískt fyrirtæki um kaup á 6000 tonnum af korni til íslands, mest höfrum og byggi. Skip Sambandsins kom nú reglulega til Halifax á 20—25 daga fresti meö fisk frá íslandi, en reiknað er með að pessi skip flytji kornið til íslands, um 600—900 lestir í hverri ferð. Að öllum líkindum er eitthvað af pessu korni af jöröum bænda af íslenzkum uppruna og hefðu pað ugglaust pótt tiðindi fyrir 100 árum að „landnemarnir“ ættu eftir að skila korni heim til íslands. Frímerki eða stimplar Frímerkt bréf og póstsendingar hafa löngum pótt hafa á sér stíl bæði feguröar og hlýleika, en með vaxandi tækni hefur pessum bætti póstpjónustunnar farið aftur aö pví leyti aö æ fleiri aöilar taka nú upp ópersónulega stimpla á bréf sín. Allt sem fer í gegn um bögglapóststofuna er stimplaö og mörg fyrirtæki sem senda mikið af bréfum nota stimpilvélar, en öll bréf sem einstaklingar senda eru frímerkt: Vonandi nær frímerkið aftur sessi sínum í póstpjónustunni, pví ólíkt gera pau póstinn svipmeiri og forvitnilegri en „dauðhreinsaðir" stimplar. Hnetusmjör áíslandi i Lögbirtingablaðinu hefur verið tilkynnt um stofnun nýs fyrirtækis sem ber nafnið Hentuhúsið. Er áætlað að setja par á stofn matargerð til framleiðslu og pökkun á hnetusmjöri. Hnetusmjör er búið til úr jarðhnetum sem eru marðar par til pær verða að mauki, en hnetusmjör er einkennandi fyrir Bandaríkin að pví leyti að pað er mjög mikið notað par. Eins og mysingur var lengi vel vinsælt álegg á íslandi hefur hnetusmjör lengi verið fastur liöur í mataræði eldri sem yngri í Bandaríkjunum. Hann sagðist vora kallaður Valdi og koma oft í kaffið. en sagðist líka hafa áhuga á spilakössunum og ýmist tapa eða gra'ða. alltaf gróði” Hafa menn ákveðin sæti hér eða er kannski lítið um fasta viðskiptavini? — Það er nokkuð mikið um sömu mennina og ég er farin að kannast við þá eftir 12 eða 14 ára starf, en yfirleitt eru ekki ákveðin sæti, sagði Sveinbjörg og hvarf frá til að skipta fimmhundruðkalli í fimmtíukalla þegar viðskiptavinur hugðist freista gæfunnar í spilakössunum. — Við erum alltaf með nokkra tugi þús- unda í fimmtíuköllum til að skipta fyrir þá, sagði hún. Hún var spurð hvort hana hefði aldrei langað á sjóinn þegar hún væri svo mikið innan um sjómennina: — Ekki get ég nú sagt það, en okkur stelpunum hér hefur oft verið boðið að gerast kokkar í það minnsta. Annars hefur útgerð farið svo mikið minnkandi frá Reykjavík að hér eru nú miklu færri sjómenn en var fyrr og fiskilyktin er alveg að hverfa. Núna er hópurinn orðinn blandaður, leigubílstjórar, sjómenn og hinir og aðrir og menn koma jafnvel langt utan úr bæ til að fá sér sopann, og var þar með sleginn botninn í spjallið við Sveinbjörgu, enda nóg að gera. Hún sagði að þær hefðu opið frá kl. 6 á morgnana til 12 á kvöldin, en væru þó komnar fyrr á morgnana og gæfu mönnum kaffi þá ef einhverjir væru á ferðinni og vildu kíkja inn og fá sopa. HELGARVIÐTALIÐ Stjórnar 4000 tonna skipi án stýris og skrúfu Fyrir 10 árum fór Sigurður Þorsteinsson skipstjóri í siglingu frá íslandi með fjölskyldu sína á skipinu Sæbjörgu. Fyrstu tæp 3 árin voru þau við ýmis störf á Miðjarðarhafi, en síðan lá leiðin til Banda- ríkjanna þar sem þau seldu fleytuna er borið hafði nafnið Bonny utan ís- lenzkrar landhelgi. Fjöl- skyldan telur 8 manns, 5 syni og eina dóttur. Það hefur verið fjölbreytilegt líf hjá þeim þessi 10 ár, gengið á ýmsu, en fjöl- skyldan er samhent og áræðin og því bjart fram- undan eins og Siggi Þor- steins orðaði það í samtali við Mbl. í fyrradag þegar við hittum hann að máli í Reykjavík. Hann hafði skotist heim til að sinna ýmsum málum, en þau eru ennþá í „siglingunni*. „Eftir að við seldum Bonny settumst við að í Harrisburg,“ sagði Siggi, „og þar eru þrír strákanna nú í háskóla, einn í skipaverkfræði, annar í lögfræði og einn er á fyrsta ári. Fyrsta árið eftir að við settumst að í Harris- burg vann ég hjá SÍS, en þetta hefur ekki allt verið dans á rósum. Það er erfitt að skipta um land og það hefur verið bölvað basl á manni síðustu árin. Ég tók því það ráð að fara aftur í skóla og taka skipstjórnarprófin upp, en þá voru liðin 27 ár frá því að ég var í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Þessi nýja skólaganga gekk bölv- anlega og ég veit ekki hvað ég féll oft, en það hafðist um síðir og nú hef ég ótakmörkuð réttindi á hvaða skip sem er. Þegar ég hafði lokið þessu prófi opnuðust hins vegar allar dyr og ég réð mig sem skipstjóra á mjög sérstætt skip sem er í eigu bandaríska stórfyrir- tækisins Alcoa. Við erum þar tveir skipstjórar til skiptis á 4000 tonna skipi sem er sérbyggt til rann- sókna, olíuborunar og ýmissa verka. Skipið er allt smíðað úr áli Sigurður Þorsteinsson. Rannsóknaskip Alcoa að hífa upp gervitungl af hafsbotni, en öllum tækjum skipsins er stjórnað með tölvu- og rafeindabúnaði. og á því er enginn skrúfa og ekkert stýri. Skipinu er stjórnað með rafeindabúnaði og það er þrýstiafli sem knýr það áfram og ræður ferð og stefnu. Ganghraði er 10 mílur, en skipshöfn er að jafnaði 50—60 menn. Um þessar mundir erum við að vinna við olíuborun fyrir utan strendur Brazilíu, en þar erum við að kanna botninn fyrir byggingu olíuborturna sem vega allt að 10 þúsund tonn. Við getum borað um 700 metra niður í jarðlagið miðað við 300 metra dýpi undir skipinu, en við getum ráðið við mjög nákvæm vinnubrögð á skipinu allt niður á 10 metra dýpi. Skipinu er aldrei lagt við ankeri þegar unnið er á hafinu en stjórnun þess er svo nákvæm að það skakkar ekki nema 3--10 feta hreyfingu á 300 metra dýpi og þegar við þurfum að staðsetja bor á hafsbotni skakkar það ekki meira en 2 fetum. Mjög aflmikil lyftitæki eru í skipinu enda var það upphaflega smíðað fyrir vinnslu málma á hafsbotni og það hefur einnig verið notað til þess að ná stórum hlutum af hafsbotni, m.a. gervitunglum sem hafa lokið hlutverki sínu.“ Siggi keypti s.l. haust varðskipið Albert ásamt félaga sínum i Bandaríkjunum og nú liggur Al- bert í bandarískri höfn, frosinn inni, en býður vors og þá mun skipið fara í ýmis verkefni á vegum Alcoa því Sigurður hefur leigt fyrirtækinu skipið. Sjálfur verður hann áfram skipstjóri á rannsóknaskipinu, en mun ráða áhöfn á Albert. Útlit er fyrir að Albert verði fljótlega sendur til Kína þar sem brátt munu hefjast rannsóknir á hafsbotninum með olíuborun fyrir augum. „íslenzku, jú við tölum alltaf islenzku," sagði Siggi, „Við höfum aldrei látið eftir krökkunum að tala annað. Þau tala einnig spænsku og ensku, en sumum kann ef til vill að þykja það forvitnilegt að þau hafa ekki skaðast á öllu flakkinu gagnvart skólagöngu, svo að ég er nú feginn eftir á að það hefur ekki bitnað harkalega á þeim að eiga svona beyglaðan pabba, en hins vegar má segja að við höfum verið ákaflega heppin í öllum okkar einkennilegu ákvörð- unum. Þar spilar hlutverk konu minnar stóran þátt inn í því að hún hefur með sínu Islandsskapi og upplagi í húð og hár séð um að halda ákveðnum takti í þessu öllu saman og ef krakkarnir t.d. leyfa sér að svara henni á ensku eða spænsku, þá hvessir snarlega og það er íslenzka tungan sem verður að lægja vindinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.