Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 Jakob Björnsson orkumálstjóri: Skýrsla Boltons hálfs árs gömul og næstum úrelt „MEGINPUNKTURINN er sá að þessi skýrsla Boltons er hálfs árs gömul ok þegar orðin nær úrelt, því sú skipulags- breyting sem hann talar um varðandi Kröflu hefur átt sér stað, þar sem Rafmagnsveitum ríkisins hefur verið falin forsjá hennar," sajíði Jakob Björnsson orkumálastjóri, er Mbl. leitaði til hans í gær í framhaldi af frcttum blaðsins um innihald skýrslu nýsjálcnzka verkfræðingsins R.S. Boltons. „Varðandi það sem Bolton sesir um efliniíu Orkustofnun- ar. þá er slíkt ekki ný huRmynd," sagði Jakob. „Þetta hefur mikið verið rætt, meðal annars að efla jarðboranirnar. Staðreyndir málsins eru hins vegar þær, að jarðboranirnar eru svo sveiflukenndar, að þegar verk- efnum fækkar, þá er yfirbyggingin mjög þung. Við höfum því reynt að halda henni í lágmarki og því má segja, að þegar mest er að gera, eins og var við Kröflu, þá séum við ef til vill fullfáliðaðir. En nú erum við aftur í öldudal með verkefni. Hugmyndir Boltons eru út af fyrir sig góðar, en við hljótum að leggja kapp á að geta haldið okkur ofanvatns, ef svo má segja, þegar harðnar í ári. Við ræddum þetta við Bolton, en hann sagði að þegar önnur verkefni minnkuðu ætti ríkið að geta gripið inn í og haldið borstarfsemi uppi. Okkar reynsla er nú hins vegar sú að samdráttar gæti hjá ríkinu sem öðrum. Varðandi það að skilja fram- kvæmdahliðina frá, þá er þess að geta, að Orkustofnun sem slík, er jarðboranirnar eru undanskildar, stendur ekki í framkvæmdum. Þar var Krafla algjör undantekning og ætlunin aldrei að það stæði til langframa. Ef það hefði staðið til að Orkustofnun væri til langframa í framkvæmdum eins og Kröflu, þá hefði þurft að skipuleggja stofnun- ina öðru vísi en er. Út af fyrir sig má ef ti vill segja, að vegna Kröflu hefðum við átt að afla okkur meiri mannskapar í bili, en á hitt er að líta, að ljóst var að þessi skipan mála yrði ekki til frambúðar. Við verðum að hafa í huga, þegar skýrsla Boltons er metin, að hann hefur ef til vill ekki kynnzt Orkustofnun nægilega þennan mánaðartíma, sem hann var hér, og að hann kynntist stofnuninni á Leshringur í dag hjá Rauðsokkum Rauðsokkahreyfingin hyggst fara af stað með leshring fyrir alla þá sem áhuga hafa á jafnréttis- málum og á að efla kvennabarátt- una. Fyrsti fundurinn verður hald- inn í dag, laugardag kl. 14, í Sokkholti á 4ðu hæð Skólavörðu- stígs 12. þeim tíma, sem hún starfaði í raun á óeðlilegu sviði. En nú hafa verið gerðar þær breytingar, að Kröflunefnd hefur verið lögð niður og Kröfluvirkjun fengin Rafmagnsveitum ríkisins til forsjár. Við í Orkustofnun álítum það skynsamlegt fyrir- komulag, enda lögðum við til við iðnaðarráðuneytið að þetta yrði gert. Rafmagnsveitur ríkisins eru fyrirtæki, sem ríkið á fyrir og er framkvæmdaaðili, en okkur fannst ekki rétt að fela nefnd eins og Kröflunefnd, frekari rekstur og framkvæmdir við Kröflu." Af hverju ættir þú að sofa með svefnherbcrgisdyrnar lokaðar? Af hverju hefur þú tvær útgöngu- lciðir úr húsinu? Eldvarnarvika í grunnskólum JUNIOR Chamber Reykjavík og Slökkvistöðin í Reykjavík gangast fyrir eldvarnaviku, sem hefst mánudag 26. febrúar og stendur yfir til 1. marz. Fræðslunni verður beint til yngri aldurshópa, en félagið mun ásamt slökkviliði borgarinnar fara í heimsókn í alla grunnskóla í Reykjavík. Slökkviliðið mun kynna starf sitt og sýna eldvarna- og slökkvitæki. Þá verður dreift bæklingi, sem JC-félagar hafa útbúið til að hvetja fólk til umhugsunar um þær hættur, sem eru eldi samfara og jafnframt hvetja til aðgæzlu í meðförum eids. í bæklingnum eru ýmsar spurningar og svör fyrir börnin um rétt viðbrögð, þegar eldsvoða ber að höndum. Einnig verður dreift sérprentaðri grein eftir Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóra um •þessi efni. Junior Chamber Reykjavík, sem er hlekkur í alþjóðahreyf- ingu, stóð einnig fyrir eldvarna- viku í febrúar á sl. ári eins og margar deildir JC Iceland hafa gert, en eldvarnamálin eru aðeins eitt af byggðarlagsverkefnum JC-hreyfingarinnar. Með þátt- töku í byggðarlagsverkefnum fá félagsmenn JC innsýn í og skiln- ing á hinum ólíkustu þjóðfélags- málum. Auk þess er JC með ámskeið fyrir félagsmenn sína í skipulegum vinnubrögðum og hópvinnu ásamt fleiru til að gera þá að hæfari einstaklingum, sem er eitt af markmiðum félagsins. Næstu verkefni JC Reykjavík verða umferðarvika, þar sem félagið mun beita sér fyrir öryggi barna í umferðinni, og áfengis- varnavika. Félagar í JC Iceland á landinu eru nú þúsund í 25 aðildarfélög- um. Afhending prófskír- teina H.í. AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í hátíðasal háskólans í dag, laugardag, og hefst kl. 14. Rektor háskólans, prófessor Guðlaugur Þor- valdsson, ávarpar kandídata en síðan syngur Háskólakór- inn nokkur lög, stjórnandi er Rut L. Magnússon. Deildar- forsetar afhenda prófskír- teini. Að lokum les Oskar Halldórsson nokkur kvæði. Námskeið um vexti og peningamál NÁMSKEIÐ á vegum viðskipta- deildar H.I. um vexti og peningamál hefst á mánudag. Þá fjallar Guð- mundur Magnússon prófessor um vaxtakenningar, á miðvikudaginn ræðir Bjarni Bragi Jónsson hag- fræðingur um íslenzkan peninga- markað, á fimmtudag Tryggvi Páls- son hagfræðingur um starfsemi innlánsstofnana og vaxtakjör og á föstudag verða umræður um vexti og peningamál sem Þráinn Eggerts- son dósent stjórnar. Alfreð Þorsteins- son kjörinn for- maður Varðbergs Fjalla-Eyvindur sýndur í Grindavík Grindavík 23. feb. LAUGARDAGINN 24. febrúar frumsýnir Leikfélag Grindavíkur Fjalla-Eyvind eftir Jóhann Sigur- jónsson. Þetta er 8. verkéfni leikfélags- ins, sem starfað hefur með miklum ágætum. Leikstjóri er Höskuldur Skagfjörð, sem á 25 ára leikafmæli um þessar mundir. Aðalleikarar eru Guðveig Sigurðardóttir, sem leikur Höllu, Asbjörn Egilsson, sem leikur Eyvind, Lúðvík Jóels- son, sem leikur Arnes, Haukur Guðjónsson sem leikur Björn hreppstjóra, Valgerður Þorvalds- dóttir sem leikur Guðfinnu og Sigmar Sævaldsson sem leikur Arngrím holdsveika. Leikfélagið hefur notið margvís- legrar aðstoðar við undirbúning sýningarinnar m.a. frá Lions- mönnum. — Guðfinnur Á AÐALFUNDI Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, sem haldinn var á Hótel Loftleiðum 14. febrú- ar 8.1., voru eftirtaldir kjörnir í stjórn félagsins: Alfreð Þorsteinsson, Ævar Guðmundsson, Guðni Jónsson, Þorsteinn Eggertsson, Geir Haarde, Kári Jónasson, Björn Björnsson, Bjarni P. Magnússon, Björn Hermannsson. í varastjórn félagsins voru eftir- taldir kjörnir: Jósteinn Kristjánsson, Marías Sveinsson, Skafti Harðarson, Pétur Sturluson, Jón B. Helgason, Róbert T. Árnason. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar var Alfreð Þorsteinsson kjörinn formaður Varðbergs. Fyrsti varaformaður var kjörinn Ævar Guðmundsson og annar varaformaður Guðni Jónsson. Stjórn Varðbergs hefur í hyggju að minnast 30 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins með ýmsum hætti, en bandalagið var stofnað þann 4. apríl 1949, eins og kunnugt er. Vaxandi áhugi er á starfsemi félagsins og fyrir skömmu gengu 53 nýir félagar í Varðberg. Alfreð borsteinsson. Listasafn íslands hlýtur fjölda listaverka LISTASAFNI íslands hefur bor- izt að gjöf fjöldi listaverka 36 að tölu, oiíumálverka, grafík- og vatnslitamynda og skúlptúr- verka. Er hér um að ræða listaverk úr safni Guðna ólafssonar apótek- ara, sem hann hefur gefið safn- inu. Meðal verkanna eru olíu- og vatnslitamyndir eftir Asger Jorn, Gunnlaug Scheving, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson, Svavar Guðnason og Þorvald Skúlason ásamt tveimur skúlptúrverkum úr massívum eir. Eru það höggmynd af föður Guðna, Ólafi Árnasyni, og „Fugl- inn“, en verkin gerði Sigurjón Ólafsson. Þá hefur safnið einnig fengið listaverk að gjöf frá hjónunum Guðríði Stefánsdóttur og manni hennar Kirby Green. Átján myndir flestar eftir Jóhannes Kjarval og Gunnlaug Scheving en auk þess verk eftir Ásgeir Bjarn- leifsson, Finn Jónsson, Guðmund Einarsson og Ólaf Túbals. Þrjár grafíkmyndir hafa nú hlotnast safninu og eru þær eftir Erró, Guðmund Guðmundsson. Gefendur þeirra eru hjónin Kon- ráð Axelsson og Sigríður Skúla- dóttir. að gjöf Þá færði Donald Ream, eigin- maður Ragnheiðar J. Ream, safn- inu fjórar vatnslitamyndir eftir látna eiginkonu sína. Einnig var safninu gefið málverk Úr Grjóta- þorpinu eftir Gunnlaug Scheving, en þau afhentu Gunnlaugur Þórð- arson og Herdís Þorvaldgdóttir. Þá eru einnig tvö málverk eftir Baldvin Björnsson, gjöf frá erfingjum listamannsins. Sigurjón ólafsson mynd- höggvari við verk sitt, Fugl- inn, sem Guðni ólafsson, bróðir hans, hefur gefið safn- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.