Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakió. Yfirskyggður af heilögum anda Þaö er óhuKur í þjóðinni. Því veldur ástand efnahags- og atvinnumála, sem versnar óðfluga, en við völd ríkis- stjórn, sem er eins og hundur og köttur, þegar ráðherrarnir koma fram fyrir alþjóð. Er þá ýmist að þeir hvæsa eða urra en forsætisráðhera lætur sér vel líka og brosir út í annað munnvikið. Fyrir tveim mánuðum voru vond fjárlög og skammsýnar ráðstafanir í efnahagsmálum réttlættar með því, að ráðherranefnd yrði skipuð og lyki störfum fyrir 1. febrúar, svo að ekki þyrfti lengur að bíða þess, að stefna yrði mótuð í efnahags- og atvinnumálum. Um efndirnar vita allir. Seint og um síðir lagði forsætisráðherra fram í ríkisstjórninni drög að frumvarpi eða frumvarp að drögum, sem Lúðvík Jósepsson segir, að jafngildi lögbindingu á atvinnuleysi og tilfinnanlegri kjaraskerðingu. Ekkert liggur á. Maður verður að gefa sér tíma. Við höfum hvort eð er misst af 1. marz. Slíkar og þvílíkar yfirlýsingar hafa síðan hrotið af vörum forsætisráðherra. Við náum samkomulagi, heldur hann áfram, og ekki verður séð, að það raski hans ró, þótt undirstöðuatvinnuvegirnir séu reknir með halla. Þó gerir hann sér grein fyrir því og talar jafnvel um það. En hann er eins og í álögum, svo að ef til vill verður að tala til hans í dæmisögum, að sjáandi sjái hann ekki og heyrandi heyri hann ekki né skilji. En Róm brennur á meðan, svo að áfram sé í líkingum talað. Og ráðamenn landsins una sér við strengleika. í sjónvarpsþætti um efnahagsmálin fyrir skömmu vakti athygli, hversu tamt forsætisráðherra var að tala í háifkæringi. Þannig sagði hann í sambandi við eignakönn- unina, sem nú er boðuð, að sum ákvæði skattalaganna nýju, sem samþykkt voru sl. vor, nálguðust það að gera Island að lögregluríki og að svo langt væri gengið að menn gætu ekki einu sinni pissað, án þess að skattaeftirlitið fylgdist með. Geir Hallgrímsson spurði hann þá, hvers vegna hann hefði samþykkt frumvarpið og af hverju hann vildi setja ný lög um eignakönnun nú, fyrst hann teldi skattaeftirlitið jafngilda allsherjar eignakönnun á hverju ári. Við því hafði forsætisráðherra þau svör að þeir Geir hefðu ekki kynnt sér þessi ákvæði nægilega vel, en þó gerði hann hvorki að játa því né neita, hvort hann væri reiðubúinn til þess nú að draga þarna eitthvað úr. Eins og Matthías Á. Mathiesen hefur vakið athygli á, verður ekki önnur ályktun dregin af ummælum forsætisráð- herra en sú, að hann hafi ekki lesið eignar- og tekjuskatts- lögin frá því í vor nægilega vel. Og það er orð að sönnu hjá Matthíasi, að það lýsir mikilli óskammfeilni annars vegar að orða lögregluríki í sambandi við umrædd lög og standa hins vegar að afturvirkum íþyngjandi sköttum, eins og gert var á síðasta hausti. Ekki var nóg með, að sú skattheimta stríddi gegn réttarvitund almennings, heldur er það álit ýmissa fræðimanna, að hún sé ósamrýmanleg stjórnarskrá lands- ins, eins og m.a. hefur komið fram í greinargóðu áliti eins af prófessorum í lögfræði. Lúðvík Jósepsson talar um, að illur andi hafi svifið yfir forsætisráðherra, þegar hann gekk frá efnahagsfrumvarpi sínu, sem aftur spurði á móti, hvort Lúðvík hefði talið sig yfirskyggðan af heilögum anda. Þetta eru skrýtnir orðalepp- ar, en ekki illa viðeigandi, meðan við völd er ríkisstjórn, sem lifir í eigin hugarheimi og tekur ekki mið af ástandinu í kringum sig. Það er orðakonfekt, sem þykir sykursætt hjá þröngum hópi manna, að stagla og stagast á því, að ríkisstjórnin stjórni í samráði við verkalýðshreyfinguna í landinu. En sú afsökun réttlætir ekki aðgerðaleysi og undandrátt í öllum stærstu málum þjóðarinnar, þegar atvinnuleysisvofan er komin í gættina. Reynslan af ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar er stutt, en afdráttarlaus. Hún hefur brugðizt hinum mikilvægustu málum ogýmsir af forystumönnum verkalýðshreyfingarinn- ar hafa kveðið yfir sjálfum sér þann örlagadóm, að þeir dugi ekki, þegar á reynir. Maðurinn og umhverfið á ráðstefnu á Kjarvalsstöðum RÁÐSTEFNA um manninn og umhverfið, sem Líf og land gengst fyrir hefst á Kjarvalsstöðum kl. 9.15 í dag, með setningarávarpi Jóns óttars Ragnarssonar. Verða síðan flutt 20 stutt erindi, sem tekin hafa verið saman í prentuðu riti fyrir ráðstefnugesti. Einnig þau 11 erindi, sem flutt verða á morgun. Viðfangsefninu hefur verið skipt í þrjá þætti. Fyrir hádegi í dag verður fjallaö um fortið og aðdraganda. Páll Bergþórsson talar um íslenzkt veðurfar, Sigurður Þórarinsson um að búa á eldfjalli, og Ingvi Þorsteinsson um landgæði fyrr og nú. Eftir stutt hlé talar Björg Einarsdóttir um áhrif umhverfis á Islendinga, Björn Þorsteinsson um helstu áhrifavalda í sögu okkar og Aðal- steinn Ingólfsson um íslenzka list. Og fyrir matarhlé tala loks Hörð- ur Agústsson um íslenzka húsa- gerð og Lýður Björnsson um Reykjavík sem höfuðstað. Fund- arstjóri fyrri hluta dagsins er Bjarni Þjóðleifsson. Eftir hádegi verður fjallað um manninn í nútímanum. Magnea Matthíasdóttir nefnir erindi sitt Grænt malbik og gulrófnagarður, Ernir Snorrason talar um hug- myndafræði og borgarskipulag og Heimir Hannesson um þróun umhverfislöggjafar og alþjóðlegt samstarf. Eftir stutt hlé talar Sigurður Guðmundsson um skipulag og áætlanagerð, Sigfús Jónsson um búsetuþróun frá stríðsárum og Bjarni Reynarsson um manninn í borgarhverfi. Þá tala Þorvaldur S. Þorvaldsson um fegurð, smekk og arkitektúr, Magnús Bjarnfreðsson um staðl- að líf og Indriði G. Þorsteinsson um fjölmiðla og áhrif þeirra. Og aö loknu siðasta fundarhléi talar Þorbjörn Broddason um fjöl- skylduna og íslenzkt samfélag, Brynjólfur Ingvarsson um áhrif skipulags á sálarlíf og Inga Jóna Þórðardóttir fjallar um menntun- armál i brennidepli. Fundarstjóri er Lilja Ólafsdóttir. A morgun, sunnudag, verður svo fjallað um framtíðina: Hvert skal haldið og hefst ráðstefnan kl. 9.00. Hrafn Gunnlaugsson nefnir sitt erindi Skrattinn úr skipu- leggnum, Geir Vilhjálmsson ræð- ir leit að lífshamingju og Gestur Ólafsson talar um valkosti í skipulagi. Þá talar Sigurður Lín- dal um löggjöf í framtíðinni, Einar Þ. Asgeirsson um ný við- horf í umhverfismótun og Gylfi Gíslason um listamanninn og þjóðfélagið. Næstu ræðumenn eru Gunnar Kristjánsson er fjallar um trúna og mannlífið, Sveinn Runólfsson um gróðurþróun, Tómas Ingi Olrich um ný viðhorf í menntunarmálum. Og síðast tala Sveinbjörn Björnsson um orku- þurrð og allsnægtir og Jóhannes Nordal veltir upp spurningunni: Hvers konar framtíð? Ráðstefnu- slit eru kl. 1 á hádegi, Sturla Friðriksson slítur ráðstefnunni og talar um líf í landi. Fundar- stjóri á sunnudag er Elín Pálma- dóttir. R^ðstefnan er öllum opin. Þátt- tökugjald er 4000 kr., en 50% afsláttur fyrir skólanemendur. Lágafellskirkja 90 ára jr Arleg kirkjuvika hefst í dag LÁGAFELLSKIRKJA á 90 ára afmæli í dag, 24. febrúar. í tilefni afmælisins hefur hin árlega kirkjuvika safnaðarins verið færð fram um eina viku og standa hátíðahöld yfir í viku. Dagskrá kirkjuvikunnar verð- ur sem hér segir: Laugardagur 24. febrúar: Barnasamkoma kl. 10.30 f.h. — 90 ára afmælis kirkjunnar minnst. Hópur æskufólks úr Grensássókn kemur í heimsókn. Barnalúðrasveit úr Mosfells- sveit leikur undir stjórn Birgis D. Sveinssonar. (Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum til kirkju). Sunnudagur 25. febrúar: Hátíðamessa kl. 14.00 — Kirkjukór Lágafellssóknar syngur. Sóknarprestur predikar. Sr. Bragi Friðriksson, prófastur þjónar fyrir altari ásamt sókn- arpresti. Gengið verður til altar- is. í lok messunnar flytur prófastur ávarp og gjafir verða afhentar. Þriðjudagur 27. febrúar: Kirkjukvöld kl. 21.00 — For- maður sóknarnefndar Kristján Þorgeirsson flytur ávarp. Ragn- ar Björnsson flytur orgelverk. Sólveig Björling syngur einsöng við undirleik Ragnars Björns- sonar. Ræðumenn verða: Gunn- laugur Stefánsson, alþingismað- ur, Pétur Bjarnason, skólastjóri. Ragnar Björnsson mun leika á orgel 20 mín. á undan athöfn- inni. Föstudagur 2..mars: Kirkjukvöld kl. 21.00 — Quintett leikur undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur. Gunnfríður Hreiðarsdóttir syngur við und- irleik Páls Kr. Pálssonar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Sighvats Jónssonar. Ræðumenn verða: Dr. Björn Björnsson, prófessor, Gréta Aðalsteinsdóttir, hjúkr- unarkennari. Fyrir athöfn mun Vestur-íslendingurinn William Jón Holm, leika á orgel. Sunnudagur 4. mars: Æskulýðsdagur þjóðkirkjunn- ar. — Félagar úr Æskulýðsfé- lagi Lágafellssóknar hafa messugjörðina að miklu leyti í sínum höndum, flytja bænir, lesa ritningarorð, minna á ár barnsins. Elva Björk Jónatans- dóttir flytur hugvekju. Blásarar aðstoða við undirleik sálma- söngs. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum í kirkju þennan dag og taka þátt í æskulýðsmessunni. Nemendur ML sýna á Seltjarnarnesi LAUGARDAGINN 17. febrúar frumsýndu nemendur Menntaskól- ans að Laugarvatni tvo einþáttunga eftir Dario Fo: Lík til sölu og Nakinn maður og annar í kjólfötum. Þýðandi er Sveinn Einarsson. Sigrún Björns- dóttir leikstýrði, og er þetta í annað sinn sem hún leikstýrir þar. Leiknum var vel tekið, enda góður í alla staði. Þættirnir voru æfðir upp í tilefni af árshátíð Menntaskólans að Laugarvatni, en einnig hafa þeir verið sýndir f Aratungu og á Selfossi. Síðasta sýning verður í félagsheimil- inu á Seltjarnarnesi sunnudaginn 25. febrúar kl. 21. Úr Lík til sölu. Á myndinni eru Kristófer Gunnarsson, Ari Páll Kristinsson og Jóhann Emilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.