Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 21 2500 íslendingar við störf— 5000 bandarískir Vallarbúar — 2 „hermenn” á Vellinum — 6000 millj. kr. í laun til íslendinga hjá hernum Undarlegt sambland af bœ, flugstöð og herstöð Byggðin á Keflavíkurflugvelli er í raun- inni undarleg blanda af bæ, flugstöð og herstöö. Á íslenzkan mælikvarða er þetta líklega stærri bær en margur gerir sér grein fyrir, því láta mun nærri að á Vallarsvæðinu séu daglega um 7000—7500 manns. Þar af eru um 5000 Bandaríkjamenn, einkum fjölskyldufólk, og um 2500 íslendingar vinna á Vellinum og flestir þeirra hafa unnið þar um árabil. Liðlega 1000 íslendingar vinna hjá Varn- arliðinu þannig aö segja má að um 25% Varnarliðsins séu íslendingar. Af íslend- ingunum eru % búsettir á Suöurnesjum, en hinir eru frá Stór-Reykjavíkursvæðinu. Byggðin á Keflavíkurflugvelli hefur allt sem einn bær þarf að hafa, þjónustufyrir- tæki, verzlanir, kirkju, sjúkrahús og margs konar tómstunda- og félagsaðstöðu, en þáttur íslendinganna er fremur í þá átt að þeir gegni þarna störfum í stóru fyrirtæki þar sem markmiöið er tvíþætt, flugsam- göngur við landið og öryggl íslands á taflborði þjóða heims. Morgunblaðiö heimsótti Keflavíkurflugvöll fyrir skömmu til þess aö ræða við íslendinga sem vinna á Vellinum störf sem eru tengd Varnarlið- inu, en að sjálfsögðu er hér aðeins um sviþmynd að ræöa, því á svæðinu vinna ef svo má segja allar stéttir landsmanna. Bandaríski herinn greiddi á s.l. ári um 6 milljarða króna í laun til um 1000 íslenzkra starfsmanna sinna og sýnir það hve miklu máli þessi vinna skiþtir fyrir mikinn fjölda fólks. Fyrir nokkru tilkynnti Bandaríkjaher að í herstöðvum víða um heim yrði tekin upp sú regla að ráða aðeins einn nýjan starfsmann í staðinn fyrir hverja fimm sem hættu. Þetta var hugsað sem langtíma- áætlun þar sem lítil hreyfing er ávallt í starfsliði í slíkum stöðvum eins og reynsl- an hefur sýnt hér á landi, því flestir íslenzkir starfsmenn Varnarliösins hafa unnið mjög lengi á Vellinum. íslenzk stjórnvöld fóru fram á það að þessi regla yrði ekki látin gilda hér á landi og var komið til móts við það þannig að í staðinn fyrir hverja tvo sem hætta, verði einn ráðinn. Þeir sem þekkja vel til þessara mála telja þó að þessi reglugerð komi vart til framkvæmda í raun, því ekki er útlit í bráð fyrir að unnt sé að fækka starfsfólki við hin ýmsu mikilvægu störf. Það sem er m.a. sérstætt við störf íslendinga fyrir Bandaríkjaher er það, að þar gildir ótakmarkaður aldur til starfa svo fremi að menn geti unnið og vilji það. Elztu íslenzkir starfsmenn Varnarliðsins eru á áttugasta aldursári, en nýlega hætti einn 82 ára gamall. í þessum efnum er einstaklingurinn látinn gilda, en ekki kerfiö og reynt er að meðhöndla öll slík mál á manneskjulegan hátt. Mun það sjónarmið ríkjandi í þessum efnum að þaö sé mannréttindasvipting að banna heil- brigðu fólki aö vinna. Þá er mikið um það að starfsfólk á miðjum aldri og eldra sæki um störf sem henta því vel á Vellinum og nú eru biðlistar í ýmis störf sem enginn vildi vera í áður, svo sem ýmis verka- mannastörf, ræstingu og fleira. Öll ábyrgðarmeiri störf fyrir Varnarliðið eru auglýst til þess að gefa fólki möguleika á að skipta um starf og hljóta viðurkenningu fyrir góða þjónustu. Þá hefur það tíðkast að veita starfsverðlaun fyrir 10, 15, 20 og 25 ára starf. Hjá íslenzkum aðalverktökum starfa nú um 400 manns á Vellinum að undirverk- tökum meðtöldum svo sem málurum, smiðum, pípulagningamönnum, rafvirkj- um og fleirum. Meirihluti starfsmanna Aðalverktaka eru Suðurnesjamenn, en fyrirtækið vinnur aðallega við nýbyggingar og einnig viðhald bygginga. Vinnutími starfsmanna er frá kl. 7.20 til 6 alla virka daga nema föstudaga en þá er unnið til 4. Vinnuvikan miðast við 40 stundir í dag- vinnu og 9 stundir í eftirvinnu. Mötuneyti Aöalverktaka er mjög stórt, en á 22 ára tímabili sem Friðrik Eiríksson hefur verið yfirbryti hefur hann afgreitt yfir 15 milljón matar- og kaffiskammta. Af 5000 Bandaríkjamönnum sem nú eru á Vellinum eru um 3000 sem gegna störfum á vegum Bandaríkjahers, en menn skemmta sér stundum yfir því á Vellinum að sýna fram á það að á Vellinum séu aðeins tveir hermenn, því þegar talað er um hermenn (soldiers) í Bandaríkjaher er átt við menn úr landher og það eru aðeins tveir slíkir á Vellinum nú. Aftur á móti eru 1000 flughermenn, um 1800 úr sjóhernum, 110 úr landgöngu- liðinu og 3 úr strandgæzluliðinu. Allir Bandaríkjamennirnir búa nú innan Vallar- svæðisins nema 35 fjölskyldur óbreyttra starfsmanna, þ.e. þeirra sem ekki gegna herþjónustu. Hér fara á eftir samtöl við nokkra íslendinga úr þeim fjölmörgu greinum og stéttum sem vinna störf tengd Varnarliö- inu á Keflavíkurflugvelli: Grein: Árni Johnsen og Sighvatur Blöndahl — Mgndir: Ragnar Axelsson, greinarhöfundar og fleiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.