Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. PEBRÚAR 1979 23 Yfirleitt gengur þetta mjög fljótt fyrir sig og þegar menn hafa borðað fara þeir annað hvort í skálann til sín eða í tómstunda- stofurnar hér, þar sem hægt er að leika borðtennis, billjard og fleira, sumir grípa í spil í matartímanum og á kvöldin fara margir í setu- stofuna. Það er mjög traust starfslið hér og margir hafa unnið árum saman. Þegar fækkar eru þeir alltaf eftir sem hafa unnið lengst og sumir hafa unnið hér frá upphafi. A sumrin vinnur oft margt skólafólk hér, en margt starfsfólkið býr hér á svæðinu í húsnæði Aðalverk- taka.“ Friðrik kvaðst sjálfur búa í Garðabæ, en hann ekur heiman og heim kvölds og morgna. I aðal- mötuneytinu þar sem nokkrir tugir manna vinna er m.a. kjöt- vinnsla en þar er morgunmatur og morgunkaffi, hádegismatur, síð- degiskaffi, kvöldverður og kvöld- kaffi milli 9 og 10. lygilegt, en um 50% af öllum flutningi varnarliðsmanna til landsins verður fyrir einhvers konar skemmdum þó flestar séu smávægilegar," sagði Guðmundur ennfremur. Guðmundur sagðist vera í því fyrir hádegi að taka við kröfunum en á daginn færi hann um völlinn og skoðaði hina skemmdu hluti. „Síðan þarf ég að gera nákvæma skýrslu um hvert tjón sem er send til yfirvalda hér og þau meta síðan hvað viðkomandi er bætt“, sagði Guðmundur. Aðspurður sagði Guðmundur að langmest væri um að vera á sumrin hjá sér enda veldu hermennirnir gjarnan sumartímann til flutninga af ýmsum ástæðum, t.d. vildu menn koma sem minnstu róti á börnin sín með því að rífa þau úr einum skóla og setja í annan. Síðan væru rólegir dagar á veturna þegar hann annaði því sem bærist. hætti búskap og fór að vinna hjá Varnarliðinu? Það lágu ýmsar ytri ástæður til þess. Eg fluttist í bæinn, vann þar í 3 daga og fékk síðan vinnu hjá hernum og hef alltaf unnið á sama stað, hef aldrei sótt um annað. Yfirleitt er þessi verkamannavinna úti við, hitt eru undantekningar. Þetta eru almenn störf og unnið frá 8 til 5 á daginn." Finnur býr í Keflavík, á Heiða- vegi 24, ásamt eiginkonu sinni, Fanney Jósepsdóttur. „Jú, mér hefur líkað ágætlega að vinna hjá hernum og hef aldrei lent í neinu stríði við hann. Eg get ekki sagt að ég finni neitt fyrir því að vinna í herstöð, þetta gengur alveg eðlilega fyrir sig og reyndar eðlilegar en víða annars staðar í okkar þjóðfélagi, því hér er mönn- um ekki sagt upp störfum eftir aldri. Ef menn geta og vilja vinna þá er enginn hámarksaldur. Eftir vinnu? Maður heldur sig heima við, er orðinn of gamall til þess að skælast á böllin, nokkuð gamall. Jú, það er áberandi að menn vinna hér ár eftir ár og það myndu þeir ekki gera ef þeim líkaði vinnan illa.“ „Bezti vinnustaður sem ég hef unnið á” „ÞAÐ er alveg „súperfínt“ að vinna hér, starfsandinn er alveg einstakur. og svo til að kóróna þetta er Trausti yfir- maður okkar alveg stórkost- legur," sagði Anna Magga aðstoðarverzlunarstjóri í Navy Exchange stórverzluninni á Keflavíkurflugvelli er við hitt- um hana að máli. — „Þetta er án efa langbezti vinnustaður sem ég hef unnið á, við erum hér um þrjátíu stelpur, flestar íslendingar og nokkrar banda- rfskar. Það má þvf segja að það sé alveg einstakt að ekki komi upp nein veruleg vandamál þar sem konur eru einu starfs- mennirnir, fyrir utan Trausta að sjálfsögðu. Þá hefur skapast mjög skemmtilegt samband við við- skiptavini okkar sem eru allir hermennirnir á vellinum og fjölskyldur þeirra. Þetta er eina stórverzlunin inni á vellinum svo hér er oft þröngt á þingi sérstaklega eftir útborgun sem er um miðjan mánuðinn," sagði Anna Magga ennfremur. Aðspurð sagði Anna Magga það rétta stefnu sem tekin hefði verið hjá Navy Exchange að þar hefðu Islendingar algeran forgang til starfa fram yfir Bandaríkjamenn. Það kæmi vart fyrir að Bandaríkjamaður væri ráðinn í starf sem Is- lendingur hefði innt af höndum áður, og henni fyndist að þessi háttur ætti að vera hafður á í öllum deildum á vellinum, ís- lendingar ættu að vinna öll þau störf sem mögulegt væri. Anna Magga sem er Suður- nesjabúi sagði að flestir starfs- menn hjá Navy Exchange væru af Suðurnesjum nema hvað fjór- ar stelpur væru af Reykjavíkur- svæðinu. á dag. — Hann kvað nei við og sagði að þau væru fjögur saman vinnufélagar sem skiptust á að keyra svo að það væri auðvelt að sofa þrjár vikur af hverjum fjórum á leiðinni sem venjulega er ekin á hálfum og upp í klukkutíma. Ennfremur kom fram hjá Magnúsi að starfsmenn Varnarliðsins fá sérstakan ferðastyrk sem nemur farinu með hópferðabílnum sem fer milli Reykjavíkur og Kefla- víkur og að auki fá starfsmenn greiddar 40 mínútur í eftirvinnu dag hvern. „Akureyri, Húsavík og Vestmannaeyjar vinsœl- ustu ferðamannastaðirnir í augum vamarliðsmanna” „ÞAÐ má eiginlega segja að ég sé fæddur í þessum „bransa" því ég hef unnið að ferðamálum má segja frá því að ég hætti skóla- göngu", sagði Magnús Guðmundsson starfsmaður ferða- skrifstofu Varnaliðsins í samtali við Mbl. „Ég byrjaði hér fyrir rúmum tveimur árum eftir að hafa unnið við hliðstæð störf bæði hjá Flug- leiðum og ferðaskrifstofum í bæn- um og mér líkar þetta mjög vel,“ sagði Magnús ennfremur. Aðspurður sagði Magnús að varnarliðsmönnum væru mest seldir farmiðar til Akureyrar og nokkuð til Húsavíkur yfir vetrar- tímann hér á landi en á sumrin væru Vestmannaeyjar langvin- sælastar. — Af erlendum stöðum er mest selt af farmiðum innan Bandaríkjanna en þá hafa her- mennirnir fengið frítt far með herflutningavélum yfir hafið. Þar sem Magnús er einn þeirra fjölmörgu starfsmanna Varnar- liðsins sem eiga heimili í Reykja- vík inntum við hann eftir því hvort hann þreyttist aldrei á þessum stöðugu löngu ferðalögum tvisvar Okkar keppi- nautar eru pöntunar- listarnir „Það má segja að ég hafi komið með hernum, því ég hóf störf hér 1952 við verzlun hersins, sem er með stærstu verslunum á landinu og ákaf- lcga vel skipulögð í alla staði. Þar er vöruverð mjög hag- stætt, því allar vörur eru keyptar inn með tilboðum, bæði sértilboðum fyrir verziunina á Vellinum og einnig með tilboðum fyrir allar herverzlanir banda- ríkjahers víða um heim. „Hið lága verðlag hér,“ sagði Trausti, „er hlunnindi sem eru hluti af kaupi starfs- manna í flotanum, en ágóðinn af verzluninni rennur til þess að byggja upp bókasafnið hér á Vellinum, reka sundlaugina, og ýmis félagsstörf." Verzlunin sem Trausti veitir forstöðu er eina verzlunin á Vellinum og þar verzla um 5000 manns, en aðeins banda- rískir borgarar geta verzlað þar. Þessi stóra verzlun er nú til húsa undir einu þaki en var þar til í sumar í 7 bröggum. 43 manns vinna þar við af- greiðslu og þar af eru 37 Islendingar, flest konur. Það sem verzlunin leggur mesta áherzlu á er lágt verð og góð þjónusta, bæði hvað varð- ar vöruval og viðgerðir. „Keppinautar okkar eru ekki kaupmaðurinn á horninu eða verzlunin í næstu götu, okkar keppinautar eru pönt- unarlistarnir," sagði Trausti, „möguleikarnir á að kaupa hagkvæmt víða að úr heimin- um. Annars verzlum við einnig við íslenzka heildsala, en það eru aðeins 2—3 heildsalar sem standast verð miðað við það sem er hagstætt erlendis frá, en þeir bregðast aldrei."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.