Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRUAR 1979 „Nefndu staðinn, við fínnum leiðina ” „VIÐ bókum fólk hvert sem er, nefndu aóeins staðinn og við munum koma þér rétta leið,“ sagði Magna Guðmundsdóttir forstjóri Ferðaskrifstofu Varn- arliðsins, en skrifstofan sinnir ferðaþjónustu fyrir þúsundir Varnarliðsmanna árlega. „Við erum með umboð fyrir Flugleiðir og bjóðum m.a. allar feröir sem hægt er að bjóða á íslandi. Mest er þó pantað hjá okkur til Bandaríkjanna og Evrópu t.d. skíðapakkar Flug- leiða og á sumrin eru Vest- mannaeyjar og Akureyri vin- sælustu staðirnir. Einnig eru vetrarferðir vinsælar og nú um helgina fara 50 manns frá okkur á skíði til Akureyrar og Húsa- víkur. Það er mikið um það að fjölskyldur ferðist innanlands og slíkt hefur aukizt mjög undanfarin ár. Varnarliðsmenn virðast hafa mikinn áhuga á að skoða landið með fjölskyldum sínum.“ Ferðaskrifstofan er til húsa í „nokkurs konar Glæsibæ Vall- arins,“ eins og blaðafulltrúi Varnarliðsins orðaði það, því ýmiss konar þjónusta er þar undir sama þaki. Má nefna veitingastofu, sparisjóð, póst- hús, einkennisbúningaverzlun, rakarastofu, klæðskera frá Hong Kong, bílaumboð, sjoppu og fleira. Magna býrí Njarðvíkum, en hún hefur unnið í 10 ár á Vellinum, þar af 4 í ferðaskrif- stofunni. „Það er sérstaklega góð stemmning hér” „HELDURÐU AÐ ég væri búin að vinna í þessari verzlun í 10 ár ef mér líkaði það ekki,“ sagði Ingi- björg Gísladóttir sem vinnur í verzlun hersins, „ég kann vel við vinnuna og þetta er gott og ljúft fólk sem maður umgengst, svo það er ekki undan neinu að kvarta.“ Flest starfsfólk verzlunarinnar er úr Keflavík og nágrenni en þrír eru úr Reykjavík. Vinnutíminn er frá 9,30 á morgnana til 5 og til 3 á laugardögum, en lokað er á sunnu- dögum og mánudögum m.a. til þess að starfsfólkið hafi tíma til að sinna persónulegum þáttum í við- skiptum og öðru. „Það er sérstaklega góð stemmning hér,“ sagði Ingibjörg, „og maður myndi ekki vinna svona vel fyrir alla yfirmenn. Það er einnig skemmtilegt að kynnast fólkinu hér, margir eru í tvö ár þannig að maður kynnist því smátt og smátt og svo eru margir sem eru lengur. Ég hef unnið t.d. í frystihúsi og við störf í öðrum verzlunum, en í þessari nýju verzl- un er mjög góð aðstaða." Á 78. ald- ursárinu í fullu fjöri „ÉG ER óðum að nálgast 78. aldursárið og hef unnið hjá fyrir- tækinu nær frá því að það var stofnað í kringum áramótin 1954—1955,“ sagði Jón Björnsson innkaupastjóri hjá íslenzkum aðalverktökum er við litum við hjá honum á skrifstofunni. Jón sagðist reyndar hafa verið setztur að mestu í helgan stein fyrir allnokkru síðan vegna aldurs nema hvað hann var í hálfu starfi þar til innkaupa- stjórinn sem við tók af honum forfallaðist og hann tók upp þráðinn að nýju og er nú í fullu starfi. „Nokkur samdráttur í störfum hjá Aðalverktökum ” ÞORKELL Jónsson yfirverk- stjóri hjá íslenzkum aðalverk- tökum hefur unnið á Veilinum síðan 1951, fyrst hjá Sameinuð- um verktökum og síðan Aðal- verktökum frá 1957. Þorkcll er búsettur í Kópavogi og kvað hann þð algengt að menn af höfuðborgarsvæðinu hópuðu sig saman í einkabíla til vinnu á Vellinum. „Þau verkefni sem við erum með nú er t.d. nýi flugturninn, en verið er að ljúka við þá byggingu og verður hún væntan- lega tekin í notkun í júní. Þá er verið að byrja á byggingu fyrir herinn, ryðvarnarstöð fyrir orr- ustuflugvélar þar sem unnt verður að þvo þær og mála. Þá er verið að vinna viðbyggingu afrennsliskerfis frá Vallarstæð- inu til þess að fyrirbyggja möguleika á olíumengun út í jarðveginn. Þau verkefni sem verða á næstunni eru m.a. bygging sprengigeymslu fyrir flugskeyti, bygging rannsóknastofu fyrir flugherinn og í vor á að byrja á endurbótum á flugbrautarljós- um, en af um 400 starfsmönnum Aðalverktaka um þessar mundir eru um 100 verkamenn. Þá stendur til að endurbæta mötuneyti, gera flugvöllinn full- komnari með því að slétta mis- fellur með brautum og endur- bæta lýsingu og aðflugsljós og einnig stendur til að byggja nýtt olíukerfi til þess að nota til áfyllingar á orrustuflugvélarn- ar.“ Annars sagði Þorkell, að nokkur samdráttur væri í störf- um hjá Aðalverktökum, 30—40 smiðir hefðu hætt störfum s.l. haust og nú væri búið að segja 15 upp um næstu mánaðamót. Hins vegar sagði Þorkell, að flestir starfsmenn þarna hefðu unnið 5—10 ár, en fækkun hefði orðið undanfarin ár. Flest starfsfólk var á vegum Islenzkra aðalverktaka á árunum 1960—1965 eða um 1000 manns. „Fœkkunarregla Bandaríkjastjórnar óframkvœmanleg ” „í DEILDINNI hér gerum við allar fjárhagsáætlanir fyrir herinn, fyrir árið í senn,“ sagði Skúli B. Árnason starfsmaður í Áætlanadeild Varnarliðsins. — Sem dæmi um áætlanir nefndi Skúli að þeir gerðu langtímaáætlanir um hvenær heppilegt væri og hvenær varnarliðið gæti hreinlega fjárhagslega flutt menn á milli herstöðva. Það væri nokkuð útbreiddur mis- skilningur meðal almennings að herinn hefði alveg ótak- mörkuð fjárráð. — Þvert á móti væri honum árlega skömmtuð ákveðin fjárveit- ing sem hann yrði að halda sig innan. Peningarnir sem úr væri að moða kæmu vanalega inn í febrúar og þá þyrfti fjárhags- áætlunin að liggja fullbúin fyrir svo hægt væri áð hefja dreifinguna milli einstakra deilda innan hersins. Um starfið sjálft sagði Skúli að það væri með ágætum, væri nokkuð fjölbreytt og svo ynni hann líka með mjög góðum mönnum, þar sem meiri hlutinn væru íslendingar, en yfirmaður deildarinnar væri Bandaríkjamaður. Aðspurður um hina nýju reglu Bandaríkjastjórnar um að í stað hverra tveggja starfsmanna sem hættu störf- um yrði aðeins einn ráðinn í staðinn sagði hann hún gæti aldrei gengið í reynd, þar sem mikill fjöldi þeirra starfa sem unnin væru á vellinum væru algerlega ómissandi. Þá kæmi reglan örugglega mjög illa niður á íslendingum í starfi þar sem atvinnuástandið á Suðurnesjum væri eins og allir vissu ekki til að hrópa húrra yfir. „Samskiptin við varnar- liðið mjög góð” Hann sagðist eyða langmestum tíma sínum þar syðra þótt hann byggi formlega í Reykjavík. — „Ég fer svona að meðaltali tvisvar sinnum í viku í bæinn, enda byrjum við að vinna hér snemma morguns eða klukkan 08.00 og vinnum til 17.00 á daginn nema á fimmtudögum og föstudögum. Á fimmtudögum er unnið hér frá 08.00 til 18.00 en aftur á föstudög- um aðeins til 16.00 þannig að menn hafi rýmri tíma, sérstaklega þeir sem koma langt að,“ sagði Jón. Jón sagði að nær öll starfsemi Islenzkra áðalverktaka færi fram á Keflavíkurflugvelli nema hvað bókhaldsdeildin væri með aðsetur í Lækjargötu 12 í Reykjavík. Sú deild sæi um öll banka- og tolla- mál fyrirtækisins. „OKKAR samskipti við Varnar- liðið ganga að öllu leyti mjög vel en því er ekki að neita að nokkuð er um óánægjuraddir meðai starfsmanna Varnarliðs- ins vegna þess hversu Banda- ríkjamenn ganga mikið inn í störf sem áður voru unnin af íslendingum,“ sagði Ástþór Val- geirsson starfsmaður hjá Olíufé- laginu. Hann sagði ennfremur að sam- kvæmt hans mati ætti að stefna að því að Islendingar gengju inn í öll störf á vegum varnarliðsins sem nokkur möguleiki væri á eins og t.d. skrifstofustörf og verzlun- arstörf. í því sambandi mætti nota regluna að þegar Banda- ríkjamaður hættir starfi yrði ráðinn íslendingur. „Annars þurfum við ekkert að kvarta, því samstarfið við Banda- ríkjamennina er eins og það best getur verið. Við störfum hér nærri 30 íslendingar hjá Olíufé- laginu á vellinum og við í minni deild erum eingöngu í þjónustu- starfi við flugvélar Varnarliðsins og vélar Flugleiða," sagði Ástþór ennfremur. Þá sagði Ástþór að herinn hefði nokkrum sinnum verðlaun- að þá hjá Olíufélaginu fyrir vel unnin störf og væru þeir að sjálfsögðu hreyknir af því og í því sambandi mætti nefna að mjög lítið væri um að menn hættu störfum, einfaldlega af því að menn væru ánægðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.