Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 25 Birgir ísleifur Gunnarsson skrifar: leggja niður ráðið, enda gæti það litlu til leiðar komið án starfs- manns. Þessi mótmæli báru ekki árangur. íþróttaráð í fjárhagsáætluninni er óvenjulítið fjármagn lagt til íþróttamála og við síðari um- ræðu fluttu vinstri borgarráðs- mennirnir tillogu um mikinn niðurskurð á þessum lið. í ljós kom, að ekkert samráð hefði verið haft við fulltrúa þessara flokka í íþróttaráði, því að þeir sáu ástæðu til að mótmæla harð- lega í sérstakri bókun innan ráðsins. Hversvegna fór allt í handaskolum Þessi dæmi, sem ég hef rakið hér að framan, sýna að öll loforðin um samvinnu um sam- ráð við nefndir borgarinnar og starfsfólk voru svikin. Glundroð- inn og vitleysan við undirbúning þessarar fjárhagsáætlunar var slíkur, að þess munu engin dæmi. Vinstri mennirnir gleymdu meira að segja að hafa samráð við sjálfa sig. Ástæðan er fyrst og fremst skortur á pólitískri forystu og getuleysi til mark- vissra vinnubragða. Það er hins- vegar dæmigert fyrir vinstri glundroðastjórnir. Þegar fjárhagsáætlun Reykja- víkur var til afgreiðslu í s.l. viku, komu mjög til umræðu þau losaralegu vinnubrögð, sem ein- kenndu undirbúning fjárhags- áætlunarinnar að þessu sinni. Þegar vinstri flokkarnir tóku við völdum í Reykjavík var því lýst yfir, að nú ætti að taka upp ný vinnubrögð við undirbúning stærri mála, ekki sízt fj árhagsáætlunar. Samvinna við nefndir og starfsfólk_______________ Nefndir og ráð borgarinnar áttu hver um sig að fjalla ítar- lega um sína málaflokka, gera fyrst tillögur um fjárveitingar og síðan að kveða á um forgangsröð verkefna, ef ekki yrði unnt að verða við öllum þeirra tillögum. I samstarfssamningi flokkanna, sem kynntur var í upphafi kjör- tímabilsins stóð: „Flokkarnir munu beita sér fyrir því að borgaryfirvöld hafi samráð og samvinnu við borgarbúa og starfsfólk borgarinnar." Ljóst er að allt þetta fór í handsskolum við undirbúning fjárhagsáætlunarinnar. Á borgarráði og borgarstjórn dundi handa- útideild unglinga, en sú deild hefur heyrt undir félagsmálaráð og æskulýðsráð. S.l. laugardag gerði ég ítarlega grein fyrir meðferð þess máls hér í blaðinu, en á það skal minnt hér, að ekkert samráð var haft við þessi tvö ráð borgarinnar og fulltrúar allra flokka í báðum ráðunum mótmæltu harðlega. Starfsfólkið las um þessa ráðagerð í blöðun- um og mótmæltu þá af krafti. Mæðraheimilið við Sólvallagötu Við Sólvallagötu hefur um árabil verið rekið heimili fyrir væntanleg. Félagsmálaráð lagðist gegn sölu fasteignarinnar „enda komi ekki til greina að ráðið afsali sér húsnæði fyrir dagvistarþjónustu, sem þýddi í raun fækkun dagvistarrýma í Reykjavík", segir orðrétt í bókun félagsmálaráðs. Fiskræktarfulltrúi_________ Fyrir nokkrum árum var sett á stofn veiði- og fiskræktarráð og því ráðinn starfsmaður, fisk- ræktarfulltrúi. Verkefni hans var að vinna að ýmsum aðgerðum til að borgarbúar gætu betur notið þeirra veiðimögu- leika, sem eru á vatnasvæði Allt fór mótmæli frá fulltrúum vinstri flokkanna í nefndum og ráðum svo og ýmsu starfsfólki borgar- innar, sem ekkert samráð var haft við um mál, sem snerti starfsvettvang þeirra. Ég minnist þess ekki að hafa upplif- að annað eins fjaðrafok út af jafn mörgum málum eins og við afgreiðslu þessarar fjárhags- áætlunar. Um þetta skulu nefnd nokkur dæmi: Meðferðarheimilið við Kleifarveg_____________ Við Kleifarveg hefur um árabil verið rekið heimili fyrir börn sem eiga við sérstök vandamál að stríða. Heimilissjóður tauga- veiklaðra barna gaf borginni húsið í þessu skyni á sínum tíma. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fluttu fulltrúar vinstri flokkanna í borgarráði tillögu um að leggja heimilið niður og spara 8 millj. kr. Um þetta var ekki talað við nokkurn mann. Forstöðumaður heimilisins og starfsmenn lásu um þetta í blöðunum og mót- mæltu harðlega. Fræðsluráð, sem bar ábyrgð á þessum rekstri, hafði ekki verið spurt ráða og fulltrúar allra flokka í fræðslu- ráði mótmæltu af krafti. Siór hluti af starfsliði Félagsmála- stofnunar, sem hefur mikil sam- skipti við heimilið, mótmælti einnig. Útideild unKlinga Vinstri menn í borgarráði fluttu tillögu um að leggja niður borgarinnar. Starfsmaðurinn hefur unnið mjög gott starf. Það kom því mjög á óvart, þegar vinstri menn í borgarráði lögðu til að þetta starf yrði lagt niður. Allir fulltrúar vinstri flokkanna í veiði- og fiskræktarráði snérust hart gegn þessu og töldu nær að Brunaverðirnir____________ Vinstri menn í borgarráði fluttu tillögu um að lækka launa- greiðslur til brunavarða um 10 millj. kr. og það skyldi gert á þann hátt, að ekki yrði kallað út á aukavakt í stað fyrsta manns af hverjum 15 manna vakthópi, sem forfallaðist vegna veikinda. Um nokkurt skeið hefur sú regla gilt, að ávallt er kallað út á aukavakt til að tryggja að full vakt sé við vinnu hverju sinni. Þetta fyrirkomulag var tekið upp á sínum tíma í samráði við brunaverði og töldu þeir um mikið öryggisatriði að ræða. Nú skyldi maður ætla, að rætt hefði verið við brunaverði, áður en slík tillaga væri flutt og að loforðið um samráð við starfsfólkið reyndist meir en nafnið tómt. í ljós kom að ekkert hafði verið rætt við brunaverðina um málið, enda sendu þeir frá sér bréf til borgarstjórnar, þar sem þeir mótmæltu þessum hugmyndum harðlega og töldu öryggi borgar- anna stefnt í hættu. SkóladaKheimili að Skipasundi Einn daginn birtist í borgar- ráði tillaga frá vinstri þremenningunum um að selja hús, sem borgin á við Skipasund, en þar hefur verið rekið skóla- dagheimili í umsjón félagsmála- ráðs. Með herkjum tókst að fá því framgengt að félagsmálaráð fengi tillöguna til umsagnar. Þá kom í ljós, að vinstri menn í félagsmálaráði höfðu ekki hug- rnynd um að slík tillaga væri einstæðar mæður, þar sem þær hafa getað átt athvarf fyrir og eftir barnsburð. Fulltrúar allra flokka í Félagsmálaráði samþykktu tillögu um breytta starf- semi Mæðraheimilisins. Meðal þeirra, sem stóðu að tillögunni voru Gerður Steinþórsdóttir, formaður ráðsins og varaborgar- fulltrúi Framsóknar, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins og Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins. Flokks- bræður þeirra í borgarráði felldu þessa tillögu umsvifalaust og að því var stefnt að leggja Mæðra- heimilið niður. Við hverja var haft samráð um þetta mál? Ekki við félagsmálaráð, því að ráðið, vinstri menn sem aðrir, mót- mæltu eindregið. Við starfsfólk heimilisins var ekki talað og starfsfólk Félagsmálastofnunar mótmælti eindregið. skolum „Snúum vörn í sókn” um helgina: Almennir fundir sjálfstæðismanna í 5 bæjum alþingismaður og Matthías A. Mathiesen alþingismaður. FIMM almennir stjórn- málafundir sjálístæðis- manna verða haldnir um helgina á Akureyri, Hellu, Ilúsavík og í Neskaupstað og Eskifirði. Eru þetta fundir í fundaherferð sjálf- stæðismanna undir heit- inu: Þjóðin var blekkt, snúum vörn í sókn. Fundurinn á Akureyri hefst kl. 14, 24. febrúar í Sjálfstæðishúsinu og verða ræðumenn þeir Birgir ísleifur Gunnarsson og Ólafur G. Einarsson alþingismaður. Á Eskifirði hefst fundurinn kl. 14 á laugardag (24. feb.) í Félags- heimilinu Valhöll, en ræðumenn þar verða Jósep H. Þorgeirsson Á Hellu hefst fundurinn einnig kl. 14 sama dag í Verkalýðshúsinu og þar verða ræðumenn þeir Jón Magnússon lögfræðingur og Pálmi Jónsson alþingismaður. Á Húsavík hefst fundur Sjálf- stæðisflokksins í Félagsheimilinu kl. 14; 25. feb. og þar flytja ræður þeir Ólafur G. Einarsson alþingis- maður og Birgir Isleifur Gunnars- son borgarfulltrúi. í Neskaupstað hefst fundurinn kl. 14 í Egilsbúð n.k. sunnudag og þar tala alþingismennirnir Jósep H. Þorgeirsson og Matthías A. Mathiesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.