Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. KEBRÚAR 1979 VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjóni Siííhvatur Bliindahl. Minnkandi markaðs- hlutdeild Dana í skipasmíðum IUutdcild Dana í skipasmídum hcimsins minnkaði á s.l. ári niöur í 27r miöað við 2,6% 1977 og 3,1% áriö 1976 að því er haft cr eftir formælenda þeirra í Kaupmanna- hiifn í vikunni. Formælandinn sagði að aðal- ástæðan fyrir þessari minnkandi hlutdeild Dana væri aukin sam- keppni frá Suður-Kóreu, Singapore, Brasilíu og Taiwan. Vegna þessarar þróunar hefur á undanförnum árum þurft að segja upp verulegum fjölda starfsfólks eða um sex þúsund manns síðan 1975. í lok ársins 1978 lágu fyrir pantanir hjá dönskum skipasmíða- stöðvum um smíðar á 50 skipum um 644 þúsund DW tonn, og er þar um 25% minnkun frá síðasta ári að ræða. Boeing 717 verður sívinsælli hjá stóru flugfélögunum enda voru pantaðar 82 vclar á síðasta ári. Metár hjá flugvélaframleiðendum: 700 farþegaþotur pantaðar á s.l. ári - Boeing langstærsti framleiðandinn A síðasta ári voru pantaðar fleiri farþegaþotur hjá flugvéla- framleiðendum víðs vegar um heiminn en nokkru sinni fyrr eða rúmlega 700 að verðmæti rúm- icga 17 milljaröa dollara eða sem nemur um 5500 milljörðum ís- lenzkra króna. í þessum tölum eru þó aðeins | taldir þeir aðiiar sem nota ætla þoturnar eingöngu til farþegaflugs í áætlun. Eftir er þá að teija um 200 þotur sem fyrirtæki og ein- staklingar hafa pantað, sem eru að verðmæti um 5 milljarðar dollarar eða um 1600 milljarðar íslenzkra króna eða samanlagt allar þotur sem pantaðar voru á s.l. ári að verðmæti um 22 milljarðar dollara sem svarar til um 7000 milljarða j íslenzkra króna. Efstir á lista flugvélaframleið- enda eru Boeingverksmiðjurnar sem á s.l. ári fengu um 465 pantanir að verðmæti um 11.5 milljarðar dollara eða um 3700 milljarðar íslenzkra króna. — Pantaðar voru 82 Jumbo 747 þotur, 128 af miðstærðinni 727, 135 stutt- ar 737, 80 af nýju 767 fram- leiðslunni og 40 litlar 757. Næstir á eftir Boeing koma McDonnell Douglas-verksmiðjurn- ar sem á síðasta ári fengu alls 110 pantanir, 45 DC-10 breiðþotur og 65 litlar DC-9 þotúr að verðmæti um 2,5 milljarðar dollara eða um 800 milljarðar íslenzkra króna. I þriðja sæti eru bresku Lockheed-verksmiðjurnar sem fengu pantanir í 22 TriStar vélar að verðmæti yfir 1 milljarð dollara eða um 320 milljarða íslenzkra króna. Sænskir ráðgjafar Karnabæjar ásamt arkitekt nýju verksmiðjunnar, f.v. Jan Davidson, Hans G. Fernstedt og Ingimar Ilaukur Ingimarsson hjá Vinnustofunni Klöpp hf. Á milli þeirra er teikning af skipulagi einnar framleiðsluhæðar í hinni nýju verksmiðju Karnabæjar sem hefur starfsemi í ágúst næstkomandi. Ljósm. Mbl. Kristján. Ný fataverksmiðja Karnabæjar: Framleiðni fyrirtækis- ins eykst um 30% Tveir sænskir ráðgjafar á sviði fataframleiðslu dvöldu fyrir skömmu hjá Karnabæ og unnu að undirbúningi opnunar nýrrar fata- verksmiðju Karnabæjar. Það voru þeir Jan Davidson og Hans G. Fernstedt, en Jan hefur í átta ár aðstoðað Karnabæ og veitt ráðgjöf varðandi tæknileg atriði í fram- leiðslu fatnaðar. Þeir tvímenning- arnir hafa séð um skipulagningu nýju verksmiðjunnar sem verður við Dragháls og lagt á ráðin með tækjakaup í hana. Gefum þeim nú orðið: — Þegar Karnabær flytur fata- framleiðslu sína í nýju verksmiðjuna við Dragháls í ágúst tekur fyrirtækið stórt skref fram á við því þá mun framleiðnin aukast um 30 af hundr- aði. Þessi aukna framleiðni næst með stækkun verksmiðjunnar, nýjum fullkomnum tækjabúnaði og samræmingu ýmissa þátta hjá Belgjagerðinni og fataverksmiðju Karnabæjar. Nýja verksmiðjan verður um 2400 fermetrar að flatar- máli á þremur hæðum, en möguleik- ar eru á enn meiri stækkun. Á þriðju hæð verða skrifstofur og mötuneyti, á annarri hæð verða sníðaherbergi og öll fatasaumun, og á jarðhæð verða fatapressun og vörugeymslur. Alls munu 105—110 manns starfa á framleiðslusviðinu, en nú starfa þar um 80 manns. — Nýja verksmiðjan verður búin nýjustu tækní sem hægt er að fá fyrir verksmiðjur af þessari stærð. Sjálfvirkni verður komið við eins og kostur er. — Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með vextinum hjá Karnabæ í’ gegnum árin. Fyrst störfuðu sjö stúlkur að framleiðslunni og afkast- aði hver þeirra um einum jakka á dag. Verksmiðjan hefur stækkað og framleiðnin er orðin um fimm jakk- ar á stúlku á dag og eru það afköst á heimsmælikvarða, ef ekki gott betur. — Að öllu jöfnu hefur fyrirtækið verið vel á varðbergi gagnvart öllum nýjungum í tækni og á hverjum tíma verið í „takt“ við kröfur hvers tíma. Þannig hefur buxnaframleiðsla fyrirtækisins náð fram um 60% framleiðniaukningu frá því að hún fór fyrst af stað. Afköstin í buxna- framleiðslunni eru nú á heimsmæli- kvarða eða um einar buxur á fram- leiðnieiningu á hverjum 20 mínúturn. — Þróun mála hjá Karnabæ sýnir vel hvað hægt er að gera í íslenzkum iðnaði, sé réttra ráða leitað. Þetta fyrirtæki hefur verið reiðubúið til að fjárfesta og að fylgjast með kröfum hvers tíma á tæknisviðirru. Það hefur stækkað með ráðum og dáðum starfsfólks þess. Þá hafa for- stöðumenn fyrirtækisins að jafnaði sýnt mjög jákvæða hugsun og á það ekki sízt sinn þátt í velgengni Karnabæjar. Einnig hefur allur starfskraftur verið valinkunnur og því í heild um mjög samhentan og hæfan starfskraft að ræða, en það skiptir miklu máli. — Velgengni Karnabæjar er ekki sízt athyglisverð þegar aðbúnaður íslenzks iðnaðar er hafður í huga. Iðnfyrirtæki hér á landi búa við allt önnur og verri kjör en iðnfyrirtæki á Norðurlöndunum og t.d. í Englandi. En sé réttur hugsunarháttur við- hafður er ýmislegt hægt að gera. Þeir Jan og Hans hafa verið fyrirtækjum í 22 löndum til ráðgjaf- ar. Sögðust þeir ekki hafa tekið þátt í verkefni þar sem eitt fyrirtæki tæki jafn stórt skref fram á við og Karnabær gerði með hinni nýju fataverksmiðju sinni, þegar stærð markaðarins og hin harða sam- keppni væri höfð í huga. Hér væri verið að stíga risaskref. Ekkert lát virDlst vera á sltrmri stlklu Banáarlkjadoll ars þrátt lyrir ýmsar aAgerðir sem stjárnin I Washlnuton hefur hrint I Iramkveemd og að mati sárfrmðinga eru ekkl líkur til þess að Carter takist að styrkja stdðu dollarans elna ott ffskileat vffrl fyrr en líða tekur á árið. Aóalfundur Stjórnunarfélags íslands: Gróskumesta ár í sögu félagsins HÖRÐUR Sigurgestsson fram- kvæmdastjóri fjármáiadcildar Flugleiða h.f. og nýráðinn for- stjóri Eimskipafélags íslands var kosinn formaður Stjórnunarfé- lags Islands á aðalfundi þess fyrir skömmu en fráfarandi for- maður félagsins er Ragnar Halldórsson forstjóri íslenzka álfélagsins. Það kom fram í skýrslu stjórn- ar sem Ragnar flutti að s.l. ár er það gróskumesta í sögu félagsins. Teknar voru upp margar nýjung- ar í starfinu, svo sem að standa fyrir námsstefnum, en það fundarform er nokkurs konar samhland af ráðstefnu og nám- skeiði, og svipar til þess sem á erlendum tungum nefnist „scminar“. Á námsstefnum cru til umfjöllunar sérhæfð, fagleg efni sem oft á tíðum höfða til afmarkaðs hóps stjórnenda. Á vegum Stjórnunarfélagsins voru haldnar þrjár slíkar náms- stefnur. Um áramótin urðu nokkuð sterk tímamót í sögu félagsins en þá keypti það sitt fyrsta húsnæði að Síðumúla 23. Er þar um að ræða rúmlega Va þriðju hæðar hússins en á móti félaginu keypti Blaða- mannafélag íslands hinn hluta hæðarinnar. Áætlað er að flytja í hið nýja húsnæði með vorinu en gera þarf nokkrar smávægilegar breytingar þar á. — Að sögn forráðamanna félagsins hillir nú undir þann draum félagsmanna í gegnum árin að koma á fót stjórnunarmiðstöð. Þá kom fram í skýrslu Ragnars Halldórssonar um starfið á s.l. ári að það hafi einkennst af þeim sviptingum, sem áttu sér stað vegna tvennra kosninga, harðrar kjarabaráttu og þeirra efnahags- vandamála, sem Islendingar hafa átt við að etja. Þessar sviptingar hafi valdið því að sveiflan í þjóð- félaginu var öflugri og atburða- rásin örari en svo, að tekist hafi að stýra í æskilegustum farvegi þeim þáttum þjóðfélagsins sem mikil- vægast er að vel sé stjórnað. Hin öfluga sveifla samfélagsins hafi með ýmsum hætti ýtt undir frumkvæði og athafnagleði einstaklinga. Viljipn til að finna betri úrlausn þeirra vandamála sem við sé að etja hvetji menn til að gera betur og hafi þetta komið berlega í ljós í mikilli þátttöku félagsmanna í starfi félagsins. Ráðstefnur og námsstefnur og aðrir fundir félagsins hafi verið fjölsóttir, þátttaka í námskeiðum verið mjög góð og mörg þeirra verið fullsetin. Þessi hagstæðu skilyrði hafi ásamt öðru orðið til þess að fjárhagsleg afkoma félagsins á árinu var mjög góð, gerði mögu- legt að markmið þess að eignast eigið húsnæði yrði að veruleika.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.