Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 Sun“ sem hann samdi þegar hann var í Beatles á eftir að koma i ljós. Aðstoðarmenn Harrisons á plötunni eru Stevie Winwood, (hljómborð og söng- ur), Willie Weeks (bassagítar) og Andy Newmark (trommur), auk Eric Clapton á gítar. - O - 10CC verða að öllum líkindum að fresta næstu Japansferð sinni vegna slyss sem Eric Stew- art, aðalsöngvari þeirra og gít- arleikari lenti í. Eins og menn vita er fannfergi nú í Bretlandi, og hálka, en Stewart lenti ein- mitt í bílslysi er hann missti stjórn á bifreið sinni á hálku- bletti á hraðbraut og lenti fyrir utan veg. Stewart höfuðkúþu- brotnaði, en þó ekki alvarlega og er hann á skjótum batavegi. Þess má geta að 10CC flytja eitt laganna í nýrri kvikmynd John Travolta, „Moment By Moment", en lagið er „For You & I“. _ o - STEVE HARLEY er væntan- legur á markaðinn með nýja breiðskífu sem enn er óskírð. Hljóðfæraleikara á plötunni ættu íslenzkir popptónlistar- unnendur að kannast við, John Gibling, bassaleikari, sem lék í hljómsveit Jakobs Magnússon- ar, White Bachman Trio og Alan Murphy, gítarleikari, sem lék White Bachman Trio og River Band með Jakob, og auk þess Stuðmönnum. Auk þeirra eru á plötunni Stuart Elliott, sem hefur leikið á nokkrum íslensk- um plötum á trommur, Joey Carbone, hljómborð og Phil Palmer, gítar. - O - MANFRED MANN hefur ver- ið í víglínunni frá 1965 og er enn. Hann er enn með hljóm- sveitina Earth Band gangandi og rétt um þessar mundir kemur út ný breiðskífa og önnur lítil. Sú fyrri heitir „Angel Station" og hin seinni „You Angel You“ en það lag er eftir Bob Dylan. Með Manfred á plötunni eru Chris Thompson (gítar/söngur) og Pat King (bassagítar) sem hafa verið hjá honum um nokk- urt skeið auk Geoff Britton, (trommur), sem varð reyndar að hætta vegna veikinda eftir plöt- una, og Steve Waller (gít- ar/söngur), sem var í Gonzales. I stað Britton er nú kominn John Lingwood, sem lék með Leo Sayer. - O - ALICE COOPER má muna sinn fífil fegri. En þrátt fyrir það heldur hann góðum hljóm- listarmönnum og getur gert víðreist enn eins og hann hyggst nú á næstunni. Mun hljómleika- ferðin ganga undir nafninu „Madhouse Rock“ og meðal þess sem á vekja athygli eru risastór- ar viskí-flöskur, 12 dansandi hundar og kvikmyndir sýndar á tjaldi í bakgrunni. Hljómsveit hans skipa núna Davy John- stone, Steve Hunter, F'red Mandel, Whitey Glen, og Pra- kash John. — O — STEVE STILLS er líka einna sem má muna betri tíma, en fyllir þó húsin ennþá í hljóm- sveit hans eru reyndar N fleiri sem hafa getið sér gott orð eins og Bonnie Bramlett, Dallas Taylor, Mike Finnigan, George Perry og Jerry Tolman. Crosby Stills og Nash eru í fríi um þessar mundir þar af leiðandi. - O - PAUL McCARTNEY og WINGS eiga síðustu fréttina að þessu sinni. Nýverið gerði McCartney samning við CBS upp á þrjár breiðskífur. Þessi samningur slær öll fyrri met hvað staða listarnannsins er sterk. Fyrir hverja af þessum þremur fær hann $2.0Q0.000 fyrir fram þ.e. $6.000.000 fyrir þær allar sem gerir laust snarað 1.980 milljónir íslenskar krónur og þar fyrir utan fær hann 22% af söluverði hverrar plötu þ.e. ca 1400 kr. fyrir hverja plötu! Það hefur margt breytst frá Liver- pool árunum(!). Hia. Texti: Halldór Ingi Andrósson. ÞAR SEM nokkur tími er síðan síðasti fréttapistill birtist er frá nokkuð mörgu að segja. „VIDEODISC" er nýtt orð yfir nýja tegund hljóð/myndupp- töku. Videoplatan er örlítið smærri en venjuleg breiðskífa og hefur Philips-fyrirtækið framleitt spilara til að spila þessar plötur á. I tengslum við þetta tæki þarf að vera magnari, hátalarar og sjónvarpstæki. Það sem er athyglisvert við Videoplötuna er að hún mun kosta minna en venjuleg breið- skífa þar sem efnin sem hún er gerð úr eru ódýrari en vinyllinn. En miðað við verð plötu hér og í Bretlandi annars vegar og verð Videóplötunnar eins og það er áætlað á hálftíma plötu mundi Videopjata kosta hér 4.000 krón- ur. Spilarinn sjálfur er þó áætl- aður á um £350 sem myndi þýða um 450 þúsund íslenskar krónur, með öllum gjöldum, sem er þó samt nokkuð lægra en fyrir videokasettutækin sem eru komin á markaðinn hér, en kassetturnar í þær eru mjög dýrar. Á móti kemur líka að fjöðrin í hatt þeirra Gibb-bræðra. Platan hljómar strax í upphafi eins og „Greatest Hits“ plata þó öll lögin séu ný, og án efa verða flest lögin „great hits“. Nú þegar eru lögin „Too Much Heaven" og „Tragedy" „great hits“. Bee Gees fóru út í diskótónlistina fyrst á plötunni „Main Course" sem kom út 1975 og hafa síðan reist hana upp sem klassa tónlistarlínu sem á rétt á sér, vegna þess að hún er sérlega vel gerð hjá þeim og þjónar þeim tilgangi sem til stóð að efla dansáhuga. Tónlistin er sérlega taktföst, grípandi, melódísk og umfram allt einföld. Þessi taktfasta tónlist sem þeir hófu á „Main Course" og blönduðu saman við eldri stíl sinn, ballöður og raddanir, háar, silki- mjúkar, sykursætar og titrandi hefur borið góðan árangur sem er í hápunkti á þessari plötu, sem er jafnframt heilsteyptasta platan þeirra síðan þeir byrjuðu á diskó. Aðal danslögin á plötunni eru án efa „Tragedy" og „Search Find“, en strax á eftir þeim koma „Living Together", „Spirits" „I’m Satisfied" og „Love You Inside Out“ þó þau séu ekki jafn hröð. „Reaching Out“ er ein af fallegri ballöðum sem þeir hafa komið með. Það sem helst er hægt að setja út á þessa plötu líkt og aðrar plötur þeirra eru textarnir sem eru ekki beint nein listaverk en þó falla ágætlega að lögunum. Þess má líka geta að fal- setto-vælið gengur stundum út í öfgar og skemmir t.d. lagið „Stop (Think Again)“ sem er nær „soul“-tónIist en diskó. Annars verða Bee Gees — og dansaðdáendur ekki fyrir von- brigðum með þessa plötu þeirra. Hia. eigandi tækisins getur sjálfur tekið upp á kassetturnar, en ekki á plöturnar. Að sögn Phil- ips eru videoplöturnar mjög endingargóðar og slái bæði plöt- um og kassettum, sem nú eru á markaðnum, við. - O - En snúum okkur að tíma- bundnari málum, væntanlegum og nýútgefnum breiðskífum. - O - „SPIRITS HAVING FLOWN” Bee Gee (RSO/Fálkinn) Frank Zappa er enn einu sinni í útgáfuvandræðum og mála- ferlum. Er það vegna þess að hann hefur gert nýjan samning við CBS (eins og reyndar fleiri, sjá síðar), en fyrri útgáfa, Warner Brothers, sem er líka risaveldi, telur að hann skuldi þeim 2 plötur áður en CBS geti gefið nokkuð út. Warner Broth- ers eru reyndar þegar búnir að gefa út aöra þessara platna. „Sleep Dirt“ á merki þeirra Disereet, og eru með aðra „Orchestral Favorites" sem þeir ætla að gefa út í júní. CBS hins vegar ætlar að gefa út tvöfalda breiðskífu nú um mánaðamótin sem heitir, „Sheik Yerbouti“. - O - BEACH BOYS fyrrum stór- stjörnur eru nýbúnir að endur- gera og gefa út lagið „Here Comes The Night", sem var á „Wild Honey" 1967, og auðvitað í diskóútsetningu. Þeir eru nú á samning hjá CBS og CBS fékk þá til að auglýsa plötuna í diskótekum í. New York(!) Og aðrar fregnir herma líka að Brian Wilson hafi enn á ný yfirgefið hljómsveitina. - O - JEFFERSON STARSHIP hafa hægt um sig þessa dagana. Þó er nýútkomin plata frá þeim „Gold“ sem er eins og nafnið bendir til samansafnsplata. Og nú er sagt að Jess Roden, söngv- ari og gítarleikari hafi bætst í hóp þeirra auk Aynsley Dunbar. THIN LIZZY, ein af vinsælli hljómsveitum breta, er um þess- ar mundir í París að taka upp breiðskífu sem á að koma út í apríl og heita „Black Rose“. Lítil plata „Waiting For An Alibi“ er þegar komin út. - O - NEIL YOUNG hefur haft það fyrir venju að fresta sínum plötum hátt í ár frá fyrsta áætluðum útgáfudegi. Hvað það merkir að næsta plata hans komi út í júní og heiti „Rust Never Sleeps" er aldrei að vita(!) - O - JONI MITCHELL, EAGLES og EMMYLOU HARRIS eru líka öll væntanleg með nýjar plötur í apríl. - O - „GEORGE HARRISON" heit- ir ný plata þeirrar gömlu kempu, sem þýðir að hætt hafi verið við heitið „Burn“ eins og við kynntum hér fyrir nokkru. Meðal heita á lögunum á þessari plötu er „Here Comes The Moon“ en hvort það er í sama gæðaflokki og „Hera Comes The Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★ Flytjendur: Barry Gibb: Söngur. gftar / Robin Gibb: Söntfur / Maurice Gibb: Söngur, bagsa- gítar / Dennis Byron: Trommur / Biue Weaver: Hljómborð, víbrafón / Alan Kendall: Gftar / auk Gary Brown: Saxófón / Harold Cowart: Bassagftar / Joe Lala: Slagverk / Herbie Mann: Flauta / George Terry: Gítar / Daniel Ben Zebulon: Slatfverk / Blásarar: Bili Purse, Stan Webb, Neil Bonsanti, Peter Gravea, Whit Sidener, Kenny Faulk, Jamcs Pankow, Walter Parazieder og Lee Laughnane. Stjórn upptöku: Bee Gees, Karl Rich- ardson og Albhy Galuten: Það þarf sannarlega ekki að kynna Bee Gees (þó að vel gæti gerst að við gerðum það hér í framtíðinni!). Platan „Spirits Having Flown" er enn ein skraut- Vinsœldalistar London 1. ( 1) Heart of glass — Blondie. 2. (22) Tragedy — Bee Gees. 3. ( 2) Chiquitita — ABBA. 4. (16) Oliver’s army — Elvis Costello and the Attractions. 5. ( 5) Contact — Edwin Starr. 6. ( 4) I was made for dancing — Leif Garrett. 7. ( 3) Woman in love — Three Degrees. 8. (21)1 will survive — Gloria Gaynor. 9. ( 6) Milk and alcohol — Dr. Feelgood. 10. ( 9) King rocker — Generation X. New York 1. ( 1) Do ya think l’m sexy — Rod Stewart. 2. ( 2) Fire — Pointer Sisters. 3. (25) I will survive — Gloria Geynor. 4. ( 4) A little more love — Olivia Newton-John. 5. ( 3) Le freak — Chic. 6. ( 6) Y.M.C.A. — Village People. 7. (11) Heaven knows — Donna Summer with Brooklyn dreams. 8. ( 7) Too much heaven — Bee Gees. 9. (17) Shake your groove thing — Peaches and Herb. 10. (10) Shake it — lan Matthews. Fréttír úr bresku popp- pressunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.