Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR1979 3 3 stuðlað verði að því að- hrepps- nefndir og baejarstjórnir vandi val forðagæslumanna enn betur en nú er og að vinna að því með öllum ráðum að horfellir heyri sem fyrst liðinni tíð á Islandi. I bréfi sínu með þessu erindi bendir stjórn S.D.Í. á að þrátt fyrir lagareglur um góðan viðurgjörning við dýr sé það reyndin að þúsundir íslenskra húsdýra lifi árið um kring á útigangi og oft sé lítið sem ekkert eftirlit með þessum dýrum. Hvernig má hraða uppbyggingu innlends íóðuriðnaðar? Þeir Gunnar Oddsson, Guð- mundur Jónasson og Egill Bjarna- son beina því til búnaðarþings í erindi, sem þeir leggja fram að þingið taki til rækilegrar athugun- ar á hvern hátt megi frekast hraða uppbyggingu innlends fóðuriðnað- ar. I því sambandi minna þeir á álit fóðuriðnaðarnefndar, en það er að því er segir í erindinu enri óafgreitt hjá landbúnaðarráðu- neytinu. Þá leggja þeir sérstaka áherzlu á, að hið allra fyrsta verði hafin bygging graskögglaverk- smiðjunnar í Hólminum í Skaga- firði. Sömu menn leggja einnig fram tillögu á búnaðarþingi um það beiti sér fyrir því að tekin verði upp jöfnun á raforkuverði hið allra fyrsta og hraðað verði endurbótum á dreifikerfi raforku í sveitum og því breytt í þrífasa lagnir. Aukin aðstoð við að koma upp súgþurrkun Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur lagt fram tillögu um aukna aðstoð við bændur til að koma upp súgþurrkun og miðast þær við þeir styrkir, sem bændur fá út á þessar framkvæmdir verði greiddir fyrr og þá hugsanlega fyrst með láni, sem styrkur gengi til greiðslu á en einnig er sett fram hugmynd um boðið yrði upp á lán, t.d. fyrir % af kostnaði að frá- dregnum styrknum, sem greiddist að fullu á tveimur árum. Þá er lagt til að bændur eigi kost á ódýrara rafmagni til súgþurrkunar enda sé þarna um að ræða notkun á orku, þegar notkun til heimila er í lágmarki. Bændum gert kleift að stunda loðdýrarækt sem aukabúgrein Þá liggja fyrir búnaðarþingi tillögur loðdýraræktarráðunauts Búnaðarfélagsins um breytingu á lögum og reglugerð um loðdýra- rækt og miðast þær við að gera bændum kleift að stunda loðdýra- rækt sem aukabúgrein. Er í því sambandi gerð tillaga um að þvi ákvæði að forstöðu fyrir loðdýra- búi sé í höndum manns, sem hefur að baki a.m.k. eins árs reynslu í hirðingu, fóðrun og meðferð dýr- anna, verði breytt í þá veru að skilyrði verði að sá, sem veitir búi forstöðu, hafi notið kennslu í hirðingu, fóðrun og meðferð dýr- anna, sem að mati veiðistjóra og löðdýraræktarráðunauts er full- nægjandi. Er í þessu sambandi bent á að það sé mjög óhentugt fyrir venjulegan bónda, sem 'hefur hug á því að setja upp loðdýrarækt sem aukabúgrein ð dvelja um eins árs skeið fjarri búi sínu og jafnvel erlendis en hins vegar megi með samvinnu Búnaðarþingsins og bændaskólanna standa fyrir fræðslu um þessi efni, sem sé nægjanleg. Þá er lagt til að lág- marksstærð á loðdýrabúi verði 100 læður en ekki 250 læður eins og nú er enda er talið að bú með 250 læðum verði ekki rekið sem auka- búgrein. I þessu sambandi má geta þess að talið er að 100 læður ásamt hvolpum og högnum þurfti áþekkt húspláss að því er snertir stærð og 100 ær. Fundir búnaðarþings eru haldn- ir í fundarsal á annarri hæð Bændahallarinnar og eru fundir venjulega árdegis. Eru fundirnir opnir og þeim, sem áhuga hafa, frjálst að hlýða á uniræður. - t.g. Frá búnaðarþingi: Ver ða nýj ar hugmyndir til lausnar vanda land- búnaðarins viðraðar? EKKI ER að efa að framlciðslu- og markaðsmál landbúnaðarins og þær tillögur, sem fram hafa verið settar um það efni að undanförnu verða höfuðviðfangs- efni þess búnaðarþings, sem nú situr í Reykjavík. Enn á ný er fóðurbætisskatturinn og kvóta- kerfið komið á dagskrá á Búnaðarþingi og nú vegna frum- varps landhúnaðarráðherra um þessi efni, sem lagt hefur verið fyrir þingið. Þingið hefur einnig fengið til umsagnar tillögu sem Eyjólfur Konráð Jónsson hefur lagt fram í landbúnaðarnefnd neðri deildar Alþingis við frum- varpið um breytingar á fram- leiðsluráðslögunum. I tillögu Eyjólfs Konráðs segir: „I stað frumvarpsins verði ákveð- ið, að hluti niðurgreiðslna og útflutningsbóta verði greiddur beint til bænda, t.d. 6 millj. kr. að hámarki til hvers bónda árlega eða 500 þús. kr. á mánuði miðað við verðlag 1978. Rækileg skoðun fari síðan fram á því hvernig afgangin- um yrði ráðstafað." Með öllu er óvíst hvaða afstöðu búnaðarþing tekur að þessu sinni en í fyrra mælti það með fóður- bætisskattinum og kvótakerfinu en ýmislegt bendir til þess að ríkisstjórn og alþingismenn hafi í hyggju að viðra nýjar leiðir í þessum efnum fyrir búnaðarþings- fulltrúum, þó ekki sé enn ljóst í hvaða formi þær verða. Rekstrarkostnaður Búnaðarfélagins 1978 rúmar 246 millj. kr. Eins og endranær er þess að vænta að margvísleg mál af vett- vangi landbúnaðarins komi fyrir búnaðarþing en eins og kunnugt er þá er þingið eins konar fulltrúaráð og er verkefni þess að stjórna Búnaðarfélagi íslands. Er verkefni þingsins sem Búnaðarfélagsins að vera í forsvari fyrir hinni faglegu hlið landbúnaðarins og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um þau efni en það er hins vegar verkefni Stéttarsambands bænda að að vera í forsvari að því er varðar stéttarmálefni bænda. Á þinginu eiga sæti 25 fulltrúar kjörnir af félögum búnaðarfélag- anna innan viðkomandi búnaðar- sambands. Fulltrúar af svæði hvers búnaðarsambands eru ýmist einn eða tveir nema hvað fulltrúar af félagssvæði Búnaðarsambands Suðurlands eru fimm. Búnaðar- þing kemur árlega saman fyrir lok febrúarmánaðar og stendur það oftast í um þrjár vikur. I upphafi búnaðarþings gerði Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóri grein fyrir reikningum Búnaðarfélagsins fyrir árið 1978 og reyndust niðurstöðutölur rekstrarreiknings vera rúmar 246 milljónir króna. Eignir félagsins eru samkvæmt efnahagsreikningi tæpar 582 milljónir króna. Með reikningunum fylgja einnig reikn- ingar Nautastöðvar Búnaðar- félagsins og eru niðurstöðútölur þeirra rúmar 28 milljónir króna og nemur rekstrarhagnaður á árinu 1978 4,3 milljónum króna. Er sauðfjárbúskapur ekki líklegur til að hjarga þvísem bjargað verður Áður hefur verið greint frá hér í blaðinu nokkrum þeirra mála, sem þegar hafa verið lögð fram á Lagðar hafa verið fram tillögur um breytingar á lögum og reglugcrð um loðdýrarækt, sem ætlað er að auðvelda bændum að leggja stund á loðdýrarækt sem aukabúgrein. Búnaðarþingi og verður hér á eftir getið um nokkur til viðbótar en alls eru það um 20 mál, sem þegar hafa borist. Skagfirðingarnir Egill Bjarnason og Gunnar Oddsson hafa lagt fram tillögu þar sem því er beint til búnaðarþings að taka til rækilegrar athugunar, á hvern hátt megi tryggja framtíð sauð- fjárbúskapar í landinu og auka hann a.m.k. sem svarar þeim samdrætti, sem verða þarf á sviði mjólkurframleiðslunnar, þannig að hún miðist að mestu við innan- landsneyzlu. í greinargerð með tillögu sinni vitna þeir Egill og Gunnar til þeirra miklu umræðna, sem orðið hafa um nýja stefnumörkun í landbúnaði og fram hafi komið að markmið hinnar nýju stefnu ætti að vera: 1. Að miða framleiðslu land- búnaðarafurða við innanlands- markaðinn og auka fjölbreytni hennar. 2. Að skapa þeim, sem landbúnað Stunda, sambærilega afkomu miðað við aðra þegna þjóðfélagsins. 3. Að viðhalda byggðinni í land- inu með svipuðum hætti og nú er. Þá segir í greinargerðinni: „Það liggur ljóst fyrir, að til þess að framleiða það magn mjólk- ur og kindakjöts, sem markaður er fyrir innanlands, þarf ekki nema hluta af því fólki, sem nú vinnur að þessari framleiðslu. Sem dæmi þar um má benda á, að 1250 bændur með 20 kúabú og 4000 kg. innlegg eftir kúna framleiða það mjólkurmagn, sem selst á innlend- um markaði. Sama bændatala með 400 kinda bú og 20 kg af kjöti eftir vetrarfóðraða kind framleiða það magn af kindakjöti, sem innlendi markaðurinn nýtir. Því er augljóst, að hvorki auka- búgreinar né samdráttur í fram- leiðslu í stærstu búunum nægir til þess að vega upp á móti þeim samdrætti, sem verða þarf í mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslunni til þess, að hún miðist við innanlandsneyzluna. Loðdýrarækt kann að leysa ein- hvern vanda, en allt bendir til, að ef ekki er unnt að stunda hér sauðfjárbúskap og flytja út dilka- kjöt á viðunandi hátt, eigi sér stað stórfelld fækkun þeirra, er land- búnað stunda og byggja sveitir landsins. P’lestir munu sammála um, að verðbólgan eigi mesta sök á því, hvernig komið er varðandi út- flutning búvara. Víst er, að þessi sama verðbólga verkar bæði á aukabúgreinar og nýjar búgreinar, sem kunna að verða teknar upp. Því er næsta ótrúlegt, að allur vandi verði leystur með þeim. Hitt er líklegra, að hægara sé að styðja en reisa, og því beri að rannsaka til hlítar, hvort sauð- fjárbúskapurinn sé ekki líklegast- ur til þess að bjarga því, sem bjargað verður, og efling hans því eina leiðin til þess að ná þeim markmiðum hinnar nýju stefnu að tryggja bændum viðunandi af- komu og viðhalda byggðinni." Tillaga er komin fram á búnaðarþingi um að kannað verði með hvaða hætti megi hraða uppbyggingu innlcnds fóðuriðnaðar. Útigangur búfjár _______leggist niður Stjórn Sambands dýra- verndunarfélaga íslands hefur beint því til þingsins, að það beiti sér fyrir því að útigangur á búfé verði niðurlagður á Islandi, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.