Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 + Mjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar, KARL OTTAR GUÐBRANDSSON, varö bráökvaddur á heimili okkar Sævargöröum 20, Seltjarnarnesi þann 22. febrúar s.l. Guörún Haraldsdóttir og börn. t DR. OECON. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON fyrrv. hagstofuatjóri lést fimmtudaginn 22. febrúar Gair Þorsteinsson Inge Jensdóttir, Hannes Þorsteinsson, Anna Hjartardóttir, Þorsteinn Þorsteinsaon, Helga Hansdóttir, Narfi Þorateinaaon, Gyöa Guöjónadóttir, Bryndfs Þorsteinsdóttir, Helgi H. Árnason. + Útför NÖNNU GUNNARSDÓTTUR OLSON frá Vfk f Vestmannaeyjum, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. febrúar n.k. kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Sigrföur Geirsdóttir, A.G. Þormar. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö viö andlát og jaröarlör JÓHÖNNU ÓLAFSDÓTTUR, frá Breiöholti, Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki í Hátúni 10B fyrir frábæra umönnun. Vandamenn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför elginkonu minnar og móöur okkar, MAGNÚSÍNU GUDRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Austurbrún 6, Reykjavík, Hjörleifur Guömundsson, Valgerður Sigurjónsdóttir, Sigríöur Sigurjónsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, ÁRNA INGIMUNDAR KRISTJÁNSSONAR, Ásgaröi, Húsavík. Kristín Sigurbjörnsdóttir, Helgi Árnason, Jóna Kristjánsdóttir, Kristbjörn Árnason, Birna Sigurbjörnsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Pétur Lúóvík Marteinsson, Inga Ingibergsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, er veittu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, KRISTJÁNS SKAGFJÖRÐ, múrarameistara. Sérstakar þakkir færum viö hjúkrunarliöi á deild 2 B, Landakotsspítala, fyrir óviöjafnanlega hjúkrun og kærleika sem hann naut þar í löngu sjúkdómsstríöi. Guö blessi ykkur öll. Sigriður J. Skagfjörð og fjölskylda. + Alúöar þakkir færum viö öllum þeim sem vottuöu okkur samúö viö andlát og útför sonar okkar og fööur míns, KARLS ANTONS CARLSEN, Engjaaeli 11. Sérstakar þakkir færum viö læknum og hjúkrunarfræðingum gjörgæzlu- deildar Borgarspítalans fyrir frábæra umönnun. Guö blessi ykkur öll. Svava Eyþórsdóttir, Helgi Ottó Carlsen, Svava Helga Karladóttir. Sólveig Erlends- dóttir - Minningarorð Fædd 22. október 1900. Dáin 16. febrúar 1979. Hinn 19. júní 1929 giftist Sólveig Erlendsdóttir móðurbróður mín- um Páli Kristjánssyni á Reykjum á Reykjabraut. Þetta var systkina- brúðkaup, því að um leið giftist móðursystir mín Kristín Kristjánsdóttir Páli Sigfússyni Jónssonar frá Mælifelli og gifti þau sr. Sigfús Jónsson. Þegar þetta gerðist var ég 10 ára telpa að alast upp hjá afa mínum Kristjáni Sigurðssyni bónda á Reykjum. Mér er þetta mjög minnisstæður atburður og ekki síst hve ánægju- legur hann var og mikil gleði allra á heimilinu. Mér fannst Sólveig koma með sólskin í bæinn. Það gerði hennar glaða og létta lund. Það var alltaf sólskin í kringum hana hvernig sem veðrið var. En á Reykjum er mjög víðsýnt og fallegt í heiðskíru veðri og kunni unga húsfreyjan vel að meta það. Sólveig söng jafnan við vinnu sína og gekk með gleði að öllum störf- um úti og inni. Sólveig og Páll bjuggu á hluta Reykjajarðar fyrstu árin en síðar á allri jörðinni eftir að afi minn hætti að búa. Ég fór frá Reykjum 11 ára gömul og kom þangað ekki í mörg ár. Síðar kom ég þangað í sumarleyfum og bjó þá ýmist hjá Páli og Sólveigu eða afa mínum og Margréti Daníelsdóttur ráðskonu hans. Eftir dauða afa míns hélt ég áfram að koma að Reykjum með fjölskyldu mína og dvelja þar að sumrinu um lengri eða skemmrti tíma. Alltaf var okkur fagnað af aiúð og hlýju og látin finna að við værum ekki aðeins velkomin, held- ur var eins og við værum að gera þeim greiða með komunni. Þannig var það öll árin til síðustu stundar. Allir virtust vera hjartanlega velkomnir að Reykjum hvort held- ur var í stutta heimsókn eða til dvalar. Sólveig var myndarleg húsmóðir svo að af bar. Það virtist aldrei standa illa á þótt komið væri að óvörum til dvalar. Sólveigu og Páli varð ekki barna auðið, en tóku kjörson á efri árum og létu hann heita Kristján. Hann hneigðist ekki að búskap og fór snemma að heiman. Sólveig var dóttir hjónanna Erlendar Eysteinssonar bónda á Beinakeldu á Ásum A-Hún. og konu hans Ástríðar Sigurðardóttur frá Hindisvík. Hún var yngst af níu systkinum, en þau voru Sigurður og Jóhannes bændur á Stóru-Giljá, A-Hún., Eysteinn bóndi á Beinakeldu, Lárus húsa- smiður búsettur í Ameríku, Guðrún húsfreyja á Tindum A-Hún., Ragnhildur húsfreyja að Syðra-Vallholti í Skagafirði, Jósefína húsfreyja á Sauðárkróki og Sólveig sem dó í bernsku. Auk þess átti Sólveig tvær fóstursyst- ur, Jóhönnu Björnsdóttur kennara á Löngumýri í Skagafirði og Ás- gerði Guðmundsdóttur, húsfreyju á Akureyri, dóttur Jósefínu. Áf alsystkinunum er Sigurður á Stóru-Giljá einn á lífi. Að lokum vil ég votta aðstand- endum Sólveigar samúð mína. Megi minning hennar lifa. Kristín S. Björnsdóttir. Föstudaginn 16. febr. s.l. andað- ist á elliheimilinu á Blönduósi Sólveig Erlendsdóttir á 79. aldurs- ári, en hún var fædd 22. okt. árið 1900 að Beinakeldu í Torfalækja- hreppi í Austur-Húnavatnjsýslu, en þar bjuggu foreldrar hennar, Ástríður Sigurðardóttir frá Hindisvík og Erlendur Eysteins- son frá Orrastöðum. Á Beinakeldu ólst Sólveig upp ásamt sjö eldri systkinum til -11 ára aldurs, en fluttist þá ásamt móður sinni og nokkrum systkinanna að næsta bæ, Stóru-Giljá. Erlendur bóndi andaðist fyrir aldur fram, rúmlega fimmtugur, sama árið og Sólveig fæddist. Tók þá við búsforráðum á Beinakeldu elsti sonurinn, Sigurður Erlendsson, þá 13 ára að aldri. Búnaðist systkinunum og ekkjunni svo vel á Beinakeldu undir forystu Sigurðar, að þau gátu smám saman keypt Stóru-Giljá og hafið búskap þar eins og áður greinir. Fyrst í stað urðu Sigurður og Eysteinn eftir á Beinakeldu, en Sigurður fluttist síðar að Giljá. Eysteinn Erlends- son bjó á Beinakeldu alla sína búskapartíð frá 1911. Hann er faðir Érlendar Eysteinssonar, sem nú býr miklu stórbúi á Giljá. Sólveig giftist Páli Kristjáns- syni á Reykjum á Reykjabraut og hófu þau búskap þar árið 1929 og bjuggu þau þar óslitið til 1973, er Páll andaðist. Þegar Sólveig fór á elliheimilið á Blönduósi árið eftir, var hún þjáð af sjúkdómi sem talinn er ólæknandi, en hún gekk fyrst undir uppskruð vegna sjúk- dómsins þegar hún var 64 ára. Þegar Sólveig og Páll hófu búskap sinn á Reykjum, fóru erfiðir tímar í hönd þar sem var kreppan mikla og sauðfjársjúk- dómar áður en hún var afstaðin. Jarðakaupin og kreppulán gerðu og það að verkum að fyrstu 10 búskaparárin varð ekki mikið úr nauðsynlegum umbótum á jörð- inni, sem þau höfðu þó bæði fullan hug á. Þau bjuggu því aldrei stórbúi, en höfðu gott meðalbú samt og var það til fyrirmyndar um snyrtimennsku og reglusemi bæði innan stokks og utan, en Páll var allra manna vandvirkastur þeirra er ég hefi þekkt. Þeim hjónum varð ekki barna auðið en tóku kjörbarn, Kristján að nafni. í ljóði um kreppuna í bók sinni Fyrir stríð segir húnvetningurinn Erlendur Jónsson: „Fátækin var eins og moldin og grjótið: hún var alls staðar. Sumir óðu hana eins og leðju. Aðrir reyndu að moka henni frá sér. Enn aðrir lögðust flatir og létu hana verpast yfir höfuð sér.“ - Ég gríp niður á þessu þegar ég fer að rifja upp endurminningar frá sama tíma um heimilið á Reykjum, en þangað kom ég fyrst vorið 1938 til sumardvalar átta ára gamall, en þar var ég síðan fimm sumur í sveit. Þykist ég sjá það fyrir mér, að fátæktina eða öllu heldur kreppuna hefði Sólveig viljað geta vaðið eins og leðju, eins og þeir gátu gert sem betur voru í stakk búnir fjárhagslega í byrjun hennar. En hún varð að láta sér nægja að moka henni frá sér og það gerði hún með óþrotlegum dugnaði. Henni hefði seint til hugar komið að leggjast flöt og láta hana verpast yfir höfuð sér eins og segir í ljóðinu. Hjá Sól- veigu á Reykjum móðursystur minni átti ég góðu atlæti að fagna. Hún var grandvör kona og æðru- laus að taka því sem að höndum bar. Hún var glaðsinna jafnan og aldrei sá ég hana reiða á hverju sem gekk. Aldrei heyrði ég hana tala niðrandi um annað fólk eða beina særandi orðum að viðmæl- anda. Þótt ég hafi ekki tileinkað mér þessa eðliskosti sjálfur nógu vel, þá veit ég að uppeldið sem ég fékk á Reykjum hefir verið mér hollt veganesti og fyrir það er ég þeim Reykjahjónum, sem nú eru öll, þakklátur. Veit ég að svo er einnig um elcfri systkini mín, sem áttu þar sumardvöl á undan mér. Guðmundur Hansen. SVAR MITT ÍJ3R EFTIR BILLY GRAHAM Jhi) Hippum fer nú fækkandi. Mér virðist, að þeir séu óánægðir út af allri hræsninni f samfélaginu. Ég skil ekki, hvers vegna allir eru að gagnrýna þá. Eru þeir ekki í raun og veru að leita sannleikans? Það er erfitt að skipa heilli hreyfingu í einn og sama básinn og gera sér grein fyrir hvötum fulltrúa hennar. Vissulega leita margir hippar sannleikans. Líka er hugsanlegt, að sumir hafi farið „út úr samfélaginu" af öðrum ástæðum, vegna frelsis í kynferðismálum, í leit að þægilegra lífi o.s.frv. En það er ónauðsynlegt að verða einfari eða sérvitringur til þess að sjá sannleikann. Ekki er heldur þörf á því að fara til Indlands. Kunnur indverskur stjórnmálamaður sagði fyrir nokkru: „Ég hef talað við marga hippana ykkar í Indlandi. Ég spyr þá, hvers vegna þeir komi til Indlands. ^„Vegna sannleikans," svara þeir. En sannleikurinn er ekki bandarískur, brezkur eða indverskur. Hann er alls staðar. Ef þú finnur hann ekki í hjarta þér, þá finnur þú hann ekki. Flest ungt fólk leitar sannleikans. Það þarf ekki að verða hippar. Það er heilsusamlegt og eðlilegt, að ungt fólk íhugi og meti siðgæðisreglur og hugsjónir og jafnvel trúarbrögð fullorðna fólksins. Það er miklu betra en að gleypa þetta hrátt, án þess að tileinka sér það. Flestir þeir, sem Kristur kallaði til fylgdar við sig, voru ungir menn. Ég hygg, að ein ástæðan hafi verið sú, að hann bauð þeim „SANNLEIKANN", sig sjálfan. Hann er allur sannleikurinn holdi klæddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.