Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. PEBRÚAR 1979 37 Kœrasta „Súpermanns” + Þessi unga, fallega leikkona í 20.000 dollara pelsinum sínum, Margot Kidder, er hér stödd á flugvellinum í London, nýkom- in frá Bandaríkjunum. — Hún leikur í hinni nýju kvikmynd „Súpermann", — leikur kærust- una hans. Hún kom til London til þess að vera viðstödd er sýning myndarinnar hófst í kvikmyndahúsum þar í borg. + BÖRNIN í ítölsku hafnar- borginni Napóli hafa verið mikið í fréttunum undanfarið vegna hins ókennilega sjúk- dóms sem hefur orðið um 60 börnum að bana þar um slóðir. Læknar frá ýmsum þjóðlöndum hafa komið til borgarinnar til þess að rannsaka veikina. — En þessi mynd af grátandi barni í ömurlegu umhverfi Napoliborgar er sögð lýsandi fyrir fátækrahverfin þar, sem eru víst yfirþyrmandi. + Á þessari mynd, sem tekin var vestur í Ameríku fyrir skömmu, er kvikmyndaleikkonan Eliza- beth Taylor (til h.). Hún hefur veitt viðtöku veggskildi, verð- launum sem veitt eru kvikmynda- leikurum árlega og heita „Troup- er of the year.“, leikari ársins. Með henni á myndinni er gaman- leikarinn John Adams. — + í FRAKKLANDI eru kvikmyndaleikurum veitt sérstök verðlaun fyrir frammistöðu sína, „Cesar-bikarinn“. — Hann var nýlega afhentur leikurunum Romy Schneider, fyrir leik í myndinni „Une Historie Simple“. — Á neðri myndinni er kvikmyndaleikarinn Michel Serrault, sem hlaut „Cesarinn“ fyrir leik sinn í myndinni „La Cage aux Folles“. Hreinlæti eykur verðmæti Hvítur lakkhúdaður krossviður hentar þar sem hreinlætis er krafist Plötustærð 120x270 cm Verð pr plötu án söluskatts 6,5 mm lakkhúöaður öður megin 12.070.- .9 mm lakkhúðaður báðu megin 14.290,- 12 mm lakkhúðaöur báöu megin 15.830.- 15 mm lakkhúðaður báðu megin 17.550- Plöturnar fást hjá okkur Timburverzlun Árna Jónssonar & Co h.f. Laugavegi 148 símar 11333 og 11420 Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar 1979 kl. 8.30 e.h. í Domus Medica v/ Egilsgötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál Mætiö vel og stundvíslega. Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi í skrif- stofunni mánudaginn 26. feb. og þriðju- daginn 27. feb., kl. 16.00—18.00 báöa dagana. Stjórn Félags járniðnaðarmanna óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.