Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 VlEP MORöJKí- KAfp/no GRANI GÖSLARI Er ckki betra að þú sækir kjötið, en éjí höggvi það? Já, hann pabhi er heima! Ék er nefnilega haldin inni- lokunarkennd! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Einföld svíninjc jjat na“jít sajjn- hafa í spilinu hér að neðan. Ojí vissulejca hefði honum þótt slíkur möjculeiki viðunandi væri ekki annar enn hetri fyrir hendi. Austur gaf, norður-suður á hættu. Norður S. 765 H. KG T. ÁG32 L. KG86 Vestur S. K94 H.10753 T. KD107 L. 42 Austur S. G1032 H. D986 T. 9654 L. 3 Suður S. ÁD8 H. Á42 T. 8 L. ÁD10975 COSPER Auðvitað verðum við að hafa borðið tilbúið þegar bezti gestur okkar kemur! „Leirtextahöfundar” Velvakanda hefur horizt svofelld athugasemd frá manni, sem ekki er sama um íslenzka tungu: Úr öllum áttum er vegið að tungunni okkar. Nú síðast birtist einhver fáránleg vísa í Velvakanda, sem fjallar um smjörlíki, (verðugt viðfangsefni!) og er skýrt frá því, að hún hafi fengið verðlaun í einhverjum jóla- leik hérlends fyrirtækis. Auðvitað hlaut þessi vísa verðlaun, því hún er sönnun þess, að sá, sem hana orti og þeir, sem dæmdu hana til verðlauna, eru ónæmir fyrir ljóð- list, og skortir með öllu það, sem nefnt hefur verið á íslenzku: brageyra. Því miður færist það mjög í vöxt, að þessi skortur setji svip á þá framleiðslu, sem stundum er kennd við ljóðlist, en á ekkert skylt við annað en eldfastan leir. Hefur þetta því miður einkennt fjöldann allan af dægurlaga- og popptextum og er það miður, svo mjög, sem þeir virðast ná til æskunnar. En nú virðist röðin komin að íslenzku lausavísunni, sem hefur að mestu verið laus við þessa öáran. I henni gilda ákvæðin lögmál eins og hefðbundnum skáldskap yfirleitt og ættu klístrarar að kynna sér þessi lögmál áður en þeir efna næst til verðlaunasamkeppni. Þeir hafa augsýnilega aldrei heyrt talað um áherzlu- og áherzlulaus atkvæði, stuðla og höfuðstafi, bragliði, vísuorð og svo framvegis. Allt þetta hefur verið íslenzkri alþýðu í blóð borið í þúsund ár, og vonandi fáum við enn að njóta þessarar merku alþýðumenningar enn um skeið og án þess leirtextahöfundar hafi forystu í íslenzkum skáldskap og bókmenntum. • Skólabókar- dæmi um leirhnoð í Velvakanda á fimmtudag er gerð tilraun til að útlista með hverjum hætti fyrrnefnd vísa er Suður var sagnhafi í sex laufum og fékk út tigulkóng. Við athugun mátti sjá, að heppnaðist svíning í öðrum hvorum hálitanna var spil- ið öruggt. En spilaranum þótti það ekki nógu gott og kom brátt auga á leið, sem mátti heita örugg. Hann tók útspilið í borðinu og trompaði strax tígul með níunni. Báðir fylgdu þegar suður spilaði lauffimminu á sexið og það varð suður öruggur með sig. Trompaði aftur tígul, tók á trompás, hjarta- kóng og ás og trompaði hjarta. Þá voru fimm spil á hendi. Norður S. 765 H. - T. G L. K Vestur Austur S. K94 S. G1032 H. 10 H. 9 T. D T. - L. - L. - Suður S. ÁD8 H. - T. - L. DIO Sagnhafi spilaði þvínæst tígul- gosanum frá borði, lét spaða af hendinni og tilneyddur fékk vestur slaginn. Það var bjarnargreiði því sem næsta útspili varð hann að rétta sagnhafa tólfta slaginn. „Fjólur — min Ijúfa" Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi 68 — Já, en ég hef ekkert að segja, sagði Susanne. — Og er það rétt að þér hafið fundið gieraugun í vasa Lydiu? spurði Bernild. Susanne fann roðann hlaupa fram í kinnar sér. Hún vissi að Bernild sá á henni að hún þagði yfir einhverju, en hún gat ekki fengið af sér að segja að hún hefði fyrst séð gleraugun þegar Lydia hefði dregið þau upp úr vasa Martins og að hún hefði daginn áður séð Martin beygja sig niður og taka þau upp á skógarstígnum. — Ég fann gleraugun í vasa Lydiu, endurtók hún. — Og hvað eruð þér samt að fela? Bernild gafst ekki upp. — Ég er ekki að feia neitt. Af hverju látið þér mig ekki í friði. Þegar ég var síðast hérna hjá yður, neydduð þér mig til að segja frá einhverri bévaðri vitieysu með peningana og síðan hefur öll fjölskyldan beinlínis fryst mig og reynir eftir föngum að fá þessu svo fyrirkomið að ég verði ákærð fyrir það sem ég veit ekkert um. Susanne kjökraði og tók þakklát á móti sigarettu, sem Bernild bauð henni. — Þetta bévaða mál með pcningana var nú kannski ekki lítilvægt, sagði Bernild. — Það hefur beint okkur inn á nýtt spor. Einar Einarsen var tryggingasölumaður þegar Dania hvarf og það kynni að vera að hann hefði vitað of mikið. Við erum nú að athuga hvað há tryggingafjárhæð var greidd og hvort þjófurinn var gripinn eða ekki. Trygginga- félagið er að iáta kanna þetta. — Og ef eitthvað finnst at- hugavert? hvíslaði Susanne. — Já, þá er væntanlega ein- hver tengsl á milli Einars Einarsens og Hermans Kelvin sem ekki verður horft framhjá án þess að athuga það nánar, sagði Bernild. — Já, en Einar Einarsen kom mjög sjaldan hingað, svaraði Susanne hikandi. — *>að veit ég. Hann var sýknt og hcilagt á Mosahæð hjá Jasper Bang, en hingað kom hann ekki ýkja mikið. Jú, að vísu fyrir þremur árum þegar hann var með Gittu og bjó þá til þessa Jjótu fórnarkrukku, en þegar þau hættu að vera saman gcrði hann iítið af því að koma hingað. — Hafi verið brögð í tafli gæti hann hafa komið vitneskj- unni áfram tii Jaspers Bang. Bernild var eins og annars hugar. — Já, auðvitað getur það hafa gengið þannig fyrir sig. Hann hafði sjálfur alltof miklar tekjur á heiðarlegan máta til að fást við fjárkúgun, en hvað nú ef hann hefur sett Jasper Bang inn í málið. Ekki af illsku. heldur svona bara í mesta meinleysi vegna þess hann vissi að Jasper Bang og Hcrman Kelvin voru mátar? — Þá hlýtur hann að hafa sagt eitthvað meiniausr, sem skyndilega fær svona hræði- lega mikla þýðingu, þegar maður þekkir málið frá hinni hliðinni, greip Susanne fram í fyrir honum. — Já. svoleiðis gæti það hafa gerzt. Og svo hefur Einar Einarsen uppgötv- að að Jasper Bang hefur kúgað íé út úr Kelvinf jölskyldunni og þegar hann kemur hingað til að rcyna að kippa málinu í liðinn er hann myrtur á leið- inni. Hún varp öndinni feginsam- lega. — Já, svoleiðis hefur það náttúrlega gcngið íyrir sig. Ég hef ailan tímann vitað að það gæti ekki vcrið Martin eða fjölskylda hans scm hefðu haft puttan í spilinu. Það er auðvit- að Jasper sem hefur myrt hann af ótta við að Einar Einarsen myndi ljóstra upp leyndar- málinu. — En hvað þá með hina hiiðina á tryggingamálinu? spurði Bernild mjúkmáil. — Hún er auðvitað eitthvað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.