Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.02.1979, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979 41 TTW ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI amböguættar og sagt að fyrri hluti vísunnar sé vitlaust kveðinn þar sem bæði stuðull og höfuðstafur séu í áherzlulausum atkvæðum: Fáanlegt ei betra er, er smjörlíki við bræðum. Sá, sem finnur ekki þegar í stað brotalamirnar í þessum vísuorð- um, honum er ekki viðbjargandi í skáldskap. Er í upphafi annars vísuorðs, er ekki aðeins áherzlu- laus forliður, heldur stendur það í smekklausri nástöðu við er, sem á að vera rímorð í fyrra vísuorðinu, en „bragsnilldin" þar er skóla- bókardæmi um leirhnoð í bundn- um skáldskap. Ljóðstafir eru prýði á hefðbundnum íslenzkum skáld- skap og ef við eigum að varðveita þá nokkurs staðar, þá er það í lausavísu. Ef hún missir þetta ytra skart sitt, er hún ekki kvísl milli kynslóða og samhengi íslenzkrar ljóðhefðar, sem verið hefur. Hún er fegursti vottur þeirrar íslenzku hagmælsku, sem sprottin er úr ræktaðri, aldagamalli alþýðu- menningu og ljóðstafirnir eru germanskur arfur, sem við höfum varðveitt ein allra þjóða. • Glitrandi skáldskapur — brætt smjörlíki Mikil endurnýjun hefur orðið á íslenzkri ljóðlist á þessari öld, margar tilraunir gerðar til að fara nýjar leiðir og er það vel. Nú er að komast að eðlilegt jafnvægi milli hefðbundins skáldskapar og þeirr- ar nauðsynlegu endurnýjunar, sem kölluð hefur verið atómskáld- skapur. í þeim skáldskap hafa ekki verið notaðir ljóðstafir frekar en til að mynda í ljóðum Biblíunnar. Við eigum margt góðra nútíma- ljóða, þótt þau standi ekki í. ljóðstöfum eða skáldin hafa einungis notað stuðla og höfuð- stafi óreglulega, en lausavísan er fastformaður arfur, sem verður ekki breytt. Þeir einir eiga að stunda hana, sem kunna til verka og hafa hrynjandina og lögmál bragfræðinnar í blóðinu. Þegar bezt gegnir, getur ferskeytlan orðið að glitrandi skáldskap eins og við sjáum hjá Stefáni G. og Þorsteini Erlingssyni, en þegar verst gegnir, verður hún að bræddu smjörlíki eins og við sáum í Velvakanda á fimmtudag. En nútíminn er glámskyggn og gjarn á að veita þeim verðlaun, sem sízt skyldi. Þessi vísa er staðfesting á því, ef marka má upplýsingar þínar, vort ástkæra óskabarn í þrasi og þrautseigum dægurhasar, Velvakandi góður. Þessir hringdu . . . • Enn um vísuna Ásgeir hringdi og haíði þetta að segja: „Margir hafa vaknað við þessa vísu frá „smjörlíkinu" sem birtist í Velvakanda á fimmtudag. Mér finnst, að sá, sem hefur látið vísuna fara frá sér, hafi ekki vit á kveðskap. í það minnsta verður að hafa stuðla og höfuðstafi og í réttum áherzluatkvæðum. Ég vildi stinga upp á öðru „prjóni" framan við: Fínna ekki fáum vér feiti þegar bræðum. „Ljóminn“ er á landi hér langbeztur að gæðum. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Es- bjerg í Danmörku í fyrra kom þessi staða upp í skák Dananna Bent Larsens og Jens Ove Fries Nielsens, sem hafði svart og átti leik. 38. . . Dh 4+?? (Svartur gat þving- að fram jafntefli með 38 . . . Hxg2+!, 39. Kxg2 — De2+, T.d. 40. Kg3 - Del+, 41. Kf3 - Dfl+, 42. Ke4 - Dc4+) 39. Dh3 og svartur gafst upp. Larsen sigraði örugglega á mót- inu, hann hlaut 11 vinninga af 13 mögulegum. í öðru sæti varð Guðmundur Sigurjónsson með 9 v. • Eilífir „árekstrar“ í pósthúsi Ásgeir hafði einnig kvörtun fram að færa í sambandi við útidyr aðalpósthússins Pósthús- stræti 5, hér í Reykjavík. Kvaðst hann hafa tekið eftir því, að aðrar vængjadyr pósthússins væru íastar, þannig að fólk, sem leið ætti í pósthúsið væri sífellt að rekast.á og gengi jafnvel hvort annað um koll. Sagðist hann oft þurfa að fara erinda á pósthúsið og petta væri mjög bagalegt, en slíkt hefði ástandið verið til dæmis allan desembermánuð, þegar e.t.v. langmestur umgangur íslendinga er um pósthúsið vegna jólabréfa. Velvakandi hafði samband við skrifstofu pósthússins og spurðist fyrir um þetta. Var honum tjáð, að þetta væri rétt, dyrnar væru í ólagi og hefðu verið það lengi. Hefðu dyrnar oft bilað og gert verið við þær, en það liði vonandi ekki á löngu unz þessum dyra- málum yrði kippt í lag. HÖGNI HREKKVÍSI CM0Ð5T0 W£ÁÁ/ A£> bO&ÐAV" Aðstoð minnkuð Wa-shinífton, 22. febrúar. Reuter GARTER forseti hefur fyrir- skipað verulegan niðurskurð Bandaríkjanna við Afghanist- an í kjölfar ránsins og morðs- ins á sendiherra Bandaríkj- anna í Kabul að því er til- kynnt var í Hvíta húsinu í dag. Forsetinn hefur einnig ákveðið að hætt skuli við áform um aðstoð að verðmæti 500.000 dollara vegna herþjálfunar í Afghanistan. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Jody Powell, sagði að ákvörðun- in hefði verið tekin í ljósi athugunar sem hefði verið gerð á samskiptum Bandaríkjanna við Afghanistan eftir herbylt- inguna í Kabul í apríl í fyrra. Aðrir embættismenn sögðu að ferill ríkisstjórnarinnar í Kabul í mannréttindamálum hefðu haft áhrif á ákvörðun Carters forseta. Skemmur Tilboö óskast í 2 skemmur með risi og beinum veggjum, svo og eina bogaskemmu, sem sýndar veröa á Keflavíkurflugvelli, föstudaginn 2. marz kl. 14—16. Tilboð veröa opnuð á skrifstofu vorri aö Klapparstíg 26, miövikudaginn 7. marz kl. 11 Sala varnarliðseigna. Stórkostleg rýmingarsala á húsgögnum helgina 24.—25. febr. frá kl. 9—4. báða dagana. Húsgagnaverslun Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 64 sími 53860. i'ír Tilboð óskast wméMmmmk í nokkrar fólksbifreiðar, pik-up bifreiö og sendibifreiö er verða sýndar aö Grensásvegi 9, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 12—3. Tilboðin verða opnuö í bifreiðasal aö Grensásvegi 9 kl. 5 Sala Varnarliðseigna. m di m Fyrir fermingarnar Látiö okkur sjá um fermingarveizluna. Við útbúum köld borð og heitan veizlumat, tertur og smurt brauö. Leigjum út sali fyrir hverskonar mann- fagnað. Bjóðið'vin- um og vandamönn- um aðeins það besta. Meira getur enginn boðið. c SKÚTAN Strandgötu 1. Sími 52502 og 51810. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.