Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Flugdeilan: Sáttanefnd gerir síðustu tilraun til að leita sátta MIKIL fundahöld hafa ver- ið í flugdeilunni s.l. tvo daga og frekari fundahöld eru áformuð í dag. Hall- Krímur Dalberg formaður sáttanefndarinnar sagði við Mbl. í gærkvöldi að nefndin gerði nú síðustu tilraun til þess að finna grundvöll til samkomulags í deilunni. 13 starfs- mönnum útideildar sagt upp BORGARSTJÓRI hefur sagt upp öllum starfs- mönnum útideildarinnar margumtöluðu frá og með 1. apríl n.k. Er þetta í samræmi við samþykkt meirihluta vinstri flokk- anna í borgarstjórn Reykjavíkur um að leggja deildina niður þrátt fyrir eindregin mótmæli ýmissa aðila. Starfsmenn útideild- ar eru 13 að tölu. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður í Keflavík: Meint svik 8-9 millj. kr. 2 síðustu ár RANNSÓKN á meintum svikum fiskvinnslufyrirtækis í Keflavík gagnvart atvinnuleysistrygg- ingasjóði er vel á veg komin. Samkvæmt. upplýsingum Erlu Jónsdóttur deildarstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins varð niðurstaða athugunar hjá ríkis- endurskoðun sú að fyrirtækið hefði fengið ofgreitt úr sjóðnum milli 8 og 9 milljónir króna á árunum 1977 og 1978. Rannsóknin hefur ekki náð lengra aftur í tímann, enn sem komið er a.m.k. í fyrradag hélt sátta- nefndin fyrst óformlegan fund með stjórn Félags Loftleiðaflugmanna, en það félag er ekki beinn aðili að deilunni. Síðan var haldinn fundur með fulltrúum stjórnar Flugleiða og loks var í fyrrakvöld haldinn langur fundur með fulltrú- um stjórnar FÍA. í gær voru svo aftur fundir með tveimur síðarnefndu aðilun- um. Hallgrímur sagði að sáttanefndin myndi koma saman til fundar í dag til þess að ræða stöðuna og væntanlega yrðu haldnir fundir með deiluaðilum síð- degis. Landsvirkjun: Lítil loðnuveiði AÐEINS þrjú skip tilkynntu loðnuafla s.l. sólarhring, tvö á Vestfjarðamiðum en eitt á miðunum útaf Suðurlandi. Helsta ástæðan fyrir lítilli veiði er sú að sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað loðnuveiðar allt að þrjár mflur frá landi á svæði frá Ingólfshöfða að Skarðsfjöruvita vegna þess að mikillar ýsu varð vart í ioðnuaflanum. Heildaraflinn er nú orðinn 380 þúsund tonn á vertíðinni. Þessi skip tilkynntu afla. Albert 570, Hafrún 450 og Seley 330 tonn. Þá er ósagt í Mbl. frá afla eftirtalinna skipa í fyrradag: Óli Óskars 1000. Bjarney 150. Skírnir 430, Gunnar Jónsson 180. Hilmir 530, Svanur 650. Hrafn 620. Sæbjörg 480. Kap II 630, Gígja 350 og Keflvíkingur 50 tonn. Myndin er frá loðnulöndun í Reykjavík. Ljósm. RAX. Greiðsluhallinn milljarður á síðasta ári og stefnir í annan GREIÐSLUIIALLI á rekstri Landsvirkjunar á síðasta ári varð um einn milljarður króna og fyrirsjáanlegur er greiðsluhalli upp á rúman milljarð á þessu ári, ef fyrirtækið fær ekki nauðsynlegar hækkanir á gjaldskrá, að því er fram kemur í bréfi frá forsvarsmanni Landsvirkjunar til iðnaðarráðuneytisins. Kemur þar einnig fram að orkuverð Landsvirkjunar til almennings- rafveitna hefur lækkað um 50% írá því í ársbyrjun 1971 þegar miðað er við byggingarvísitölu. sem eignaraðili hafi sam- þykkt, sé gert ráð fyrir að fé úr rekstri Landsvirkjunar nemi um 25% af stofn- kostnaði virkjunarinnar og lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar fyrir árið 1979 geri ráð fyrir því að á þessu ári fáist 550 milljónir króna úr rekstri til framkvæmda. Verði með engu móti séð hvernig framangreind 12% hækkun stefni að þessu marki. Bréf þetta er ritað út af móttöku á bréfi iðnaðar- ráðuneytisins, þar sem for- ráðamönnum Landsvirkj- unar er tilkynnt að beiðni þeirra um 35% hækkun gjaldskrár 1. febrúar sl. hafi verið skorin niður í 12% og gildi sú hækkun frá og með 15. febrúar. Segir í bréfinu að forráðamönnum Landsvirkjunar sé ljóst að ekki getið orðið um frekari hækkun að ræða fyrr en 1. maí nk. en fram kemur að vegna þess hve gjaldskránni hefur verið haldið niðri undanfarin ár og hvað lítil hækkun fékkst nú, þá sé hækkunarþörfin framund- an meiri en ella hefði orðið. Er nefnt sem dæmi að ef gjaldskráin sé hækkuð um 25% 1. maí, þurfi að hækka hana aftur um a.n.k. 15% 1. ágúst, eingöngu til að tekjur og rekstrargreiðslur stand- ist á. Þá er ekkert aflögu til framkvæmda, eins og gert sé þó ráð fyrir í lánsfjár- áætlun ríkisstjórnarinnar. / Kemur fram í bréfi Landsvirkjunar, að í fjár- mögnunaráætluninni fyrir Hrauneyjarfossvirkjun, Jafntefli hjá Guð- mundi og Friðrik FIMMTA umferð alþjóðlega Hilton-skákmótsins í Miinch- en var tefld í gærkvöldi og fóru leikar svo í skákum íslenzku stórmeistaranna að Friðrik Ólafsson gerði jafn- tefli við Austurríkismann- inn Karl Robatsch og Guð- mundur Sigurjónsson gerði jafntefli við Vestur-Þjóðverj- ann Robert Hiibner en hins vegar tapaði Guðmundur biðskák sinni gegn Svíanum Andersson úr 4. umferð. Önnur úrslit í 5. umferð urðu þau að Balashov vann Andersson, Stean vann Lau, Pachman vann Adorjan, Spassky og Unzicker gerðu jafntefli en skákir Karpovs og Dankert og Pfelger og Lieb fóru í bið. Er Karpov talinn með unna skák. Áætlun um nýja Landsvirkjun: Gæti þýtt 7,5% hækkun á rafmagni til Reykvíkinga „STOFNAÐ verði landsfyrirtæki með þeim hætti, að núverandi Landsvirkjun, Laxárvirkjun og 132 byggðalínur samcinist í eitt fyrirtæki, sem heiti áfram Lands- virkjun" eru megintillögur nefndar er iðnaðarráðherra skip- aði hinn 6. október síðastliðinn og skilaði áliti í fyrradag. Nefndin átti að gera tillögur um stofnun landsfyrirtækis mum meginraf- orkuvinnslu á íslandi og raforku- flutning um landið Á blaðamannafundi sem iðnað- arráðherra efndi til af þessu til- efni, kom meðal annars fram, að verði af stofnun fyrirtækisins og breytingum á eignaaðild eins og tillögurnar gera ráð fyrir á næstu ellefu árum, þá mun raforkuverð til neytenda í Reykjavík hækka um 7.5%. Leggi ríkið hins vegar fram þrjá milljarða króna til fyrirtækisins á þessum tima eins og nefndin mælir með að gert veröi, þá mun raforkuverð (smá- söluverð) til neytenda í Reykjavík hækka um 5.5% við þessa breyt- íngu. Á blaðamannafundinum kom fram, að sögn Vals Arnþórssonar, að ekki er ágreiningur um það innan bæjarstjórnar Akureyrar að fara þessa leið, en hins vegar upplýsti Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri í Reykjavík að ágrein- ingur væri innan borgarstjórnar um ýmislegt í þessum tillögum, þó málið hefði enn ekki verið rætt formlega á þeim vettvangi. Gert er ráð fyrir því að eignar- aðild verði þannig, að ríkið eigi 50 af hundraði hinnar nýju Lands- virkjunar, en ríkið verður þá að leggja fram það fé er á vantar sé eignarhluti þess of lítill við breyt- inguna samkvæmt mati. Stjórn Landsvirkjunar skal vera þannig skipuð, að þrír verði kjörnir á Alþingi, tveir tilnefndir af borgar- stjórn Reykjavíkur og einn af bæjarstjórn Akureyrar. Hæsti- réttur skal skipa formann ef ekki næst um það samkomulag. Kjör- tímabil stjórnar skal vera sex ár. Sjá nánar bls.: 27. Staðan er sú að Spassky er efstur með 3 V2 vinning, Hubner, Unzicker, Robatsch, Pachman og Balashov hafa 3 vinninga, Karpov 2 '/2 vinning og biðskák, Friðrik og Andersson 2V2 vinning og Guðmundur IV2 vinning. 6. umferð verður tefld á morgun, sunnudag, og teflir Friðrik þá við Unzicker en Guðmundur við Lau. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.