Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 5 Búnaðarþing: Gert verði stórátak til þess að rétta við fjárhag Stofnlána- deildar landbúnaðarins BÚNAÐARÞING telur, að mál- >fnum Stofnlánadeildar landbún- tðarins sé nú svo komið. að enga bið þoli. að gert vcrði stórátak tii þess að rétta við fjárhas deildar- innar og koma henni á rekstrar- hæfan grundvöil. I>anni>i er kom- ist að orði í ályktun. sem Búnaðarþing samþykkti á fundi sínum í gaer. en það var eina málið. sem afgreitt var á þeim fundi. Scnn fer nú að líða að lokum Búnaðarþings 1979 og er gert ráð fyrir að því ljúki um miðja næstu viku. I ályktun sinni um málefni Stofnlánadeildarinnar beinir þing- ið því til landbúnaðarráðherra að málefni deildarinnar verði tekin til rækilegrar athugunar með það að markmiði að binda enda á það geigvænlega gengistap, sem deild- in verður árlega fyrir. Er í þessu sambandi lögð áherzla á að ríkis- sjóður eða gengismunarsjóður leggi fram fé til þess að greiða gengistap deildarinnar vegna er- lendra lána. í öðru lagi er lagt til að fengið verði innlent lánsfé til þess að greiða upp óhagstæð, erlend lán deildarinnar, fyrr en samningar þar að lútandi gera ráð fyrir og að síðustu er lagt til að auknar verði þær tekjur deildar- innar, sem varið er til niður- greiðslu verðtrygginga og vaxta af fjárfestingarlánum, a.m.k. til þeirra búgreina, sem líklegastar þykja til þess að viðhalda byggð- inni og skapa ný atvinnufyrirtæki í sveitum. I greinargerð með ályktuninni kemur fram að í árslok 1978 námu gengistryggðar lántökur deildar- innar 4.666.573 kr. og á árinu 1978 nam gengistap tekinna lána kr. 1.798.975.117 og innborgað gengi af veittum lánum kr. 381.686.103.-. Að viðbættu tapi deildarinnar vegna verðtryggingar og vaxta á árinu 1978 1.972.407.088 krónum. Höfuðstóll deildarinnar var því um áramót orðinn öfugur að upp- hæð 875.957.449.- krónur. Þeir flugu vélinni til Luxemborgar: Jóhannes Markússon flugstjóri, Arni Sigurbergsson flugmaður og Gísii Sigurjónsson flugvélstjóri. Fyrsta íslenzka áhöfnin á DC-10 DC —10 þota Flugleiða kom í gærmorgun til Keflavíkur og flaug henni íslenzk áhöfn milli landa í fyrsta sinn. Lokið er nú þjálfun 5 áhafna sem tekið hafa við störfuin á vélinni en ráðgert er að þjálfa 4 til viðbótar og munu þær fara í þjálfun í apríl- mánuði. Flugstjóri í þessari fyrstu ferð íslenzkrar áhafnar var Smári Karlsson, flugmaður Gunnbjörn Valdemarsson og flugvélstjóri Gerhard Olsen. Alfreð Elíasson forstjóri tók á móti áhöfninni og færði frú Kristjana Milla Thor- steinsson flugstjóranum blóm við komuna. Þotan hélt áfram til Luxemborgar eftir stutta dvöl í Keflavík og var þá flugstjóri Jóhannes Markússon, flugmaður Arni Sigurbergsson og Gísli Sigur- jónsson flugvélstjóri. Nokkrir starfsmenn Flugleiða tóku á móti fyrstu fslenzku flugáhöfn- inni sem flaug DC—10 þotunni til íslands í gærmorgun. Ljósm. Kr. Ben. Framkvæmdastjóra- skipti hjá Vinnu- veitendasambandinu ÞORSTEINN Pálsson, lögfræðing- ur tók á fimmtudag við starfi framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambands Islands. Þorsteinn Pálsson er 31 árs. Hann lauk embættisprófi frá Háskóla íslands 1974 og var ritstjóri Vísis frá 1975 til síðustu áramóta. , Jafnframt hefur Ólafur Jónsson látið af starfi forstjóra Vinnuveit- endasambandsins, en hann sagði starfi sínu lausu á síðasta ári frá og með 1. marz 1979. Hann mun áfram verða Vinnuveitendasam- bandinu til ráðuneytis varðandi samningamál o.fl. Þorsteinn (t.v.) °g Ólafur. Dömur nýjung — Herrar Ný 4ra vikna námsskeid hefjast 5. mars. Höfum opnað nýjan tíma, sem er sérstaklega ætlaður eldri dömum, og þeim sem eru slæmar í baki eða þjáöar af vöðvabólgum. Þá viljum við minna á hinn vinsæla herratíma í hádeginu. Mætið sumri hress á sál og líkama. Innritun og upplýsingar alla virka daga kl. 13—22 í síma 83295. Sturtur — Ijós — gufuböd — kaffi — nudd. údódeild Ármanns Ármúla 32. TOFPFUNDUR Kynning, blaðamannafundir, mót- tökur og aðrar álíka samkomur eru fastur liður í starfi margra fyrirtækja, félaga og reyndar sumra einstaklinga. Oft kostar nokkur heilabrot og fyrir- höfn að finna hentugan og vistlegan stað við slík tilefni. Enda er mikils um vert að staðarvalið takist vel. Við leyfum okkur að mæla með Skálafelli, salnum á 9. hæð á Hótel Esju. Þar eru smekklegar innréttingar og þægileg aðstaða hvort sem hópur- inn er stór eða smár. Útsýnið er marg- rómað. Við sjáum um fjölbreytta þjónustu í mat og drykk. Leitið upplýsinga - tímanlega. u =(Slri m =íHJiy nl Hótel Esja - Sími 82200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.