Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 7 Fjaðrafok og tauga- slappleiki Fjaðrafok hefur orðið í stjórnarherbúðunum vegna tillögu Dingmanna Sjálfstæðisflokksins um pingrof og nýjar kosning- ar, svo fljótt sem við verður komið. Sá tauga- skjálftí, sem gert hefur vart við sig, til viðbótar Þessu venjulega hávaða- roki milli stjórnarflokk- anna, kemur einkar vel í Ijós á forsíðum Tímans og Þjóðviljans í gær. Fjaðrafokiö í ríkis- stjórninni er ekki að ástæðulausu. Það er ekki eínvörðungu utan Þings hjá hinum almenna borg- ara sem uppgjafar og Þreytu gætir gagnvart ósætti og úrræðaleysi stjórnarflokkanna, heldur nær sú uppgjöf langt inn í pingflokka stjórnarinnar sjálfra. Tillaga Vilmundar Gylfasonar um Þjóðarat- kvæði, sem fersk er í minni, bar Þessari upp- gjöf vitni. Og ráðherrar óttast, meir en lítió, að ýmsir Þingmenn stjórnar- flokkanna hafi löngun til að greiða Þingrofstillögu sjálfstæðismanna at- kvæði. Auðvitað verður gerð harðvítug tilraun til að berja Þá löngun úr Þeim Þingmönnum, sem eru orðnir vonlausir um samstarfshæfni stjórnar- flokkanna, en ekki er víst aö Þeir hafi allir geð til Þess aö vera áfram eins konar gólfklútar gagns- leysísins. Forsætisráö- herra lítur í eigin barm Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, gerir broslega tilraun til að setja sig á háan hest á forsíöu Tímans í gær: „Það er hugsanlegt að einhverjir vilji Sjálf- stæðisflokknum svo illt, að reka hann strax út í nýjar kosningar,11 segir hann. f Þessum ummæl- um hrekkur ráðherrann inn í sjálfan sig. Þó hann víki orðum að öðrum er hann að tala um sjálfan sig; hans eigin aðstöðu til að ganga til kosninga nú, m.a. út frá Þeirri reynslu, sem hann leiddi yfir Framsóknarflokkinn í síðustu AIÞingiskosning- um. Ólafur Jóhannesson tók viö Framsóknar- flokknum sem næst stærsta stjórnmálaflokki Þjóðarinnar, með hátt í tvo tugi Þingmanna. Flokkurinn hefur skropp- ið heldur betur saman í höndum hans, fylgi hans Þorrið og Þingflokkur Fra.,isóknar er sá fámennasti á AlÞingi ís- lendinga í dag. Það er hugsanlegt að einhver vilji Sjálfstæðisflokknum svo illt aö ganga til kosn- inga nú, segir Ólafur, með tillögu pingmanna Sjálfstæðisflokksins í huga. En hann er í raun að lýsa eigin viðhorfum, eigin ótta til hugsanlegra kosninga. Lengi getur nefnilega smátt smækkað, er pumalputt- ar vinna verk, og hana- slagurinn í núverandi ríkisstjórn, sem ekki kemur sór saman um eitt eöa neitt, er ekki líklegur til að auka á almanna- traust eða fylgi. Frestur á frest ofan Góðkunningi Stak- steina gaukaði pessari stöku að okkur, sem fjall- ar um margendurtekinn ákvarðanafrest stórnar- flokkanna í efnahagsmál- um: „Frestur aukinn fresti var, fánýtt að pví leyti, Þroskast ekki Þorskhausar Þó að liggi í bleyti." Geir greip boltann frá Vilmundi — Sjálfstæðismenn flytja tillö Kannskivill einhver Sjálf- stæðisflokknum í5vo illt — að vllja reka hann út I kosnlngar niTSfgBI Ólafur Jðhannesson OlL aga um þlngrof og nýjar kosningar flutt af öllum þingmönnum mundar Gylfasonar um „þjóðar- nota sundrungariðju og auglys atkvKðagreiðslu" og raunar aug ingamennsku Alþýðuflokksina aór Ijóatað dutningsmenn setla sór að til framdráttar Sjálfstæðisflokks Úrklippur úr Tíma og Þjóðvilja. TVEIR GOÐIR I HÁDEGBMU á laugardögum . . . & Svínaskankar og súrkál á þýzka vísu og svínarif á amerískan máta & 0 BERGSTAÐASTRÆTI 37 SlMI 21011 harmonikuhurðiii leysir vandantj. Er þetta hægt MATTHÍAS... Umboösmenn óskast um land allt Lindargötu 25 - símar 13743 • 15833 ^mmmmmm^^^m—m^mmmmmmmm Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem heimsóttu mig og glöddu mig á annan hátt í tilefni af 80 ára afmæli mínu þann 11. febrúar s.l. Guö blessi ykkur öll. Alberta Albertsdóttir, ísafirði. tmm^mmmmHmmmmmmnmmmmammmmmmmKá FARIÐ Á NORRÆNAN LÝÐHÁSKÓLA -n í Danmörku 6 mán. 1/11—30./4 og 4 mán. 4/1—30/4. Lágmarksaldur 18 ár. Norrænir kennarar. Skrifiö eftir stundaskrá og nánari uppl. Myrna og Carl Vilbæk. UGE FOLKEH0JSKOLE DK-6360 Tinglev, tlf. 04 - 64 30 00 Kaffi- hlaðborð verður í félagsheimili Fáks á morgun sunnudag- inn 4. marz. Húsiö opnaö kl. 15. Hlaöboröiö svignar undan góöu meölæti. Hestamenn og velunnarar hestamennsku hjartanlega velkomnir. Fákskonur sjá um meölætiö. Fákskonur. KAUPMAN NASAMTÖK ÍSLANDS Aóalfundur Aöalfundur Kaupmannasamtaka íslands veröur haldinn þriöjudaginn 20. marz n.k. aö Hótel Sögu, Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. stiórnln. Nýtt tæki á íslandi 4- Cosmo G-3000 er tæki til að skreyta hjólbarða og setja á hjólbaröa hvíta eða litaða hringi af ýmsum breiddum. Einnig er hægt að setja stafi og skrifa hvað sem er Cosmo G-3000 er einhver skynsamlegasta fjárfesting sem völ er á fyrir þá sem reka hjólbaröaverkstæöi, svo og aöra sem hafa einhverja þjónustu fyir bifreiöar. LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA UMBODSMAÐUR Á ÍSLANOI: ^ Halldór Vilhjálmsson, 230 ^ TTT VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN Bræóraborgarstig1-Simi 20080- (Gengiö inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.