Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Björn Emilsson skrifar: Þeir sem guóirnir elska deyja ungir Til er mállæki, sem segir: „Varizt eftirlíkingarí heimi eftiröpunar er paö ekki svo auöveit. Þaö má segja aö áriö 1955 skráist á blaö sögunnar sem ár klísturs. Kiístraöasti persónuleiki pess árs var án efa James Dean. Hann er sannkallaöur faöir klístursins. Hann haföi allt til að bera sem töffari peirra tíma. John Travolta veröur aö sumu leyti aö teljast eftirlíking James, enda er hann á vissan hátt tilbúinn persónuleiki. Afturhvarf til fyrri tíma viröist fylgja mannskepnunni. Bíöum bara, ekki veröur langt í annan Al Jolson. Eftir dauöa James, sem dó ungur á sviplegan hátt, sameinuðust unglingar um að halda nafni hans á lofti sem lengst. Allir vildu líkjast honum. Hann var á vissan hátt guö í augum pessa fólks. Jafnvel var sótzt eftir sambandi viö hann á miðilsfundum. Nafn hans er pekkt um allan heim. Hann lifir áfram sem góöur leikari og samnefnari unglinga, sem vilja fara sínar eigin leiðir. Ástin „Hvítar strendur Californiu heilluðu okkur. Við fórum þangað oft og hreiðruðum um okkur á laun í sumar- bústað, langt frá forvitnum augum. Við eyddum mestum tíma okkar í flæðarmálinu. Sátum þar og gölsuö- umst eins og gagnfræöaskólakrakk- ar. Við ræddum um okkur sjálf, vandamálin. lífið og líf eftir dauöann. Stundum gengum við eftir ströndinni, sögðum lítið, en sýndum hvort öðru ást okkar með þögninni. Við vorum eins og Rómeó og Júlía. Ástin var svo heit, að við hefðum getað gengið í sjóinn. Ekki svo að skilja, að við vildum fremja sjálfsmorð. Við elskuð- um lífið og vildum vera í návist hvors annars til dómsdags. Við hirtum ekki um Hollywoodgleðskapinn og slúður- dálkasögurnar, vorum eins og börn, ung í annað sinn. Þaö gaf lífinu aukinn tilgang". Þannig fórust ítölsku leikkonunni Pier Angeli orð, er hún, eftir lát elskhuga síns, var innt eftir samskipt- um þeirra. Þaö var ekki auðvelt aö elska James Dean. Hann var elskaður af þúsundum ungra stúlkna um allan heim. Pier Angeli var hins vegar heitasta ást James. En eins og svo oft áður í lífi hans, höguðu örlögin því svo, að hann fékk ekki notið þess, sem hann þráði mest. Móðir Pier var á móti samneyti dóttur sinnar og töffarans James Dean. Hún kom því svo fyrir, að aðskilnaður var óhjákvæmilegur. Pier var tvígift eftir ástarævintýri sitt með James, en bæði hjónaböndin enduðu með skilnaöi. Hún kenndi James um ófarir sínar. „Hann er eini maðurinn, sem ég hef nokkurn tíma elskað. Það þótti strax sýnt,.að James var ákveðinn, svo um munaði. Við gift- ingarathöfn Pier og fyrri manns James á leið til Salinas íPorsche sporthílnum. Þetta er síðasta myndin sem tekin var af honum. Stuttu síðar var hann látinn. hennar gerði James sér lítið fyrir og ók að kirkjudyrunum á mótorhjóli sínu. Þar þandi hann þaö, svo berg- málaði stafna á milli kirkjunni, brúð- hjónum og viðstöddum til mikillar gremju. „Eg sakna mömmu“ James Byron Dean, síðasta stór- stirni Hollywood-sólkerfisins, áður en það endanlega splundraðist, var fæddur 8. febrúar 1931, undir áhrif- um frá Úranusi, tákni Ijóssins. Vald Úranusar yfir James virðist hafa veriö af skornum skammti. Alla ævi hvíldi skuggi dauðans yfir honum. Strax á níunda árinu missti hann móöur sína. Upp frá því virtist hann aldrei taka á heilum sér. Föður sinn sá hann sjaldan og var löngum í fóstri hjá ættingjum. Skólafélagar hans minnast hans sem hörðum í horn aö taka. Þaö er þó hald manna, að það hafi verið á yfirborðinu. Undir niðri hrærðist, að því er virtist, veiklundaöur drengur. Hann grét aðeins einu sinni í skóla. Hann gat ekki gefiö rétta útkomu á flóknu reikningsdæmi. Aðspurður, því hann gréti, svaraði hann: „Ég sakna mömmu". Lítiö fór fyrir stelpu- standi hjá James á gagnfræöaskóla- árunum. Hann bauð aldrei stelpu út þau árin. Helztu áhugamál hans voru mótorhjól og lítillega örlaöi á leik- listaráhuga. Fyrsta mótorhjól hans var að gerðinni Czech. Á því virtist hann ekkert hræðast, ók eins og fjandinn væri á hælunum á honum. Vin átti James að nafni Roy Schatt. Hann var Ijósmyndari að atvinnu og gerði oft að gamni sínu að Ijósmynda James. Þetta var löngu áður en James varð frægur. Ein af myndun- um, sem Roy tók af honum, var seinna notuð sem leikmynd í söng- leiknum GREASE þegar hann var fyrst settur á svið í The Royale James ásamt Pier Angeli Rauði stormjakkinn, eitt a/ vörumerkjum James. Takið eftir „mér er skítsama“ viðmótinu. Nokkrir verðlaunabikarar fyrir kappakstur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.