Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 13 Árni Árnason rekstrarhagfræðingur: Afnemið 44. og 45. grein skattalaganna í síðustu viku urðu nokkur skoðanaskipti milli forsætisráð- herra og tveggja þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um 44. og 45. grein laga um tekju- og eignaskatt, sem tóku gildi nú um áramótin. Morgunblaðið gerði þessu máli all ítarleg skil og birti m.a. bæði 44. og 45. grein orðréttar. Efni þeirra er þó það flókið, að flestir eru jafnnær eftir lestur þeirra. Nokk- ur hjálp er hins vegar af útskýr- ingum Ólafs Nilssonar lögg. end- urskoðanda, sém frásögn Morgun- blaðsins endar á, er hann segir, að greinarnar skerði fyrningar þeirra aðila, sem fjármagni eignir sínar með lánum. Þótt þessar greinar tengist fyrningum, er í reynd verið að gera annað. Af skuldum aðila í atvinnurekstri, sem standa á móti fyrnanlegum eignum, er árlega ráðgert að reikna atvinnurekstri til tekna tillag í mótreikning fyrninga, sem nemur breytingu á meðaltalsbyggingarvísitölu milli ára. Með ákvæðum þessara greina er því í reynd verið að verðtryggja fjárfestingarlán atvinnurekstrar til viðbótar við og án tillits til þeirra lánskjara, sem lánunum fylgja þegar. A undanförnum árum hafa verðtryggingarákvæði verið tekin upp í nær öll ný lán fjárfestingar- sjóða til verðtryggingar og nú virðist í bígerð að tengja verð- tryggingu almennt inn- ig útlán- um, þar sem í efnahagsmálafrum- varpi Ólafs Jóhannessonar er stigið það skref í verðtryggingu lána, sem ekki var grundvöllur fyrir, er skattalögin voru sam- þykkt. Þegar svo er komið, eru ákvæði 44. og 45. greinar ekki einungis óþörf og ranglát, heldur beinlínis hættuleg og verulega íþyngjandi fyrir atvinnurekstur. I nýju skattalögunum eru engin slík ákvæði um skuldir einstakl- inga. Virðist óréttláttfað atvinnu- rekstri sé einum íþyngt að þessu leyti og hann látinn sæta slíkri mismunun. Ég vil því skora á Matthías Á. Mathiesen að taka höndum saman við Ólaf Jóhannes- son um að afnema þessar tvær greinar nýju skattalaganna. Af- nám þessara tveggja lagagreina er nauðsynlegur þáttur í að styrkja atvinnulífið í landinu. Aðgerðir í þá veru hljóta ávallt að eiga vísan stuðning á Alþingi. Því ætti ekki að reynast erfitt að afla slíku frumvarpi meirihlutafylgi á þingi. Samþykkt borgarstjórnar: Settar verðireglur um leiktækjasali Theater á Broadway. Þar var hún hötð fyrir miöju sviöinu í fullri staerð. Ökuþórinn James Dean Fyrsta kvikmyndin, sem James lék í, var East Of Eaden. Hann þótti fara þar á kostum og var fljótlega eftir- sóttur leikari. Hann lék í óteljandi sjónvarpsþáttum, en entist ekki aldur til aö leika í fleiri kvikmyndum en þremur. East Of Eaden, Rebel Without a Cause og Giant. Um þaö leyti, er kvikmyndun Giants stóö sem hæst, fór James aö taka þátt í sportbílakappakstri. Hann þótti efni- legur bílstjóri og vann strax í upphafi nokkra sigra. Viö þetta jókst áhugi hans á mótorsporti. Hann festi kaup á tveggja sæta Porsche Spyder sportbíl, sem hann hugðist nota aö mestu sem keppnisbíl. Tveim dögum áður en kvikmyndin Giant var frum- sýnd, var James á leið til keppni í Salinas á nýja bílnum. Þetta var 30. september 1955, síöasti dagurinn í lífi James. Fyrr um daginn haföi verið ákveöiö að flytja bílinn á vörubíls- palli, en á síöustu stundu ákvaö James aö aka honum sjálfur, ásamt aðstoðarmanni sínum, Rolf Wutherich. Rolf var vélvirki og vanur keppnismaður. Þeim sóttist leiðin vel og voru í bezta skapi. Rolf minnist þess seinna, að hann haföi nokkrum sinnum á leiöinni ávítaö James fyrir of hraðan akstur. „Þaö var kominn einhver keppnisandi í strákinn“. Þaö fór líka svo, aö þeir voru teknir fyrir of hraðan akstur og James fékk síöasta sektarmiöann á ævinni. Þeir félagarnir áöu nokkrum sinnum á leiðinni. Rolf er í fersku minni, er þeir stöövuðu í síöasta skiptiö. Það var viö litla verzlun viö veginn. James hljóp þar inn og keypti fullan poka af eplum og hoppaöi síðan inn í bílinn, greinilega aö flýta sér. „Nú stöðvum viö ekki fyrr en í Paso Robles", hrópaði hann, um leið og hann botnaöi bílinn án þess aö spenna öryggisbeltiö. Klukkan var að verða hálf sex og tekiö að rökkva. Þeim haföi miðað vel, enda ekið á ólögleg- um hraða mestalla leiöina. Rolf tók aö syfja. „Er allt í lagi?“, spuröi James. „Já, allt í lagi“, svaraði Rolf hálfsofandi. Þeir þögöu um stund, töluöu hvorki um Pier Angeli né móöur James. Það eina, sem komst aö, var aö vinna aksturskeppnina. Fáum mínútum seinna náiguöust þeir gatnamót. Stór Fordbíll kom út gagnstæöri átt og ætlaði, aö því er virtist, aö beygja til vinstri. Bílstjóri hans leit niöur eftir veginum, en sá engan bíl. — Síöustu orð James: „Þessi maður hlýtur að stööva, hann sér okkur". Klukkan 5,45 var James Dean látinn. Porschinn hafði lent í miðri hliö Fordsins. Vinur James, sem ekiö haföi á eftir honum, lýsir aðkomunni: „Fcrdinn stóö lítiö skemmdur á miðjum þjóðveginum. Bíl! James var í skuröi hægra megin viö veginn, allur sundurtættur. Rolf haföi kastast úr honum og var lifandi. James sat enn í sæti sínu, höfuö hans haföi kastast til viö höggiö. Hann var hálsbrotinn. Ljós Úranusar deyr út Drengurinn meö „mér er skítsama" viðmótið var látinn. Hér hófst nýtt tímabil í James Dean fárinu. Allir tóku aö dásama James, hvort sem hann átti þaö skilið eöa ekki.. Allir vildu líta út eins og hann. Rauöir jakkar, eins og hann notaði í lifandi lífi, seldust upp á svipstundu. Ung- menni sameinuöust sem heljarafl, eitt og sér, í tíma og rúmi. Ekkert skipti máli nema James. Sumir sögöu hann ekki látinn, hann væri einhvers staö- ar lokaöur inni á spítala, allur reifaö- ur, en lifandi. Ljósmyndarinn Rov Schatt, vinur James, varö fyrir mikl- um ágangi unglinga, er fengiö höföu nasaþef af því að þeir heföu veriö vinir. Einn þeirra, sem oft kom í Ijósmyndastúdíóiö, var Steve McQueen. Roy sagöi eitt sinn viö hann: „Þú veröur aldrei neitt“. Viö þaö hvarf Steve og kom ekki aftur. Silfurlitaöi ál-sportbíllinn var seldur hæstbjóöanda. Vélin var tekin úr honum og sett í annan keppnisbíl. í fyrstu keppni hans lenti bíllinn í árekstri og ungur bílstjóri hans lézt skömmu síðar. Þaö sannaöist hér, aö jafnvel eftir lát James fylgdi skuggi dauöans veraldlegum hlutum hans úr lifanda lífi. Ljós Uranusar dó endan- lega út. „Þeir sem guöirnir elska deyja ungir“. EIGI alls fyrir löngu gcrði heil- hrigðismálaráð Reykjavíkur eftirfarandi samþykkt af gefnu tilefni: „Heilbrigðismálaráð telur óaeskilegt, að börn hafi aðgang að leiktækjasölum og bendir á nauð- syn þess. að sétt verði aldurstak- mörk fyrir inngöngu". Á borgarstjórnarfundi 1. marz vakti Adda Bára Sigfúsdóttir (Abl) máls á þessu og sagði, að sumir þessara staða rækju sælgætissölur, þar væru spil með blikkandi ljósum og engu væri líkara en þetta væru spilavíti enda andrúmsloftið þannig. Fyrir framan tækin stæðu börnin berg- numin. Þessi umræddu leiktæki plokkuðu peninga af börnunum. Fréttir frá borgarstjórn Grandaskáli; Björgvin óhress með niðurstöðu BJÖRGVIN Guðmundsson (A) gerði að umræðuefni á fundi borgarstjórnar 1. marz aðstöðu þá sem hafnarstjórn hafði lofað að skapa netagerðarmönnum á lofti Grandaskála. Björgvin sagði, að ágreiningur hefði verið um hvort ráðist yrði í þá dýru framkvæmd að setja milligólf í Grandaskála, málið hefði verið rætt í borgarstjórn og vísað til hafnarstjórnar á ný. A báðum stöðum hefði orðið ágreiningur. Annar þeirra aðila sem plássið hefði fengið sæi nú fram á aðstöðu í Örfirisey. Óljóst væri með hinn en hvorugur hefði dregið til baka umsóknir sínar. Björgvin sagðist óhress yfir þeirri afgreiðslu sem málið hefði fengið og slæmt ef hafnarstjórn stæði ekki við það sem áður hefði verið sagt. Tilefni umræðnanna var, að á eignabreytingareikningi borgar- sjóðs hafa verið gerðar breytingar sem þýða, að endurbætur á Grandaskála falla niður. Flest börn sníktu peninga hjá foreldrum sínum, en samkvæmt samtölum við skólamenn og lög- reglumenn hefði komið fram, að sum hver hneigðust til hnupls, sem rekja mætti til peningaskorts til að spila í þessum leiktækjasölum. Ákvæði um takmörkun aðgangs barna þyrftu að koma í lögreglu- samþykkt. Flutti Adda Bára síðan tillögu um, að borgaryfirvöld settu ákvæði þar sem sagt væri til um takmarkaðan aðgang barna að » leiktækjasölum. Davíð Oddsson (S) sagði, að þetta mál þyrfti áð. kanna vel en hann kvaðst alfarið sammála tillögunni. Hann kvaðst telja þessa staði þannig að ákveða þyrfti hvort ekki væri rétt að takmarka aðgang að þeim. Eðlileg- ast væri, að þetta kæmi inn í lögreglusamþykkt. Markús Örn Antonsson (S) sagði, að áferð á leiktækjasölunum virtist miður æskileg af lýsingu, en menn yrðu að staldra við þetta vandamál þegar reglur yrðu sett- ar. ítarlega þyrfti að kanna hvern- ig koma mætti betri áferð á starfsemi þessa. Áferðin væri ófögur og óskemmtileg, engart veginn holl börnum. Mikillar aðgætni yrði að gæta þegar reglur yrðu settar. Hafa yrði i huga, að rekstur spilakassa væri arðvænleg fjáröflunarleið fyrir nokkur félög. Ef til vill væru aldurstakmörk eðlilegust. .Ólafur B. Thors (S) lýsti stuðningi sínum við tillöguna. Það væri skylda borgarstjórnar að koma í veg fyrir, að ákveðnir staðir hefðu miður skemmtilegt aðdráttarafl fyrir börn. Gera yrði greinarmun á einu leiktæki á stað eða mörgum. í London hefði leik- tækjasölum fjölgað mjög undan- farið, en þar væru aldurstakmörk og börn innan ákveðins aldurs færu aðeins inn í fylgd með fullorðnum. Ef út af þessu brygði missti staðurinn sitt leyfi. Þar væru verðir sem gættu þessa sérstaklega. Tillagan var síðan samþykkt samhljóða með 15 atkvæðum. Hvcrjir hræoast næstu bensinhaskkun ? ...ekkl MINI elgenchif P. STEFANSSON HF. f SÍÐUMÚLA 33 - SlMI 83104 ■ 83105

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.