Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 15 „Fólk heldur að við séum skrýtnar” • í ýmsum starfsgreinum þjóð- félagsins hafa konur haft sig lítið í frammi. Er það ýmist vegna þess að starfið hæfir ekki líkamsbygg- ingu kvenmanna, atvinnan er ekki nógu þrifaleg fyrir kvenmenn eða þá að af einhverjum ástæðum hefur sú venja skapast að atvinn- an þykir ekki hæfa konum. Ein þessara starfsgreina þar sem konur eru sjaldséðar er sorp- hreinsunin. Þó hefur konum sem starfa í öskunni, eins og það er nefnt daglega, farið fjölgandi á við værum giftar eða ættum börn gætum við ekki unnið í þessu. Það er alls ekki hægt að ala upp börn og vinna í öskunni." Helga hóf að vinna í sorp- hreinsunardeildinni síðastliðið vor en Sigríður, sem keyrði bílinn í afleysingum þegar við töluðum við þær stöllur, hefur unnið í öskunni í 3—4 ár. Hvorug þeirra sögðust ætla að gera þetta að ævistarfi. „Maður er dæmdur eitthvað skrýtinn vegna þess að maður vinnur í öskunni. Stundum spyr fólk hvort maður kunni að lesa eða skrifa. Þetta er alveg eins hjá karlmönnunum. Bara af því við vinnum í öskunni hljótum við að vera vitlausar." Fólk í Breiðholtinu varð fyrst hissa þegar það sá konur koma til að losa úrganginn úr tunnunum og sögðu þær stöllur að sumir hefðu sagt „Oj bara, kona í öskunni." „Það segja fáir nokkuð núna. Þetta er líka hreint ekki óþrifaleg vinna. Mér finnst hún vera fremur þrifaleg," sagði Helga. Helga Hókonardóttir og Sigríöur Ólafsdóttir. Starfsfélagi í baksýn. síðustu árum. Helga Hákonar- dóttir og Sigríður Ólafsdóttir eru meðal þeirra fáu kvenna sem starfa við sorphreinsun á Reykja- víkursvæðinu nánar tiltekið í Breiðholti, en alls munu 8 konur starfa í öskunni í Reykjavík. „Það er ofsa gaman að vinna í öskunni," sögðu þær er blaða- maður hitti þær við vinnu í fyrra- dag. „Þetta er líka vel borgað, ætli maður sé ekki bara að ná sér í peninga með því að vinna í ösk- unni.“ Helga og Sigríður sögðu að það væri kait að vinna við sorphreins- un á veturna og þá þýddi ekkert annað en að fara í föðurlandið. „Það er líka erfitt að vinna í öskunni þegar það er snjór, þá er erfitt að keyra grindurnar. Vinnu- dagurinn er einnig langur svo ef „Þetta er alla vega ekkert óþrifalegra en að skúra gólf eða vinna í fiski og fólkið-gengur bara vel frá ruslinu sínu,“ sagði Sigríður. En hveriiig skyldi strákunum sem farið er út með á kvöldin verða við þegar þeir komast að því að daman er „öskubuska"? „Þeir verða mjög hissa. Hrökkva við, glápa á okkur smá stund og segja svo: Ha! Vinnurðu í ösk- unni?“. „Það er alveg bráðnauðsynlegt að hafa konur í öskunni," sögðu karlmennirnir sem störfuðu í hópnum með þeim Helgu og Sigríði. „Þær eru alveg eins duglegar og áreiðanlegar og karlmennirnir. Svo er það svo upplífgandi að hafa þær með okkur, sérstaklega í skammdeginu." Markús Á. Einarsson deildarstjóri veðurspárdeildar Veðurstofu íslands er nýkominn heim af ráðstefnu sem Alpjóða-veðurfræðistofnunin boðaði til um loftslagið í heiminum núna á einu kaldasta ári sem komið hefur lengi í Evrópu. Morgunblaðið ræddi við hann af pessu tilefni. „ísland er viðkvæmt fyrir hitabreytingum" „Það má segja að hvatinn að þessari ráðstefnu hafi verið nokkr- ir óvenjulegir atburðir í veðurfari síðasta 1 xk áratug. Má þar nefna sem dæmi þurrkana í suðurjaðri Sahara 1968—1973 en þeir ollu miklu manntjóni, einnig mikla þurrka í Sovétríkjunum 1972. Árið 1974 brugðust monsúnrigningarn- ar Indverjum og 1976 voru miklir þurrkar í Evrópu. Loks hafa kaldir v^tur í Bandaríkjunum að undan- förnu verið mikið ífréttum. Hér á íslandi höfum við líka orðið fyrir nokkrum óvenjulegum atburðuni hvað varðar veðurfarið og má segja að kuldatímabilið milli 1966 og 1971 sé einn þeirra,“ sagði Markús er blaðamaður spurði hann um ástæður þess að ráðstefnan hefði verið kölluð sam- an. „Það hefur borið nokkuð á því að eftir slíka atburði, áem ég nefndi áðan, hafa ýmsir farið að velta því fyrir sér hvort veðurfarið væri að taka einhverjum alhliða breyting- um og ýmsar hrakspár hafa verið á lofti í því sambandi,“ sagði Markús. „Á ráðstefnunni kom það hins vegar fram að í flestum tilfellum hefði aðeins verið um eðlilegar sveiflur á veðurfarinu að ræða en ekki neitt einsdæmi. Það má alltaf búast við slíku stöku sinnum og menn verða að vera við þeim sveiflum búnir.“ Hver var tilgangurinn með ráðstefnunni? „Við komum saman til þess að ra>ða aðallega 3 þætti. í fyrsta lagi að kanna þekkingu veðurfræðinga í dag á veðurfarsbreytingum. í öðru lagi ræddum við hvaða áhrif veðurfarsbreytingar hafa á mann- kynið og í þriðja lagi hvernig aðgeröir manna geta haft áhrif á veðurfarið. Þessi þáttur veður- fræðinnar er alveg nýr og hafa menn veitt honum sérstaka at- hygli á síðustu árum. Það er ekki til nein kenning sem skýrir allar veðurfarsbreytingar. Menn hefur meira að segja greint á um það hvort veður hafi kólnað á síðustu árum eða hitinn staðið í stað,“ sagði Markús er hann var spurður um hvaða veðurfarsbreyt- ingar hefðu átt sér stað í heimin- um og hvers vegna. „Þó ef litið er á norðurhvelið eru menn sammála um að frá 1920 hafi verið mikið hlýindaskeið sem náði hámarki á árunum kringum 1940. Síðan hefur heldur kólnað en mjög lítið, þó höfum við orðið meira varir við þær hitabreytingar hér á ísiandi. Það sem var í brennidepli á ráðstefnunni var hvaða áhrif koldíoxíð, GO", í lofthjúpnum hef- ur á veðurfarið. Það er staðreynd að koldíoxið hefur smám saman aukist og héldur áfram að aúkast meðan menn nota fyrst og fremst kol og olíu sem eldsneyti. Koldíox- íö hefur líka aukist vegna þess að menn hafa gengiö mjög á skóg- lendi jarðar en skógarnir tóku áður við lofttegundinni. Aukning koldíoxíðsins, ein sér, leiðir tii upphitunar þar sem það nemur í sig langbylgjugeislun frá jörð sem annars hyrfi út í geiminn og kæmi ekki að notum. Við vitum það að smámsaman eykst koldíoxíðið í loftinu svo mikið, af manna völd- um, að upphitunin getur orðið ‘/2 til 1 gráða í meðalárshita á 30—50 árum, sem er mjög mikið. Nú má hins vegar ekki draga þá ályktun að það muni örugglega hlýna á næstunni vegna þess að náttúrulegar breytingar geta orðið í hina áttina. Annað atriði í þessu sambandi, sem við ræddum mikið á ráðstefn- unni, var ósonlagiö sem er í 20—30 kílómetra hæð frá jörðu. í því sambandi eru þrjú atriði mikið rannsökuð. Fyrst þegar concorde-þoturnar hófu að fljúga kom í Ijós að köfnunarefni og súrefni í útblæstri þeirra myndi veikja ósonlagið sem varnar því að útfjólubláir geislar frá sólinni nái til jarðar. Þessir geislar hafa ekki aðeins áhrif á veðurfar, heldur einnig á heilsufar manna og er m.a. talið að þeir geti valdið húðkrabbameini. Nú er úthlástur concorde-þoiunnar ekki áhyggju- efni lengur í þessu sambandi. Hins vegar eru efnasamhönd, clorofluoromethana, sem m.a. eru notuð í kæliskápa og úðabrúsa, miklu meira áh.vggjuefni. Það er talið að þetta efni gangi í samband við ósonlagið og veiki það. Eins er í þessu sambandi fylgst vel með notkun köfnunarefnissambanda sem einnig ganga í samband við ósonið og veikja þaö. Þaö er ekki orðið að vandamáli ennþá en gæti orðið það t.d. með óhóflegri notkun köfnunarefnisáburðar.“ Getur maðurinn með skipulögð- um aðgerðum haft áhrif á veður- farið? „Menn velta því nú fyrir sér í fyrsta skipti í sögu mannkyns, vegna hinnar miklu tækniþekking- ar, að slíka hluti sé hægt að gera. Menn gætu til dæmis breytt eðli yfirborðsins hvað varðar endur- varp sólargeisla. Ef svörtu dufti væri stráð á ísjaka drægi hann geisia sólarinnar frekar til sin og myndi það auka bráðnun hans. Á ráðstefnunni var það talið nauðsynlegt að koma í veg fyrir að einstaka þjóðir færu að fikta við hluti sem gætu breytt veðurfarinu því ef jafnvægið yrði eyðilagt gæti það leitt til mikilla breytinga sem aldrei væri hægt að leiða til fyrra ástands. Það er til dæmis ekki hægt að sjá fyrir hvernig ástandið yrði á norðurhveli jaröar en Norðuríshafið yrði að mestu ís- laust. Á íslandi höfum við orðið meira vör við hitabreytingar undanfarin ár en víða annars staðar og sagði Markús landið vera viðkvæmt fyrir hitabreytingum og yrðu þær þvi oft greinilegri hér en annars staðar, t.d. hefði smákólnun á veðurfari hér mikil áhrif á afkomu landhúnaðar. „Árin 1920 til 1965 var mikið hlýindaskeið á íslandi. Þá var vyðurfar hagstæðara en það hefur verið síðan á landnámsöld og við getum í raun ekki búist við að búa oft við slíkt árferði. Hins vegar varð snögg breyting til hins verra árið 1965 og fengum við 6 mjög köld ár í röð eins og allir muna eftir. Tún kól þá á vorin og hafís lagðist við landið. Eftir það hefur hitinn frá ári til árs verið óreglu- legri." Lifum við á ísöld? „Þótt sveiflur verði á veðri þarf það ekki að gefa til kynna að veður sé að breytast til langframa. Þótt þaö kólni núna þarf það ekki að þýða að við séum að ganga inn í kuldatímabil. Það var yfirgnæf- andi skoöun manna á ráðstefnunni í Genf að það sé enginn grundvöll- ur fyrir því að vera með neinar langtímaspár hvorki um hiýviðri né ísöld. Hins vegar voru allir saimnála um það að leggja beri áherslu á rannsókn á veðurfars- breytingum, sérstaklega af mannavöldum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.