Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Þjónusta og aðstaða ríkisspítala 1970—1979: Meðallegutími hefur stytzt um 27% Stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefur sent fjölmiðlum greinargerð um þróun þjónustu og aðstöðu ríkisspítalanna á árunum 1970 til 1979, en málefni þeirra hafa verið ofarlega á baugi í þjóðmálaumræðu undanfarið. Greinargerð þessi er sjór fróðleiks um þann þátt heilbrigðisþjónustunnar scm undir ríkisspítalana fellur. Mbl. mun birta efnisatriði úr greinargerðinni í þremur blöðum. í fyrsta hluta, sem hér fer á eftir, er inngangur skýrslunnar, ásamt upplýsingatöflum og skýringartexta með þeim. Framhald skýrslunnar birtist að hluta til í næstu viku. Formálsorð að greinargerð. Fyrsti hluti Vegna umræðna um heilbrigðis- og sjúkrahúsmál og málefni Land- spítala sérstaklega, telur stjórnar- nefnd ríkisspítala nauðsyn bera til að gera nokkra grein fyrir þeim rekstri, sem þar fer fram og hvernig hann hefur þróast á þessum áratug. sínum á framfæri í stjórnarnefnd, annað hvort gegnum fulltrúa sína kjörna af starfsmannaráði spítal- anna eða gegnum yfirlækna og hjúkrunarforstjóra, sem að jafn- aði sitja fundi stjórnarnefndar. Stjórnarnefnd hefur ekki um- sjón með nýbyggingum á lóð Land- spítala, heldur hefur orðið um það samkomulag milli heilbrigðis- ráðherra og menntamálaráðherra, að nýbyggingar Landspítala og Tala innlagðra sjúklinga hefur aukizt um 67%, starfsfólki fjölgað um 113% og sjúkrarúmum um 19% Framlög til ný- bygginga, endur- bóta og tækni- búnaðar 111/2 milljarður króna á verðmæti ársins 1978 Undir ríkisspítala koma eftir- taldar ríkisstofnanir: • Landspítali • kvennadeild • Rannsóknarstofa við Barónsstíg • blóðbanki • kleppsspítali og deildir honum tengdar • Vífilsstaðaspítali • Kópavogshæli, og • Kristneshæli. I þessari skýrslu eru upplýsing- ar um allar þessar stofnanir nema Kristneshæli, en rekstur þess fer ekki um skrifstofu ríkisspítala. Sé litið á kostnaðarþáttinn sér- staklega, þá er reksturskostnaður ríkisspítala 40% af heildarkostn- aði sjúkrahúsa landsins innan ríkisspítala eru um 35% sjúkrar- úma landsins. Öll sjúkrahús, sem ríkið rekur, eru undir stjórn fimm manna stjórnarnefndar, sem þannig er valið, að tveir eru tilnefndir af starfsmannaráði ríkisspítala en þrír skipaðir af ráðherra án til- nefningar. Rétt til setu á fundum stjórnarnefndar eiga yfirlæknai spítalanna og hjúkrunarforstjór ar, allir með málfrelsi og tillögur rétti. Ákveði stjórnarnefnd ekki annað þá er formaður læknaráðs Landspítala jafnframt yfirlæknir spítalans og er þannig nú. Af þessu má sjá að tryggt er svo sem verða má að starfslið ríkis- spítala geti komið skoðunum læknadeildar Háskóla íslands séu undir umsjá sérstakrar nefndar, yfirstjórn mannvirkjagerðar á Landspítalalóð, en þar eiga setu tveir fulltrúar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og tveir fulltrúar menntamálaráðu- neytisins, en formaður er tilnefnd- ur af þessum tveim ráðherrum sameiginlega. Gert er ráð fyrir því að tveir yfirlæknar Landspítala eigi að jafnaði setu í þessari nefnd og er þannig nú. Breytingar á eldra húsnæði og tilfærslur á starfsemi innan spítalans hafa verið undir umsjón og fyrir forgöngu stjórnarnefndar, enda þótt samráð þurfi að hafa við yfirstjórn mannvirkjagerðar um ákveðnar tilfærslur þar sem gert er ráð fyrir að uppbygging spítal- ans fari í meginatriðum fram eftir byggingaráætlun, sem gerð var á árinu 1972 og felur bæði í sér uppbyggingu nýrra deilda og til- færslu starfsemi innan núverandi bygginga. Stjórnarnefnd lítur á það sem hlutverk sitt á hverjum tíma, að móta hvernig starfsemi spítalanna verði best fyrir komið og gerir tillögur til fjárveitingavaldsins um fjármuni til uppbyggingar og breytinga, sem hún telur á hverjum tíma nauðsynlegar og séu til gagns fyrir starfsemi spítal- anna í heild. Jafnframt telur stjórnarnefnd það skyldu sína að spítalarnir séu reknir innan þess fjárlagaramma, sem Alþingi ákveður hverju sinni, jafnvel þótt það sé ekki í samræmi við það, sem stjórnarnefndin í heild eða einstakir stjórnar- nefndarmenn telja skynsamlegt. Stjórnarnefndin hefur lítil tök á því að meta það lækningastarf, sem unnið er á ríkisspítölum, en reglur gera ráð fyrir að það sé eitt af hlutverkum læknaráða að fylgj- ast með lækningastarfsemi spít- alanna og gera úttektir á ýmsum starfsþáttum þeirra, með tilliti til gæða læknisþjónustunnar og afkasta við einstök verkefni. Stjórnarnefnd telur að læknaráð sjúkrahúsanna hafi ekki sinnt þessum þætti svo sem verðugt er og nauðsynlegt og af því stafi m.a. að ekki hefur farið fram endurmat á ýmsum starfsþáttum spítalanna svo og hlutföllum milli stærða einstakra deilda spítalanna. Stjórnarnefnd telur að rekstur sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana í íslenska þjóðfélaginu sé nú þegar orðinn það viðamikill kostnaðar- liður, að það sé löngu orðið tíma- bært að af hálfu opinberra stjórnaraðila sé tekin ákvörðun um að hafa stöðugt í gangi könnun á því, annars vegar hvernig það fjármagn nýtist, sem til þessarar starfsemi fer og hinsvegar, eftir því sem það er unnt, að gera sér grein fyrir hvaða árangur er af starfi heilbrigðisþjónustunnar í heild. Það er von stjórnarnefndar að þær upplýsingar, sem hér koma fram, leiði til jákvæðra umræðna um heilbrigðismál almennt og framtíðarrekstur ríkisspítalanna sérstaklega. Stjórnarnefnd rikisspítalanna í febrúar 1979 Páll Sigurðsson, formaður Kristín Þorsteinsdóttir Stefán Friðbjarnason Sigurður Þórðarson Tómas Helgason Georg Lúðvíksson, framkv. stj: ‘'r.rramlöjt*, ru.isp.jöfta f i . j:yl>y,ty.ln}*,4 .aKJuio írá r».*kstri írin 1970 - l'j ■; IKKSftMU KVENHADEILD GFDDEIID 1SP. nVðyggimc ■klítfsspíí’ali AVO'lL;! 'ÆLI .'InXSSTADIR ÞVDTIAHlK AI.'NAÐ SAI-TiALS A VERDL.I 1978 V‘K~ 80,3 11,4 1.3,5 J 2,5 4,0 1,0 3,1 125,5 1.120,0 1 l'ji 111,0 32,3 24,t« 17,2 6,0 6,4 5 ,C 196,9 1.581,0 I Í'V 62 ,S 61,9 4,5 23,7 15,9 7,7 0,3 4,9 181,4 1.230,0 I i - /3 87,3 53,9 7,2 20,3 7,8 1,2 . 12,0 189,7 1.035,0 1 ■ ■ r-t 123,0 43,3 56,6 35,2 26,3 10,6 1»1 6,1 301,2 1.122,0 1 221,4 79,0 145,0 27,0 24 ,7 20,4 8,1 571,3 1.427,r 1 -r. 383,6 73,6 78,0 05,6 24,7 46,0 50,0 54,4 775,8 1.524,0 I _r/,'7 414,0 26,2 173,0 94,7 18,6 47,2 87,4 64,7 925,8 1.443,0 | 362,0 52,2 273,0, 66,4 n,i 35,3 70,6 55,4 936,0 936,0 ] SAI.'IALS: 1.845.11' 433,8 730,1 ‘ 376,3 ; 177,6 189,3 237,4 214,3 4.203,9 11.418.C35] A: hieildijjnj 83,9% 10,3% 1* *7,4» 9,0% 4,2% 4,5% 5,6% 5,1% I 1) Innifaliö frandög v/Rarnsóknast. K.í. a6 fjárhæö 188,6 m.kr. 2) Innifaliö framlög v/Afengisdeild.aö Vífilsstööum samtals 47 m.kr. 3) F'ramreikn. skv. byggingavísitölu. Fjárhaöir í m.)cr. Skýringartexti með töflum úr starfseminni. Hér á eftir verður rakið í grófum dráttum, í töflum og texta, þróun framangreindra þátta í starfsemi ríkisspítalanna á tíma- bilinu 1970-1979. Á þessu árabili hefur sjúkra- rúmum fjölgað um 19%, starfs- mönnum fjölgað um 113%, tala innlagðra sjúklinga aukizt um 67% og meðallegutími sjúklinga stytzt um 27%. Göngudeildar- þjónusta, sem nánast var engin í upphafi áratugsins, hefur aukizt mjög mikið og var á árinu 1977 61.200 konur. I. Sjúkrarými og starfsaðstaða. Eins og fram kemur á töflu I voru 846 sjúkrarúm á ríkisspítöl- um árið 1970. 1978 er tala sjúkra- rúma komin í 1004. Fjölgun 158 rúm eða u.þ.b. 19%. 1. Nýjar deildir og breytingar á eldra húsnæði Landspítala. • Barnaspítali Hringsins, geðdeild. Tók til starfa 1971 • Bæklunarlækningadeild. Tók til starfa 1972. • Endurhæfingadeild (legudeild). Tók til starfa 1974. • Gjörgæzludeild. Tók til starfa 1974. • Hjúkrunar- og öldrunar- lækningadeild. (í Hátúni). Tók til starfa á árunum 1975 og 1976. • Kvennadeild Landspítalans, nýbygging og stækkun, tók til starfa 1976. Framkvæmdir hófust til breytingar á eldri deild 1079 og er ekki lokið. • A- og B-deildir lyflækninga og A- og B-deildir handlækninga voru endurskipulagðar og endurbættar á s.l. 4 árum. Sjúkrarúmum fækkaði en starfsaðstaða batnaði mikið. • Röntgendeild. Stækkuð um húsnæði fyrra eldhúss. Húsnæðið og tækjakostur endurnýjað 1973—77. • Geðdeild tekur til starfa í apríl n.k. 2. Kleppsspítalinn, breytingar: 1. Nýbygging fyrir göngudeildir og rannsóknarstofur 1970—72. 2. Keypt íbúðarhús við Laugarás- veg og leigt húsnæði að Hátúni 10 og 10A árið 1973; nýtt í stað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.