Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Friðrik Friðriksson: Nú og í nánustu framtíð stöndum við Islendingar frammi fyrir þeim vanda, að taka afstöðu til þeirra leiða, sem til boða standa til þess að ná þeim markmiðum sem við flest stefnum að, þ.e.a.s. auk- inni velmegun og betri lífs- kjörum. Þessi vandi er ekki nýr, en hins vegar hefur sjaldan legið meira við að taka skýra af- stöðu til þess, hvert ferðinni skuli heitið. Tilefni þess, að ég vek athygli á þessu nú, er sú staðreynd að síðastliðinn ára- tug hefur í æ ríkara mæli verið farið út á þá braut, að auka ríkisafskipti á kostnað einkaframtaks. í því ljósi er nánasta framtíð mikilvæg, sökum þess, að með hverju árinu sem þessi þróun heldur áfram, minnka möguleikarnir á þyí, að um nokkurt val verði að ræða. En um hvað stendur þá valið? I rauninni má segja að að- eins sé um að ræða tvær höfuðstefnur sem til álita komi. yfirráðunum yfir framleiðslu- tækjunum á hendur margra, sem taka sínar ákvarðanir óháðir hver öðrum, getum við sem einstaklingar ráðið athöfnum okkar. Þetta skilja sósíalistar, og þess vegna ráðast þeir svo harkalega að einkaeignar- réttinum, því að þegar yfirráð allra framleiðslutækja eru komin á eina hönd, hefur sá aðili öll ráð okkar í hendi sér. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu, því að þótt hagvald frjáls markaðsbúskapar geti orðið sterkt, getur það aldrei ráðið lífi okkar, en hins vegar í hinu miðstýrða hagkerfi alræðis- ríkja, þar sem hagvald er sameinað pólitísku valdi, er grundvöllur frelsis og skoð- anaskipta brostinn, eins og kommúnistaleiðtoginn kunni Leon Trotsky komst sjálfur réttilega að orði: „Þar sem ríkið er eini atvinnurekandinn leiðir stjórnarandstaða til hægs hungurdauða". Þessi grundvallarsjónarmið viðurkenna flestir, og þar á meðal margir sósíalistar, sem Friðrik Friðriksson til kynna óskir sínar með innkaupum á þeim vörum sem þeim líkar. Þess vegna keppast framleiðendur við að fram- leiða vöru, sem selst vel, annaðhvort vegna hagstæðs verðs og/eða mikilla gæða. Við það að ná hámörkum full- nægingar þarfa neytenda, hámarka framleiðendur gróða sinn um leið, og það er ein helsta skýringin á því, hvers vegna gróði er svo mikilvægur í atvinnurekstri. Gróði er því í reynd í þágu almennings og er Vakning til liðs við frjálshyggjuna Sá íslendingur, sem hvað mest hefur ritað um þessi mál er án efa prófessor Ólafur Björnsson. Nýjasta bók hans, sem ber heitið „Frjálshyggja og Alræðishyggja", er mjög merkilegt framlag til þessarar umræðu, og það eitt er víst, að eftir því sem menn kynna sér betur sósíalisma og miðstýrt hagkerfi verða þeir í marg- földunarhlutfalli andsnúnari honum. Það er þvi engin tilviljun að sú mikla vakning til liðs við frjálshyggjuna, sem nú á sér stað víðs vegar í hinum vest- ræna heimi, kemur einmitt nú. Mönnum verður æ ljósari sú staðreynd, að orsök hægs hag- vaxtar og verðbólgu í hinum vestræna heimi síðastliðinn áratug, liggur í auknum ríkis- afskiptum. Kröfur hinna ýmsu hópa þjóðfélagsins um aukna hlutdeild í þeirri köku, sem til skipta er, verða stöðugt háværari, en kakan stækkar ekki í sama hlutfalli og kröf- urnar, ef hagvöxtur er ekki nógur. Fram til þessa hefur verið tilhneiging í þá átt, að mæta þessum kröfum með auknum ríkisafskiptum, sem síðan eru afsökuð með því að markaður- inn anni ekki hlutverki sínu. Þetta er alrangt sökum 'þess, að ástæðan er ekki ófullkom- leiki markaðarins heldur sú, að hann fær ekki að starfa ótruflaður með það megin markmið fyrir augum að auka hagvöxt, en hagvöxtur er for- senda þess að um efnahagsleg- ar framfarir verði að ræða. Þetta ætti öllum að vera ljóst in í frjálsum markaðsbúskap. Þó ber að varast oftrú á frjálsu markaðshagkerfi, það er ekki gallalaust, en það er tvímælalaust það eina sem er nothæft. A þessum grundvelli verða ungir sjálfstæðismenn að berjast á komandi árum, því að það er skylda okkar að leggja lítið lóð að mörkum til þess að hér verði hægt í framtíðinni að lifa mannsæm- andi lífi. Það gerum við aðeins með því að fylkja okkur um frjálshyggjuna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oft undanfarin ár verið kallað- ur „hugmyndasnauði flokkur- inn“ (The silly party) og vafa- laust hefur hann að vissu marki borið þá nafngift með rentu, sökum þess, að mest af hugmyndalegri nýsköpun í landinu hin síðari ár hefur farið fram utan Sjálfstæðis- flokksins. F ramtíðarhlutverk Sjálfstæðis- flokksins Það verður að mínu mati meginhlutverk ungra sjálf- stæðismanna á komandi árum, að breyta þeim forsendum sem stjórnmálabaráttan verður háð á. Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur sá íslenski flokkur, sem fær það hlutverk, að veita áður- nefndri fylgisaukningu frjáls- hyggjunnar í réttan farveg. Það verður hans hlutverk, að berjast einarðlega fyrir frjáls- hyggju, það verður að sýna að hugmyndaleg nýsköpun komi fram í Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna friálshgggja? Frjálshyggja og alræðishyggja Annars vegar frjálshyggja, þar sem einstaklingarnir ákveða sín markmið sjálfir, og framfylgja þeim innan þeirra leikreglna sem nauðsynlegar eru, vegna tillits til annarra þjóðfélagsþegna, og hins vegar alræðishyggja sósíalista, þar sem stjórnvöld eiga í nafni heildarinnar að ákveða öll þau markmið, sem einstaklingarn- ir og þá um leið heildin eiga að stefna að, og þeim verður að framfylgja samkvæmt for- skrift stjórnvalda. Þrátt fyrir óskhyggju margra, um að ein- hver millivegur sé til á milli þessara stefna, þá er það staðreynd, að .þegar til lengri tíma er litið, stendur valið aðeins á milli hinna tveggja fyrrnefndu, og út frá því verð- ur gengið í þessari grein. Eftir því sem menn kynna sér betur hinn fræðilega grundvöll þessara stefna, koma yfirburðir frjálshyggj- unnar á öllum sviðum æ betur í ljós. Grundvöllur frjálshyggj- unnar er frjáls markaðs- búskapur, þar sem virðing fyrir einstaklingunum og einkaeignarréttinum eru í öndvegi. í dag virðist fólk hérlendis almennt, því miður, ekki gera sér grein fyrir því, að einkaeignarrétturinn er mikilvægasta trygging þess frelsis sem við óskum öll eftir. Þetta er þó skiljanlegt í ljósi þess, hve gengdarlaus áróður sósíalista hefur verið um langa hríð gegn einkaeignar- réttinum. Markaðsbúskapur forsenda lýðræðis Eingöngu með því að dreifa Sósialismi í framkvæmd. lofsyngja frelsi og mannrétt- indi í orði, en hafna um leið einu færu leiðinni til að tryggja þessi réttindi, frjáls- hyggjunni. Þótt fræðilega séð, sé frelsi og lýðræði ekki forsenda markaðsbúskapar, þá er markaðsbúskapur hins vegar óumdeilanlega forsenda lýð- ræðis. Gróðinn jákvætt hugtak í frjálsu markaðshagkerfi gilda lögmál samkeppninnar, þar sem framleiðendur verða að haga sér eftir lögmálum markaðarins. Þeirra hlutverk er að fullnægja þörfum annarra sem best, og það geta þeir aðeins með því að fara eftir vilja neytenda, sem gefa jákvætt hugtak andstætt áliti sósíalista. Þessi samræming á milli eftirspurnar og framboðs er aðeins möguleg í frjálsu markaðshagkerfi, sökum þess, að vandamálin sem upp koma í miðstýrðu hagkerfi við það að ná þessari samræmingu, sem er forsenda hámarks nýt- ingar framleiðsluaflanna og aukins hagvaxtar, eru svo stórkostleg, að þau er óyfir- stíganleg. Munurinn skýrist betur ef frjálst markaðshag- kerfi, t.d. Bandaríkjanna, er borið saman við miðstýrt hag- kerfi austantjaldslanda, þar sem neysluval er lítið og vöru- gæðin eftir því. Þetta og margt fleira, sem ekki er hægt að tíunda í stuttri blaðagrein sanna yfir- burði frjálsra viðskipta. og skýrist enn betur ef við skyggnumst aftur austur fyrir tjald. Hver eru orsök stöðnun- ar á öllum sviðum, lágs hag- vaxtar og lélegra lífskjara þar eystra hin síðari ár? Halda menn að þar séu að verki einhver óskiljanleg og óyfir- stíganleg lögmál? Svo er ekki, því að svarið felst í hagkerf- inu. Miðstýrt hagkerfi austan- tjaldslanda, og í æ ríkara mæli í hinum vestræna heimi, er svo ófullkomið að innri gerð, að það er algjörlega ónothæft til að tryggja fólki bætt lífskjör. Lausnin á kreppu velferðarþjóðfélagsins Fólkið í þessu landi verður að skilja að lausnin á kreppu velferðarþjóðfélagsins er fólg- Það er að mínu mati for- senda þess, að ungt fólk trúi því, að Sjálfstæðisflokkurinn sé eina athvarf þess i leit að bættum lífskjörum. Sjálfstæðisflokkurinn er, og verður alla tíð flokkur frelsis- unnenda, og höfum það líka hugfast, að sósíalismi er og verður aldrei framkvæmdur án lögregluríkis. A þessu grundvallaratriði má ungt fólk aldrei missa sjónar. Það frelsi verður aldrei of dýru verði keypt, sem við tryggjum okkur með því að játast undir frjálshyggju, sem þá hugmyndafræði sem þjóð- félagið skal vera byggt á, og höfum það hugfast að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Friðrik Friðriksson, viðskiptafræðinemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.