Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 2 5 Gísli Jónsson menntaskólakennari: BARA HUSMOÐIR Hugleiðingar um misrétti og jafnrétti á barnaári Án verkalauna vann hún störf sín öll en víiföi sína krafta þjóð ok landi. D.St. 1. Svo ungt er orðið gildismat í málinu að það hefur ekki komist inn í orðabók Menningarsjóðs. Það er þó mikið tískuorð um þessar mundir, sem von er. Ekkert stendur í stað, síst á okkar dögum, og það sem er mikils metið í dag, þykir kannski léttvægt á morgun. Og öfugt. Húsfreyja. Hvílík reisn er ekki yfir þessu orði. Sú sem ræður húsum. En það er til marks um ónæman málsmekk og ef til vill nýtt gildismat, að þernur í flugvélum hafa verið nefndar flugfreyjur og afgreiðslu- stúlkur í flugstöðvum hlaðfreyjur! Húsmóðir. Takið eftir því hvernig þetta orð sameinar mýkt og tign. Þó er svo komið hér á landi, að konur í þessari stétt segja með afsökun og næstum blygðun um sjálfar sig að þær séu „bara húsmæður", rétt eins og lægra verði ekki lotið í nútímaþjóðfélagi. Þrátt fyrir allt held ég að nýtt gildismat þessa starfs sé að myndast í þjóðarvitundinni, í orði a.m.k. En orð eru til alls fyrst. Síðan er að láta verkin tala. 2. Hér í Morgunblaðinu birtist merkileg grein um þetta efni hinn 4. þ.m., viðtal sænsks blaðamanns við landa sinn, prófessor Hugo Hagelund í Gautaborg. Þetta er langt og mikið viðtal, sem hefur orðið mér mikið umhugsunarefni og kveikt í því tundri sem í mér bjó. Ég ætla að leyfa mér að taka kafla upp úr þessu viðtali: Tökum dæmi. Foreldar, sem vinna báðir utan heimilis, hljóta beinlínis fáránlegar skattaívilnanir. Við skulum taka fjölskyldu með tvö börn, sem hefur 100.000 sænskar krónur í heimilistekjur á ári. Ef annað hjónanna hefur þessa upphæð í tekjur eitt sér, þá verður fjölskyldan að greiða 12.000 kr. hærri skatt heldur en hún hefði þurft, ef bæði hjónin hefðu unnið fyrir 50.000 krónum hvort um sig, með því að vinna hluta úr degi. En það er ekki nóg með þetta: Ef bæði hjónin vinna utan heimilisins, þá verður þjóðfélagið að annast um börnin. Þegar útgjöld fjölskýldunnar sjálfrar á hvert barn hafa verið dregin frá, þá verða eftir nettó-útgjöld vegna hvers einstaks barns, sem nema 25.000 krónum og ríkið verður að greiða þessi áföllnu útgjöld, það er að segja, það eru meðal annars hinir heimavinnandi skattgreiðendur, sem borga þessi útgjöld fyrir hina útivinnandi. Ríkið færir því þessum hjónum, sem eiga tvö börn, en bæði hjónin vinna utan heimilisins, 50.000 krónur í gjöf á ári og lætur þau auk þess sleppa við að greiða kr. 12.000 í skatt, miðað við aðra fjölskyldu með tvö börn, þar sem annað hjónanna vinnur heimilisstörf. Jafn- framt þessu eru heimilisstörf stimpluð sem ófín vinna. Þetta er ein hringavitleysa. Sú lítilsvirðing, sem heimilisstörfunum hefur verið sýnd, er í senn eitt hið argasta og óhugnanlegasta misrétti gegn konum, og stuðlar auk þess beinlínis að því að viðhalda hinu forna stéttaþjóðfélagi. Það breytir engu af þessu, þótt hin ýmsu kvennasamtök fullyrði statt og stöðugt hið gagnstæða. En hvernig víkur þessu við hér á landi? Misréttið er jafnvel enn hróplegra, því að hér er það einnig kynferðislegt, sem t.d. kemur fram í því, að það er hreint ekki sama hvers kyns það hjónanna er sem vinnur fyrir tekjum heimilisins. Ef það er karl, er allt tekjuskattskylt. Ef það er kona, einungis helmingurinn. Kjósi konan hins vegar að vinna heima, eða neyðist til þess, er starf hennar að engu metið til fjár. Og sagan er ekki öll sögð. Gift kona, sem vinnur launuð störf utan heimilis og í fyrirtæki sem ekki er of nátengt eiginmanni, fær helming launa sinna undan- þeginn tekjuskatti. En missi hún mann sinn, falla þessi fríðindi niður. Einstæð kona, og þó móðir sé, nýtur ekki þessara fríðinda. Þannig refsar þjóðfélagið beinlínis þeim konum sem verða ekkjur, með því að taka til baka skattfríðindi, sem þær nutu, meðan þær voru giftar. 4. Af því, sem áður er fram komið, má sjá, að það ef engin furða þótt húsmæður leiti út fyrir heimili sín í ýmiss konar vinnu, enda hefur það marga kosti. Síst er ég talsmaður þess að meina þeim slíkt ef þær vilja. Til hins ætlast ég þá líka, að þær sem kjósa annað, hljóti ekki fyrir það refsingu. Jafnrétti verður að vera. Tökum einfalt dæmi. Sjálfsagt er að reisa og reka dagvistunar- stofnanir fyrir börn þeirra foreldra sem þar kjósa að hafa þau. En þetta kostar samfélagið ærið fé. Jafnréttiskrafa og framtíðarsýn dagsins er sú að aðstandendur barna fái að velja um það, hvort samfélagið kosti fé til dagvistunar barnanna, svo að þeir geti unnið utan heimilisins, eða hvort samfélagið umbuni þeim á annan hátt, ef þeir kjósa a$ ala önn fyrir börnum sínum heima, með þeim sparnaði fyrir samfélagið sem af því hlýst. Fólk á ekki aðeins að hafa rétt til dagvistunar utan heimilis handa börnum sínum, heldur einnig réttinn um hliðstæða fyrirgreiðslu til þess að hafa börnin ekki á dagvistunarheimili, ef það vill. Þetta valfrelsi er það sem koma skal og ég tel að t.d. í stefnu sem Félagsmálaráð Akureyrar hefur verið að móta, sé að finna stuðning við þetta valfrelsi. A sama hátt má segja, ef talað er um rétt barnsins, að hann sé tvíþættur. Annars vegar að fá að dveljast á dagvistunarstofnunum og leikskólum, hins vegar rétturinn til þess að dveljast hjá foreldrum og aðstandendum. Þessi jafnréttiskrafa hlýtur að koma til álita á ári barnsins, ekki síður en krafan um að afnema það hróplega misrétti sem húsmæður á Islandi búa við á mörgum sviðum og hefja hlutverk þeirra til verðugs vegs. 5. Sverrir vinur minn Hermannsson myndi trúlega hafa sagt að það væri að seilast um hurð til lokunar að fara að vitna í Svía. Ég hefði getað látið það ógert. Bergljót Rafnar á Akureyri skrifar líka merkilega grein um þessi efni í íslending 13. þ.m.: ^mma, hefur þú aldrei unnið neitt?“ Ég bið menn að lesa þessa grein. Hún lýsir fjölþættu starfi húsmóðurinnar skýrt og trútt. Hún sýnir okkur fram á með gildum rökum að fátt krefjist margbreytilegri hæfileika en húsmóðurstarfið. Grein Bergljótar lýkur svo: „Að lokum verður svo sjálfsagt að víkja aðeins að launakjörum þeirra, sem húsmóðurstarfinu gegna og þá vandast málið aftur eins og í upphafi, því þeir sem þjóðfélaginu stýra eru víst á sömu skoðun og hann dóttursonur minn, að minnsta kosti fáum við heima- vinnandi húsmæður, engan helming launa dreginn frá skatti, ekkert fæðingarorlof, ekki niðurgreiðslu fyrir að gæta barnanna okkar eins og greitt er til barnaheimila fyrir barnagæslu þar og nú gæti ég aftur byrjað upptalningu, en læt þó staðar numið. Launin eru sýnist mér að mestu greidd í fríðu, svo sem brosum á litlum andlitum, vellíðunarsvip og viðurkenningarorðum þegna heimilisins og þeirra innri ánægju, sem fylgir því að finna, að þrátt fyrir allt er maður að vinna þarft verk, sem ekki miðast við ákveðna krónutölu fyrir unninn tímafjölda, þó svo að hún „amma hafi aldrei unnið neitt." 6. Kvennasamtök nokkur á Islandi hafa að einkennis- merki krepptan ofbeldishnefa innan í kyntáknshringn- um. Hvernig væri nú, þó ejcki væri nema þessa mánuði sem eftir eru af barnaárinu, að skipta þarna um og setja milda móðurhönd í stað kreppingsins? 25.2. ’79 G.J. Stjórnaraefnd ríkisspítala: Tímabært að kanna hvernig fjár- magn heilbrigðisþjónustu nýtist STJÓIÍNARNEFND ríkisspít- ala hefur sent frá sér greinar- gerð um þróun þjónustu og aðstöðu ríkisspítala á árunum 1970 — 1979, en í þeirri greinar- gerð er rakin starfsemi ríkis- spitala og stofnana og aftast í henni eru talin upp þau verk- efni sem stjórnarnefndin telur að brýnast sé að framkvæma á rikisspi'tölunum. í skýrslunni kemur m.a. fram að sjúkrarúm hefur á þessum árum fjölgað um 19%, starfs- mönnum um 113%, tala inn- lagðra sjúklinga hefur vaxið um 67% og meðallegutími styzt um 27%. Þá hefur göngudeildar- þjónusta aukist mjög, en hún var nánast engin í upphafi áratugar- ins og voru á árinu 1977 yfir 61 þúsund komur. Rakið er í skýrsl- unni hverjar viðbætur og endur- bætur hafa verið gerðar á hús- næði spítalanna og stofnananna og á línuritum og teikningum er sýnd fjölgun starfsmanna, sjúkrarúma, fermetrarrými, bið- listar, fjöldi starfsmanna á rekstur sjúkrahúsa og heilbrigð- liður að það sé löngu orðið stofnunum og fjármál. isstofnana í þjóðfélaginu sé nú tímabært að af hálfu opinberra Stjórnarnefndin telur að orðinn það viðamikill kostnaðar- stjórnaraðila sé tekin ákvörðun Stjórnarnefnd ríkisspítala kynnir greinargerð sína fyrir fréttamönnum. Ljósm. Rax. um að hafa stöðugt í gangi könnun á hvernig fjármagn til starfsemi þessarar nýtist og hvaða árangur er af starfi heil- brigðisþjónustunnar í heild. Helztu verkefni sem stjórnar- nefndin telur brýnt að fram- kvæma á ríkisspítölunum eru m.a.: Á Landspítala að bæta að- stöðu blóðsíunardeildar, kennslu- og fundaraðstöðu, rannsóknastofu, gera þurfi átak til að sinna sjúklingum á biðlist- um skurðlækningadeilda spítal- ans og að stuðlað verði að áfram- haldandi uppbyggingu eldhúss og þvottahúss ríkisspítalanna og að geðdeildarbyggingunni verði lokið svo sem áætlanir geri ráð fyrir til að fullkomin aðstaða til handa geðsjúkum verði. fyrir hendi, þ.e. bæði göngudeildar- og leguaðstaða. Á Kleppsspítala er lögð áherzla á að endurbætur verði gerðar á húsnæði og að þar verði t.d. komið fyrir fólkslyftum og á Kópavogshæli er stefnt að áframhaldandi uppbyggingu og 'á Vífilsstaðaspítala einnig og telur stjórnarnefnd að hægt sé að skipuleggja Vífilsstaðasvæðið sem framtíðarspítalasvæði fyrir Stór-Reykjavík. Sjá fyrri hluta greinargerð- ar stjórnarnefndar á bls. lfi og 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.