Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 31 Andrea Jónsdóttir frá Litla-Fjarðarhorni F. september 1881 D. 12. janúar 1979 í Stranndasýslu sunnanverðri er sá fjörður er heitir Kollafjörður; í fáu frábrugðinn öðrum litlum fjörðum landsins. Þó hefur hann sitt sérstaka svipmót; ár, hæðir, leiti og fjöll sem hvergi eru til annars staðar. Haglendi er þar gott og fjárbúskapur stendur þar með blóma. En enginn fiskur gengur í fjörðinn utan silungur og stöku lax villist þar inn. Ut við nesin aftur á móti er grásleppan árviss hlunnindi, svo og selur og fugl. Frá því ég man fyrst eftir mér hefur frá Kollafirði aldrei komið neitt sem fréttnæmt getur talist að mati útvarps og dagblaða. Síðast er fréttist struku útilegu- hjónin Eyvindur og Halla úr vörslu sýslumannsins á Felli — þess er beit eyra af bónda þar í grenndinni. Þetta var á s.hl. 18. aldar. En þótt nútíma—fjölmiðlar slái ekki upp neinum stórtíðindum úr Kollafirði, þá er hún amma samt fædd þar fyrir hartnær öld. Hún var eitt fjögurra barna hjónanna Jóns Andréssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, fædd 20. sept. 1881 og var skírð Andrea. Hun andaðist föstudaginn 12. jan. nú í ár á Sjúkrahúsi Siglufjarðar eftir langa legu og hana skorti ekki nema 3 ár í tírætt. Langri ævi er erfitt að gera skil í stuttu máli og skal því stiklað á stóru. Kornung missir amma for- eldra sína, og samkvæmt ó- mennsku réttarfari aldarinnar var hún sett niður sem sveitarómagi, að Hvítuhlíð í Bitrufirði. Margar sögur eru sagðar um meðferð sveitarómaga hér á landi — og sumar ófagrar — og víst er um það að ekki var beinlínis dekrað við hana ömmu þar á bæ. Hvað sem því leið, þá er hún 5 ára gömul komin að Felli — landnámsjörð og óumdeilanlegu höfuðbóli þeirra Kollfirðinga — til fósturs hjá séra Arnóri Árnasyni og Stefaníu Stef- ánsdóttur fyrri konu hans. Snögg umskipti til hins betra urðu á högum ömmu er hún kom að Felli. Þar var aldrei litið á hana sem ómaga, heldur sem fósturbarn prestsins, og börn séra Arnórs tóku henni sem systur og héldu tryggð við hana ævilangt. Á Felli var heldur ekki skammtað naumt til barna í uppvexti; í því er e.t.v. fólginn leyndardómurinn á bak við árin 97. Og þótt vinnuharka væri síst minni þar en á öðrum bæjum var fullt samræmi í vinnu og næringu og fólki því ekki ofboðið. Vinnan og gott atlæti efldi með ömmu óbilandi kjark og áræði og styrkti líkamann fyrir harða lífs- baráttu. Dvölin á Felli varð ömmu líka sérstaklega hugnæm og þang- að hvarflaði hugurinn oft í ellinni og ófáar sögurnar sagði hún okkur barnabörnunum þaðan. Amma var því vel undirbúin fyrir lífsstarfið þegar hún giftist Franklín Þórðarsyni frá Stóra—Fjarðar horni í sömu sveit. Þau voru gefin saman 1902 og tvíburarnir Þórður og Sigurður fæddust ári síðar. Þau hófu bú- skap í Þrúðardal 1904, en ári síðar flytja þau yfir fjörðinn að Litla- —Fjarðarhorni þar sem afi húsaði lítinn bæ og byggði önnur útihús úr byggingarefnum náttúrunnar. Þarna í Litla—Fjarðarhorni bættust við 11 börn, en alls eignuð- ust þau 13 börn á 21 ári og eru öll á lífi. Þau eru: Þórður (í Litla-Fjarð- arhorni) og Sigurður (á Óspaks- eyri í Bitru) sem- nýlega hafa skilað búi í hendur sona sinna; Hermína, Eggþór og Guðmundur búsett í Reykjavík; Aðalheiður sem býr á Akranesi; Benedikt, Jón og Anna búsett á Selfossi og Guðbjörg, Nanna, Margrét og Guðborg sem allar búa í Siglufirði. Það þarf ekki mikið ímyndunar- afl til að skynja og sjá fyrir sér alla þá vinnu, sem fátæk einyrkja- hjón þurftu að inna af hendi til að ala önn fyrir stórum barnahóp og koma honum til þroska. Orð og samsetningar á borð við „hörku- duglegur“, „sístritandi", „víkingur til allra verka“, „féll aldrei verk úr hendi" og fleiri í þeim dúr ganga sem rauður þráður í gegnum ævi- minningar fólks af kynslóð alda- mótanna, en falla í gildi í augum sumra sem lesa slíkar bækur í dag. En þessi orð hefjast í æðra veldi fyrir manni sjálfum við náin kynni af eldra fólki eins og ömmu, eins og ég man eftir henni fyrst og æ síðan; með slitinn líkama en stórt hjarta og bjó y'fir fórnfýsi sem virtist engin takmörk eiga. Það var mikið afrek sem seint fyrnist að koma stórum barnahóp á legg og það krafðist mikils af foreldrunum. Ekki bara ýtrustu sparsemi, sem sjálfsögð þótti í þá daga, heldur og ströngu aðhaldi í búrekstri sem var framfylgt út í æsar. Allt var heimaunnið sem hægt var, föt og verkfæri. Það útheimti mikla eljusemi að prjóna sokka á 30 fætur og vettlinga á jafn margar hendur. Fyrir nú utan hin hvunndagslegu kraftaverk sem amma gerði dag hvern, að töfra fram mat og mjólkursopa fyrir börnin og einnig gesti, sem gjarn- an komu við á bæ í alfaraleið. Þannig var amma á sínum bú- skaparárum, og eins lengi og líkaminn þoldi, sívinnandi frá morgni til kvölds og jafnt helgi- daga sem aðra daga. Henni féll aldrei verk úr hendi. Stórt heimili krafðist þess. Fátæktin krafðist þess. Mér er óhætt að fullyrða það, að aldrei á sinni 97 ára ævi þáði amma laun á veraldlega vísu. Hennar laun var sigurgleðin yfir hverju uppkomnu barni, hverju barnabarni, hverju barnabarna- barni og barnabarnabarnabarni, eða u.þ.b. 140 afkomendum. Þeim fækkar nú óðum sem geta státað af slíku. í stríðsbyrjun, eða árið 1940, andaðist afi úr krabbameini — þeim þjáningarfulla aldurtila. Þá voru elstu börnin sum hver farin að heiman en þau yngstu komin uppundir tvítugt. í sjö ár frá láti afa býr amma í Litla-Fjarðar- horni, en 1947 bregður hún búi og flyst til Siglufjarðar á heimili foreldra minna — Guðborgar, sem er yngst barnanna, og Alberts Sigurðssonar. Þar býr hún —að fáeinum árum undanskildum — allt til ársins 1973 er hún leggst inn á Elliheimili Siglufjarðar. Ég man fyrst eftir ömmu þegar halla tók á sjötta áratuginn. Þá var hún enn fótafær og hjálpaði til við húsverkin, sem hefur líklega ekki veitt af þegar síldin heimtaði til sín alla sem vettlingi gátu valdið. Mér fannst hún stór og rómsterk og nokkuð hrjúf í framkomu, sem rekja má til harðrar lífsbaráttu, en aldrei var hún það hrjúf að mér stæði ógn af henni. Þvert á móti stafaði af henni slíkum bjarny! sem þeir einir búa yfir sem hafa mikilúð- legt svipmót og gott hjartalag. Enda var gott að eiga athvarf hjá ömmu, horfa á hana spinna og prjóna, hlýða á sögur og kvæði úr óþrjótandi fróðleiksbrunni. Þetta kannast þeir við sem eru svo lánsamir að hafa alist upp við ömmukné. Jafnframt því sem ég óx úr grasi fór heilsu ömmu hrakandi og um síðir lagðist hún inn á Elliheimili Siglufjarðar, sem er í sjúkrahús- inu þar. En þótt hún legðist rúmföst sló hjartað í mörg ár enn af sama krafti, og andlegu þreki sínu hélt hún óskertu þar til yfir lauk. I hvert skipti sem ég heim- sótti hana á spítalann tók hún á móti mér með sama hlýja viðmót- inu, veitti mér sömu óborganlegu tilsvörin, sem jafnan hittu í mark, og kvaddi mig ætíð með sömu bænarorðunum, að megi nú guð varðveita mig alla ævi. Ekki mun ég sá eini sem get sagt frá svipuð- um samverustundum. Þessum síðbúnu og fátæklegu minningarorðum til ömmu fylgja saknaðarkveðjur frá okkur öllum sem eigum henni svo margt gott að gjalda, ekki bara tilveruna sum okkar, heldur margt annað sem aldrei verður talið, né metið til fullnustu. Óskar H. Albertsson. + Móöir okkar og tengdamóöir mín, KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, Þverholti 7, andaöist aö Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. marz. Ólafur S. Valdimarsson, Fjóla Magnúsdóttir, Axel Valdimarsson. t Móðir okkar, systir og fósturdóttir, KARLOTTA (LOTTÝ) ADALSTEINSDÓTTIR, Strandaseli 5, lést á Landspítalanum 1. mars. Jaröarförin auglýst síöar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Elín Aðalsteinsdóttir. + Bróöir okkar, AÐALSTEINN JÓNSSON efnaverkfræöingur, Skólavörðustig 41, veröur jarösungin mánudaginn 5. mars kl. 15.00 frá Hallgrímskirkju. Svava Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Höröur Jónsson. + Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför GUÐBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR, Stangarholti 12. Ágústína Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, og aðrir vandamenn. + Þökkum innilega öllum sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa. KRISTINS LÁRUSSONAR, vélstjóra, og heiöruöu minningu hans. Arndís Sölvadóttir, Brynjólfur Kristinsson Valgerður Kristinsdóttir Hildur Brynjólfsdóttir Valdís Brynjólfsdóttir Sigríður Kristín Brynjólfsdóttir Hrund Brynjólfsdóttir Kristinn Lirus Brynjólfsson Páll Brynjólfsson. + Alúöarþakkir færum viö öilum þeim, sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför GUÐMUNDAR MARINÓS INGJALDSSONAR, Sólvallagötu 35, Elín Jóhannesdóttir, Elías Egill Guömundsson, Guöný Sigurðardóttir, Þóra Björg Guðmundsdóttir, Skúli Guðbrandsson, Jóhanna B. Guðmundsdóttir, Albert Ágústsson, Einar Leifur Guðmundsson, Björg Guðmundsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Þórður Ásgeirsson, og barnabörn. + Okkar innilegustu þakkir fyrir samúö og htýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og sonar, BENEDIKTS HELGASONAR, Holtsgötu 21. María Pilsdóttir, Bára Benediktsdóttir, Guðbjörn Hjartarson, Helgi Benediktsson, Unnur María Benediktsdóttir, Jóhann Bragason, Brynja Benediktsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Jónína M. Pétursdóttir. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Innlausnarverö d. marz isifsj Seðlabankans Kaupgengi m.v. 1 ars Yfir- pr. kr. 100.-: tímabil frá: gengi 1968 1. flokkur 3.028,74 25/1 '79 2.855,21 6,1% 1968 2. flokkur 2.849,04 25/2 '79 2.700.42 5,5% 1969 1. flokkur 2.119.45 20/2 '79 2.006.26 5,6% 1970 1. flokkur 1.946,49 15/9 '78 1.509.83 28,9% 1970 2. flokkur 1.411.46 5/2 '79 1.331.38 6,0% 1971 1. flokkur 1.324.82 15/9 '78 1.032.28 28,3% 1972 1. flokkur 1.154.69 25/1 '79 1.087.25 6,2% 1972 2. flokkur 987.87 15/9 '78 770.03 28,3% 1973 1. flokkur A 750.94 15/9 '78 586.70 28,0% 1973 2. flokkur 691.99 25/1 '79 650.72 6,3% 1974 1. flokkur 480.68 1975 1. flokkur 393.00 1975 2. flokkur 299.92 1976 1. flokkur 284.47 1976 2. flokkur 229.19 1977 1. flokkur 212.87 1977 2. flokkur 178.30 1978 1. flokkur 145.32 1978 2. flokkur 114.69 VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100- 1 ár Nafnvextir: 26% 77—79 2 ár Nafnvextir: 26% 68—70 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64 Sölutilboð óskast Sölutilboð óskast Sóiutilboð óskast *) Miöaö er viö auðseljanlega fasteign. HLUTABREF Sjóvátryggingarfélag íslands HF. í niðursuðuiðnaði Flugleiðir h/f Nýtt útboð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs: 1. flokkur 1979. Sala hefst um miðjan marz. Móttaka pantana er hafin. PléRPEJTinGRRPÉUKi ÍfUtOÐJ Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaöarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opiö alla virka daga frá kl. 9.30—16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.