Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 33 Að teikna andlit Mörgum finnst erfitt að teikna. Á myndinni sérðu fáein andlit, og er ekkert þeirra eins. Þegar þið at- hugið nánar svipbrigði andlitanna, komist brátt að raun um, að augabrún- ir og munnur setur mestan svip á andlitið. Reynið að æfa ykkur í að teikna andlit. Ekki gefast upp. Allt hefur sinn tíma. Hver er auðugastur? Einu sinni var hinn mikli heimspekingur Sokrates á gangi um göturnar í Aþenu. Honum var reikað fram hjá sölubúð, þar sem alls kyns girnilegur varningur var til sölu. Þá varð spekingnum að orði. „EN HVAÐ ÉG ER AUÐUGUR, AÐ ÉG SKULI EINSKIS ÞARFNAST AF ÖLLU ÞESSU GLINGRI.“ Gamalt máltæki segir. Sá hefur nóg, sér nægja lætur. Halldór Jónsson: AUt okk- ar vegna Á jóladag 1940 sendi íslenzka ríkisstjórnin símskeyti til Banda- ríkjanna og fór fram á aö þau tækju að sér vernd Islands. Englendingar stóðu þá höllum fæti í orrustunni um Bretland og góð ráð voru dýr ef forðast skyldi hernám Þjóðverja. Cordell Hull, þá utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrir frá því í endurminningum sínum, að öryggis- málaráð Bandaríkjanna hafi þá þeg- ar verið kvatt saman til þess að ræða þessa beiðni Islendinga. Niðurstaðan varð hins vegar sú að hafna þessari beiðni, þar sem þetta samrýmdist ekki hagsmunum Bandaríkjanna og færði þau nær styrjaldarsvæðum Evrópu. En skjótt skipast veður í lofti. 25. júní 1941 lögðu brezki og bandaríski sendiherrann skrifað blað fyrir ís- lenzku ríkisstjórnina, þar sem stóð eitthvað á þá leið, að með undirskrift blaðsins færi ísland fram á vernd Bandaríkjanna. Að nokkrum umhugsunartíma liðnum var skrifað undir slíka beiðni. Fáeinum dögum síðar eða 7. júlí steig Bandaríkjaher fullbúinn á land. Var ekki laust við að sumum þætti hann hafa fengið hraðbyri nokkuð heiman frá sér. Alþingi staðfesti svo beiðnina 9. júlí, með nokkrum semingi þó. Dwight D. Eisenhower segir frá því í bók sinni um Evrópuherferðina, að án stöðva Bandaríkjanna á Nýfundnalandi, Labrador, Græn- landi, íslandi og Skotlandi „hefðum við tæplega getað haldið úti herjum okkar í Evrópu". Er nokkuð auðsætt hver þýðing Islands hefur verið í þeirri keðju, og hvílík heppni það var fyrir Bandamenn að við skyldum segja já! Enda var þetta allt okkar vegna, að sjálfsögðu! Um leið og þessi aðkomni her varði okkur fyrir Hitler lyftu kynni okkar af honum allri verkmenningu okkar þvílíkt risaskref áfram að við urðum aldrei samir menn síðan. Bandaríkjamenn fóru síðan í friði í stríðslok en komu aftur að fáum árum liðnum, og auðvitað aftur bara okkar vegna samkvæmt opinberum skilningi okkar. Þeir eru hér svo enn meira en aldarfjórðungi síðar, t- okkar vegna. Vera hersins hefur haft þó nokkur áhrif á efnahagslíf okkar. Opinberlega höfum við nýlega viður- kennt að samdráttur hjá þeim sé okkur viðkvæmt mál vegna þess fjölda, sem í kringum þá vinnur. Því til viðbótar höfum við óbeint notið mikilla hlunninda af veru hersins. Flugleiðir hafa þróast í skjóli Bandaríkjamanna, þó nú virðist vanta verðlagsstjóra á Ameríkurút- una til þess að við getum forðast óþægindi. Við höfum fengið að reisa verksmiðjur í Bandaríkjunum, kaupa þar lönd og lóðir og selja þar fisk í ótakmörkuðum mæli á svo háu verði sem við getum fengið, óátalið af vínlenzkum. Virðast þeir ekkert vita af því, að við erum þeir skálkar í viðskiptum, a.m.k. að eigin áliti, að voði er búinn hverjum þeim, sem ekki getur séð alla fingur okkar í einu og haft á okkur nauðsynleg lög, rannsóknanefndir, Ólaf Ragnar Grímsson og þvílíka refsivendi til þess að hafa hemil á okur- og svindlnáttúru okkar. Aumingja Kan- inn, hvað hann er nú alltaf bláeygður að trúa á þessi markaðslögmál! Um hin raunverulegu vandamál okkar erum við öllu fáræddari, enda komnir af hetjum og fornkóngum, sem hvorki bregða sér við sár né bana ef til vopnaþinga dregur. A annan hátt get ég ekki skýrt hið algera geigleysi okkar gagnvart mögulegum stríðsáhrifum á lands- menn, sem færu þó létt með að sálga meirihluta þjóðarinnar ef til stykkisins kæmi við núverandi aðstæður. Þó við lifðum af stór- styrjaldarátök myndum við bara svelta í hel í staðinn. Svo við hvað erum við hræddir? Samt er heil- margt sem við gætum gert til að firra tjóni, ef við nenntum að hugsa. En það er víst ekki hin sterka hlið okkar víkinganna! Þáttaskil Það eru nú ýmis teikn á lofti um það, að verulegar breytingar geti orðið á högum okkar á næstunni og það alveg án tilverknaðar okkar stórkostlega stjórnkerfis og meira að segja Ólafs Ragnars. Flugleiðir og Ameríkuflug þeirra riða nú til falls og það rannsóknanefndarlaust, vegna fallandi arðsemi. Kúmeiní karlinn er kominn með loppurnar á olíukranana í Persíu. (Af hverju bjóðum við ekki shakinum landvist gegn því að hann láni Landsbankan- um?) Ef hann lokar þeim, þá sitja þýzki örninn og afkomendur Napóleons uppi benzínlausir og geta ekki gangsett skriðdreka sína og önnur Rússavarnatól. Þar ofan á rýkur fýringarkostnaður upp hjá Islendingum, utan hitaveitusvæð- anna, og kallar á ný og mikilfengleg millifærsluapparöt, landsfeðrunum til dýrðar. Og þegar svo er komið getur fjárans Rússinn blússað að Atlantshafsströnd hvenær sem er, ef hann skyldi þá ekki vera eins friðelskandi og Þjóðviljinn hefur alltaf sagt okkur. Spurning vaknar um það, eftir aðgerðir Kínverja í Viet-Nam, hversu áreiðanlegar heit- strengingar stórvelda séu eða hvort þau leggi fremur efnislegt mat á styrjaldir heldur en að þau hafi víkinglegar hugsjónir okkar um orðheldni og stolt í hæstum heiðri. Við verðum eiginlega að gefa þeim tiltal! Skyldi þjóðum Vestur-Evrópu annars ekki finnast skipta máli hver situr Island, þessa stiklu hvers risa Halldór Jónsson sem um hafið vill fara með stríðs- pjönkur? Hvað skyldu t.d. Breta- skammirnar hugsa ef þeir mættu vera að því að líta upp úr verkföllun- um? Nei, varnarliðið skal vera hér aðeins okkar vegna það er ágætt eins og það er, og það samrýmist ekki okkar þjóðarstolti að vera að hugsa um það, hvort ekki vanti að huga að okkar eigin hag og líkamlegu öryggi. Okkur er nóg að finna hjálpræðið í festu Ólafs og þrautreyndri verð- bólgustjórn hans og horfa með alvarlegum augum á Svavar, Ólaf Ragnar og Vilmund hengja óvini fólksins, verðbólgubraskara og neðanjarðarlýð á hæstu tré, svo að þessi hvítkyrtlaþjóð geti unað glöð við sitt, óspillt af vonzku heimsins og ekki sízt sinni eigin. Þeir munu áreiðanlega finna ráð gegn því, að þessu sælpríki okkar tæmist fólk þegjandi og hljóðalaust sem nemur einu Seltjarnarnesi á svo sem fimm ára fresti. Hvílíkri blindu er þetta fólk líka ekki slegið, að fara héðan frekar slyppt og snautt, eins og úr fasistaríkjunum, heldur en að hlusta glatt og ánægt á innblásnar ræður þessara höfuðsnillinga okkar um nýjar og enn glæsilegri miilifærslu- leiðir. Það er bara eins og Island sé ekki lengur land tækifæra unga mannsins, sem fagnar hverri við- leitni hans til þess að setja á stofn ný og arðgæf framleiðslufyrirtæki og búa frjáls að sínu við hina óbilandi trú okkar á frelsi einstakl- ingsins og ráðstöfunarrétt hans á eigin aflafé! Það þarf að útskýra þetta fyrir þessu fólki og jafnvel kyrrsetja það í þesseigin þágu! Hvílík bjartsýni fyllir huga minn um þessar mundir! Óbilandi er trú mín á menntun, dáð og dugnað hinnar íslenzku úrvalsþjóðar og hina innblásnu leiðtoga hennar. 3 skip- stjóra þarf nú á hvern skuttogara til þess að þeir geti farið til skiptis upp í Gjaldheimtu að borga skattana sína. Þetta er allt gert okkar vegna. Uppræðum þrjótana meðal okkar sem allt illt er að kenna! Áfram skáld og félagshyggjumenn. Draumalönd ein skulum við byggja. 25.2.1979. Halldór Jónsson verkfr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.