Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Eyjólfur Jónsson, ísafirði: Síðari hluti Isfirzkir slysadagar Sjóhrakningur Fiskiskipið Millý frá Reykjavík var nærri strandað við Óshlíð 10. september 1914. Hafði siglt nokk- uð nærri hlíðinni, en logn sló skyndilega á, eins og oft er í norðanstormum nærri hlíðum, svo skipið rak fyrir báru og straumi upp að fjörunni. Atti ekki nema um 100 faðma að landi þegar bátur frá Hnífsdal (Jóakim Pálsson) er bar þar að gat dregið skipið frá landinu svo það komst undir vind. En vélarbáturinn brotnaði talsvert við áreynsluna og vélin bilaði, svo hann komst nauðuglega til ísa- fjarðar seint um kvöldið. Austnorðan ósjór var og hefði skipið vafalaust brotnað í spón og tvísýnt um mannbjörg, ef það hefði borið upp í stórgrýtið við landið. Ætti Jóakim viðurkenningu skilið fyrir dugnaðinn og snarræð- Gömul mynd frá ísafirði. M.s. Hekla strandar Hér fer á eftir tvísögð saga af sama atburði: „Þá rak einnig vélbátinn Heklu frá Akureyri á land við Bolungar- vík, en hann skemmdist ekki mikið við strandið," svo segir í 10. bindi af Þrautgóðum á raunastund, bls. 106. Nokkrum línum neðar á sömu blaðsíðu segir hinsvegar svo: „24. apríl 1913 — strandaði vélskipið Hekla frá Akureyri skammt frá Bolungarvík í hinu versta veðri og sjógangi. Skipið brotnaði mikið við strandið og gekk sjór yfir það í sífellu. 011 áhöfnin bjargaðist, -með aðstoð manna úr landi, en skömmu eftir að þeir höfðu komist á land liðað- ist skipið á skerinu og sökk. Skipstjóri á Heklu var Árni Þor-| grímsson. frá Akureyri." Skyldi mega tala hér um flaust- ursbrag eða kæruleysi í meðferð heimilda?. Drengur drukknar Þann 4. júní 1913 drukknaði drengur á sjötta ári í Pollinum á Isafirði. Hann hét Jón Hrómunds- son og fannst á reki um miðaftans- leytið og var ekki kunnugt um tildrög slyssins. Foreldrar Jóns voru Hrómundur Sigurðsson og Mikkalína Halls- dóttir á Isafirði. Ekki er þessa slyss getið í 10. bindinu af Þrautgóðum á rauna- stund. M.b. Höfrungur ferst Haustið 1913 — 16. október. — var Benedikt Guðmundsson frá Vatnadal, þá formaður á Suður- eyri í Súgandafirði, fenginn til að fara á nýsmíðuðum bát sínum, Höfrungi, til Flateyrar að sækja læknir. Til ferðar með sér fékk hann háseta sinn Ásgeir Kristj- ánsson frá Neðri-Breiðdal í Ön- undarfirði. Veður var norðvestan og mikill sjór, úrkomulaust til hádegis en gerði illskuveður og kafaldsbyl upp úr hádegi. Jón Friðriksson frá Mýrum í Dýrafirði og uppeldisbróðir hans: Halldór Bjarni Jónsson (ekki Gunnarsson) fengu far með bátn- um til Flateyrar, en þeir ætluðu síðan áfram heim til sín að Mýr- um. Báturinn fórst í þessari ferð og var helst talið að hann hefði fengið á sig brotsjó við Sauðanesið og sokkið. Með bátnum fórust tveir skip- verjar og tveir farþegar. Fjórir vaskleika menn, allir rétt rúmlega tvítugir að aldri. M.b. Hlín ferst 1913 — 11. nóvember var dágott veður að morgni, en versnaði mjög er á daginn leið. Flestir bátar úr Súgandafirði réru þennan dag. Um kvöldið voru tveir bátar enn komn- ir úr róðri. Annar komst slysa- laust til Önundarfjarðar, en vél- báturinn Hlín frá Suðureyri fórst í þessum róðri með allri áhöfn, sex mönnum. Hlín var nýr bátur er komið hafði frá Danmörku um sumarið og hét eftir vélbátnum Hlín er fórst 1911. Eigendur þessa báts voru þau Guðrún Þórðardóttir á Suðureyri og Jón Pálmason frá Botni og var hann nú sjálfur formaður á Hlín. Jón var ókvænt- ur og barnlaus og sagður var hann mikið hraustmenni. Hásetar voru: Bjarni Hákon Bjarnason, 48 ára, kvæntur húsmaður á Suðureyri og átti börn. Bjarni Daníelsson, vinnumaður foreldra sinna á Suðureyri 16 ára. Sigurður Þor- leifsson 20 ára, vinnumaður á Norðureyri. Ebeneser Jörundsson frá Flateyri 18 ára gamall og Össur Guðmundsson frá Görðum í Önundarfirði 19 ára gamall. Var að þeim öllum mikill mannskaði. Ekki er þessa slyss getið í 10. bindinu af Þrautgóðum á rauna- stund. Drukknun 1914 — 2. júní varð slys á vélbát frá Hnífsdal, er var í beituferð vestur í Önundarfirði. Tveir menn hrukku út í plógstrengnum og náðist annar þeirra nokkuð dasað- ur, en hinn var örendur er hann náðist. Hét sá Gestur Finnsson, 40 ára vinnumaður frá Sútarabúðum í Grunnavík. Ekki finnst þessa getið í 10. bindinu af Þrautgóðum á rauna- stund. Þilskipið Gunnar ferst Fiskiskipið Gunnar, eign Ás- geirsverzlunar á ísafirði, fór það- an á veiðar 2. júní 1914. Gunnar var 12 lesta bátur. Á skipinu voru 11 menn, en einn þeirra veiktist þegar skipið var farið af stað í veiðiferðina og var komið með hann aftur til hafnar og hann lagður á sjúkrahúsið á Isafirði. Ekki kom skipið Gunnar aftur úr þessari veiðiferð. Um miðjan júní rak í Skáladal skipsbát, er var eins og sá sem Gunnar hafði, viku áður hafði sést mikið brak á sjónum nokkuð innan við Straumnes. Talið var að Gunn- ar hefði farist í aftakaveðri er gerði 7. júní 1914. Áhöfn skipsins í þessari veiði- ferð voru 10 menn og fórust þeir allir með skipinu. Skipstjóri var Guðjón Ásgeirs- son frá Arnardal, 24 ára, kvæntur og átti tvær dætur. Á skipinu með honum voru tveir bræður hans: Ásgeir Hinrik 19 ára og Sigurður 16 ára. Aðrir skipverjar voru: Guðmundur Guðbj. Tómasson, Isafirði, 34 ára kvæntur og átti tvö börn. Sigurjón Sigurðsson, 42 ára Isafirði, kvæntur og átti mörg börn. Guðm. Bergmann Þorsteins- son, ísafirði 22 ára. Óli Þorbergs- son, Bildudal 28 ára kvæntur og átti einn son. Magnús Björn Jóns- son 18 ára, Engidal í Skutulsfirði. Páll Sig. Jóhannesson, Bolungar- vík 17 ára. Salvar Kristmundur Þorbergsson 16 ára, Bakkaseli, N.-ís. Ásgeir Kristjánsson bóndi í Arnardal og kona hans Hinrikka misstu þarna í einu 3 uppkomna syni sína og var þar stórt skarð höggvið hjá þeirri fjölskyldu. Kristján Páll Friðriksson hét háseti sá er lagður var veikur í land af Gunnari er þeir fóru í síðustu veiðiferðina. Kristján Páll var frá Patreksfirði. Lá hann nokkrar vikur veikur á sjúkrahús- inu á Isafirði og andaðist þar 14. júlí 1914, 31 árs, ókvæntur. I 10. bindi af Þrautgóðum á raunastund er sagt að mesta sjó- slys ársins 1914 hafi orðið er Gunnar fórst með 10 mönnum. Aðeins tveir þeirra er þar fórust eru nafngreindir í bókinni. Vélbáturinn Guðríður sökk norður við Skagaströnd í ágúst- byrjun 1914. Hafði rekist á blind- sker í þoku og sokkið nær sam- stundis, en menn björguðust allir. Bátur þessi var allstór þiljubát- ur með 15 hestafla vél. Eigendur voru Sigurður Þorvarðsson og Þorvarður sonur hans í Hnífsdal og Karvel Jónsson frá Naustum. Báturinn var tryggður hjá Vél- bátaábyrgðarfélagi Isfirðinga fyr- ir um 11 þúsund krónur. Ekki finnst þessa getið í 10. bindinu af Þrautgóðum. ið. Frásögn þessi birtist í Vestra tveimur dögum eftir atburðinn, eða 12. sept. 1914. Gjörólík frásögn er að þessum atburðum í 10. bindi af Þrautgóð- um á raunastund, bls. 156. Ber þar margt á milli. Fyrst er það hvort skipið Millý „strandaöi" eða „var nærri strand- að“. Hvort hættan fyrir seglskipið var af stormi eða logni. Hvaðan vélbáturinn var og hver stjórnaði honum og hvort báturinn var „lítið, sem ekkert skemmdur“ eða „brotnaði töluvert við björgunar- starfið.“ Ætla mætti að samtíma frá- sögnin sé allmiklu öruggari heim- ild en síðari frásögnin. Hver sem skýringin kann þá að verða á jafnmiklu ósamræmi í frásögnun- um tveimur. Vélbáturinn Skuld frá Hnífsdal rakst á land við svonefnda Ófæru á Óshlíð miðri — milli Hnífsdals og Bolungarvíkur — 10. september 1914 og brotnaði í spón, en menn komust af með naumindum. Báturinn hafði snúið aftur úr róðri sökum óveðurs. Veður var all-bjart, en víst haldið of nærri landi. Bátinn áttu þeir Valdimar Þorvarðsson kaupmaður í Hnífs- dal og Valdimar sonur hans. Báturinn var tryggður hjá Vél- bátaábyrgðarfélagi Isfirðinga. Vélbátaábyrgðarfélagið hafði því orðið fyrir miklum óhöppum í þrjú skipti á örskömmum tíma. Ekki finnst þessa skipatjöns getið í 10. bindinu af Þrautgóðum á raunastund. Manntjón og bátstapi úr Bolungarvík Fimmtudaginn 29. október 1914 gerði ofsaveður af landnorðri er leið að dagmálum, en um nóttina hafði verið kyrrt. Höfðu flestir bátar úr Hnífsdal og Bolungarvík og þrír smábátar frá ísafirði farið á sjó utn morguninn, en snéru aftur áður en þeir komust á miðin. I veðri þessu fórst vélbáturinn Vigri úr Bolungarvík, eign Gunnars Halldórssonar á Hóli. Hafði bátnum hvolft undir Gömul mynd frá Flateyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.