Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 39 „Hvaö segir Víet- nam-nefndin nú?” Þannig spurði Morgunblaðið í lok leiðara síns nýverið. Tilefnið var síðustu atburðir í Suðaust- ur-Asíu, m.ö.o. það sem sumir kalla innrás Víetnam í Kampútseu, en aðrir líta á sem velheppnaða uppreisn alþýðu Kampútseu gegn ógnarstjórn Pol Pots. Undirritaðir sem eru fyrrver- andi formenn Víetnamnefndarinn- ar á Islandi vilja hérmeð svara þessari spurningu nokkrum orð- um. Fyrst ber að fagna því að Morg- unblaðið skuli nú leita álits Víet- namnefndarinnar á atburðum í Suðaustur-Asíu. Heldur er þó seint í rassinn gripið því nú eru nær tvö ár liðin frá því nefndin var lögð niður. Enginn okkar minnist þess að Morgunblaðið hafi nokkru sinni leitað álits okkar eða Víetnam- nefndarinnar á einu né neinu í sambandi við Víetnam allan þann tíma sem nefndin starfaði, ekki einu sinni meðan stríðsrekstur Bandaríkjanna stóð þar sem hæst. Það er rauninni ofur skiljanlegt þar sem Morgunblaðið var á þess- um tíma önnum kafið við að afla sér viðurkenníngar sem tryggasti málsvari Hvíta hússins á byggðu bóli, að því er varðaði tilraun Bandaríkjastjórnar til að þurrka út þjóðir Indókína. Annars má blaðjð nú fara að vara sig ef þessi sögulegi sess á að haldast. Það hefur nefnilega feng- ið hættulegan keppinaut þar sem er „Verkalýðsblaðið“, málgagn EIK-ml. Árósum og Reykjavík, febrúar 1979, Sveinn Rúnar Hauksson. formaður VNÍ frá stofnun 1972-75. ólafur Gíslason Formaður VNÍ 1975 - 76. Þröstur Ilaraldsson. formaður VNÍ 1976 — 77. Laugard. 3. mars kl. 16:00 Bókmenntakynning. Peter Rasmussen og Ingeborg Donali kynna nýjar danskar og norskar bækur. Gestur veröur danski rithöfundurinn Sven Holm. Mánud. 5. mars kl. 20:30 Danski rithöfundurinn Sven Holm kynnir eigin verk. Þriðjud. 6. mars kl. 20:30 Carl Johan Gardberg: „Kulturlandskap och miljöer". Fyrirl. meö litskyggnum. NORFÆHÁ HUSIO POHJOLANTAIO NORDENS HUS Sigríður Sigtryggsdótt- ir Sauðárkróki-Muming Hún amma okkar, Sigríður Sig- tryggsdóttir, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks hinn 21. þessa mán- aðar, 85 ára að aldri. Síðustu árin hafði hún verið mikið til rúmföst og háð vonlitla baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þegar langt er liðið á ævikvöldið kemur dauðinn engum að óvörum, og þegar erfiður sjúkdómur leggst ofaná og magnar ellina verður að líta á dauðann sem líkn, kær- komna hvíld eftir langan starfs- dag. En þótt reynt sé að beita þannig rökum skynseminnar skilur dauð- inn þó alltaf eftir skarð sem ekki verður fyllt. Skarðið er stórt eftir ömmuna sem alltaf var svo mild og skilningsrík þegar eitthvað amaði að og svo glöð og reif þegar vel gekk. Amman er svo stór hluti af tilveru barnanna að ætíð reyn- ist jafn erfitt að sætta sig við þann sannleik fullorðinsáranna að hún verði að hverfa á braut. Það felst þó ákveðin huggun í því að vita, að hún amma leit aldrei á dauðann sem endalok, heldur miklu fremur sem vistaskipti. Hún trúði því í einlægni að þegar hún yfirgæfi þennan heim tæki við annar og betri heimur. Hún trúði því einnig að þar myndi hún aftur hitta hann afa okkar, sem hún syrgði svo mjög. Við þökkum ömmu okkar fyrir öll árin sem hún dvaldist hjá okkur. Þær stundir sem við nutum elsku hennar bæði á Króknum og í Reykjavík, eru okkur ómetanlegar. Minningin um hana mun verða okkur vegarnesti um ókomna framtíð. Við endum kveðju okkar á fal- legu erindi úr Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar, sem við trúum að spegli að einhverju leyti hinstu óskir ömmu: „Svo að lifa, o(5 sofna hægt, svo að deyja. að kvðl sé ba'gt. svo að greftrast, sem guðs harn hér, gefðu, sætasti Jesú, mér.“ Barnabörn. Tilboð oskast í nokkrar fólksbifreiöar og sendibifreiöar er veröa sýndar £aö Grensásvegi 9, þriðjudaginn 6. marz kl. 12—3. Tilboöin veröa opnuö í Bifreiöasal aö Grensásvegi 9 kl. 5. Sala varnaliöseigna. •Jl 'P Tríó Grand Hótel Varna og dansarar frá Búlgaríu skemmta í kvöld kl. 21. EF ÞAÐ ER FRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU Veitinga- salir til skemmtana og fundahalda Stór-hlutavelta Fylkis X i dag kl. 2- 10.000 munir 5- ■//V Fylkir handknattleiksdeild Höfum til ráöstöfunar 2 sali 100—300 manna, til funda- og skemmtanahalds, einnig til biiigó og spilakvölda. Opiö daglega alla daga aöra en sunnudaga frá kl. 8.30—6.00 aö kvöldi. Framreiöum rétji dagsins ásamt öllum tegundum grillrétta. Útbúum mat fyrir mötuneyti, einnig heitan og kaldan veislumat, brauö og snittur. Sendum heim ef óskaö er. Pantið í síma 86880 oa 85090. VAGNHÖFDA 11 REYKJAVÍK SÍMAR 86800 og 85090 Kökusala - Flóamarkaóur verdur á morgun, sunnudag kl. 14—17 í nýbyggingu við dagvistarheimilið Bjarkarás við Stjörnugróf. Ljúffengar, heimabakaöar kökur, silfurboröbúnaöur, danskt postulínstestell, fatnaður, eldavélar, plötuspilarar og margt fleira. Þiö geriö góö kaup. Aðstoöið okkur viö aö Ijúka sundlaugarbygg- ingunni. Vistfólk Bjarkarási.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.