Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 47 Slæm utreið á móti Ungverjum Frá Agústi Inga Jónssyni, fréttamanni Mbl. á Spáni. ÞAÐ VAR augljóst strax í byrjiin leiks Ungverja og íslendinga hvað Ungverjar voru miklu betri. íslendingar mættu ofjörlum sínum í orðsins fyllstu merkingu og útkoman var vægast sagt hörmuleg. Leiknum lauk með stórsigri Ungverja, 32—18. 14 marka munur í landsleik. Var þetta leiðinlegur endir á nokkuð góðri frammistöðu íslenska liðsins í keppninni. Þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson léku ekki þennan leik og kom fljótt í ljós að Ólafur H. skildi eftir sig skarð í varnarleiknum sem var vandfyllt. Það var fyrst og fremst slakur varnarleikur og um leið slök markvarsla en þetta fylgist oftast að sem úrslitum réð í leiknum. Markverðir fslenska liðsins vörðu aðeins sex skot allan leikinn og þar af varði Brynjar Kvaran tvö vítaköst, þannig að aðeins tvö skot eru varin af línu eða utan af vellinum. Þá var sóknarleikurinn ekki til að hrópa húrra fyrir. Oft var sóknin eins og ferð án fyrirheits. Leikkerfi gengu ekki upp, og mikið var um misheppnaðar sendingar. Ungverjar hófu leikinn af mikl- um krafti og strax í byrjun komust þeir i 5—1. Islenska liðið rétti aðeins úr kútnum og staðan var 6—3 eftir 12 mínútur, en eftir það má segja að Ungverjar skori tvö mörk á móti hverju einu sem íslenska liðið skorar. Var mikill hraði í leik Ungverja og sýndu þeir margar skemmtilegar leikfléttur sem vörn íslenska liðsins réð ekkert við. Staðan í hálfleik var 17-8. Byrjun síðari hálfleiksins var mjög slök hjá íslenska liðinu og vantaði í liðið allan kraft og boltanum var ekki haldið nægi- lega. Fyrstu fjórar sóknir liðsins runnu út í sandinn, en á sama tíma skora Ungverjar fjögur mörk og breyta stöðunni í 8—21. Eftir þennan kafla má segja að það hafi aðeins verið formsatriði að ljúka leiknum. Það var loks á 6. mínútu síðari hálfleiksins sem Erlendi Hermannssyni tókst að skora fyrsta mark Islands. Lengi vel var helmingsmunur á liðunum, staðan varð 14—30 þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Þá bjargaði landinn því sem bjargað varð með því að skora fjögur mörk á móti tveimur og lokastaðan varð 32-18. Þeir Erlendur Hermansson og Þorbjörn Guðmundsson sem báðir hafa mjög lítið verið notaðir í leikjunum hér sýndu þá góðan sprett og skoruðu þeir fimm af síðustu sex mörkum liðsins. Sýndu þeir að gjarnan hefði mátt gefa þeim fleiri tækifæri í leikjunum. Bestu leikmenn íslenska liðsins í leiknum voru Viggó Sigurðsson sem var sá eini sem sýndi eitthvað í líkingu við leik Ungverjanna. Þá barðist Árni Indriðason mjög vel í varnarleiknum og bregst Árni aldrei í ■ landsleikjum. Leggur ávallt mikla vinnu á sig. Þorbjörn Guðmundsson skoraði falleg mörk í leiknum þó svo að hann væri ekki inni í leikkerfum þeim sem liðið var að reyna að leika. í heildina er óhætt að segja að lykilmenn eins og Axel Axelsson og Páll Björgvinsson hafi ekki skilað því hlutverki í keppninni sem ætlast var til af þeim. Fundu þeir sig aldrei og léku langt undir getu. Þá brást Jón Pétur Jónsson trausti því sem honum var sýnt og lítið kom út úr leik hans. Mörk Islands: Viggó Sigurðsson 6 (1 v), Erlendur Hermannsson 3, Þorbjörn Guðmundsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Ólafur Stjarnan i ham STJARNAN úr Garðabæ gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld, og lagði KA að velli norður á Akureyri. Var leikurinn liður í 16 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Stjarnan skoraði 22 mörk í leikn- um, en KA 20, staðan í hálfleik var 12—10 fyrir Stjörnunij, sem ávalt hafði undirtökin í leiknum. Þetta var fimmti sigurleikur Stjörnunar í röð, en liðið hóf keppnistímabilið mjög illa og tapaði þá hverjum leiknum af öðrum. Nú er aðeins ólokið einum leik í 16 liða úrslitunum, en það er viðureign Þórs frá Akureyri og Ármanns, sem fram á að fara á fimmtudaginn næstkomandi. Mörk Stjörnunnar skoruðu: • Sá harði baráttujaxl Árni Indriðason fyrirliði íslenzka landsliðsins átti einn af fáum góðan leik í vörninni í gærkvöldi. Hér sést Árni hinsvegar í sókn í landsleik, og fær hann óblíðar móttökur að þessu sinni. Jónsson 2, Árni Indriðason 1 og Jón Pétur Jónsson 1. Páli Björgvinssyni var vikið af leikvelli í 2 mín. Markhæstir Ungverja voru Gubayi 7, Szilagyi 6, og Kovacs 5. Dómarar voru rússneskir og voru þeir íslendingum mjög óhag- stæðir í dómum sínum. með ferðinni náðist, og í heildina er árangurinn jákvæður þrátt fyrir þetta stóra tap gegn Ungverjum hér í kvöld. Við vorum svo sannarlega úti á þckju í leiknum. hverju svo sem það er að kenna. Til dæmis var vörnin greinilega hcima á hóteli. Nú verður að hugsa um framtíðarlið. IISÍ verður að nota næstu ár til að byggja upp á ungum og efni- legum mönnum sem við eigum nóg af. Þrjú ár eru framundan og á árunum 1981 til 1984 ga-tum við vel átt gott lið verði rétt á málunum haldið. Persónulega held ég að leikurinn í kvöld hafi verið minn síðasti landsleikur. Tíminn sem fer í þetta er svo mikill að það tekur engu tali. Margnús Teitsson 8, Hörður Hilmarsson 4, Eyjólfur Bragason 3, Gunnlaugur Jónsson 2, Eggert Isdal 2, Magnús Arnarsson og Magnús Andrésson og Hilmar Ragnarsson 1 mark hver. Mörk KA skoruðu: Alfreð Gísla- son, Þorleifur Ananíasson og Jóhann Einarsson 5 hver, Haraldur Haraldsson 2, Guðmundur Lárusson, Magnús Birgisson og Guðbjörn Gíslason 1 mark hver. Þau lið sem þegar eru komin í 8-liða úrslitin eru því Stjarnan, Fylkir, ÍR, Víkingur, FH, Valur og Fram. Loks annaðhvort Þór frá Akureyri eða Ármann. Það verða því aðeins tvö lið úr 2. deild sem leika í 8-liða úrslitum, en líklega verður dregið á fimmtudaginn. Sagt eftir leikinn við Ungverja: Júlíus Hafstein formaður HSÍ. — Það hefði nú verið betra og skemmtilegra að fá betri cndi á ferðina. En sætið í B-keppninni var tryggt og leikurinn skipti ekki öllu máli. Ungverjar eru greinilega með langbesta liðið í keppninni þó svo að þcir komist ekki á Olympíuleikana. Nú höfum við þrjú ár hjá HSÍ til að byggja upp fyrir næstu B-keppni sem verður 1981. Sú uppbygging mun strax hefjast. Og fyrsti liðurinn verður að senda gott unglinga- landslið á heimsmeistarakeppni unglinga í Danmörku næsta haust. Stefán Gunnarsson: Takmarkið Guði sé lof að ég er ekki með íþessu sagdi Bjarni Gudmundsson ÞLIR Jens Einarsson og Bjarni Guðmundsson léku ekki með á móti llngverjum í gærkvöldi. Kom það nokkuð á óvart að þeir skyldu látnir hvíla í leiknum. Bjarni Guðmundsson hefur leikið alla Icikina i leiKiium. njarni iiuomunasson neiur icikio ana leiKina og staðið sig mjög vel og Jens Einarsson var valinn sem annar markvörður liðsins. en hann fékk aðeins einn landsleik í ferðinni. ! i Jens Einarsson var mjög óánægður með þetta. og lét hann óána'gju sína í Ijós við blaðamanna Mbl. Bjarna Guðmundssyni varð að orði er hann horfði á landsleikinn í gærkvöldi „Guði sé lof að ég er ekki með í þessu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.