Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.1979, Blaðsíða 48
 LAUGARDAGUR 3. MARZ 1979 Nýtt búvöruverð tekur gildi á mánudaginn: Smjör og kartöflur hækka um nær 20% Niðurgreiðslur óbreyttar að krónutölu NÝTT búvöruverö hefur veriö reiknað út og tekur það væntanlega gildi á mánudaginn. Verðlags- grundvöilur landbúnaðarins hækk- ar um 6,077% en þar sem niður- greiðslur eru óbreyttar að krónu- Grease-œðið: Steini fœr frítt á 20. bíóferðina MJÖG mikil aðsókn er enn að bandarísku kvikmyndinni Grease, sem flaskólabíó sýnir um þessar mundir en heldur hefur þó dregið úr henni siðustu daga, að sögn Friðfinns Ólafs- sonar forstjóra. í dag, laugar- dag, er búist við 60.000: gestin- um á sýninguna, en Friðfinnur bjóst við að myndin gengi í hálfan mánuð ennþá og heildar- tala áhorfenda yrði á hilinu 70—75 þúsund hér í Reykjavík. Grease hefur þegar slegið öll aðsóknarmet hér á landi. Gamla metið átti söngvamyndin Sound of Music. Um 50 þúsund manns sáu hana þegar hún var hér fyrst, Algengt er að sögn Friðfinns að unglingar komi aftur og aftur á myndina Grease. Allmargir hafa séð myndina 10—15 sinnum en metið mun eiga 14 ára piltur sem kallaður er Steini, en hann hefur séð myndina 19 sinnum og hefur bíóið boðið honum sérstaklega á eina sýningu enn og að sjálfsögðu þarf hann ekki að borga sig inn á þá sýningu. tölu er hækkun á einstökum teg- undum landhúnaðarvara á bilinu 6—20%. Verður hlutfallslega mest hækkun á þeim tegundum sem mest eru niðurgreiddar. Sem dæmi um hækkun á algengum tegundum má nefna aö nautakjöt hækkar um 9% í smásölu, dilkakjöt um 9,5%, nýmjólk um 12,5%, kart- öflur um 19,1% og smjör um tæp 20%. Kíló af súpukjöti kostar eftir hækkun 947 krónur en kostaði áður 889 krónur, mjóikuí lítrinn hækknr úr 135 í 152 krónur og kíló af smjöri úr 1150 krónum í um 1370 krónur. Fyrrgreindar hækkanir eru til- komnar vegna launahækkana og margvíslegra kostnaðarhækkana sem orðið hafa við búvöruframleiðsl- una og flutninga á búvörum. Gúmmíbátur Vers VE á bryggjunni í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Ljósm. Slgurgeir í Eyjum. Verðbólgan eykst um 4% við tilslökun forsætisráðherra FYRIR liggja nú áætlanir um þróun verðbólgunnar miðað við þrjár gefnar for- sendur, þ.e. frumvarp for- sætisráðherra, eins og hann fyrst lagði það fram, í öðru lagi miðað við þær breytingatillögur sem hann gerði á frumvarpi Tillögur um nýja verzlunarálagn- ingu lagðar fram eftir helgina GEORG Ólaísson verðiagsstjóri er um þessar mundir að leggja síðustu hönd á tillögur um breytta verzlunarálagningu. Kvaðst Georg ætla að leggja tillogurnar fyrir verðlagsnefnd í byrjun næstu viku. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa kaupmenn að undan- förnu lýst yfir mikilli óánægju með gildandi verzlunarálagningu og talið hana of lága. Hafa þeir óskað eftir endurskoðun á verzlun- arálagningu og krafizt leiðrétting- ar á henni. sínu í fyrradag og í þriðja lagi miðað við bráða- birgðalög ríkisstjórnarinn- ar frá því í september eða með öðrum orðum miðað við núgildandi vísitölu- kerfi. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér kemur fram í þessum áætl- unum að verðbólgan verði á þessu ári 29% ef frumvarp forsætisráðherra með gild- istöku 1. marz og frestun verðbóta umfram 5% hefði náð fram að ganga en verð- ur um 2% meiri eða 31% ef 3% áfangahækkunin í apríl nk. kemur almennt til fram- kvæmda. Umræðurum tillögu Sjálf- stæðismanna á þriðjudag TILLAGA þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um að þing verði rofið og boðað til nýrra kosninga verður tekin til um- ræðu í Sameinuðu þingi n.k. þriðjudagsk'völd og verður út- varpað frá umræðunum. Tvær umferðir verða og fær hver þingflokkur hálfa klukkustund til umráða í hvorri umferð. Framhaldsumræður um tillög- una verða á næstu fundum Sameinaðs þings þar á eftir. Miðað við hin breyttu frumvárpsdrög forsætisráð- herra, sem hann hefur verið að kynna innan stjórnar- flokkanna þessa dagana og eru miðuð við 1. júní án frestunarákvæða, þá gera áætlanir ráð fyrir 33% verðbólgu og um 35% verð- bólgu ef áfangahækkunin í apríl kemur til fram- kvæmda. Með óbreyttu vísitölu- kerfi er hins vegar reiknað með að verðbólgan verði um 37—39% á þessu ári og þannig ekki minni heldur en hún var á síðasta ári sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Rœtt við Arna Magnússon, skipstjóra á Ver VE 200 „BIÍOTIÐ reið yfir bátinn og ég náði að slá af. en báturinn rétti sig ekki við og í sömu andrá fyllti stýrishúsið af sjó og ég komst ekki aftur að stjórntækjunum eða í talstöðina,“ sagði Arni Magnússon skipstjóri á Ver í samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Báturinn lagðist á stjórnborðshlið, en ég flaut að dyrunum bakborðsmegin og náði að opna þær og komast upp á stýrishúsið. Þá voru allir strákarnir komnir upp og á meðan báturinn var ekki sokkinn voru þeir bæði á síðu bátsins og í mastri. Annar gúmmíbjörgunarbáturinn hentist fyrir borð í kassanum þegar brotið reið yfir, en hinn sáum við aldrei. Við vorum allir fáklæddir og kuldinn hafði fljótt sín áhrif, enda haugasjór. Þegar báturinn var að sökkva fórum við allir í sjóinn og reyndum að ná til gúmmíbátshylkisins. Þá reið annar sjór yfir og mig ásamt Benedikt bar frá bátnum. Við tveir náðum síðar taki á tré- kassanum utan af gúmmíbjörg- unarbátnum og bjarghring og hanganai dauðahaldi í þetta flot vorum við í liðlega hálfa klukku- stund í brimrótinu þarna að reyna að nálgast gúmmíbáts- hylkið. Það hafði slitnað frá þegar brotið reið yfir og í volk- inu hafði línan í bátinn orðið óklár og flækst um hylkið. Loks þegar við komumst að gúmmí- bátnum tókst okkur á óskiljan- legan hátt að láta bátinn blása upp, en við vorum þá orðnir svo dofnir af kulda að tilfinningin var engin í höndum og á fótum þegar við vorum að bauka við bátinn og nokkrum mínútum síðar kom Bakkavíkin á vett- vang. Rétt áður höfðum við náð vasaljósinu úr gúmmíbátnum og gátum við veifað því þegar við sáum skipið nálgast. Eg veit ekki hvað hefði orðið um okkur tvo sem komumst í bátinn ef Bakkavíkin hefði ekki komið þarna því það var 4 stiga frost og sjórinn um 6 gráður. Þeir sýndu mikið öryggi strák- arnir við að bjarga okkur, en þetta er hörmuleg lífsreynsla að sjá á eftir skipsfélögum sínum, allt strákar á bezta aldri, mjög góðir og vanir sjómenn. Bakka- víkin leitaði síðan á svæðinu þarna innan um brak úr Ver og skömmu eftir að þeir fundu einn skipfélaga okkar á floti héldu þeir til hafnar og hófu strax lífgunartilraunir en án árang- urs. Þá höfðu þeir kallað út skipaflota til leitar á svæðinu." Sjómennirnir sem fórust með Ver hétu: Birgir Bernódusson stýrimaður, Áshamri 75, kvænt- ur og tveggja barna faðir; Reyn- ir Sigurlásson, Faxastíg 80, læt- ur eftir sig unnustu; Eiríkur Gunnarsson, Aðalstræti 16, Reykjavík, og Grétar Skaftason, Vestmannabraut 67, Vest- mannaeyjum, lætur eftir sig son. Sjá á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.